Þjóðviljinn - 29.04.1973, Side 1
(RO
MOWIUINN
Sunnudagur 29. april 1973—38. árg. —98. tbl.
(<Rorl)
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐVERZLA Í KRON
k A
KðPAVOGS
APÓTEK
OPIÐ ÖLL KVÖLO TIL KL. 7.
NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2.
SUNNUOÁGA MILLI KL. 1 OG 3
SlMI 40102
Auður og völd lúti hinum
vinnandi manni
1. mai er á þriðjudaginn kemur. Þjóðviijinn birtir
i dag 1. mai ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
i Reykjavik.
50 ár eru nú liðin siðan reykvisk alþýða fór i sina
fyrstu kröfugöngu á þessum alþjóðlega baráttudegi
verkalýðsins. Þessa merka afmælis mun að sjálf-
sögðu verða minnzt 1. mai i ár, en verkalýðshreyf-
ingin mun þó ekki láta nægja að líta um öxl, heidur
verður einnig horft fram á veginn.
Auk minninga frá liönum árum,
og kröfugerðar i baráttumálum
dagsins, verður að þessu sinni sú
nýbreytni þann 1. mai, að ýmsar
framtiðarkröfur munu setja svip
á daginn og vera bornar i kröfu-
göngunni. — Kjörorðið „Maður-
inn I öndvegi” — má kallast sam-
heiti fyrir þær.
Gamlir baráttumenn
safnast saman
Hátiðahöldum dagsins verður
þannig hagað að fyrst safnast
saman i porti Mjólkurstöðvarinn-
ar við Laugaveg þeir, sem þátt
tóku i einhverri af 10 fyrstu kröfu-
göngunum i Reykjavik. Þurfa
Stórt 1. maí plakat
1. mai nefnd verkalýðsfélag-
anna hefur látið gera myndarlegt
plakat, þar sem á er letrað kjör-
orð 1. mai á 50 ára afmæli bar-
áttudagsins, en það ér Maðurinn i
öndvegi, Plakatið er i þrem lit-
um og veröur selt i bókabúðum á
mánudag og einnig hjá skrifstofu
fulltrúaráðsins Skólavörðustig 16.
Þá verður það einnig selt i kröfu-
göngunni og á útifundinum.
Þá hefur 1. mainefndin ákveðiö
að hafa sérstaka brautryðjenda-
göngu, sem i taki þátt þeir sem
tóku þátt i kröfugöngum eða bar-
áttusamkomum 1. mai 1923 til
1933. Þeir sem þá voru með hvet-
ur nefndin til að koma til sérstaks
fundar og kaffidrykkju I Leifsbúð
á Hótel Loftleiðum kl. 3 i dag,
sunnudag, þar sem skýrt verður
frá skipulagi brautryðjendagöng-
unnar 1. mai.
þeir aö mæta þar fyrir klukkan
hálf tvö. Þeir munu siöan ganga i
blysför undir kröfum, sem bornar
voru I fyrstu göngunni, fyrst niður
á Hlemm og siðan fyrir kröfu-
göngunni niður Laugaveg.
Aðrir þátttakendur i kröfu-
göngunni safnast saman á
Hlemmtorgi milli kl. hálf tvö og
tvö, og hefst gangan þaðan klukk-
an 2. Gengið verður, sem leiö
liggur,niður Laugaveg og Banka-
stræti á Lækjartorg. Gönguleiöin
verður skreytt með borðum og
áletrunum.
A Lækjartorgi veröur haldinn
útifundur að göngu lokinni og
verða ræðumenn þar: Erlendur
Patursonlögþingsmaður frá Fær-
eyjum, Guðmundur J. Guð-
mundsson, varaformaður Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar,
Pétur Sigurðsson, ritari Sjó-
mannafélags Reykjavikur, og
Rúnar Bachmann, formaður Iðn-
nemasambands Islands.
