Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. desember 1972 Sunnudagur 31. desember 1972 ■ I ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13. ÁRAMÓTAHUGLEIÐINGAR Eftir Ragnar Arnalds, formann Alþýöubandalagsins ísland — Noregur Útfærsla landhelginnar er tvi- mælalaust sá atburöur ársins 1972, sem hæst ber af islenzkum sjónarhóli séö. Útfærslan er yfir- lýsing smáþjóðar um ótviræðan rétt sinn og vilja til að tryggja fullveldi sitt og framtið, — sjálf- stæðisyfirlýsing sem gengur þvert á hagsmuni voldugra nágranna og veitir öðrum smá- þjóðum siðferðilegt og lagalegt fordæmi. Þorskaflinn á árinu hefur sennilega numið um 398 þúsund tonnum, var 421 þús. tonn árið 1971 og 474 þús. tonn árið 1970. Afli þorsks og skyldra tegunda hefur sem sagt minnkað um 5, 5% frá fyrra ári, þrátt fyrir fleiri veiði- skip og aukið úthald með stór- auknum kostnaði. Jafnframt er samsetning aflans óhagstæðari en áður og meira af verðminni fiski eins og karfa. Loðnuaflinn jókst hins vegar mjög verulega eða úr 183 þús. tonnum árið 1971 i 278 þús. tonn árið 1972 og er það meginástæðan til þess, að heildaraflinn vex væntanlega úr 681 þús. tonnum i 745 þús. tonn á þessu ári. Þjóðaratkvæðagrciðslan i Noregi um aðild landsins að Efnahagsbandalagi Evróp.u er liklega annar merkasti atburður ársins frá okkar bæjardyrum séð. A milli þessara tveggja atburða eru jafnframt talsverð tengsl: Útfærsla landhelginnar i 50 milur átti sér stað aðeins 24 dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna i Noregi og vakti þar geysilega athygli,enda var það eitt aðalmál kosninganna, hvort Norðmenn gætu áfram haft 12 milna land- helgi eftir inngöngu i EBE, sem ekki viðurkennir meira en 3 milna fiskveiðilögsögu. Hvaða vandi er það fyrir Norð- menn að standa á eigin fótum utan við Efnahagsbandalagið, þegar smáþjóð á tslandi er stað- ráðin i þvi og tekur sér 50 milna landhelgi hiklaust og hvað sem hver segir? Spurningar af þessu tagi bergmáluðu um allan Noreg dagana fyrir þjóðaratkvæðið og kannske voru það einmitt þess háttar hugsanatengsl, sem urðu það iitla lóð, er úrslitum réð i þessari tvisýnu og örlagariku at- kvæðagreiðslu. Baráttan um norsku þjóðar- sálina var sannarlega ójafn leik- ur: Annars vegar stóð rikis- stjórnin og mikill meirihluti Stór- þingsins, allir stærstu stjórn- málaflokkarnir, samtök vinnu- veitenda, Alþýðusambandið og æðstu forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar. Hins vegar stóöu ýmis félagasamtök einkum úr hópi vinstri manna og sósialista, samtök sjómanna og bænda og öll æskulýðssamtök pólitisku flokkanna, nema sam- tök ungra hægrimanna. A skömmum tima spratt hún upp, þessi óvænta þjóðar- hreyfing, sem háði ójafna baráttu við valdakerfiö, fjármagnið og allar stærstu flokksvélarnar, á móti áróðursþunga mikils meiri- hluta blaðanna og með nauman tima i útvarpi og sjónvarpi á við fylgjendur aðildar. — Og hún sigraði þrátt fyrir allt. Hvað var hér að gerast og hvers konar hreyfing var það sem vann þetta sögulega afrek? Rautt — Grænt Þessi hreyfing var engin til- viljun. Sumir telja hana i ætt við „grænan sósialisma”— aðrir tala um „rauð — grænt bandalag”. Hún var ávöxtur af hugmynda- legri þróun, sem viða hefur átt sér stað og tengd er ákveðnum pólitiskum viðhorfum. Þessi við- horf eru ekki háð neinum flokks- legum landamærum, en eiga þó sterkasta fótfestu meðal vinstri manna og sósialista. Þessi hreyfing er fyrst og fremst and- stæð ofurvaldi auðvalds og alþjóðlegra auðhringa, andstæð skrifstofuveldi og samþjöppun valds, andstæð glórulausri iðn- væðingu, náttúruspjöllum og dýrkun hagvaxtarins i austri og vestri. Aherzla er lögð á sjálf- stæði og frelsi hins smáa gagn- vart hinum stóra og volduga, hvort sem það birtist i sam- félaginu sjálfu i mynd arðrændra verkamanna i erfiðu hlutskipti smábænda, i stöðu landsbyggðar gagnvart ægivaldi höfuðborgar eða á alþjóðlegum vettvangi, hvort heldur er þar sem banda- riskum sprengjum rignir dag eftir dag, þar sem fátækrar þjóðir eru féflettar af alþjóðlegu auð- valdi, eða sósialisk smáriki standa i skugganum af sovézku hervaldi. Þessi jákvæðu lifsviðhorf, áherzlan á sjálfstæði hins smáa, var það sem sigraði i Noregi. Norska þjóðin gerði uppreisn gegn fyrirætlunum ihalds og hægri krata, þótt þeir hefðu sam- eiginlega 90% af valdakerfinu i sinum höndum. Hún afneitaði hugmyndum þeirra um þjóð- félagsþróun i Noregi, þrcþin i anda auðvaldsstefnunnar, og framsali sjálfstæðis i hendur erlendra aðila. Hún sá ekki landsins hag bezt borgið sem ósjálfstæð útkjálkabyggð i væntanlegu evrópsku stórriki. Á íslandi var fylgzt með úrslit- um atkvæðagreiðslunnar af mikl- um áhuga. Viðbrögð manna voru þó ærið misjöfn. Gylfi Þ. Gislason harmaði úrslitin ákaflega, svo sem hans var von og visa. Samtök frjálslyndra og vinstri manna gerðu hins vegar sérstaka fagnaðarsamþykkt i tilefni úr- slitanna. Þar á milli liggja djúp skoðanaskil þegar allt kemur til alls, — ef menn vilja vita af þvi. Við Alþýðubandalagsmenn fögnuðum mjög þessum úrslitum, enda var flest i málflutningi hinna kraftmiklu andstæðinga aðildar eins og talað út úr okkar hjarta. Hér á Islandi eru aðstæður að sjálfsögðu allt aðrar. Hér eru hægri kratar ekki sterkir — standa jafnvel höllum fæti i þeim Þessi merki mátti viða sjá i Nor- egi dagana fyrir þjóðaratkvæða- greiösluna. eina flokki, sem þeir ráða yfir. Hér gæti þaö ekki gerzt, að verka- lýðshreyfingin gengi erinda peningavalds i æpandi andstöðu við hagsmuni sjómanna og bænda. Andstæðingar aðildar að EBE gátu ekki myndað meirihluta- stjórn i Noregi að atkvæða- greiðslunni lokinni sem ekki var von, þvi að flokksvélarnar höfðu skilað allt öðrum mönnum á þing, en þjóðin greinilega vildi. En hér á íslandi er þróunin lengra komin. Hér hefur okkur hlotnazt „rauð — grænt bandalag” — einnig um rikisstjórn. Það eina sem á vantar er, að Alþýðuflokk- urinn leggi þar hönd á pióginn, losni við sinn fjólubláa ihalds- sultarsvip og öðlist eðlilegt litar- aft á ný. 48% kaupmáttaraukning l.