Þjóðviljinn - 01.03.1973, Side 7

Þjóðviljinn - 01.03.1973, Side 7
Fimmtudagur 1. marz. 1973. 1>.1ÓÐVILJINN — SÍÐA 7 af erlendum vettvangi | | _ Fasisminn á mikinn hljómgrunn i lögreglunni. Aftur á móti er þessi mynd e.t.v. táknræn fyrir afstöðu lögreglunnar til vinstrihreyfingarinnar. NÝFASISMINN BLÓMSTRAR A ÍTALÍU Andi Mússólinis gamla svifur enn yfir vötnum á ttaliu. Gömul lög frá fasistatimanum eru endurvakin og gamlir fasistar eru viöa i itölsku stjórn- og réttarkerfi,svo ekki sé minnzt á lögregluna. Þegar Nató var stofnað á sínum tíma var það rök- stutt með því að það ætti að vernda frelsi og lýðræði og þá auðvitað fyrir bölvuðum kommunum sem vildu það feigt. En eitt virðist hafa gleymzt: Nató stendur ber- skjaldaðgagnvart fasistum sem líka eiga bágt með að þola allt þetta frelsi og lýð- ræði sem aðildarlönd Natós lifa við. I Grikklandi, Tyrklandi og Portúgal fékk Nató eng- um vörnum við komið. Vonandi tekst betur til á ftalíu, en þar fer fylgi og vegur fasista vaxandi. f eftirfarandi grein er skýrt frá þróun nýfasism- ans á [taliu,en lögregla og stjórnvöld þar í landi virð- ast vera hin ánægðustu með hana og ýta undir hana með því að endur- vekja gömul lög frá tíð Mússólínís og fleiru svip- uðu. Greinin er eftir danska konu sem heitir Jette Möhlendorph,en hún hefur dvalizt á ftalíu í hálft ann- að ár. Greinin birtist í danska ritinu Politisk Revy. Dag hvern gerist fjöldi sorg- legra atburöa á Italiu. Réttarhöld fara fram án þess aö almenning- ur viti nokkurn tima hvaö raun- verulega hefur gerzt; samkomu- staöir stjórnmálahreyfinga eru eyöilagöir; friösamlegum mót- mælaaðgerðum er hleypt upp; árásir og likamlegar refsingar á einstaklingum; pólitisk morð. Allt er þetta daglegt brauð á ltaliu; fasisminn blómstrar. Samtök fasista Miðstöð allra þeirra hópa sem aðhyllast fasiskar hugmyndir heitir MSI (Movimento Sociale Italiano). MSI var stofnað að seinni heimsstýrjöldinni lokinni af fasistum sem látnir höfðu verið lausirórfangelsi. Sá sem skapaði skilyrðin fyrir stofnun samtak- anna var kommúnistinn Togliatti sem þá var dómsmálaráðherra. 1 siðustu þingkosningum sem haldnar voru i fyrra hlaut MSI 56 menn kjörna i fulltrúadeildina (hafði 30) og 26 i öldungadeildina. Flokkurinn fékk 3 miljónir at- kvæða og var þar með orðinn fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Italiu. Leiðtogi samtakanna er Giorgio Almiranti, en hann var ráðherra i siðustu stjórn Mússó- linis og skrifaði sem slikur undir tilskipun þess efnis, að hver sem grunaður væri um að vera viðrið- inn andspyrnuhreyfinguna skyldi skotinn. Innan MSI starfa eftirtalin fjöldasamtök: CISNAL (sindicato fascisti), il FUAN (universitari fascisti) og GIOVANI ITALIA (stúdentasamtök). Þessar hreyf- ingar hafa það efst á sinni stefnu- skrá að „veita ráðningu”, skapa „röð og reglu” og refsa þeim „rauðu” þ.e.a.s. verkamönnum i verkfalli, róttækum flokkum, verkalýðssamtökum, hópum marx-lenlnista, maóistum, stúdentahreyfingunni og öllum utanþingræðislegum vinstri- hreyfingum. ORDINE NUOVO er virkasta fasistahreyfingin sem stendur utan MSI. Hreyfingin er stofnuð árið 1956 þegar MSI hafði klofnað. Helzta markmið hennar er að steypa þingræðisskipulaginu. Meðal helztu leiðtoga hennar eru þeir Pino Rauti ritstjóri dag- blaðsins il Tempo og Elio Massa- grande fyrrum yfirmaður I fall- hlifasveit