Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 4
I SÍDA — D.IÓDVI1..I1NN Laugardagur :ti. marz 1973. BARÁTTAN GEGN HRAUNINU Mönnum er aö vonum mjög tíðrætt um atburði síðustu daga i Vestmanna- eyjum. Spurningin hefur lengi verið sú hvort til einskis sé barizt í Eyjum. Til að varpa Ijósi á hegðan gossins og varnaraðgerðir, fengum við Þorleif Einarsson, jarðfræðing, til að svara nokkrum spurningum, og spyrjum fyrst: — Hvað gerðist þegar hraun- hlaupin komu, sem nú hylja norðausturhluta kaupstaöarins? Við höfðum hlaðið upp varnargarði með ýtum i marga daga, en siðan gerðist það á laugardagsnöttina 18. marz, að það varð svokallað hraunhlaup, sem braut varnargarðinn og hálf- storkinn hraunjaðarinn neðan Vilpu, og þá fóru fyrstu átta húsin undir hraunið. Eftir þetta átti hraunílóðið, sem hafði hlaðizt uþp ofará mörgum vikum, greiða leið niður i bæ. Hraun þetta var glóandi og fljótandi fyrir utan efstu skánina, sem var hörðnuð. Það fór niður i gegnum þetta skarð og rann vestur yfir Grænu- hlið og tók varnargarðinn, sem byrjað var á fyrir fjórum eða fimm vikum og rokið var i að ýta upp þegar hraunið fór að nálgast. Þegar hraunið kom að garðinum, tók það garðinn með sér vegna þess að hann var algjörlega laus, og nú er það semsagt komið niður á sjávarkambinn austast i höfninni. (Viðtalið átti sér stað miðvikudaginn 28. marz). Var hægt að varna þessu — Telurðu að einhver mann- legur máttur heföi getað varnað þessu? — Ég get ekkert fullyrt um það, en við hefðum örugglega getað tafið mjög mikið fyrir, ef við hefðum haft vatn við varnar- garðinn fyrir neðan Vilpu. Hefð- um við i upphafi, áður en garðurinn brast á sunnudags- nóttina, getað dælt þarna vatni, hefðum við örugglega fengið mjög sterkan garð, en hvort hann hefði haldið hrauninu get ég ekki fullyrt. Við getum ekki ráðið i það, sem verður, en við getum lært af þvi sem hefur orðið. Hegðan Flakkarans — Nú er sagt að nýi Flakkarinn fari i sömu stefnu niður og þessi hraunstraumur sem mestum usla hefur valdið. Hvað merkir það? — Já, fyrsti Flakkarinn strandaði á móts við þar sem þurrkhúsið' var i eina tið, rétt fyrir ofan Sandeyjardælinguna. Hann hefði að öllum likindum ekki komizt gegnum Sandeyjar- dælinguna, þvi að hún er mjög góð, og bezta kæling sem gerð hefur verið i Eyjum, þó að hún hafi gengiö heldur treglega fyrst i stað. Flakkarann rak fyrst vesturhliðina i gömlu ströndina svo að hún brotnaði frá. Næst gerðist það, að hann rakát i botninn og brotnaði — hann er allur sundurklof inn núna. Hraunið þynntist vitaskuld út til jaðarsins, svo að hann hlaut að stranda. Við vissum ekki hvað hann risti sjúpt, en hann var eins og borgarisjaki, sem siglir gegn- um lagnaðaris. Núna vitum við að dýptin. þar sem hann strandaði.er um 40 metrar og hann skagar núna um eina 80 metra upp úr hraunbreiðunni. Hann var gerður úr kleprum og gjalli. sem er miklu léttara efni en hraunbráðið sem undir er. Sandeyjardælingin náði um 185 metra ínnfyrir hraunjaðarinn; var semsagt komin austur fyrir F’lakkarann. Við hefðum kosið að fara lengra með Sandeyjardælinguna. Við ætluðum okkur austur fyrir Klettsnef þessa leiðina til að tryggja innsiglinguna betur. Ef dæling hefði verið nær gignum — Ef þið hefðuð haft dæluút- búnað og komizt með pipurnar nær gosstöðvunum og þar inn á hraunið, hefðuð þið þá getað breytt framrás hraunsins? — Um þetta er erfitt að segja. Sennilegt er að stiflan neðan Vilpu hefði ekki brostið og þá ekki orðið tæming á bakvið. Þetta gerist á sama hátt og ef stifla brysti við raforkuver, lónið tæmist á bakvið. Þetta hraun, sem rann fram, var að nokkru leyti afgösuð kvika, sem er miklu mýkri en kvikan, sem kemur beint úr gignum. Gosið i rénun — Er hraunmagnið, sem kem- ur úr gignum núna, mun minna en i upphafi? — Ég held að það sé mun minna en var i