Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.03.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐV1LJINN| Laugardagur 31. marz 1973. Jónas Magnússon Húsmæðrafundur- innog búvöruverðið I Morgunblaöinu 17. marz sið- astliðinn er birt með áberandi fyrirsögnum fundarsamþykkt Húsmæörafélags Reykjavikur, þar sem reykviskar húsmæður eru hvattar til að bindast samtök- um um að kaupa ekki búvörur aðra hverja viku. Þetta er birt með áberandi fyrirsögnum á tveim stöðum i sama blaðinu, svo maður verður að telja að blaðið lýsi velþóknun sinni á þessari fundarsamþykkt. Morgunblaðið er málgagn laginu og bera ávallt minna úr býtum en aörir. Það liggur i þvi að sú kynslóð, sem nú er vaxin úr grasi og kynnzt hefur öðru en sveitastörfum, veit oröið hvaö það gildir aö vinna fyrir eðlileg- um vinnulaunum og fá sina fri- daga. Hún sættir sig ekki við að stunda þá atvinnugrein sem ekki gefur eðlilegar tekjur og mun þvi snúa sér að öðrum störfum sem betur eru borguð. Nú væri ekkert við þessi mót- mæli húsmæöranna að athuga, ef stór að þau eru að verða bændum ofviða, þvi þrátt fyrir hið marg- umtalaða háa afurðaverð bera þau ekki aðkeypt vinnuafl. Sé nú afuröaverðið raunveru- lega of hátt, þá væri alveg tilvalið fyrir einstök bæjarfélög að koma upp sýnibúum og sýna þannig bæði bændum og neytendum hvernig hægt sé að framleiða bæði góðar og ódýrar búvörur. Fram að þessu hefur enginn getað sýnt hvernig framleiða má ódýrar búvörur án þess að láta hana. En á umræddum hús- mæörafundi skildist manni að mjólkin væri orðin nógu dýr fyrir þó reynt væri að halda dreifingar- kostnaðinum i skefjum. Tæplega getur það talizt falleg hugsun... Hitt er svo annað mál að ég tel sjálfsagt að gengið sé eins langt og hægt er á móts viö kröfur neyt- enda um aukna og bætta þjón- ustu, en fólk verður bara að gera JÓNAS MAGNÚSSON, BÓNDI STRANDARHÖFÐA: Sjálfstæðisflokksins sem er flokk- ur allra stétta að eigin sögn, en þarna hvetur þó blaðið til refsiað- gerða gegn einni stétt, sem á þó enga sök á þeirri verðlagsþróun sem staðið hefur óslitið áratugum saman. Ég man ekki eftir öðrum verð- hækkunum á búvörum en beinni afleiðingu af þeim hækkunum sem orðið hafa áður á rekstrar- vörum og vinnulaunum, og svo er enn. Bændur hafa verið tekjulægstir En þrátt fyrir það hvetja reyk- viskar húsmæður aðeins til refsi- aðgerða gegn bændastéttinni. Nú er þaö kunnara en frá þurfi að segja, að um margra ára bil hefur bændastéttin verið tekjulægsta stétt landsins og svo mun vera enn. Þó tekjur þeirra hafi aukizt tvö siðastliðin ár, þá hefur sú þró- un orðið lika meðal launafólks, svo bilið mun vera svipað enn, eftir þvi sem nýjustu skýrslur sýna, sem þegar liggja fyrir. Til að reka bú, veröa bændurnir fyrst og fremst að kaupa þær vör- ur sem reksturinn krefur, og um verð á þeim geta þeir önvgu ráð- ið. Það sem afgangs verður af tekjum búsins, þegar rekstrar- vörur, dreifingarkostnaðar og fl. hefur verið greiddur, eru vinnu- laun bóndans sem hann hefur til framfærslu fjölskyldunnar. Arin 1968 og 1969 reyndust vinnulaun meðalbóndans nálægt 40 kr. á hverja vinnustund og þar með talin vinnulaun alla helgi- daga ársins. Þvi þar sem mjólkurframleiðsla er stunduð á bóndinn engan fridag á árinu. Eftir fundarsamþykkt reyk- viskra húsmæðra að dæma, virð- ast þær álita að þetta séu hæfileg vinnulaun sveitafólks enn i dag. Látum nú svo vera að reykvisk- ar húsmæður telji þetta hæfilegt hlutskipti bændanna. En