Þjóðviljinn - 04.01.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.01.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVII..IINN Fimmtudagur 4. janúar 1972 6 þúsund svör bárust A myndinni er Inga Hildur Traustadottir Huldulandi 40, 8 ára, aö taka við reiðhjóli sem hún hlaut i verðlaun fyrir rétt svör í umferðar- getrauninni. Með henni á myndinni eru óskar ólason yfirlögregluþjónn og Baldvin Ottósson varðstjóri. Þegar jólaleyfi hófust I barna- skólum, efndi Umferðarnefnd og lögreglan i Reykjavik og lög- reglan i Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu til getraunar fyrir skólabörn, sem nefndist ,,í jóla- umferðinni”. Var getraunaseðl- um dreift til skólabarna á aldrin- um 7-12 ára. Sendir voru út 13500 getrauna- seðlar og bárust svör frá 7500 börnum. 1 Reykjavik voru vinningar 150 bækur og 2 reiðhjól. I Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu voru vinningar 60 bækur. t Reykjavik var dregið úr rétt- um lausnum á miðnætti á Þor- láksmessu og gerðu það Ragnar Georgsson skólafulltrúi og Ragnar Júliusson skólastjóri, að viðstöddum lögreglustjóranum i Reykjavik Sigurjóni Sigurðssyni. A aðfangadag heimsóttu ein- kennisklæddir lögreglumenn börnin, sem hlotið höfðu vinning. Heldur fyrirlestra um skólabókasöfn Dr. Laverne Carroll prófessor við University of Oklahoma í Bandaríkjun- um er væntanleg hingað til 518vistmenn á Grund r og Asbyrgi . t árslok 1972 voru alls 518 vist- menn á Elli og hjúkrunar- heimilunum Grund og Asbyrgi, 362 konur og 156 karlar, segir i fréttatilkynningu frá forráða- mönnum heimilanna. A Grund voru 368 vistmenn i árslok 1972,276 konur en 92 karlar en i Ásbyrgi voru 150 vistmenn, 86 konur en 64 karlar. lands fyrstu vikuna í janú- ar. Kemur hún hingað á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Bóka- varðafélags íslands og heldur fyrirlestra um skólabókasöf n og gildi þeirra innan skólakerfisins. Skólabókasöfn sem virkur þáttur i kennslunni eru nýjung i kennslumálum hér á landi og er þess vegna mikill fengur að fá hingað sérfræöing á þessu sviði tii þess að skýra frá reynslu annarra þjóða i þessum efnum. Dr. Carroll kemur hingaö frá Nigeriu en undanfarna mánuði hefur hún haldið fyrirlestra við háskóla i Bretlandi, Nigeriu og viðar. Hún mun flytja hér tvo fyrirlestra með myndasýningum, sem verða nánar auglýstir siðar. Að loknum erindunum verða umræður. Meðan hún dvelst hér mun hún heimsækja skóla og söfn og verða til viðtals fyrir þá, sem áhuga hafa á málefnum er varða skóla- bókasöfn. Nánari upplýsingar gefur Sigrún K. Hannesdóttir, Fræðslu- skrifstofu Reykjavikur, simi 21430. Rauðsokkur afsaki Það gerir engum minnsta grand að eltast við k.venfólk — háskinn byrjar fyrst eftir að menn hafa náð þeim. Var það von Þegar ég var drengur var mér sagt, að hver sem væri gæti orðið forseti Bandaríkjanna. Nú er svo komið að ég er farinn að trúa þessu. „Það þýðir ekki annað en Jóhann Adólfsson i brúnni á Þorláki. vera bjartsýnn99 Nú fer i hönd slagur sá sem nefnist vertfð. 