Þjóðviljinn - 29.04.1973, Side 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. apríl 1973.
Umsjón: Stefán Ásgrimsson.
Ekki er bein þörf fyrir að
kvarta yfir atburðaleysi i þeirri
menningu sem við á þessari siðu
fjöllum um. Er þá fyrst að nefna
nýiítkomna plötu hljómsveitar-
innar Icecross, og er ritað um
hana á öðrum stað á siöunni i dag.
Þá hefur skotið upp kollinum ný
hljómsveit sem heitir Hljómsveit
Kjartans og Sigurjóns, og er hún
óvenjuleg i meira lagi.
Þá hefur Gunnar Jökull yfirgef-
ið hljómsveitina Mána, og er ekki
útséð um afdrif hennar eftir þetta
áfall, en Gunnar hugsar sér að
hætta hljóðfæraleik að minnsta
kosti um sinn og snúa sér að öðr-
um störfum sem munu liggja á
viðskiptasviðinu, en hann hefur
sem kunnugt er haft áhuga á sliku
um lengri tima, og þá helzt i þágu
hljóðfæraleikara, en ekki er
timabært að greina frá i hverju
hugmyndir Gunnars eru fólgnar,
og verður það þvi að biða betri
tima.
ICECROSS
gefur út sína fyrstu plötu
Nýlega kom út plata með
hljómsveitinni Icecross, og er það
jafnframt fyrsta plata hljóm-
sveitarinnar. Platan er tekin upp
i Rosenberg Studio i Kaupmanna-
höfn og pressuð i London hjá
EMI.
Allir textar plötunnar eru á
ensku, og þarf ég að lýsa hug
minum til þess fyrir þeim sem áð-
ur hafa lesið skrif min hér á siö-
unni þegar um islenzkar hljóm-
sveitir er að ræöa.en textarnir
fylgja ekki með plötunni prentað-
ir eins og oft hefur tiðkazt hjá
mörgum, og er ekki vist að það sé
neinn stórgalli, — ég er nefnilega
ekki svo viss um að þeir séu það
merkileg póesia, aö tekið hefði
þvi, en satt að segja gat ég ekki
með nokkru móti heyrt um hvað
þeir fjalla nema að ákaflega tak-
mörkuöu leyti.
Platan inniheldur átta lög sem
eru eftir þá Ómar Óskarsson og
Axel Einarsson.
Fyrsta lagið heitir Wandering
Around og ber smá keim af Cree-
dence Clearwater bæði með tilliti
til söngs og laglinu, en að öðru
leyti er platan Icecross sjálfir.
Tónlistin er öll „Hard Rock,” og
er hljóðfæraleikur allur með
ágætum, en söngurinn er heldur
götóttur á köflum. Upptaka og
pressun er hvorttveggja gott, og
umslagið fellur mér heldur vel i
geð. Það er svart-hvitt og á fram-
hliðinni er nafn hljómsveitarinn-
ar og einhver herjans mikil hryll-
ingsmynd á svörtum grunni, en á
bakhliðinni er mynd af hljóm-
sveitinni)rótaranum„ásamt þess-
um venjulegu upplýsingum sem
fylgja jafnan hljómplötum.
Platan ætti að falla þeim, sem
eru fyrir harða rokkið, vel i geð.
NY
HLJÓM-
SVEIT
Hljómsveit Kjart-
ans og Sigur jóns heit-
ir hljómsveit sem til-
tölulega nýlega hefur
hafið frægðarferil
sinn, en hljómsveitina
skipa tveir ungir
menn sem Kjartan og
Sigurjón heita.
Viðhittum þá félaga að máli
nú fyrir skömmu og ræddum
við þá um hlutdeild þeirra i
tónlistarlifinu. Þeir sögðu,
þegar við inntum þá eftir þvi
hvers vegna þeir kölluðu sig
hljómsveit, að þá hefði ekki
grunað að það væri neitt órök-
rétt, enda væri þetta hljóm-
sveit.
Hljómsveitin hefði skemmt i
skólum og á þjóðlagakvöldum
frá þvi hún var stofnuð og væri
það hennar rétti vettvangur,
en hún væri ekki til þess að
leika fyrir dansi.
