Þjóðviljinn - 01.03.1973, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. marz. 1973.
27% aukning lánafjöldans
árið 1972
Rœtt við
Ólaf Jónsson,
fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins í
Húsnœðisstjórn
í tilefni af frétt frá
Ilúsnæðismálastofnun
rikisins um verulega
auknar lánveitingar á
siðasta ári sneri blaðið
sér til Ólafs Jónssonar
fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins i stjórninni og
spurði hann nokkurra
spurninga um lánveit-
ingar húsnæðismála-
st.jórnar og ástandið i
húsnæðismálum.
— Kcngu allir lán hjá hús-
næðismálastjórn á siðasta ári,
scm til þcss áttu fullan rctt?
— Allir þeir sem voru að
byggja nýjar ibúðir á siðasta ári
og gerðu þær fokheldar fyrir 1.
nóvember, fengu fyrri hluta
lánsins fyrir áramót, og þeir sem
fengufrumlán á fyrri hluta ársins
fengu siðari hlutann i desember.
Þeir sem gerðu ibúðir sinar fok-
heldar i nóvemher og desember
biða enn eftir fyrirgreiðslu.
Ég held að stofnunin hafi aldrei
komizt nær þvi en á siðasta ári að
veita öllum lán sem rétt áttu til
þess, þrátt fyrir það að byggðar
voru fleiri ibúðir en dæmi er til
um áður.
Astæðan fyrir bættum fjárhag
Byggingasjóðs er sú, að tekjur
hans aukast með aukinni veltu og
hækkun launa i þjóðfélaginu. Þá
keyptu Iifeyrissjóðir skuldabréf
af sjóðnum fyrir rúmlega 100
miljónir króna og Seðlabankinn
lánaði 100 miljónir í árslokin eins
og hann hefur áður gert.
Ekki var heldur hægt að full-
nægja þörfinni fyrir lán til kaupa
á eldri ibúðum. Þá er þess að
geta, að upphæð lánanna hefur
staðið óbreytt í tvö ár i kr. 600
þús. og er þvi orðin tilfinnanlega
lág.
— Er mestur hiuti nýrra fbúða
byggður á Reykjavikursvæðinu?
— Ef lánveitingum til nýrra
ibúða er skipt eftir kjördæmum,
liturdæmið þannig út. Tala ibúða
á árinu 1971 til samanburðar:
stjórn. Ibúðabyggingar hafa nú
hafizt sums staðar þar sem þær
hafa legið niðri i nokkur ár. Þar
er nú bjartsýni rikjandi og mikill
áhugi fyrir ibúðabyggingum, en
framkvæmdir ganga viða hægt
vegna skorts á iðnaðarmönnum.
— Er ekki dýrara að byggja úti
á landi?
— Allt innflutt byggingarefni
er dýrara úti á landi, en á móti
þvi kemur að gjöld fyrir lóöir og
þjónustu bæjarfélaganna eru þar
lægri. Ég hef oft undrazt, að i öll-
um umræðum um byggðarstefnu
og jafnvægi i byggð landsins skuli
aldrei hafa verið lagt tii að lána
hærri lán til ibúða úti um land þar
sem fólk vantar vinnu við útflutn-
ingsatvinnuvegi þjóðarinnar.
Þvert á móti hefur rikisvaldið
lagt fram stórfé til þess að leysa
húsnæðisvandræði Reykjavikur-
borgar. Það hefur verið gert með
stórlánum til þess að útrýma
heilsuspillandi húsnæði og með
samningunum um Fram-
kvæmdanefnd byggingaáætlunar,
sem eingöngu byggir i Reykjavik.
— Nú cr mikið rætt um bygg-
ingu timburhúsa. Lánar hús-
næðismáiastjórn jafnhá lán út á
íbúðir i timburhúsum?
— I þeim reglugerðum, sem
unnið er eftir, er aðeins rætt um
byggingar úr varanlegu efni, en
enginn munur gerður á timbur-
húsum og steinhúsum. Töluverð-
ur áhugi er nú á þvi að byggja úr
timbri, einkum þar sem erfitt er
að fá vinnukraft til þess að
byggja. Nokkrir aðilar hafa
framleitt tilbúin timburhús i
smáum stil, og nú er i undirbún-
ingi að reisa verksmiðju á Siglu-
firði til þess að framleiða timbur-
hús með nýjustu tækni, en þar er
mikið af lftið notuðum verk-
smiðjubyggingum, sem henta vel
fyrir slika framleiðslu. Væntan-
lega á sú framleiðsla eftir að flýta
fyrir lausn á húsnæðisvandamál-
um margra byggðarlaga úti á
landi.
— Ilvernig eru horfurnar á
þessu ári; fá þeir góða fyrir-
greiðslu hjá húsnæðismálastjórn,
scm nú cru að byggja?
