Þjóðviljinn - 04.01.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Fá lönd í Evrópu státa af eins
fagurri höfuöborg og Ung-
verjaland, AAá þaö með ólik-
indum teljast um svo flatn-
eskjulegt land. Borgin liggur
báðum megin hinnar breiðu
móðu Dónár nokkru fyrir neð-
an olnbogann þar sem hún hef-
ur tekið stefnu suður til Títós
frá landamærunum við
Slóvakíu, og er þá fljótið stað-
ráðið að leggja sléttuna miklu
undir sig og hvílast þar um
stund áður en átökin við járn-
hliðið hef jast sem lýkur auðvit-
að með sigri flaumsins, og enn
rennur áin langan spöl unz
Svartahafi er náð.
Dóná gefur borginni líf og
svip. Einsog í svo mörgum öðr-
um stöðum Evrópu, sem stórir
hafa orðið, hefst hér mannlíf
viðvirki og samgönguæð. Dóná
sjálf er upphaflegasti og að
ýmsu leyti enn bezti vegur
þeirra landa er hún rennur um.
En jafnframt er hún torfæra,
óbrúuð varanlega þangað til á
síðustu öld, en bátabrýr kunnu
menn að smíða a dögum Caes-
£rs. En þar sem vel hagaði til
fð leggja í ána, þar var auðvit-
að sjálfsagt að hafa gát á
mannaferðum. Þess vegna
þurfti að reisa búðir handa
landvarnarliði, sem oft var af
erlendri þjóð. AAargs konar
þjónustustarfsemi dregst að
herbúðum og fyrirmönnum
þeirra. Samgöngumiðstöðin
kallar á verzlun og viðskipti,
sem aftur hefur með sér hand-
verk og iðnað. Þannig byggist
og helzt sú borg er við nú köll-
um Búdapest.
Við Búdapest skiptir Dóná
löndum og landslagi. Annars
vegar er hæðótt land skógivax-
ið, sem við mundum að vísu
kalla kollótt. Hinum megin
hefst sléttan, nakin og sólstöf-
uð, þar sem fátækir menn hafa
yrkt jörðina í sveita síns and-
iitis í þúsundir ára. Vestan
megin árer Búda og teygir sig í
dalverpum milli hæðardraga
og hefur víggirt nokkra þá
kolla sem næst liggja ánni.
Austan megin er Pest og teygir
fingur langt út á sléttuna. Þar
risu verksmiðjur og fátækra-
hverf i í upphaf i þessarar aldar,
og þar hafa kommúnistarnir
haft mest verkefni og frjóastan
jarðveg frá stríðlokum. En bú-
hyggindi höfðu þeir lítil.
Búdapest er til orðin fyrir
samruna Búdu og Pest, eins og
Ijóst má vera af framansögðu.
Og raunar voru Búdurnar tvær
en Pestin ein. Þetta gerðist
formlega og að réttum lögum
árið 1872. Siðan er heil öld liðin.
Því varþað, að síðla á nýliðnu
ári er haldið hátíðlegt 100 ára
afmæli Búdapestborgar, þótt
þarna hafi verið þéttbýli og
valdasetur i tvö þúsund ár.
Ungverjar vilja gjarnan fá á
sig orð fyrir gestrisni, og þeir
nota minni tilefni en aldar-
afmæli til að slá upp veizlu. í
haust hittust ,,forystumenn
sveitarstjórnarmála" frá 28
höfuðborgum Evrópu i Búda-
pest og sátu. þar i dýrlegum
fagnaði yf irborgarstjórans,
Zoltán Szépvölgyi. AAeðal þess-
ara heiðruðu forystumanna var
núverandi borgarstjóri Reyk-
víkinga, Birgir Isl. Gunnars-
son.
Nú langar mig sem þessar
línur rita til að kynna lesendum
nokkuð af því sem borgarstjór-
inn okkar sá og heyrði hjá sín-
um frakka félaga i Búdapest.
En einnig ýmislegt sem vafa-
laust hefur drukknað í veizlu-
glaumnum.
Frá byltingartimanuni 194H/49: Þjóðvarðliðið heldur út úr borginni
gegn kúgurum Ungverja. Á fánanum er ietrað orðið frelsi. í baksýn er
þjóðminjasafnið.
Svona leit hluti af Búdu út seint á 15. öld.
að Hitler nýtur enn hljóðlátrar
viðurkenningar i landinu fyrir
meðferð sina á þvi vandamáli. En
það væri ekki kurteislegt gagn-
vart borgarstjóranum Szépvölgyi
að fara út i það. Mér sýnist nefni-
lega nafn hans (merking:
fagridalur) benda til þessarar of-
sóttu kynkvislar. En þá má ganga
út frá þvi visu, að það næði um
hann kalt, þar sem hann situr i
meiri tyllistöðu en — valda.
Við skulum ekki óska okkar
borgarstjóra slikra örlaga.
•
Búdapest var borg borga og átti
sérmargar þernur á útjöðrumsins
hluta af hinu mikla riki: tvirikinu
Austurriki-Ungverjalandi. Og
þegar sigurvegararnir i heims-
styrjöldinni fyrri komu sér
saman um að sniöa undirþjóðir
utan af Ungverjalandi og gera
það að heildstæðu þjóðriki, þá
varö Búdapest og borgarastétt
hennar harðast úti. Þess vegna er
Búdapest i svo rikum mæli
framandi og útlendingsleg, að
ekki sé sagt kynblendingsleg, i
þvi litla landi sem Ungverjaland
hefur verið siðustu 50 ár.
