Þjóðviljinn - 01.03.1973, Síða 2

Þjóðviljinn - 01.03.1973, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. marz. 1973. Nokkur orð um landhelgismál Tilefni þessara oröa er frétt sem lesin var I hádegisfréttum útvarpsins þann 15. febrúar s.l. í frétt þessari var sagt frá þvi, að brezkur togari, alræmdur land- helgisbrjótur, hefði spurt Land- helgisgæzluna að þvi, hvort hann gæti fengið leyfi til að fara i land- var án þess aö eiga þaö á hættu að gæzlan skipti sér af honum. Það fylgdi fréttinni aö leyfið heföi verið veitt. Mér er spurn — hvers vegna? Er þaö eitthvert nýmóöins her- bragð að aðstoöa andstæðinginn, þegar hann er kominn i klipu? Er það kannski mat yfirmanna gæzlunnar að staöa okkar i land- helgismálinu standi það völtum fótum að rétt sé að láta undan? Er svo komið eftir rúmlega fimm mánaða baráttu (sem sumum finnst nú reyndar engin barátta hafa verið), að varðskip- in séu svo gott sem farin að að- stoða verstu þrjótana, þá loksins komiö er að þvi að heimskupör þeirra komi þeim i koll? Hvað er það sem mælir meö þvi að gefa svona leyfi? Halda menn e.t.v. aö það væri hægt að kenna tslendingum um, ef Bretar byðu skaða, svo maður nefni nú ekki skipstapa, vegna eigin heimsku? Annars má mað- ur ekki ætla nokkrum svo illt að hann sökkvi skipi sinu frekar en leita hafnar þegar i óefni er kom- ið. E.t.v. er það svo góður mæli- kvaröi á, hvernig verndun land- helginnar hefur tekizt, að margir Sjálfstæðismenn segjast vera hæstánægðir með framkvæmd þessa máls. Það eru ekki góð meðmæli þegar menn, sem fyrir siðustu kosningar, eftir tólf ára stjórnarsetu, héldu þvi fram, að það væri ósannað mál, hvort nokkur þörf væri á útfærslu land- helginnar, segjast vera ánægðir með framkvæmd hennar. Annað mál er þó skylt þessu, en það er að Alþýðublaðiö æpir hneyksli, þegar fulltrúum okkar hjá S.Þ. (eða utanrikisráðuneyt- inu) verða á mistök. Það væri nær að þeir menn sem svo láta, flyttu sig aftur i tima, ekki lengra en til þess tima þegar þingmenn Al- þýðuflokksins dönsuöu hugklofa- dans á rósum fyrir NATO (eins og svo oft áður) og sömdu skripatil- lögu um afstöðu íslands til inn- göngu Kina i S.Þ. Það var snúið fyrir þessa hugarfarslegu stein- gervinga að átta sig á þvi að rikisstjórn Kina hefur aðsetur i Peking en ekki á Formósu. Sjang Kæ Sjekk á harða keppi- nauta i þrjózku á íslandi. Ingimundur Bergmann. Okkur vantar fólk til að bera út blaðið í Teiga Sogamýri Hverfisgötu Drápuhlíö Hringbraut Grímsstaðaholt Seltjarnarnes r. t/úmu/M 3 | Sími 17500 V ■■ V' "" -■ ^v^ ,, , ,, m hvað sem stjórn og þing hafa áður sagt Bæði sparifjáreigend- ur og stórkapítalistar í Noregi hafa nú allan hugann við olíuævintýrið í Norðursjó. Verð á hlutabréfum í olíulind- um hefur margfaldazt, og ekki þarf annað en orðróm um nýja olíu- fundi til að hundrað krónu bréf sé komið upp í 400-500. Að sjálfsögðu fylgja þessu hneyksli; t.d. var ekki alls fyrir löngu reynt að múta blaðamanni með 20 þúsund krónum til þess að hann kæmi fyrir í blaði sínu frétt um nýjan olíufund. Þess í stað sagði blaðamaðurinn allt af létta í blaðinu. Spekúlasjónin er mikil. Og það er i tengslum við hana að norska stjórnin og þingið eiga nú að taka ákvörðun um það, hvar eigi að landa oliunni. Philipsfélagið bandariska, sem hefur mikilia hagsmuna að gæta á Ekofiskoliusvæðinu norska i Noröursjó, hefur gert samninga um að oliunni verði dælt á land i Bretlandi og að jarögasið fari frá og með 1976 til Vestur-Þýzkalands. Byrjað verður á að leggja leiðslur þann fyrsta april, og hafa þingið og stjórnin minna en mánuð til aö taka ákvarðanir sinar. Báðir aðilar hafa reyndar gefið út stefnu- yfirlýsingar um að olian skuli flutt á land á strönd Noregs. En af tæknilegum ástæðum er ekki hægt að gera það fyrr en eftir fimm ár, og þarmeð rekast þjóðlegir pólitiskir hagsmunir á hagsmuni þeirra, sem biða eftir skjótteknum oliugróða. Ola Skják Breæk iðnaðar- málaráðherra hefur þegar lýst þvi yfir, að ekki sé raun- tækt að flytja oliuna á land i Noregi og vinna hana þar — hvað sem fyrri samþykktum liður. Gegn þessu mæla margir úr Verkamanna- flokknum, Miðflokki og Vinstriflokki, en þeir eru lik- legir til að biða ósigur á þingi. Astæðan til að ekki er hægt að setja oliuna á land i Noregi er sú, að alldjúpur áll er á milli Ekofisk-oliusvæðisins og strandar, minnst 380 m. á dýpt. Hingað til hefur ekki verið hægt að dæla oliu eftir hafsbotni nema á 130-140 m. dýpi. Andstaðan