— Eins oe fram hefur komið i
1971 1972
ibúðir íbúðir
Vesturland 24 48 + 52%
Vestfirðir 21 32 + 14%
Norðurl. vestra 35 40 -f 9%
Norðurl. eystra 173 158 + 20%
Austurland 45 54 + 175%
Suðurland 55 151 + 42%
Reykjancskj.d. 344 488 + 10%
Reykjavik 502 553 + 27%
Samtals 1199 1524
Mest er þvi ennþá byggt i
Reykjaneskjördæmi þ.e. i ná-
grenni Reykjavikur, en athyglis-
vert er hvað lifnað hefur yfir
Ibúðabyggingum úti á landi eftir
að iifnaði yfir atvinnulifinu með
uppbyggingu atvinnulifsins, eftir
að núverandi rikisstjórn tók við
fréttum voru lánin hækkuð frá
siðustu áramótum og fá þeir sem
byrja á byggingum á þessu ári 800
þúsund króna lán út á Ibúð. Þeir
sem hófu framkvæmdir á siðasta
ári, en gerðu ekki fokhelt fyrr en
á þessu ári fá kr. 700þúsund. Ekki
þori ég að segja mikiöum það hve
næðismálastjórn hefur litla
möguleika á þvi að auka tekjur
Byggingasjóðs, nema með þvi að
senda áskoranir og tillögur til
rikisstjórnar og Alþingis, og þar
hefur hún ekki látið sitt eftir
liggja -
— Hvaða tillögur hefur hús-
næðismálastjórn gertum útvegun
fjár til ibúðalánakerfisins?
— Ég vil nú ekki að sinni tiunda
tillögur húsnæðismálastjórnar;
þær þurfa oft skýringa við og eru
ekki alltaf gerðar einróma, en ég
skal gjarnan segja frá tveimur
tekjustofnum sem ég hef auga-
stað á fyrir Byggingasjóð. Ég hef
aldrei talið farsælt fyrir bygg-
ingalánakerfið að eiga mikið
undir beinum framlögum úr
rikissjóði til sinnar starfsemi,
enda vantar nú ekki mikið á það
að fastir tekjustofnar fullnægi
lánaþörfinni.
Ég tel að þar sem búið er að af-
nema alla nefskatta, sem áður
voru helztu opinber gjöld ung-
linga, þá eigi nú að hækka skyldu-
sparnað unglinga úr 15 I 20% af
launum. Ennfremur tel ég að
binda eigi 15% af ráðstöfunar-
tekjum allra lifeyrissjóða I land-
inu i Seðlabanka Islands, og
endurlána það fé til þess að
standa undir ibúðabyggingum i
landinu og stuðla þannig að þvi að
leysa þyngsta vanda alls launa-
fólks. Ef sparnaður er of lltill i
þjóðfélaginu verður að afla fjár
til slikra framkvæmda I ein-
hverju formi. Siðan gæti hver lif-
eyrissjóður lánað sinum félags-
mönnum, sem eru að byggja, við-
bótarlán, sem vissulega er þörf
fyrir.
Ef greidd verða io% af öllum
Frh. á bls. 15
lengi menn þurfa nú að biða eftir
lánunum, en augljóst er að veru-
legur fjárskortur verður hjá
Byggingasjóði á þessu ári, ef
hann fær enga nýja tekjustofna.
Þó fastar tekjur sjóðsins haldi
áfram að hækka fjölgar stöðugt
umsækjendum um ibúðalán, og
svo kostar hækkun lánanna yfir
200 miljónir kr. á þessu ári. Hús-
í TILEFNI ÚTFÆRSLU
LANDHELGINNAR
í dag er hálft ár liðið frá útfærslu landhelginnar. Af þvl tiiefni birtir biaðið þessa
„samantekt”, sem höfundur vill kalla svo.
Forðabúr hafsins
i heljargreipum.
Gráðugir flotar
flykkjast að.
Feiknstafir svigna
i gfrugum
astikaugum.
Foráttu afhroð
geldur
sá guli.
011 skepnan
stynur
i magnvana angist.
Sjálf náttúran
hrópar:
GRIÐ.
Höfuðskepnurnar ærast.
Þær ólmast og æða
i hamslausri bræði.
Fárviðrin geisa.
Hafþökin ógna.
Grenjandi hoiskeflur
byltast i kjölfar.
Gaddaðir flotar
i hafsnauð
við brimbarða strönd.
Allt leggst á eitt
i órofa
vörn.
í heilagri
sókn.
Gegn ofbeldi.
Gegn heimsku.
Óbornar kynslóðir
krefjast réttar sins.
í forheimskri frekju
hrifsar þú,
sem nú tórir,
svo ótæpt til þin
af gnægtabrunnum jarðar
að liggur við
ördeyðu.
Eins og þú sért
sá siðasti,
sem þeirra skuli
njóta.
Darraðardansinn
villtari,
trylltari.
Gráðugir kjaptar gina
og gleypa.
Allt skal urið
og rænt.
í taumlausri þjónkan
við óseðjandi
hítina:
Simalandi,
miskunnarlausa
Gróttarkvörn auðvaldsins,
sem engu eirir.
Ginnheilög vé eru rofin.
Lifskeðjan slitin.
Þar til allt færist á kaf
i eilíft
tómið.
Björg.