Þjóðviljinn - 04.01.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.01.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 GETRAUNASPÁ /«v /•V /*v Þá byrjum við aftur með get- raunaspána eftir jólafriið og auðvitað með þeirri von að okkur gangi betur það sem eftir er til vors en verið hefur i vetur. bó er ekki hægt að segja að þessi fyrsti seðill á árinu bjóði uppá möguleika á mörgum rétt- um, þvi að hann er með þeim erfiðustu i vetur. En meira um það á eftir. Staðan hefur litið sem ekkert breytzt i ensku knattspyrnunni i þeim tveim umferðum sem leiknar hafa verið frá þvi að við spáðum siöast. Liverpool hefur enn forustuna, eins og sást á stöðunni sem við birtum i gær. Arsenal er i 2. sæti og Leeds i 3. Þannig var það einnig er við skildum við siðast er við spáð- um. Eina sem hefur haggazt er að forskot Liverpools er nú 3 stig en var eitt stig þá. Nú fer að hefjast erfiðasta timabilið i ensku knatt- spyrnunni, þ.e. siðari umferðin og vellirnir eins erfiðir og þeir geta frekast orðið. Þá getur margt óvænt gerzt og þvi kanpski erfiðara að spá nú en áður. En snúum okkur þá að næsta seðli. Arsenal — Man.Utd 1 Þráttfyrir að Man. Utd. hefur fengið nýjan framkvæmda- stjóra og tvo nýja leikmenn hef ég ekki trú á að það sæki stig til Lundúna á laugardaginn og þvi setjum við einn við þennan leik. Coventry — Leicester 1 Aftur spáum við heimasigri, þrátt fyrir að Coventry hefur ekki gengið sem bezt undan- farið. A heimavelli ætti það vart að lenda i erfiðleikum með Leicester. C. Palace — Birmingham X Þetta er erfiður leikur að spá um úrslit i. Allir möguleikarnir þrir koma hér jafn sterklega til greina, en ætli við látum ekki jafnteflið standa. Derby — Norwich 1 Ef að likum lætur ætti hér að vera um nokkuð öruggan heimasigur að ræða. Derby siglir hraðbyri upp stigatöfluna og er nú komið i 6. sæti þrátt fyrir tvö jafntefli undanfarið. Everton — Stoke 2 Stoke hefur gengið mjög vel að undanförnu og hefur lyft sér af botninum. Og þrátt fyrir að liðið leiki nú á útivelli gegn Everton spáum við þvi sigri. Ipswich — Newcastle 1 Við hljótum að spá „súper- liðinu” Ipswich sigri á heima- velli gegn Newcastle. Þó er það svo að jafntefli kemur einnig til greina en tæplega útisigur. Leeds — Tottenham X Þetta er einn erfiðasti leikurinn á seðlinum. Vissulega kemur heimasigur hér mjög sterklega til greina, en Totten- ham er gott lið og ég hef þá trú að það nái öðru stiginu þótt á útivelli sé Man. City — Chclsea 1 Hér er enn einn erfiður leikur að spá um úrslit i. Hér kemur jafntefli eða jafnvel útisigur til greina, en við látum heima- sigurinn standa. Shcff. Utd. — WBA 1 Einn af þessum leikjum, þar sem maður heldur að heima- völlurinn ráði meiru en nokkuð annaðog þvi setjum við einn við þennan leik. West Ham — Liverpool 2 Og hér kemur enn einn af þessum leikjum sem setja mann i klemmu. Vissulega litur Liverpool sigurstranglega út, enda setjum við tvo við þennan leik, en gætum aö þvi að West Ham er sterkt lið. Woives — Southampton 1 Hér ætti maður þó tæplega að lenda i vandræðum. Ulfarnir ættu að vera nokkuð öruggir um sigur á heimavelli gegn Southampton og þvi setjum við einn alveg óhikað við þennan leik. Aston Villa — Burnley 2 Hér erum við komin að siðasta leiknum, eina 2. deildar- leiknum og sennilega þeim erfiðasta á öllum seðlinum. Burnley er í efsta sæti í 2. deild, en Aston Villa i 3. sæti. Við verð- um að treysta þvi að hin ein- stæða sigurganga Burnley haldi áfram. —S.dór. Endurtóku afrekið í skíöastökkinu Við sögðum frá þvi i gær, að a- þýzku skiðastökksmennirnir hefðu unnið einstakt afrek á hinu þýzk-austurriska skíðastökkmóti i Oberstdorf hinn 30. des. s.l. A nýársdag var svo haldið annað al- þjóðlegt skiðastökkmót i Garmisch-Partenkirchen og þvert ofan i spár manna endur- tóku A-Þjóðverjar þar afrek sitt og urðu i 5 af 7 efstu sætunum. Meðal keppenda á þessum mót- um voru allir beztu skiðastökk- menn hcims, en þeir máttu sin lit- ils gegn A-Þjóðverjunum. Virðist nú svo sem A-Þjóðverjar séu að gera sama risaátakið i vetrar- iþróttum og þeir hafa gert i sum- ariþróttunum. En úrslitin i þessu móti urðu þessi: 1. Rainer Schmidt A-Þýzkl. 229,1 stig(89,9—91,5 m) 2. Ilietrich Kampf A-Þýzkl. 222.4 stig (89 —89 m) 3. Karomir Lidak, Tékkósl. 217,3 stig (89 —90 m) 4. Manfred Wolf, A-Þýzkal. 216,8 stig (92 —87 m) 5. Jochen Danneberg A- Þýzkal. 215 stig (90 —87 m) 6. Henry Glass, A-Þýzkal. 214.6 Stig (89,5—86,5 m) 7. Walter Steiner, Sviss 214.5 stig (89 - 85,5 m) 8. Setrgei Botsjkov Sovétr. 212.7 stig (86 —86,5 m) 9. Hirohishi Itagaki, Japan 209,5 stig (85,5—84 m) 10. Wojciech Fortuna, Póll. 208,4 Stig (90 —85,5 m> AUs tóku 5(1 skiðastökksmenn þátt i keppninni þar á ineðal allir beztu skiðastökkmenn japans, en þeir máttu sin litils gegn A-Þjóð- verjum. Þjálfari A-Þjóðverjanna er hinn fyrrum heimsfrægi skiða- stökkmaður Dieter Neuendorf. Var hann að vonum ánægður með sina mcnn, að þvi er norska fréttastofan NTB segir. Og hún hefur það eftir sigurvegaranum Reiner Schmidt að hann búist ekki við sigri samanlagt þar sem sér liki ilía við stökkpallinn i Bischofshofen, en þar fer 3. keppnin fram 6. janúar nk. Ted Macdougal, maðurinn sem Manchester Utd. keypti i haust til að skora mörk. Honum hefur tekizt það, en vörn liðsins hefur ekki get- að haldið við og þvi er liðið nú á botni 1. deildar. Enskir unnu 3:1 Rainer Schmidt, hinn frábæri a-þýzki skiðastökkmaður. Englendingar sigruðu Hol- Dennis Mortmer (2) skoruðu lendinga i u-landsleik i knatt- mörk Englands en Willi spyrnu i fyrrakvöld 3:1. Leik- Vanderkhof fyrir Holland. 1 urinn fór fram á Highbury. ^leikhléi var staðan 2:1. Þeir Trevor Whymark (1) og Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.