úðvik Jósepsson undirritar reglugerðina um 50 sjómilna landhelgi Nýju skuttogararnir eru að byrja að koma til landsins. Þeir verða orðnir rúmlcga 40 að tvcimur árum liðnum. Gömlu togararnir cru aftur á móti óðum aðtýna tölunni og eru nú aðeins 17 á veiðum. Myndin er af Vigra. sem byggður var i Póllandi. Þessi lifskjarabylting, sem átt hefur sér stað á seinustu þremur árum, skýrist að nokkru af aukinni fr^mleiðslu þjóðarinnar og auknum þjóðartekjum, enda hafa tekjur þjóðarinnará þessum 3 árum aukizt miðað við fast verðlag um 30% og þjóðartekjur á mann um 26%. En ljóst er af þess- um tölum, að kaupmáttur launa- tekna hefur þó vaxið miklu hraðar en þjóðartekjur. Þar sem heildargreiðslujöfnuður við út- lönd hefur verið hagstæður og ekki verður sagt, aö tekjuaukning launamanna umfram aukningu þjóðartekna sé fengin með skuldasöfnun við önnur riki, er augljóst að launamenn á Islandi hafa fyrst og fremst bætt lifskjör sin með þvi að tryggja sér stærri hluta af „kökunni” margum- töluðu. Þessi aukna hlutdeild launamanna i þjóðartekjum er sem sagt tekin beint af atvinnu- Kaupmáttur launa hefur aukizt geysilega á seinustu þremur árum eöa um rúm 48%. Aukningin skýrist a var ekki fyrr en á árinu 1971, þegar Vinstristjórnin tók við, að launamenn höföu náö sömu lifskjörum og voru sem áður hefur veriö hér á landi. Myndin er frá Alþýöusambandsþinginu i nóvember. ö nokkru af hinni miklu lifskjaraskerðingu áranna 1967-1969, en það árið 1965. Siöan hefur kaupmáttur launa aukizt langt umfram það, búnaö, útgerð og fiskvinnslu, og þar er um að ræða þúsundir milj. kr. á ári hverju, sem fluttar hafa verið til frá atvinnurekendum til launamanna. Samtals 1970 1971 1972 % % % Heildartekjur þjóðarinnar Þjóðartekjur á mann Kauptaxtar launþega Ráðstöfunartekjur heimilanna Verðlag vöru og þjónustu Kaupmáttur ráðstöfunartekna (Heimild: Þjóðarbúskapurinn — okt. 1972) Breytingar kauptaxta, tekna og verðlags 1970-1972 1970 1971 1972 70-72 % % % % 10,5 12,5 4,5 30,5 9,8 11,6 2,8 26,0 24,4 18,5 27,5 88,0 30,8 23,8 28,0 107,0 14,3 7,2 13,0 39,5 14,4 15,5 13,3 48,3 vallaratriði og gjörólikt þvi sem oft gerðist á seinasta áratug, þegar fyrri rikisstjórn velti kaup- hækkunum jafnóðum út i verð- lagið og gaf þannig ávisun á nýja og nýja efnahagslega kollsteypu. Skipafélögin hafa ekki fengið hækkanir á farmgjöldum, þrátt fyrir hækkuð laun sjómanna og verkamanna og hærri erlendan tilkostnað. Eimskip telur sig fá 150 milj. kr. minni tekjur á árs- grundvelli af þessum ástæðum. Oliufélögin telja sig hafa meira en 100 milj. kr. lakari afkomu vegna hins stranga aðhalds i verðlagsmálum. Eins er um flest önnur fyrirtæki sem viðskipti eiga á innlendum markaði. Þeim er haldið i þröngri spennitreyju til að ráða málum sinum sjálf. Islenzkir atvinnurekendur mega ekki venja sig við að greiða miklu minna fyrir vinnuaflið en gert er i nálægum löndum, og enn siður er ástæða til að hlifa þeim um of, þegar haft er i huga, að heildar- tekjur þjóðarinnar eru taldar jafnvel meiri hér miðað við höfðatölu en i flestum nálægum löndum skv. nýjustu útreikning- um. Hin bættu lifskjör koma ekki aðeins fram i stórauknum kaup- mætti launa, bættum hlut sjó- manna og betri afkomu bænda, sem hlotið hafa samsvarandi launahækkanir, heldur hefur einnig orðið stórkostleg breyting á kjörum aldraðra, öryrkja og hafar hafi bætt lifskjör fólksins i landinu svo stórlega sem raun, ber vitni, með þvi að „tæma