byrjun miðað við það sem við þekkjum frá fyrstu vikunum, en þá komu t.d. á fjór- um timum upp þrjár miljónir rúmmetra. Ég tel sem sagt, að gosið sé mjög i rénun, og má marka það m.a. af þvi hve gjall- fallið og öskufallið er miklu minna. Við höfum ekki getað mælt nákvæmlega hraunfram- leiðsluna, en af langri reynslu finnst mér, að miklu minni gangur sé i gosinu. Gosið er sem- sagt i rénun. — En ef hraunið rennur nú fram i sjó i höfninni, eins og nú horfir, kemur þá ekki mjög snögg kæling? Jú, það kemur mjög snögg kæling og i öðru lagi komast Vest- mannaey og prammarnir að, svo hægt ætti að vera pð hlaða hrauninu upp i flæðarmálinu alveg eins og viö hafnargaröinn. Að auki verður hraunrennslið slitið ofar i hraunstraumnum. Kæling hraunsins Reynslan af varnargörðunum er sú, að þeir eru algjörlega gagnslausir nema að hafa sjó til að kæla hraunið, sem kemur að görðunum, þvi að kælingin byggist á þvi að dælt sé beint i aöalkvikustrauminn sem er neðst i hrauninu og mynda þannig gjall, svo að hraunið nái ekki að skriða beint fram eins og jarðýta, heldur verður það að lyfta sér upp yfir sitt eigið gjall og renna þar- afleiöandi ekki á varnargarðana neöarlega, heldur upp á garðana. Þetta sést vel alla leið frá syðri hafnargarðsvitanum og langt uppfyrir Leiðarvörðu. Þar liggur 20 metra hár hraunjaðarinn ofan á varnargörðunum án þess að þeir hafi haggazt, enda var þarna alltaf dælt sjó og tekið á móti hverju einasta hraunskriði eða undanhlaupi, sem kom með vatni. Það sem gerist i dælingunni er að hraunið er vatnsfælið, og er við dælum framan á hrauntotuna, þá vikur hún til hliðanna; siðan er hægt að kæla hliðarnar. Við breytum að sjálfsögðu ekki hraunmagni, en við getum stýrt hraunrennslinu þó nokkuð; og i öðru lagi, ef við höfum nóg af dæl- um og vatnsmagni, þá getum við myndað varnargarða úr hrauninu sjálfu og geymt það á bakvið - garðana. Eftir þvi sem hraunið leitar á, þarf að dæla hærra upp i það. Þar á eftir þarf að klippa það i sundur, og þá einkum þar sem ójöfnur eru undir, þvi að hraun hagar sér alveg eins og jökull, sem þverspringur er hann fer yfir ójöfnur. Þannig ættum við að geta komizt i nýja og nýja kviku til að kæla. Við kælinguna fáum við reyndar stórar blokkir upp, þ.e. innyfli hraunsins sem kemur upp á yfirborðið. Við höfum ekki haft yfir miklu vatnsmagni að ráða, en þó það miklu, að þetta hefur verið mjög góð kæling, og ég tel að árangur hafi verið mjög góður. Sumir segja að þetta „piss” sé tilgangs- laust, en ég held, að allir réttsýnir menn hljóti að sjá árangurinn, ef litið er á hina kældu hraunkanta, sem eru mjög háir og brattir. Það festirmeira að segja snjó i þeim, sem er óvenjulegt þegar um er að ræða nýja hraunjaðra. Hraun- jaðarinn sjálfur er hærri en hraunið fyrír innan, svo að þarna myndar kælt hraunið sjálft varnargarð. — Hvað heldurðu að gerist næstu daga? — Ég veit ekki. Það er nokkur halli þarna vestan við Skansinn niðurimóti, og það gerir erfiðara fyrir. Ég veit ekki hvort hraun er að safnast saman við gigmynnið núna, svo að enn eitt hraunhlaup verði. Hraunhlaup er reyndar nýyrði hjá okkur, þvi að slik hlaup hafa ekki orðið áður, nema hvað mér er sagt, að svipað þessu hafi gerZt i Heklugosinu 1947. Sjáifsagt að halda áfram kælingu Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þessari hraunkælingu veröi haldið áfram og hún miði i fyrsta lagi að þvi að halda höfninni og innsiglingunni opinni; og i öðru lagi, aö reyna að bjarga eins miklu af mannvirkjum og mögu- legt er. En það verður að taka fram, að sum af þeim húsum, sem hafa farið undir hraun, sér- staklega þau i Austurhliðar- og Grænuhliðarlægðinni, voru orðin ónýt vegna gufusuðu. Sumt af eyðileggingunni er þannig tvitalið ef svo má segja. Núna hafa eyði-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.