hersins (hann var ný- lega ákærður fyrir að hafa komiö á fót átta vopnabúrum I nágrenni Verona þar sem fundust vopn, skammbyssur, vélbyssur, sprengjuvörpur og fallbyssurj hann var sýknaður af ákærunni á þeim forsendum að hann væri „safnari”). Hreyfingin stendur i nánum tengslum við unga yfir- menn i italska hernum. Virkir fé- lagar eru nokkur þúsund. FRONTE NAZIONALE er ó- lögleg hreyfing undir forystu Junio Valerio Borghese (dæmdur árið 1948 fyrir stríðsglæpi). Hreyfingunni er kleift að kalla til starfa um 1000 manns og gerði það t.d. aðfaranótt 7. desember 1970 þegar hún hugðist taka að- setur rikisstjórnarinnar I Róm. Valdaránið misheppnaðist þrátt fyrir það að hreyfingin nyti að- stoðar nokkurra deilda I hernum. Flestir af virkum félögum eru i sérstökum deildum hersins. Agi er sterkur og tæknileg kunnátta á háu stigi. AVANGUARDIA NAZIONALE var stofnað af Stefano delle Chiaie árið 1962. Hreyfingin er i nánum tengslum við marga yfir- menn leynilögreglunnar (SIFAR). Starfsemi henar er aðallega i þvi fólgin að lauma njósnurum inn i raðir vinstri- hreyfingarinnar og telur um eitt þúsund virka félaga. Auk þessara samtaka er við lýði fjöldi öfgasinnaðra hægri samtaka sem öll eru lögleg og hafa fastar skrifstofur, fund- arsali og þaulskipulagðar áróð- ursvélar. 1 tengslum við þessi samtök eru svo litlir hópar af ýmsum gerðum og sérhæfðir i vissum verkefnum. Hóparnir hafa engin bein tengsl sin á milli, og i mörgum tilvikum þekkist fólk úr sama hópi ekki. Hreyfingin i heild er skipulögð sem mjög flók- inn piramidi. Hann er stór og vel virkur, og hingað til hefur ekki reynzt unnt að rekja hann upp til toppmannanna. Hverju sinni sem eitthvert sakamálið virðist vera að afhjúpa byggingarstil pira- midans ef svo má segja gerist eitthvaö óvænt: mikilvæg skjöl hverfa, aðalvitnin láta lifið o.þ.h. Niðurstaðan er ætið sú sama, að lögregla og dómstólar ónýta mál- ið með þvi að sleppa hákörlunum og dæma smáfiskana. Hvaöan berst fasistum fé? Italski nýfasisminn er fjár- magnaður frá Bandarikjunum i gegnum Continental Ulinois Bank diCiceroi Illinois,en gifurleg fjár- magnseign hans kemur frá bandariskum snyrtivöruiðnaði. bessi banki sem einnig hefur yfir- umsjón með fjármagni banda- risku mafiunnar — Cosa Nostra —• sendir fjármagnið til Banca Privata Finanziara i Milanó. Tengiliður bankanna tveggja er Sikileyingur að nafni Michele Sindona en hann á fjölda vina inn- an bandarisku mafiunnar. Hann er sérlega snjall i að koma itölsk- um iðnfyrirtækjum I klærnar á bandarisku fjármagni með lið- sinni Banca Privata Finanziara en þar gegnir hann stöðu varafor- seta. Sindona á einnig samstarf við iðnjöfurinn Carlo Pesenti sem stjórnar Italcement, stærsta sementframleiðanda Italiu, ásamt fjárfestingarfyrirtæki Vatikansins, L’instituto per le Opere Religiose. CIA sér einnig um að koma bandarisku fjármagni áleiðis til itölsku fasistanna. CIA sendir það til Grikklands þar sem griska leyniþjónustan sér um að koma þvi rétta boðleið. Yfirmaður deildar þeirrar innan grisku leyniþjónustunnar sem sér um itölsk málefni er Constantino Plevis. Hann er náinn vinur Pino Rautis ritstjóra II Tempo og leið- toga Ordine Nuovo. Rauti þáði heimboð grisku herforingjanna stuttu eftir valdarán þeirra. Einnig hefur hann við og við stað- ið fyrir „námsferðum” ýmissa fasískra hópa til Grikklands. önnur