Þjóðviljinn - 01.03.1973, Qupperneq 3
Fimmtudagur 1. marz. 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Ole Falck
Fyrirlestur í NH
Finnsk
form-
sköpun
Finnskur teiknikennari og
blaöamaOur, Ole Falck,
heldur fyrirlestur i Norræna
húsinu I kvöld um — finnska
formsköpun — og sýnir auk
þess litkvikmynd um gler og
keramik. A föstudagskvöldiO
heldur hann annan fyrirlestur
á sama staö og er hann
einkum ætlaöur teiknikenn-
urum. A laugardaginn heldur
hann svo 3. fyririesturinn hér
á landi og fjallar þá um
finnska húsageröariist.
Ole Falck er fæddur 1935 og
er lektor viö tilraunaskóla i
Helsinki. Hann skrifar einnig i
blöð og þó einkum fyrir
Hufvudstadsbladet. Hann er
mikill kunnáttumaður um list-
iönað og hönnun, einkum á
húsgögnum. Á sviöi teikni-
kennslu hefur hann komið með
athyglisverðar nýjungar.
Ole Falck sagöi á blaða-
mannafundi i gær að hann
heföi ferðazt nokkuð um
Island, m.a. til Akureyrar og
eins hefur hann flogiö yfir gos-
stöövarnar i Vestmanna-
eyjum. Sagöi hann að mjög
mikill áhugi hefði vaknað i
Finnlandi fyrir íslandi og öllu
sem islenzkt er og þó alveg
sérstaklega eftir að gosið i
Vestmannaeyjum hófst, enda
hefði þá mikiö verið skrifaö
um Island i finnsk blöð
Sagðist hann hafa viðað að
sér efni i blaöagreinar um allt
milli himins og jarðar héðan
frá tslandi i þessari ferð sinni,
en einkum hefði hann þó reynt
aö kynna sér atvinnulifið á
Islandi. Sagöist hann hafa
kynnt sér vel iðnað á Akur-
eyri, og einkum þó verk-
smiðjur SIS, sem hafa mjög
gott samstarf við finnsku
verksmiöjuna Friitalan
Nahka.
Fyrirlestrar Ole Falck
hefjast kl. 20.30 i kvöld og á
morgun en kl. 16 á laugar-
daginn. — S.dór
Sovézk bóka-
gjöf til
Landsbóka-
safnsins
Þung færð
á vegum
Loðnumiðin undan Selvognum
Heldur er færð þung á vegum landsins um þessar
mundir og mikil vinna við að halda fjallvegum opn-
um, svo sem Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði.
Þessi mynd var tekin i fyrradag þegar Börkur frá Neskaupstaö kom til Reykjavíkur — skipverjar
vinna I slyddunni við að dytta að veiðarfærum. (S.dór.)
Að þvi er okkur var sagt hjá
vegaeftirlitinu í gær, er fært
austur fyrir Fjall, allt að Mýr-
dalssandi, en þó verður að fara
þrengsli þar eð Holtavörðuheiði
var lokuð i gær. Mýrdalssandur
er ekki fær nema stórum bifreið-
um. Vegir I uppsveitum Arnes-
sýslu eru þungfærir.
Hvalfjarðarvegur er fær og allt
upp í Borgarfjörð, en aftur á móti
er þungfært I Borgarf jarðar-
dölum. Vegir á Snæfellsnesi eru
færir, en þeir voru ruddir i fyrra-
dag. Vestur i Dali er fært, allt
vestur I Reykhólásveit.
Holtavörðuheiði lokaðist i
fyrradag en var opnuð aftur og i
gær átti að aðstoða bíla á leiðinni
til Akureyrar.
Þá er fært frá Akureyri allt til
Húsavikur og að Kópaskeri. En á
Austfjörðum er færð einnig mjög
þung. Fært er stórum bifreiðum
um Hérað en fjallvegir eru þar
allir ófærir.
Undanfarna daga hefur verið
mikið um að vera hjá vega*-
gerðinni við að halda vegum opn-
um en aftur á móti var litið um að
vera I janúar, sem var afar snjó-
léttur viðast hvar á landinu.