alla sjóði” og oft hafa ihaldsblööin jafnvel talað um „veizluhöld” i þessu sambandi. Er það kannski staðreynd, að þjóðin lifi stórlega um efni fram og sé nú um það bil að éta sig út á gaddinnl Og hvað um sjóðina, sem fyrri stjórn skildi eftir sig? Sannleikurinn er auðvitaö sá, að frávarandi stjórn skildi eftir sig stórfelld fjárhagsleg vanda- mál. Einu sjóðirnir, sem ný stjórn gat hugsanlega tæmt, voru gjald- cyrissjóðurinn og Veröjöfnunar- sjóður sjávarútvegsins. Báðir þessir sjóðir hafa hins vegar vaxiö töluvert i tið núverandi megináherzlu að búa i haginn fyrir framtiðina með fyrirhyggju og áætlanagerð. Hún hefur hik- laust fórnað stundarhagsmunum, þegar þvi var að skipta og t.d. bannað allar sildveiðar við stend- ur landsins, meðan stofninn er að ná sér eftir rányrkju fyrri ára. Breytt efnahagsstefna Það er mikill misskilningur, ef einhver trúir þvi, að bætt lifskjör fólksins i landinu hafi fengizt með þvi aö tærha sjóði. Þau hafa einfaldlega fengizt með þvi að minnka hagnað atvinnurekenda Framhald á bls. 14 verðlagshafta. þrátt fyrir stór- aukinn launakostnað. Að sjálf- sögðu eru þvi takmörk sett, hvað fyrirtækin þola að nærri þeim sé gengið með þessum hætti, og ein- hverjum hækkunum hefur orðið og verður óhjákvæmilegt að hleypa fram. En rétt er að gera sér fullkomlega ljóst, aö nú- verandi lifskjarastigi verður ekki haldið til frambúðar, meðan ekki verður stökkbreyting á þjóðar- tekjum, nema fyrirtækin hvort sem þau eru opinber eða i einka- eigu, séu beinlinis ineydd' að gæta itrasta sparnaðar og hagkvæmni, til þess að þau geti skilað hagnaöi. Hér er beinlinis um að ræða eitt helzta stefnuskráratriði nú- verandi rikisstjórnar: Að lyfta fólkinu i landinu á annað lifs- kjarastig. Það var brýn nauðsyn fyrir þjóðina að hverfa frá þvi ástandi, sem veldur fólksflótta af landi brott og skapar bölsýni og vantrú á möguleika þjóðarinnar annarra sem litlar eða engar teljur hafa. A fjárlögum fyrir árið 1973 eru greiðslur rikisins til trygginga- mála 6.860 milj. kr., en voru 2.953 miljónir kr. á fjárlögum 1971 og hafa þvi hækkað um 132% á aðeins tveimur árum. En til samanburðar má geta þess, að á sama tima hækkaði framfræslu- visitala um 17%. Afnám nef- skattanna ( sjúkrasam lags og tryggingagjalda) og lækkun skatta á láglaunafólki við um- byltingu skattakerfisins i fyrra, stefndi að sama marki: Að minnka ójöfnuð og spennu i þjóð- félaginu með þvi að dreifa þjóðartekjunum á sanngjarnari hátt. Og þetta hefur tekizt, enda hefur ekki i meira en áratug rikt jafn góður vinnufriður i landinu og einmitt á þvi ári sem nú er senn liðið. Aróðursvélar stjórnarand- stæðinga reyna ákaft að telja fólki trú um, að núverandi vald- stjórnar, gjaldeyrissjóðurinn úr 4.086 milj. kr. 30. júni 1971 i rúmar 5.200 milj. kr. 15. des. 1972 og verðjöl'nunnarsjóðurinn úr 479 milj. kr. 30. júni 1971 i 1080 milj. kr. hinn 18. des. s.l. (allar tölurnar eru miðaðar við gamla gengið)og hafa þessir sjóðir aldrei áður verið hærri. Núverandi stjórn hefur siður en svo vanrækt að safna fjármagni i nauðsynlega varasjóði. En jafn- framt hel'ur hún safnað i þá sjóði, sem framtið landsins veltur