1 tilefni þess fannst okkur uppiagt að rölta niður að liöfn og sjá hvort ekki væri kominn hugur i menn á þeim slóðum. Það reyndist rétt þvi hvarvetna voru menn að dytta að skipum sinum og gera þau klár til átaka. Það er mikið verk þvi skip er flókin smið og margt smálegt sem þarf að aðgæta. Á einum bát voru menn að laga bómu, á öðrum að setja björgunarbáta á sinn stað — ekki má örygg- inu vera ábótavant, — á þeim þriðja að koma veiðarfærun- um fyrir og svo mætti enda- laust telja. Voru menn svo uppteknir að varla var þor- andi að trufla þá. Við hertum þó upp hugann og réðumst á einn sem var eitthvað að eiga við tækjabún- að i brúnni. Þetta var i bátn- um Þorláki frá Þorlákshöfn sem lá við Ægisgarð aftan við Gullfoss. Sá sem við töluðum við reyndiist vera skipstjórinn og heitir Jóhann Adólfsson. Hann kvaö vertiðina bara leggjast vel i sig. „Það þýðir ekki annað en að vera bjart- sýnn”. Þeir ætluðu að vera á netum og athafnasvæðið verð- ur á Selvogsbankanum og i kringum Eyjar. Jóhann sagð- ist vera guðsfeginn að komast af stað þvi þeir hefðu verið stopp allan desembermánuð i slipp. Þorlákur er 105 tonna bátur, ársgamall og kvað Jóhann þetta vera öndvegisskip. Hann sagði að síðasta ár hefði verið sæmilegt — vetrarvertiðin lé- leg að visu en sumarið hefði bætt það upp. Við spurðum Jóhann um landhelgismálið og hvernig honum fyndist Landhelgis- gæzlan hafa staðið sig. Hann gaut augunum yfir að Ingólfs- garði þar sem lita mátti þrjú varðskip, Þór, Ægi og Albert og sagði að sér fyndust þau nú einum of mikið i höfn. „Þeir mættu nú fara að taka ein- hvern Bretann svona til til- breytingar”. Hann var samt ekki hræddur við að þeir á Þorláki yrðu fyrir neinum truflunum af völdum land- helgisbrjóta. „Þeir halda sig á öðrum slóðum en við”. Að svo mæltu kvöddum við — vildum ekki verða til þess að þeir tefðust meir en orðið er. Það var þröngt á þingi vestur á Granda. Tveir Frakkar segja frá: Pyntingar í fangelsum PARIS 3/1 Tveir ungir Frakkar, sem nýlega hafa verið iátnir lausir úr fangelsi i Saigon, héldu þvi fram, að fangar séu bcittir óspart pyntingum og sveltir i fangelsum Suður- Vietnams. Vofi útrýming yfir þúsundum pólitiskra fanga. Sögðu þeir að jafnt tiu ára börn sem rosknar konur hafi verið pyntaðar i fangelsum Thieus. Frakkarnir, Jean Pierre Debris og André Meras, voru báðir kennarar i Suður-Vietnam. Voru þeir handteknir 1970 fyrir að veifa fána Þjóðfrelsisfylkingarinnar frá minnisvarða einum I Saigon og dæmdir i fjögurra og þriggja ára fangelsi. Voru þeir náðaðir fyrir skömmu og eru nú komnir til Frakklands. Þeir sögðu að pyntingar væru mjög algengar og einatt fylgdust Bandarikjamenn með þeim og jafnvel hvettu til þeirra. Þeir töldu, aö stjórn Thieus vildi brjóta pólitiska fanga likamlega svo á bak aftur að þeir gætu aldrei tekið þátt i lifi sam- félagsins aftur ef ekki drepa þá beinlinis. Eiturlyf OSLO — Eiturlyfjaneyzla hefur aukizt hvarvetna á Norðurlönd- um siðustu ár og samkvæmt opin- berum skýrslum norskum fyrir árið 1972 hefur tala eiturlyfja- neytenda þar vaxið talsvert, auk þesssem misnotkunin virðist fær- ast stöðugt neðar i aldursflokkun- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.