fjármögnun fasismans er- lendis frá kemur frá Evrópu um Banque de Paris et de Pays Bas en sá banki fjármagnaði OAS i Alsir, leiguliðana i Kongó og hef- ur stutt fjárhagslega fasisk sam- tök i öllum löndum þar sem háð er frelsisbarátta. Innlendri fjárfestingu er öðru visi varið og öllu flóknara mál. 1 Genóva er hún i höndum stórút- gerðarmanna, i Ravenna sykur- framleiðendanna, i Róm, Napóli og Palermó eru það bygginga- verktakar sem borga brúsann, i Bari og Reggio Calabria stór- bændurnir o.s.frv. Tengsl fasistanna við Vatikanið fara þó mun leyndar. Einn helzti tengiliður þar á milli er Filippo Orsini fursti sem fyrrum var ráð- gjafi páfastóls. Hann er náinn vinur eins höfuðpaursins i MSI Giulio Caradonna og leiðtoga Fronte Nazionale Junio Valere Borghese. Annar góðvinur Orsin- is er Samore kardináli. Hann er ráðgjafi forriks þýzks fjárfesting- arfyrirtækis sem heitir Misereor en það styður andkommúniska starfsemi um alla álfuna. Aöferöir fasista Dæmin sem hér fara á eftir um aðferðafræði fasismans eru sótt i blöðin Lotta Continua, II Mani- festo og L’Unita. öll eru þau táknræn um þær aðferðir og tækni sem notuð er. Þau eru einnig táknræn i’ þeim skilningi að þau sýna á hvaða þjóðfélagshópum árásir og þvinganir fasistanna bitna helzt — verkamönnum og stúdentum. En auk þeirra að- ferða sem hér greinir frá kemur ofbeldi fasistanna fram á ótal vegu. T.d. er oft varpað sprengju inn i hópa sem taka þátt i frið- samlegum mótmælaaðgerðum eða að sprengja springur i járn- brautarvagni sem fullur er af verkamönnum á leið til fundar. Enginn skiptir sér af svona at- burðum nema þeir sem hlut eiga að máli, þvi að i hverju héraði, hverri borg eru þeir daglegt brauð. Markmiðið er að hræða frá þvi að taka þátt i mótmælaað- gerðum og -fundum. 1 öörum til- vikum er það ljóst að fasistar beita ofbeldi I þeim tilgangi ein- um að hægt sé að kenna vinstri- hreyfingunni um. Markmiðið getur einnig verið að skapa ringulreið og hræðslu i þjóðfélag- inu sem auðveldar valdarán. Þá eru aðgerðirnar yfirleitt fram- kvæmdar þegar landið á i pólit- iskri kreppu. Hér koma dæmin: L’Unita 14/11 1972. Ungur verkamaður varð fyrir árás, lam- inn sundur og saman og særður hættulega af fimm fasistum. Eftir árin báru fasistarnir hann inn i bil, óku með hann að bækistöðv- um stjórnmálahóps þess sem hann er félagi i og köstuðu honum út úr bilnum að fyrirmynd Mafi- unnar. Þessi 19 ára verkamaður er ennþá I taugaáfalli. L’Unita 7/11 1972. I gærmorgun réðust um 30 fasistar á hóp stúdenta fyrir utan Liceo Tacito I Róm. Arásarmennirnir köstuðu að þeim flöskum og börðu þá með járnstöngum. Kennari sem varð vitni að árásinni lokaði hliði skólans svo fasistarnir áttu auðvelt með að misþyrma stúdentunum. Lögreglan lét ekki sjá sig á staðnum. Lotta Continua 14/11 1972. S.l. föstudag komu tiu fasistar undir leiðsögn hins þekkta óeirðarseggs Roggero að Liceo Alfieri. Til- gangurinn var að refsa stúdent- um fyrir að hafa hindrað fasist- ana um langt skeið i að dreifa flugritum sinum og blaðinu Rivolta Ideale. Þeir stúdentar sem voru á leið frá skólanum hræddust hvergi en réðust þegar að bil fasistanna og veltu honum. Tveir fasistanna slösuðust. Dag- inn eftir mættu fasistarnir aftur við skólann en i þetta sinn vernd- aðir af sex lögregluþjónum. Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.