Þó sögðust þeir hafa komið
fram á dansleik i kennara-
skólanum og hefði það verið
bölvað þar sem gestir hefðu
veriöstressaðir I meira lagi af
einhverjum ótilgreindum or-
sökum, enda hefði klukkan
veriöorðin rúmlega tólf. Sögð-
ust þeir hafa verið púaöir nið-
ur og töldu þvi þessa sam-
komu kennaranema hina af-
leitustu.
Við spurðum þá hvort þeir
hyggðust fara út á land i sum-
ar og skemmta og þá til dæmis
á héraösmótum stjórnmála-
flokkanna, en það töldu þeir
alveg af og frá þar sem boð-
skapur þeirra væri allt önnur
pólitik en pólitik nokkurs
stjórnmálaflokkanna, en aftur
á móti hefðu þeir sótzt eftir aö
komast 1 þáttinn „Kvöldstund
i sjónvarpssal,” en stjórnandi
þáttarins heföi talið það af og
frá, og út frá þvi vildu þeir
taka fram, að eignamenn og
menn i aðstöðu ýmis konar
væru hinn versti dragbitur á
starfsemi hljómsveitarinnar,
en þeir legöu áherzlu á að
skemmta alþýðufólki og al-
þýðan þarfnaðist hljómsveit-
arinnar.
Þá inntum við þá eftir hvort
kennaraskólafólk væri ekki al-
þýðufólk, og sögðu þeir að visu
væri það svo, en á fyrrnefndri
samkomu hefði það verið
stressað af fyrrnefndum ótil-
greindum orsökum.
Spurðum viö þá um nánari
skýrgreiningu á alþýðufólki,
og svöruðu þeir að alþýðufólk
væri fólk sem komið er af und-
irstöðustéttum þjóðfélagsins,
— sem er alþýðan.
Hljómsveitin semur sjálf
bæði lög og texta og fylgir
engri áður fram kominni tón-
listarstefnu, en hvort tveggja
er i súrrealistiskum anda.
Sviðsframkoman er hluti
túlkunarinnar, og er hún notuð
til að undirstrika innihald
textans, og er mikið lagt upp
úr að hafa kynæsandi áhrif á
kvenfólk, og telja þeir félagar
að það hafi tekizt mjög vel og
tiltóku sérstaklega sem dæmi
um þetta húsmæðurnar við
Grensásveginn, en þeir
segjast eiga eina aðal fyrir-
mynd og það sé James Dean,
en Kjartan hefur sveip i hári
og fjarrænt augnaráð eins og
hann hafði.
Þeir sögðu einnig að text-
arnir fjölluðu að mestu leyti
um kynlaust hjónaband og
konur I sokkaböndum, nema
textinn um hana Binu sem
lenti fyrir ljánum, en sá texti
hefði verið nokkurs konar að-
dragandi.
Þá sögðust þeir stefna að þvi
að gefa út plötu næsta haust og
yrði hún til þess að hefja tón-
listina á æðra stig, það er að
segja ef hún yrði ekki bönnuð
um leið og hún kæmi út.
Að lokum sögðust þeir sækja
það mjög fast að komast I
þáttinn „Kvöldstund i sjón-
varpssal” og vildu biðja
stjórnandann að minnast þess,
að nú þegar hrikti I innviðum
kerfisins og alþýðan krefðist
þess að sjá þá i þættinum.
Hér á eftir fylgir einn af
textum hljómsveitarinnar.
■ ■
Oldugjálfur og mávaþytur
Konan með hýjunginn undir höndunum
herðir að sér böndunum,
þvi hún er að fara á ball, ball, ball,
svo fer hún kannski á trall, trall, trall.
Konan með hýjunginn undir höndunum
ropar hjá raddböndunum,
þvi hún er að fara á ball, ball, ball,
svo fer hún kannski á trall, trall, trall.
Konan með hýjunginn undir höndunum
kastar frá sig bröndurum,
þvi hún er að fara á ball, ball, ball,
svo fer hún kannski á trall, trall, trall.
Konan með hýjunginn undir höndumum
er látin leið og löndunum,
þvi nú er hún kominn á ball, ball, ball,
svo fer hún kannski á trall, trall, trall.
SÍÐAN
SÍÐAST