segir að þetta megi leysa með þvi að setja nógu marga verkfræðinga af staö — en það tekur tima, og á meðan er ekki hægt að vinna oliu á Ekofisksvæðinu. Bandariska oiiufélagiö Phillips er öflugastur aðili að oliuvinnslu á norsku land- grunni — á um 36% af vinnslunni. Það er þetta fyrir- tæki sem nú þjarmar að norskum yfirvöldum, með þvi að semja við Bretland og Vestur-Þýzkaland um lendingu oliu og jarðgass. Þetta hefur að sjálfsögðu vakið upp mikla gremju meðal vinstrisinna i Noregi. En á hitt má benda, að norska rikið hefur með samningum tryggt sér allgóöan hlut i sam- bandi við oliuvinnsluna. Philipshópurinn hefur fallizt á að greiða 95% ai kostnaði við að leggja oliu- leiðslurnar. Norska rikið greiðir aðeins 5%, en mun samt ráða I fyrirtæki þvi sem annast flutning oliunnar og þar með verði á þeim flutning- um. En norska rikið og oliu- félögin munu einkum fá gróða af oliuvinnslunni sjálfri — 10% i „royalties” af oliunni á vinnslustað og svo hluta af brúttógróða. Búizt er við þvi að tekjur norska rikisins af oliunni muni nema 1,760 miljónum norskra króna árið 1976 þegar olíu- framleiðslan verður komin allvel á veg. Og þegar gas- vinnslan bætist viö, þá geta þessar tekjur numið árið 1978- 79 3-4 miljörðum á ári. Phillips mun að likindum bera helmingi meira úr býtum. Upp frá þvi munu tekjurnar minnka smám saman, eftir þvi sem gengur á oliu- lindirnar. Er þó margt i óvissu i þvi sambandi, m.a. vegna þess að ekki er útilokað, að ný oliusvæði finnist. Ef ekki finnst meira af oliu svo um munar, þá má búast við þvi að oliuævin- týrinu norska ljúki um árið 2000. En enn sem komið kæra flestir sig kollótta um loka- þáttinn I þessu máli. I Norður- sjó er olia, spekúlantar spekúlera og vinstrimenn og þjóðernissinnar eru heldur daufir i dálkinn yfir öllu saman. Þeir hafa viljað að oliunni yrði landað i Noregi og að Norðmenn ættu enn stærri hluta af vinnslunni. Þeim er svarað með þvi, að kostnaðurinn við borun og leit sé svo mikill, að norska rikið hafi ekki ráð á að fjárfesta I sliku. Það geti aðeins stór- fyrirtæki, sem fjárfesta á ári 4-5miljarða dollara, eða álika mikið og fjárlög Norðmanna nema.Þá er og bent á að reist verði 1 Noregi (af Norska Hydro og BP) oliuhreinsunar- stöð sem afkastar 4,5 milj. smálesta á ári, og verður sú hráolia sem þangað fer flutt frá Englandi á skipum Norð- mönnum að kostnaðarlausu. Þá er og bent á að Norð- menn hafi I reynd náð miklu betri oliusamningum en flestir aörir — t.d. Danir. Og að reyna megi að tryggja Norð- mönnum stærri hluta af oliu þeirri, sem liklegt má telja að finnist fyrir norðan 62 breiddarbaug. (Eftir Information) Dómur vegna svonefndrar áfengisauglýsingar Nýlega var I sakadómi Reykja- víkur kveðinn upp dómur I máli, sem höfðað var af ákæruvaldsins háifu á hendur framkvæmda- stjóra veitingahússins Óöals við Austurvöll I Reykjavik. Var hon- um gefið að sök að hafa látiö prenta auglýsingakort á ensku með orðunum WINE & DINE og haft kortin frammi á veitinga- staðnum og ferðaskrifstofum. Var þetta talið vcra brot gegn ákvæðum áfengislaga um bann við áfengisauglýsingum. Akærði taldi kortin vera kynningarkort og ætluð erlendum gestum veitingastaðarins, en eigi áfengisauglýsingu. í dómi sakadóms segir, að við skýringu á orðinu „áfengisaug- lýsing” megi greina á milli aug- lýsingar og upplýsingar. Ljóst sé, að bannið við áfengisauglýsing- um eigi fyrst og fremst við til- kynningar I fjölmiðlum og á al- mannafæri, þar sem menn séu hvattir til að kaupa og neyta áfengis og þá sér i lagi einhverja tiltekna tegund. Tilurð ákvæðisins styðji ekki viðtækari merkingu þess. Þannig þyki ákvæðið eigi girða fyrir almenna kynningu á veitingastaö þó að einnig sé veitt upplýsing um, að þar sé hægt að fá vin meö máls- verði, ef kynningin sé gerð á þann veg, að eigi verði talin „áfengisauglýsing” i fyrrgreindri merkingu. Telja verði, að umrætt kort hafi verið fyrst og fremst framandi fólki til kynningar, upp- lýsingar og minnis, en eigi til auglýsingar áfengis, sem áfengislög leggi bann við. Niðurstaða sakadómsins var þvi sú, aö ákærði, framkvæmda- stjóri Óðals, var sýknaður. Jafn- framt var kostnaður sakarinnar lagður á rikissjóð, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, Guðmundar Ingva Sigurðssonar, hæstaréttalög- manns, kr. 15.000.00. Dóm þennan kvað upp Þórður Björnsson yfirsakadómari. (Frá sakadómi Reykjavikur)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.