Þjóðviljinn - 04.01.1973, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 4. janúar 1973
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara’
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18888.
Lyfjaþjónusta apótekanna
vikuna 23.—29. des. er i
Ingólfsapóteki og i Laugar-
nesapóteki. Nætur- og helgi-
dagavarzla er i Ingólfs-
apóteki.
Slysavaröstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn.
Kvöld-, nætur og helgidaga-
vakt a heilsuvernarstöftinni.
Simi 21230.
Hernaðarátök magnast í Vietnam
-um leið eru viðræður undirbúnar
SAIGON PARÍS WASHINGTON 3/1 125 banda-
riskar flugvélar gerðu i dag harðar loftárásir á
suðurhluta Norður-Vietnams og bardagar á landi
mögnuðust i Suður-Vietnam. Samt munu hálfopin-
berar viðræður styrjaldaraðila hefjast aftur i Paris
á morgun, enda þótt þeir Kissinger og Le Duc Tho
hefji ekki viðræður aftur fyrr en á mánudag.
Bandariska þingið kom saman i dag og er þar
sterkur vilji fyrir þvi að þvinga Nixon forseta til að
hætta striðsrekstri með þvi að loka fyrir fjár-
veitingar.
Striðiö
Um það bil 125 bandariskar
flugvélar hófu aftur loftárásir á
Norður-Vietnam eftir nýárshléð,
þar á meðal 40 flugvélar af
gerðinni B-52. Köstuðu þær
hundruðum lesta af sprengjum á
svæði sunnan 20sta breiddar-
baugs.
Þjóðfrelsisherirnir hertu sókn
sina i Suður-Vietnam og beinist
hún bersýnilega einkum að þvi að
loka samgönguleiðum til Saigons.
13 farast í
aurskriðum
RÖM 3/1 Illviðri með mikilli úr-
komu hefur geisað um ttaliu
sunnanverða s.l. þrjá sólarhringa
og hafa a.m.k. 13 manns farizt. Ar
hafa flætt yfir bakka sina, tiu
brýr hefur tekið af, raflagnir hafa
slitnað og vegir eyðilagzt.
Flestir þeirra sem fórust urðu
fyrir aurskriðum úr fjallshliðum.
Gerðu sveitir úr þeim um 80
árásir á s.l. sólarhring og eyði-
lögðu m.a. tvær brýr á vegum til
Saigon.
París og Moskva.
Fulltrúar i friðarviðræðum i
Paris komu sér saman um að
hefja þegar á morgun, fimmtu-
dag, hálfopinberar viðræður
sinar um vopnahlé, fjórum dög-
um áður en þeir hittast Le Duc
Tho og Kissinger. Tho kom til
Peking i dag á leið til Parisar og
ræddi m.a. við Sjú En-læ, for-
sætisráðherra Kina.
Haft er eftir austurevrópskum
diplómötum i London, að
loftárásirnar hafi ekki breytt
afstöðu Norður-Vietnama, og
muni þeir halda fast við drög þau
að vopnahléssamningi sem gerð
voru i október. Bandariskir og
vietnamskir sérfræðingar komu
saman á annan fund sinn i Paris i
dag til að ræða tæknileg atriði i
sambandi við framkvæmd vopna-
hlés. F'undur sérfræðinganna stóð
llue-gatan i miðborg Hanoi er að mestu I rústum.
Stúdentar og lögregla slást
KAIRO 3/1 Lögregla með
stálhjálmá beitti táragasi og kylf-
um gegn 3.000 stúdentum sem
fóru i mótmælagöngu gegn
stjórnvöldum i nágrenni
háskólans i Kairó i dag.
Atökin,sem eru hin fyrstu milli
stúdenta og lögreglu siðan i
janúar i fyrra, brutust ut er
stúdentar hópuðust saman til að
mótmæla handtökum félaga
sinna. Yfirvöld játa, að 45
stúdentar hafi verið handteknir
fyrir að dreifa flugritum, fjand-
samlegum rikinu,á dögunum, en
stúdentar segja að 100 þeirra hafi
verið handteknir.