á, og gert það á tveimur árum af meiri atorku en fráfarandi stjórn á 12 árum. Hún hefur stuðlað að þvi, að þjóðin eignist rúmlega 40 nýja skuttogara, og jafnframt hafið stórsókn i landhelgismálinu, en hvort tveggja á eftir að styrkja atvinnugrundvöll landsmanna á afgerandi hátt og hvort tveggja hafði fyrri rikisstjórn algerlega vanrækt. Uppbygging atvinnu- lifsins hefur tekið mikinn fjörkipp og stjórnin hefur lagt á það Efnahagsmálin voru fyrir- ferðameiri i þjóðmálaumræðum á þessu ári, en flest annað: Deilt var um það, hvort verðhækkanir á fyrrihluta ársins kæmust i sam- jöfnuð við óðaverðbólguna i tið fyrri stjórnar; umbylting skatta- kerfisins olli talsverðu moldviðri og loks var það spurningin um leiðirnar þrjár: uppfærslu, milli- færslu eða niðurfærslu. En eitt var óumdeilt: Lifskjör fólksins i landinu hafa aldrei verið betri og kaupmáttur Iauna aldrei meiri en einmitt á þvi ári, sem nú er að kveðja. Á seinustu þremur árum hafa kauptaxtar launþega hækkað að meðaltali um 88% og ráð- stöfunartekjurhafa vaxið á sama tima um 107% (i þessari tölu er ma. tekið tillit til hækkunar beinna skatta og fasteigna- skatta). Verölagvöru og þjónustu hefur hins vegar hækkað á þess- um árum um tæp 40%.Og þannig má reikna út, að kaupmátturráð- stöfunartekna heimilanna hafi vaxið um rúm 48% á þessum 3 ár- um. Hér er miðað við þann þátt framfærsluvisitölunnar, sem fjallar um verðlag vöru og þjónustu, enda gefur það sannari mynd. Frarrifærsluvisitalan sjálf hefur hækkað minna rekendum, sem fá að sama skapi minni hagnað i sinn hlut. 1 sérhverjum kjaraátökum á liðnum árum hafa vinnu- veitendur barmað sér mikið og gefið i skyn, að vegna þessara kauphækkana væru gjaldþrot i stórum stil yíirvofandi. I sam- ræmi við þessar yfirlýsingar ættu þeir allir að vera löngu farnir á hausinn, eftir hinar stórfelldu launabreytingar, sem gengið hafa yfir. En þeir hafa komizt af, þrátt fyrir allt — og margir hagnazt vel. Útgerð og fisk- vinnsla er að visu sér á parti, og væri löngu komin i vanda, ef ekki hefðu komið til stórfelldar verð- hækkanir eriendis. En hæfni annarra fyrirtækia til að taka á sig þessar miklu kauphækkanir er aftur á móti augljóslega til marks um, hvilikan hagnað þau hafa áður haft i skjóli láglauna- kerfisins, sem fyrri rikisstjórn reyndi að tryggja þeim. Um 73% atvinnulifsins er utan við land- Láglaunakerfið afnumið Rétt um helmingur af þessari 48% kaupmáttaraukningu á þremur seinustu árum fór i aö vinna upp hina miklu lifskjara- skerðingu áranna 1967-1969, þegar kaupmáttur launanna var lækkaður með tvennum gengis- fellingum. Það var ekki fyrr en haustið 1971 eftir valdatöku vinstri stjórnarinnar, að launa- menn náðu aftur þeim lifskjörum sem þeir höfðu náð árið 1966. Rétt er að hafa i huga, að þessi lifskjaraby lting hefði verið óhugsandi, enda valdið dæma- iausri óðaverðbólgu ef ekki hefðu verið lengst af rikjandi mjög ströng verðlagshöft. Fyrirtækin hafa verið tilneydd til að taka á sig aukinn launakostnað og hafa ekki getað velt honum út i verð- lagið nema að óverulegu leyti. Þetta er að sjálfsögðu grund-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.