Hvergi sungu menn kjörorð
landakröfumanna og hefndar-
sinna af meiri ákefð en einmitt i
Búdapest: „Skert Ungverjaland
er ekkert riki, en heilt Ungverja-
land er himnariki”. Og meðal
annars af þeim ástæðum var
Búdapest háborg fasistanna sem
héldu um stjórnartauma landsins
á milli styrjaldanna. Þeir voru
svo öruggir i sessi, að þeir gátu
meira að segja leyft sér visst
frjálslyndi i stjórnarfarslegum
efnum. Alls kyns miðflokkar
fengu að leika lausum hala og
keppa um hylli fólksins við hægri
flokkana, og i borginni var allt i
lagi að leyfa sósialdemókrötum
að sinna stjórnarandstöðuhlut-
verki sinu i orði. En úti á landi
voru jafnaðarmenn eins
bannaður flokkur og
kommúnistar.
Kannski hefur gestunum — við
höfum enn i huga heimsókn
Birgis Isleifs og förunauta hans
til Búdapest — kannske hefur
þeim verið sýnd eyjan Csepel og
hinar miklu vélsmiðjur þar. En
ætli gestgjöfum þeirra hafi ekki
láðst að segja okkar mönnum, að
einmitt þar urðu átökin einna
snörpust og langvinnust i nóvem-
ber 1956? 1 öllu umróti upp-
reisnardaganna höfðu verka-
menn á Csepel stofnað sina eigin
stjórnarnefnd og töldu það sinn
sósialiska ávinning sem þeir
hefðu fullan rétt til að verja. En
Rússar og innlendir umboðs-
menn þeirra voru hér ekki á sama
máli frekar en i Tékkóslóvakiu
1968.
Það eru margir staðir sárra
minninga i Búdapest Skyldu
gestirnir hafa verið leiddir á blóð-
völlinn (Vérmezö) vestan
Kastalahæðar, þar sem her-
foringjar Ungverja voru skotnir
1849 eftir að Austurrikismenn
höfðu lamið byltinguna niður með
rússneskri hjálp? Ég efast um
það. En hitt kynni að vera að
þeim hafi verið sýnt Þjóðminja-
safnið, en af tröppum þeirrar
byggingar nýreistrar flutti Petöfi
herhvöt sina 15. marz 1848: A
fætur Ungverjar , föðurlandið
kallar! Eftir uppreisnina 1956
þótti ekki lengur óhætt að efna til
hátiðahalda á þeim degi.
En hvi skyldi dvalið við blóð og
skömm? Hvi skyldi litið á stolt
borgarinnar á fagnaðarstund? Er
það Kastalahæðin (Vár) með
virkjum og turnum , nýendurreist
úr rústum styrjaldarinnar?
Einnig þar er blóð, ekki aðeins frá
styrjaldartimanum, heldur blóð
allra þeirra ánauðugra sem
reistu kastalann á löngu liðinni
öld.
Þarna er þinghúsið, liklega eitt
hið stærsta og dýrasta i heimi, frá
stórveldistima Ungverja um sið-
ustu aldamót. Gljúpur sand-
steinninn er alltaf að molna niður,
og það væri hægt að byggja
margar ibúðir handa húsnæðis-
lausu fólki fyrir það fé sem fer i
viðgerðir á einu ári.
Og nú ku vera búið að opna eina
eða tvær linur neðanjarðar-
brautarinnar. Þegar skortur á
almennum nauðsynjum var
mestur upp úr 1950 var hafizt
handa um þetta glæpsamlega
stórvirki, stolt sósialismans
(Moskva hefur neðanjarðar-
braut!). Það kostaði sem svarar
tugum þúsunda af ibúðum — og
ófá mannlif — unz menn gáfust
upp frestuðu verki og múruðu upp
i opin 1954. Ekki sýnist mér ráð-
legt að borgaryfirvöld Reykvik-
inga tækju þau vinnubrögð sér til
fyrirmyndar.
Kaslalinii mikli i Búdu hefur nú
verið endurreistur i upphaflegri
mynd, en það tók Ungverja meira
cn 20 ár frá stríðslokum.
Skyldu svo gestirnir að endingu
hata verið leiddir upp i hið fina
ibúðarhverfi á Rósahæð? Hverfið
er upphal'lega byggt af fyrrver-
andi yfirstétt fyrir strið, en það
hefur að mestu leyti skipt þarna
um ibúa siðan. (Hugsum okkur að
Arnarnes ætti eftir að lifa slik
umskipti?). En þeir sem nú
byggja Rósahæð eru i jafn mikilli
fjarlægð og jafnan fyrr frá verka-
mannahverfunum i Nýpest. Það
er nokkurn veginn fjarlægðin
milli borgarstjórans og skúringa-
konunnar.
Iljalti Kristgeirsson.
Myndin sýnir llkan af nýjum þingbyggingum i Bonn. Til hægri er Langi Eugen, húsið sem nú er notað.
Bonn var til bráðabirgða valið
stjórnarsetur Vestur-Þýzkalands,
en nú er þessi smábær við Rin i
reynd orðin höfuðborg eins helzta
iðnrikis heims.
Þinghúsið i Bonn er heldur
leiðinlegt háhýsi og mjög óhent-
ugt — kvarta þingmenn þar mjög
um þrengsli, tafir við lyftur og
þar fram eftir götum. En nú hafa
nokkrir verkfræðingar frá Ham-
borg lagt fram tillögu til úrbóta á
stálbrú yfir Rin, skammt frá þvi
húsi sem nú er notað. Yrði neðan-
jarðarlest á fyrstu hæð, á annarri
hæð opinber göngugata með
verzlunum o.fl. Þar yfir risu
hringmyndaðir turnar með næg-
um sölum fyrir þing, þingflokka,
stjórn og skrifstofur þingmanna.
Skammt frá er gert ráð fyrir 15
þúsund manna torgi, Lýðveldis-
torgi, til útifundahalds.