Tveir brezkir blaðamenn og
bandariskur ljósmyndari voru
handteknir i sambandi við at-
burði þessa, en var þeim sleppt
eftir nokkra stund.
i fjórar stundir i gær, en sjö
stundir i dag.
ttalska blaðið Giornale d’Italia
heldur þvi fram i dag, að Leonid
Brézjnéf formaður Sovézka
kommúnistaflokksins, hafi haft
milligöngu um að viðræður þeirra
Kissingers og Le Duc Tho hæfust
aftur. Brézjnéf hafði áður gefið til
kynna i opinberri ræðu, að fram-
tið sovézk-bandariskra sam-
skipta væri háð friðargerð i
Vietnam. Blaðið getur ekki um
heimildir fyrir frétt þessari.
Mælt gegn bjartsýni.
Nixon og Kissinger héldu i dag
áfram einkaviðræðum sin á milli
um næsta áfanga viðræðnanna i
Paris. Ekkert er ljóst um þær við-
ræður i smáatriðum en stjórnar-
íulltrúar leggja áherzlu á að
kveða niður orðróm um að búast
megi við skjótum árangri á
Parisarfundunum. Þá setja
bandariskir stjórnarfulltrúar all-
mikla orku i að neita þvi, að mót-
mælaaldan gegn loftárásunum
um viðan heim hafi ráðið nokkru
um það, að gert var hlé á þeim
um óákveðinn tima um nýárið.
Andstaöa á þingi.
Bandarikjaþing kom saman i
dag og er Ijóst að þar hefur and-
Mansholt um þróun EBE:
Lífskjaramunur hefur
aukizt innan EBE
LONDON 3/1 Meðan blásið
var i lúðra um áramót viða um
Evrópu i tilefni þess að Bret-
iand, irland og Danmörk urðu
fullgildir aðilar Efnahags-
bandalagsins, minnti einn
helzti talsmaður EBE,
Ilollendingurinn Sicco
Mansholt, á það, að EBE hefði
ekki þróazt eins og vonir al-
mennings stóðu til, og að ekki
hcfði verið um neinar veru-
legar lifskjarabætur að ræða
hjá almenningi i upphaflegu
aðildarrikjunum sex.
Sicco Mansholt er
fráfarandi formaður stjórnar-
nefndar EBE.
Hann sagði á hátiðafundi i
London i gær, að einstakir
hópar hefðu grætt á þróuninni
innan EBE, en þróunin hefði
Mansholt.
einnig leitt til aukinnar félags-
legrar spennu og að mismunur
á lifskjörum fólks á einstökum
svæðum innan bandalagsins
hefði fremur aukizt en hitt.
Mansholt sagði siðar i sjón-
varpsviðtali, að ef Wilson, for-
maður Verkamannaflokksins,
reyndi að rjúfa samninginn
um aðild Bretlands er hann
kæmist i forsætisráðherrastól,
þá mundi hann dreginn fyrir
sérstakan EBE-dómstól.
1 Englandi, og reyndar viðar
i EBE-löndum, er haldið með
frumsýningum, listsýningum
og fótbolta upp á samning
þennan, sem svo bágt er úr að
vikja, sem Mansholt útlistaði.