Talkór og Iðnnemar
Nú verður á ný talkór með i för i
1. mai kröfugöngunni, en slikt
hefur ekki boriö við síðan fyrir
strið. Pétur Pétursson útvarps-
þulur mun stjórna talkórnum, en
hann var þátttakandi i talkórum,
sem æfðir voru i Reykjavik á veg-
um verkalýðshreyfingarinnar
fyrr á árum.
Frh. á bis. 15
Unniö að undirbúningi 1. mai. — Myndin var tekin i gær.
1. MAI-ÁVARP
verkalýðsfélaganna í Reykjavík
Reykvisk alþýða fylkir liði I
dag, 1. mai, I fimmtugasta
sinn. í hálfa öld hefur verka-
lýöur höfuðborgarinnar safn-
azt saman undir rauðum fán-
um, borið fram kröfur hins
vinnandi manns um félagslegt
réttlæti, fordæmt kúgun og
misrétti I heiminum, en hvatt
til sköpunar þjóöfélags, þar
sem jöfnuður, manngildi og
frelsi skipi öndvegi.
1. mai hefur verið virkur
baráttudagur. A þessum al-
þjóðlega baráttudegi verka-
lýðsins hefur hin vinnandi
fjöldi Reykjavikur sýnt afl
samtakanna.
Sú kynslóð, er I dag gengur
1. maf-göngu, býr við gjörólík
lifsskilyrði á viö frumherjana
fyrir 50 árum. Lifskjörin hafa
gjörbreytzt, mannréttindi
hafa verið aukin, menntunar-
möguleikar margfaldir og
húsakostur tekið stakkaskipt-
um. Sterkasta afliö til þess að
knýja fram þessi breyttu lifs-
kjör hefur verið barátta
verkalýöshreyfingarinnar
sjálfrar.
Einstaka sigra mætti nefna:
• afmáð svfvirðing fátækra-
laganna
• samningsbundin vinnu-
vika stytt um þriðjung
• orlofi komið á og er nú 4
vikur
• félagslegt öryggi sett með
almannatryggingum og lif-
eyrissjóðum.
En það hafa ekki eingöngu
verið sigrar, hörð varnarbar-
átta gegn atvinnuleysi og
kjararýrnun hefur einnig ver-
ið háð. En þegar viö nú fylkj-
um liöi á þessum fimmtugasta
reykviska 1. mai kröfugöngu-
degi, gengur reykvisk verka-
lýðshreyfing fram, voldug og
sterk, og minnug þess, að hún
hefur verið dýrasta eign hvers
alþýðuheimilis.
En þótt við getum verið stolt
yfir aö hafa gjörbreytt kjörum
og réttindum alþýðufólks,
skulum við hafa i huga, að
verkefnin biða mörg og
ströng, og hlutverk verkalýðs-
hreyfingarinnar hlýtur ávallt
að vera barátta.
1 hálfa öld hefur islenzkur
verkalýður þann 1. mai fylkt
liði með alþýðu um allan heim
og lýst samhug sinum meö
stéttarbræðrunum I viðureign
við peningavald og stórveldis-
og hernaðarstefnu.
1. mai i ár eru það ekki fáein
hundruö liðsmanna, sem skipa
sér undir baráttukröfur dags-
ins, heldur þúsundir vinnandi
manna. Fyrir ári var 1. mai
helgaður baráttunni fyrir 50
milna landhelgi. Enn heitir is-
lenzkur verkalýöur á stéttar-
bræður sina um allan heim að
styðja Islendinga i viðureign-
inni við brezkt og yestur-þýzkt
útgerðarauðvald. Tilverurétt-
ur islenzku þjóðarinnar bygg-
ist á algerum yfirráðum yfir
auðlindum hafsins — i barátt-
unni fyrir 50 milna landhelgi
ætlum viö að sigra. Við krefj-
umst þess, að landhelgin verði
varin af einurð og festu. Reyk-
visk alþýða mun eigi liða það,
að hvikað verði frá markaðri
stefnu, né aö erlendur dóm-
stóll dæmi um líf vort og frelsi.