svo er Guði fyrir þakkandi að i sveitum landsins búa lika húsmæður, og jafnvel börn. Og á þeim bitnar öngvu siður en bóndanum, þegar skortur verður á heimili. Það ættu reykviskar húsmæður að skilja. Samkvæmt frásögn Morgun- blaðsins kom fram á húsmæðra- fundinum að þær ætli að skora á kvenfélög úti á landi að beita sér fyrir refsiaðgerðum gegn konum og börnum sveitanna. Bændur munu brátt ekki una því að vera þriðja flokksstétt 1 flestum sveitaþorpunum býr fólk sem lifir óbeinlinis nær ein- göngu á framleiðslu búvara, við hvers konar þjónustustörf, svo sem verzlun, úrvinnslu búvara, dreifingu, viðgerðir og nýsmiöi fyrir bændurna. Ef þeir gefast upp, er grundvellinum kippt und- an afkomu þess fólks sem i þorp- unum býr. Er nú ekki til of mikils mælzt að húsmæður þessara þorpa gerist sinir eigin böðlar? Sá timi er senn á enda aö bænd- urnir uni þvi að vera ávallt ein- hver þriðja flokks stétt i þjóðfé- þau heyröust nokkurn tima nema aðeins þegar hækkun verður á landbúnaðarafuröum. Siðastliðna áratugi hafa hvers konar neyzluvörur alltaf verið aö hækka i verði, þar meö taldar matvörur aðrar en búvörur. En ég man aldrei eftir að hús- mæður byndust samtökum um aö hætta að kaupa kaffi, sykur, brauð, fisk, húsgögn og fl. hvað mikið sem þessar vörur hækkuðu i verði. Nú efast ég um, að aðrir finni meira fyrir hækkun búvöruverös en einmitt bændurnir sjálfir og ef til vill liggur i þvi hvað þeir hafa orðið aftarlega i kapphlaupinu um lifskjörin. Það er engin ný bóla þó ýmsir stjórnmálamenn og aðrir úr röö- um neytenda fjargviðrist út af of háu búvöruverði. En enginn hefur ennþá bent á leið til að lækka það aðra en lækka vinnulaun bænd- anna, hvað lág sem þau eru fyrir. Búin bera ekki aðkeypt vinnuafl Lengi var talað um að búin yröu að stækka. Það hefur þegar gerzt. Meira aö segja eru þau viða svo bændurna vinna fyrir lægri laun- um en aðra menn og er það ekkert einsdæmi fyrir lsland. 1 flestum löndum Evrópu og viöar eru land- búnaðarafurðir greiddar meira og minna niður af viðkomandi riki á einhvern hátt til að halda verðlaginu niðri og eru þó viðast hvar betri skilyrði til landbúnað- ar en hér. Jafnframt þvi sem þessi hluti reykviskra húsmæðra krefst lægra mjólkurverðs, krefst hann lika dýrari umbúða.og svo mikið liggur við að húsmæður ætla að láta rikisstjórnina skerast i Ieik- inn ef mjólkursamsalan bregzt ekki nógu fljótt við. Ef ég man rétt, lagði einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins fram fumvarp i vetur, sem gekk i þá átt að dreifa mjólkursölunni á fleiri hendur. Verði þetta frumvarp að lögum eru likur til að það auki dreifingarkostnaðinn, þar sem markaður er hér svo þröngur og vörumagn ekki svo mikið að það þoli að þvi sé dreift til marga aðila, án þess að dreifingarkostn- aður hækki. Nú er ekkert við þaö að athuga þó fólk krefjist betri þjónustu, bara ef það vill eða getur borgað sér ljóst, að það fólk, sem vinnur við dreifingu matvæla i höfuð- borginni, vinnur ekki ókeypis þó reykviskar húsmæður ætlist til að bændur geri það. Verksmiðjur framleiða heldur ekki umbúðir undir kostnaðarverði. Þess vegna verður raunin ávallt sú að aukin og bætt þjónusta hækkar alltaf vöruverð, sem einhver verður að borga. A umræddum húsmæðrafundi kom fram að mjólkin sé ekki eins nauðsynleg vara og álitið hefur veriö til skamms tima. Sé sú skoðun rétt má kannski einu gilda hvernig aðbændunum er búiö. En ef aftur á móti skyldi nú teljast