I dag bárust svo þær fréttir
frá aðalstöðvum EBE i
Briissel, að þar teldu menn
það aðeins fræðilegan mögu-
leika að Wilson yrði dreginn
fyrir EBE-dómstól, en að i
raun væri slik aðferð harla
ólikleg.
staðan gegn Vietnamstriðinu ekki
fyrr verið meiri. Mansfield, tals-
maður Demókrata i öldunga-
deildinni, sagði i ávarpi til sinna
manna i dag, að þingið yrði að
beita sér fyrir þvi að hernaði
Bandarikjamanna i Vietnam yrði
hætt með öllu. „Tiiraunir til að
komast út úr þessu tilgangslausa
striði án þess að „missa andlitið”
alveg, hafa aðeins leitt til meiri
eyðileggingar og spillt áliti
þessarar þjóðar”
Tveir þriðju hlutar þingmanna
Demókrata i fulltrúadeild Banda-
rikjaþings, gerðu Nixon forseta
það ljóst i gær, að ef hann ekki
innan skamms bindur endi á
striðsrekstur Bandarikjanna i
Vietnam, þá muni þeir beita sér
fyrir stöðvun fjárveitinga til
hernaðar þar, bæði á landi og i
lofti. Hét formaður þingflokks
Demókrata i fulltrúadeild, Carl
Albert, þvi á fundi með ættingjum
bandariskra striðsfanga i
Vietnam, að ef forsetinn ekki
stöðvaði striðið mundi þingið
gera það.
Um leið hefur Fulbright, for-
maður utanrikismálanefndar
öldungardeildarinnar, tilkynnt,
að nefndin muni taka málið upp ef
■Nixon komi ekki með lausn
fyrir 20. janúar þegar hann tekur
aftur formlega við forsetaem-
bætti.
Ljóst er að stuðningur við þá
kröfu, að þingið taki ráðin af
forsetanum i Vietnam, hefur
aldrei verið meiri en nú.
Oldungadeildin hefur oftar en
einu sinni samþykkt að fella niður
fjárveitingar til Vietnam-
striðsins, en málið hefur alltaf
Frh. á bls. 15
Sænska kirkjan bið-
ur fyrir Yíetnömum
MALMÖ 3/1 Bæn fyrir
friði í Vietnam verður frá
og með þrettánda degi jóla
lesin upp i öllum kirkjum
Svíþjóðar þar til vopnahlé í
Vietnam er orðið að veru-
leika.
Bænin hljóðar á þessa leið: „Ö,
Guð, þú sem hefur sent kærleik
þinn inn i heiminn til baráttu gegn
illsku og kúgun, lit þú i náð til
hrjáðrar þjóðar Vietnams. Gefðu
þeim, sem hafa vald yfir framtið
hennar, hugrekki (? — þetta orð
brenglað i fréttaskeyti) til að
Fyrsta
flugrán
ársins
BALTIMORE 3/1 Vopnaður
maður sem snemma i morgun
rændi flugvél á flugvelli fyrir
utan Baltimore, gafst tveim
timum siðar upp fyrir lögreglu-
manni frá bandarisku öryggislög-
reglunni.
Þetta fyrsta flugrán ársins var
framið rétt eftir að 37 farþegar,
nýkomnir frá Washington, höfðu
farið út úr flugvélinni, sem er af
japanskri gerð. Ræninginn hafði
tvær flugfreyjur i gislingu og
ætlaði að láta fljúga vélinni til
Toronto i Kanada, en fyrrnefndur
lögreglumaður fékk hann til að
hætta við það áform.
binda endi á grimmd
striðsins...Gef þjóð Vietnams
þann frið sem tengdur er réttlæti
og frelsi sem felur i sér þróun. Og
kenn oss öllum að finna, i hlýðni
við vilja þinn og minnugir
þjáninga sonar þins, réttar leiðir
til hjálpar og til að stuðla að sátt-
um meðal þjóða.”
Það var formaður sænska
ekúmeniska ráðsins, Olof Sundby
erkibiskup, sem i dag skýrði frá
bænagerð þessari.
Okkur vantar
fólk'til að bera
út blaðið
Hringbraut
Skjól
Hjarðarhaga
Miðbæ
Hverfisgötu
Skúlagötu
Höfðahverfi
Háteigshverfi
Sólheima
Nökkvavog
Voga 2
Sogamýri
UOBVIUINN
simi 17500.