Brezku ofbeldi og árásum
veröum við aö svara meö öfl-
ugri þjóðareiningu, og þvi
meira sem ofbeldið er, þeim
mun fastar skulum við standa
á rétti okkar.
I dag, 1. mai, Itrekar reyk-
viskur verkalýöur, aö hann
liður ekki skeröingu á núgild-
andi kaupmætti launa. Hann
krefst þess, að tekizt verði á
við verðbólguvandann og að
sjónarmið einkagróðans viki
fyrir þjóðarhag, þannig að
skipulag og hagsýni verði rikj-
andi i atvinnurekstrinum.
Hefjum sókn fyrir auknu ör-
yggi og heilnæmi á vinnustöð-
um, og vinnum að þvi að gera
40 stunda vinnuviku að raun-
veruleika. Verkafólk krefst
þess, aö skattalögunum verði
breytt og þau gerð réttlátari.
Að skattar á þurftarlaunum
verði lækkaðir, en skattaeftir-
lit hert. Verkalýössamtökin
krefjast þess, að komið verði á
kauptryggingu láglaunafólks.
Kauptrygging verkafólks i
fiskiönaði er brýnt dagskrár-
mál. Þau taka undir þá kröfu,
aö þegar i stað verði afnumið
aflóga meistarakerfi.
A alþjóðadegi verkalýðsins
skipar reykviskur verkalýður
sér við hlið alþýöu þriðja
heimsins og lýsir fullum
stuöningi við þjóðfrelsisbar-
áttu hennar gegn nýlendukúg-
un, arðráni og kynþáttamis-
rétti, um leiö og hún hvetur Is-
lenzku þjóðina til að vinna að
friði i heiminum, upplausn
hernaðarbandalaga og gegn
herstöövum stórvelda i öörum
löndum. Stolt Islands ætti að
vera vopnleysið, styrkur þess
hlutleysið og friðlýst land.
Á hálfrar aldar afmæli 1.
mai I Reykjavik, gerir alþýð-
an kröfur til framtiðarinnar.
Andspænis mengun og tækni-
væðingu iðnaöarþjóðfélagsins
reisir hún kröfuna um, að
maöurinn sé settur i öndvegi. I
lifsgæðakapphlauði neyzlu-
samfélagsins má mannleg
hamingja ekki gleymast. Ein-
sýni og meðalmennsku fjöl-
miðlunar verður verkalýðs-
stéttin að mæta með menntun-
arsókn -— stytting vinnudags-
ins að verða til þess að upplýst
alþýöa taki völdin. Gegndar-
laus sóun verðmæta, vigbún-
aður og mengun hafa sannað
okkur, að aukinn hagvöxtur
færir hinum vinnandi manni
ekki meiri hamingju. Hiö stöö-
ugt breikkandi bil milli rikra
og snauðra sýnir, að hin vinn-
andi stétt verður að reisa
hærra hugsjón verkalýðsins
um alþjóölega samhjálp.
Þann 1. mai leggur reykvisk
alþýöa áherzlu á jöfnuð,
mannúö og manngildi. Hún
minnir á þá skyldu vinnandi
manns aö afmá félagslegt
misrétti og andlega niðurlæg-
ingu. Hið félagslega viðfangs-
efni framundan er aö reisa
manninn i öndvegi — að skapa
þaö þjóðfélag, þar sem auður
og völd lúta hinum vinnandi
manni.
11. mai nefnd
Fulltrúaráðs
verkalýösfélaganna
i Reykjavik
Guðm. J. Guðmundsson
Helga Guðmundsdóttir
Helgi Arnlaugsson
Rúnar Bachman
Jón Helgason
Grétar Þorsteinsson
Guðm. Hallvarðsson