Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Launardafíur :il. tuarz I!)7:i. Aðalskoðun bifreiða i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu árið 1973 fer fram svo sem hér segir: Borgarnes- :t. aprfl, kl. 9 til 12 og 12 til 16,30. Borgarnes- 4 apríl, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 5. apríl kl 9 til 12 og 13 til 16,30. Borgarnes- 6. april, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 9. apríl, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 10. april, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 11. apríl, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 12. aprfl, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30 Borgarnes- 13. apríl, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30 Borgarnes- 16. apríl kl. 9 til 12 og 13 til 16.30 Lambliagi - 17. apríl, kl. 10 tii 12 og 13 til 16.00 1 Oliust. Ilyalfirði. IX. april kl.10 til 12 og 13 til 16.Q0 Við skoöun þarf að framvisa kvittunum fyrir greiöslu bif- reiðaskatts og útvarpsgjalds. beir bifreiðaeigendur, sem eigi færa bifreiðar sinar til aöalskoðunar og tilkynna eigi forföll. er gild teljast, til bif- '•eiðaeftirlitsins i tima, mega búast við þvi, að þær verði teknar úr umferð hvar sem til þeirra næst, án frekari fyrirvara. Sýslumaðurinn i Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, 14. marz, 1973 M.A.N. Breytt símanúmer 85235 KRAFHIR HF. Skeifan 11 Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar og Pick-up bif- reið, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 3. april kl. 12-3. ■ Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. LÍFEYRISSJÓÐUR BYGGINGAMANNA UMSOKNIR um lán úr lifeyrissjóðnum þurfa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins Laufásvegi 8, Reykjavik, fyrir 15. april n.k. Endurnýja þarf allar eldri umsóknir. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og hjá skrifstofum að- ildarfélaga hans. Með umsóknum þurfa að fylgja upplýs- ingar um vinnustað umsækjenda s.l. þrjú ár. Stjórn Lifeyrissjóðs byggingamanna. Akureyri! Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Þjóðviljann á Akureyri. Upplýsingar á skrifstofu blaðsins i Reykjavik. Simi 17500. 8 sækja um 4 prófessors- embætti Umsóknarfresti um eftirtalin prófessorembætti við Háskóla Is- lands er lokið: Prófessorembætti t tannlækningum, gervigóma- gerð, i tannlæknadeild. Umsækj- andi er Guöjón Axelsson, tann- læknir. Prófessorsembætti t uppeldis- fræði i heimspekideild. Umsækjendur eru: Andri ísaksson, deildarstjóri, Arnór Hannibalsson, sálfræðingur, og Gunnar Arnason, sálfræðingur. bá er og lokið umsóknarfresti um tvö prófessorsembætti I upp- etdissálarfræði við Kennarahá- skóla Islands. Umsækjendur eru: Huldar Smári Asmundsson, lektor, Magnús Kristjánsson, sál- fræðingur, Sigrtður b. Valgeirs- dóttir, kennari og dr. buriður J. Kristjánsdóttir. 4 prófessor ar skipaðir Forseti tslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað eftirtalda menn prófessora við Háskóla tslands. Sæmund Óskarsson, verkfræðing, prófessor i rafmagnsverkfræöi, fjarskiptagreinum, i verkfræði- og raunvisindadeild frá 15. september 1972 að telja, dr. Valdimar Kr. Jónsson prófessor i véla- og skipaverkfræði, varma- og straumfræði, I verkfræði- og raunvisindadeild frá 15. septem- ber 1972 að telja, dr. Alan Bouch- er prófessor I ensku i heimspeki- deild frá 1. nóvember 1972 að telja, Július Sólnes, lic.techn., prófessor i byggingarverkfræði, steinsteypuvirkjum, i verkfræöi- og raunvisindadeild frá 15. desember 1972 að telja, og dr. Lúövik Ingvarsson prófessor I lögfræði i lagadeild frá 15. janúar 1973. Anna og Muriel eftir Truffaut Franski kvikmyndasnillingur- inn Francois Truffaut fékk á unga aldri dálæti á skáldsögum Henri-Pierre Rochés, sem hóf ekki höfundarferil sinn, fyrr en hann var kominn á áttræðisaldur. Truffaut las fyrst söguna „Jules og Jim” eftir Roché og hreifst af. Undrun hans og aðdáun varð enn meiri, er hann frétti, að þetta væri frumverk 74ra ára gamals manns. Roché dó 4 árum eftir að Truffaut kynntist þessu verki hans, og um þær mundir var Truffaut að gera fyrstu kvik- mynd sina, „Ungur flóttamað- ur”, sem Háskólabió sýndi fyrir skemmstu. Tveim árum siðar tók Truffaut sig svo til og gerði kvik- mynd eftir þessari sögu Rochés. í „Jules og Jim” er sagt frá bræðrum tveim, sem unna sömu stúlku mikinn hluta' ævinnar. t þeirri mynd, sem Háskólabió sýnir næsta mánudaga „Anna og Muriel”, eða „Les deux Anglaises et le Continent” elns og hún heitir á frummálinu, snýf Roché dæm- inu viö, þvi að þar fjallar hann um tvær enskar systur, sem unna sama manni, Frakká', um 20 ára skeið. bykir saga þessi minna aö nokkru á ævi Prousts, sem unni Bronté-systrunum, Carlotte og Emily, i tiu ár, án þess að geta ráðið við sig, hvorrar hann ætti heldur að biðja. betta ætti að nægja til að sýna, að hér er um skemmtilegan efni- við að ræða, og það er „einkaleik- ari” Truffauts, sem er i aðalhlut- verkinu i myndinni. Jean-Pierre Leaud, sem hefur einu sinni sagt: „Truffaut er faðir minn, Godard föðurbróðir og Henri Langlois afi minn”. bað var raunar Leaud, sem lék aðalhlutverkið i „Ungum flóttamanni". Var það fyrsta hlutverk hans, enda á 14. ári. þeg- ar hann lék það. Systurnar leika þær Kika Markham og Stacey Tendeter. TEIKNARI JEAN EFFEL Púum á mannasleikjuna, úúú! — Finnst þér enn að mig skorti imyndunarafl? Já eða nei. Og hafið þér búið þetta til eftir imyndunaraflinu eða eftir náttúrulegum fyrirmyndum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.