— S.dór
Loðnubátar sigla
til Bolungarvíkur
Allt þróarpláss í Faxa-
flóahöfnum er nú uppurið
fyrir loðnu og horfði til
vandræða í gær fyrir loðnu-
báta að losna við loðnuna.
Ernú verið að bræða loðnu
í mörgum verstöðvum hér
við Faxaflóa.
Þá er unnin loðna til
frystingar í hverju frysti-
húsi hér Suðvestanlands og
skapar þetta mikla at-
vinnu, — einkum fyrir
kvenfólk í viðkomandi
plássum.
Þrlr bátar lögðu af stað til
Bolungarvikur i gær með loðnu-
farm, þeir Hilmir, Seley og Pétur
Jónss., og fá bátsverjar 60 aura á
kg. I flutningastyrk fyrir að sigla
meö loðnuna af fimmta veiði-
svæði undan Selvognum til
Bolungavikur.
Þá lögðu nokkrir bátar af stað
austur á firöi með loðnufarm af
miðunum. Voru þaö Súlan til
Hornafjarðar, Gissur hviti, GIsli
Árni, Guömundur og Helgan, að
þvi er vitað var siðdegis I gær.
Fá þeir 25 aura á kg. I
flutningastyrk af fimmta veiði-
svæði austur til Hornafjarðar og
allt að 50 aura á kg til Seyöis-
fjarðar. Vilja loðnuveiðisjómenn
heldur vinna þetta til en biða I
löndunarbiö hér á Faxaflóahöfn-
um.
Álitiö er að hrygnan i loðnu-
göngu númer eitt sé komin aö þvl
aö hrygna. Er sú ganga komin
VOÐVIUINN
Frá 1. marz veröur áskrifta-
gjald blaðsins kr. 300/- á mánuði,
lausasöluverð hækkar i kr. 18/-
eintakið. Grunnverð auglýsinga
hækkar i kr. 200/- pr. dálkcm.
vestur undan Selvognum — um 2
milur frá landi. Misjafnt er
hversu bátunum tekst að kasta og
fá aðallega hrygnu til frystingar i
frystihúsunum. Dæmi voru til
þess I fyrradag að bátar fengju
allt að 90% af hæng i einstaka
köstum, — þá fengu aörir allt að
100% hrygnu I köstum.
Frystihús kaupfélaganna eru
nú búin að frysta um 2 þúsund
tonn af loðnu. Frystihús SH eru
þá búin að frysta um 5 þúsund
tonn. Er búiö að frysta um 7
þúsund tonn af loönu fyrir Japani.
Samiö hefur verið um 15 þúsund
tonn af frystri hrygnu.
1 fyrrinótt fengu um 20 bátar
tæp 5 þúsund tonn af loönu á mið-
um undan Selvognum.
Tilkynntu þessir bátar afla frá
miðnætti: Arinbjörn 120tonn, Jón
Garðar 300 tonn, Sveinn Svein-
björnsson 120 tonn, tsleifur 260
tonn, Isleifur IV 200 tonn. Arni
Magnússon 190 tonn, Alftafell 230
tonn, Ásberg 330tonn, Halkion 180
tonn, Súlan 400 tonn HeTmir 380
tonn, Skinney 240 tonn, Helga II
270 tonn, Asgeir 200 tonn,
Grimseyingur 270 tonn, Bjarni
ólafsson 300 tonn.Seley 230 tonn,
Pétur Jónsson 350 tonn, Fylkir 90
tonn og Faxi 170 tonn.
Frá kl. 17 i fyrradag til mið-
nættis tilkynntu þessir bátar afla:
Reykjaborg 250 tonn, Skirnir 290
tonn, Sæunn 120 tonn, Vörður 230
tonn, Eldborg 550 tonn, Hrafn
Sveinbjarnarson 240 tonn, Grind-
vlkingur 200 tonn, Óskar
Magnússon 420 tonn, Huginn II
120 tonn, Surtsey 110 tonn, Þor-
steinn 350 tonn, Helga Guðmunds-
dóttir 350 tonn, Gisli Árni 250
tonn, Kristbjörg II 230 tonn,Jökull
150 tonn, Haraldur 100 tonn,
Guðmundur 650 tonn og Rauðsey
260 tonn. Er þetta samanlagt um
4800 tonn hjá 18 bátum. g.m.