nauðsynlegt, þjóðhagslega séð, að framleiða landbúnaðarafurðir á Islandi, þá er vægast sagt ákaf- lega ósanngjarnt að ætlast til að það fólk sem vinnur að þessari framleiðslu skuli alltaf búa við önnur og lakari kjör en annað fólk á Islandi. Láti nú reykviskar húsmæður verða af þessari hótun sinni og hætti að kaupa mjólk og aðrar bú- vörur er það jafnframt krafa til bændanna um að hætta að fram- leiða þessar vörur. Þvi auðvitað er ekkert vit i að vera að eyða fjármunum og vinnu til að fram- leiða vörur, sem ekki seljast, en snúa sér heldur að einhverri arð- bærari atvinnugrein. Maður hefur alltaf heyrt aö kvenfólkið sé betri helmingur mannkynsins og reynslan i mörg- um tilvikum sannað þá skoðun i gegnum aldirnar. En við lestur umræddra Morgunblaðsgreina dettur manni ósjálfrátt i hug, hvort á þessari reglu geti verið einhverjar undantekningar. Þvi tæplega getur það talizt falleg hugsun hjá þessum hluta reyk- viskra húsmæðra, sem að um- ræddum fundi stóð, að ætla að beita kynsystur sinar og börn þeirra, sem búa i sveitum lands- ins, refsiaðgerðum fyrir þjóðfé- lagsvandamál sem þeir eiga öngva sök á. Sú tilhneiging hefur alltaf verið rik hjá stjórnarandstöðu hvers tima að kenna viðkomandi rikis- stjórn allar verðhækkanir án til- lits til hvort þær stafa af hækkuðu vöruverði erlendis eða innlendri þróun. Vilja húsmæðurafsala sér visitöluhækkunum á laun sfn og eiginmanna sinna? Og ekki hefur orðið breyting á þvi til batnaðar núna. t umræddum Morgunblaðs- greinum kemur ekki glöggt I ljós hvort reykviskar húsmæður kenna bændum eða rikisstjórn- inni um verðhækkunina á búvör- um, en refsiaðgerðunum skal beint gegn bændunum, konum þeirra og börnum. Nú hefur rikisstjórnin gert til- raunir til að draga úr þessari verðlagsþróun, en það litur út fyrir að þar standi ekki allt stjórnarliðiö óskipt að verki og þar með hafa þær tilraunir runnið út i sandinn. Þó stjórnarandstaðan æpi sig hása dag eftir dag yfir þessum ósköpum, hefur hún staðið eins og veggur gegn þvi að nokkuð raun- hæft væri gert til að draga úr þessari verðlagsþróun. Hefði maður þó haldið, samkvæmt reynslu viðreisnaráranna, að sumar tillögur rikisstjórnarinnar hefðu átt að öllu eðlilegu að fá góðan hljómgrunn hjá stjórnar- andstöðunni. Meira að segja eldgosið I Vest- mannaeyjum, sem mun vera mesta áfall sem þjóðin hefur orð- ið fyrir slöaná timum móðuharð- indanna, skyldi lika notað til aö auka verðbólguna. Hverjir eru það sem raunveru- lega vilja stöðva verðbólguna? Vilja húsmæðurnar sjálfar láta menn sina afsala sér visitölu- hækkunum af launum sinum og umsömdum kauphækkunum? Vilja allir þeir sem vinna að dreifingu og vinnslu landbún- aðarafurða afsala sér sinum launahækkunum og koma þannig i veg fyrir hækkun búvöruverðs? Hvað stjórnmálaflokkunum viðvikur þá hefur reynslan þegar sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn vilja ekki fall- ast á það sjónarmið hversu mikið sem þeir fordæma verðbólgu- vöxtinn. En úrræði þessara fiokka eru mér ókunn og senni- lega fleirum, þvi þeim hefur ekki verið mikið hampað til þessa. En krafa húsmæðrafélagsins, um að bændur einir eigi að borga launahækkanir annarra stétta af sinum tiltölulega lágu launum, lýsir svo takmarkalausu skiln- ingsleysi á kjörum meðbræðr- anna i þjóðfélaginu, að það gegnir furðu að nokkurt biað skuli gera slikan málstað að sinum. Strandarhöfði 24. marz 1973 Jónas Magnússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.