Rússneska Unesco-nefndin
beitti sér fyrir þvi á siðastliðnu
ári, að sendar yrðu viða um lönd
bókagjafir, sýnishorn bókagerðar
I Sovétrikjunum, og var tilefnið
sú ákvöröun 16. þings Menningar-
og fræðslustofnunar Sameinuðu
þjóðanna, að árið 1972 skyldi
vera alþjóðlegt ár bókarinnar.
Sendiherra Sovétrikjanna til-
kynnti menntamálaráðherra 2.
febrúar sl. um bækur þær, er
beint hefði verið hingað til lands,
en þær hafa_ nú nýlega samkvæmt
ákvörðun ráðherra verið afhentar
Landsbókasafni til varöveizlu.
I bókagjöf þessari eru alls 89
bindi bóka fjölþætt aö efni og
mörg mjög fögur að allri gerð.
Bókagjöf þessi verður til sýnis
næstu daga i bókavagni i aðal-
lestrarsal Landsbókasafns.
(Frétt frá Lands-
bókasafni Islands.)
Sáttafundur
Sáttafundur var haldinn I gær
meö yfirmönnum á togurum og
fulltrúum togaraeigenda. Hófst
fundurinn kl. 16 og reyndist
árangurslaus.
Þá var sáttafundur meö undir-
mönnum á togurum I fyrradag og
varð lika árangurslaus. Verkfall
togaramanna hófst 23. janóar á
miönætti. Hefur þaö nú staðið
röskan mánuð.
Fyrirvari EBE um landhelgina:
AKVÖRÐUN TEKIN
FYRIR 1. APRÍL
Af hálfu Efnahags-
bandalags Evrópu er nú
tekiö fram aö stjórn banda-
lagsins ákveði fyrir 1. apríl
hvort hún noti fyrirvarann
um útfærslu landhelginnar
við ákvöröun um toII-
fríðindi fyrir sjávarafurðir
frá Islandi. Kemur þetta
fram í frétter blaðinu barst
i gær frá utanríkisráðu-
neytinu og fer hér á eftir:
Miðvikudaginn 28. febrúar var i
Briissel skipzt á tilkynningum
milli Islands og Efnahagsbanda-
lags Evrópu um staðfesting við-
skiptasamnings, sem undir-
ritaður var i Briissel 22. júli sl.
Tekur samningurinn þvi gildi 1.
april n.k.
Viö athöfnina hjá ráði banda-
lagsins flutti Tómas A.
Tómasson, sendiherra hjá Efna-
hagsbandalaginu, ávarp þar sem
hann sagöi meöal annars, að með
gildistöku samningsins hefjist
nýr þáttur i þróun viðskipta
Islands og bandalagsins. Jafn-
framt tók hann skýrt fram, að
rikisstjórn Islands heföi tekið
ákvörðun um staðfestingu
samningsins við bandalagið i
trausti þess, að öll viöskipta-
friðindi hans tækju gildi jafn-
skjótt og samningurinn kvæði á
um.
Af hálfu bandalagsins lét van
der Meulen, sendiherra, for-
maður ráðs fastafulltrúa aðildar-
rikjanna, i ljós von bandalagsins
um, aö aðstæður leyföu gildis-
tökur bókunar nr. 6 um toll-
friðindi fyrir sjávarafurðir, en
ákvörðun þar aö lútandi yrði
tekin fyrir 1. april 1973. Þar með
er átt við, aö bandalagið taki
ákvörðun fyrir 1. april um, hvort
fresta skuli gildistöku tollfriðinda
fyrir sjávarafuröir eða hvort
fresta skuli ákvörðun um það
atriði.
Reykjavik, 28. febrúar 1973.