Þjóðviljinn - 29.04.1973, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.04.1973, Qupperneq 3
Sunnudagur 29. aprll 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Við íslendingar höfum alltaf svo gaman af því að vita hvaða álit aðr- ir hafa á okkur og eflaust eru skrif erlendra manna um land og þjóð með vinsælla blaðaefni. Vitandi um þessa hégómagirni Is- lendinga birtum við eftirfarandi grein sem birtist í sænska blaðinu Folket í bild. Hún er eftir Svíann Anders Bondeson sem dvaldist hér á landi í ársbyrjun 1972. Hann vann m.a. í frystihúsi í Ólafsvík og leggur út af þeirri dvöl sinni hjá vondu fólki. PENINGALYKT Það er dagleið frá Reykjavik til Ólafsvikur. Bærinn er i norður- jaðri Snæfellsjökuls og virðist einskær tilviljun hafa ráðið legu hans. Brattar hliðar jökulsins teygja sig niður i átt til bæjarins og setja mannlegri búsetu tak- mörk. Kirkjan er efst i bænum undir jökulrótunum og neðan við hana er pósthúsið. UmhverfiS og neðan við það eru svo ibúðarhúsin i þráðbeinni röð eins og fiskur á trönum. Þau eru dapurleg i vetr- abmyrkrinu. Miðpunktur alheimsins i Ólafs- vik er frystihúsið. Fyrst er fiskur- inn flakaður, síðan er honum pakkað og loks settur i hraðfryst- ingu. Bátarnir eru alltaf úti. Þetta er um hávertiðina og hver stund er dýrmæt. Frystihúsið dregur til sin verkafólk hvaðan- æva að á landinu. Þeir sem hing- að sækja vinnu búa i frystihúsinu — eigandinn skaffar fæði og hús- næði. Það er bara dregið af laun- unum. Ég vinn i frystihúsinu og deili herbergi með tveimur tslending- um. Einu mublurnar i þvi eru koj- ur og stólar. Vinnan i frystihúsinu er mesta púl. Maður sér varla herbergisfé- laga sina þvi þeir vinna langt frameftir á hverju kvöldi. Verka- fólkið i fiskinum lýtur hreyfilög- málum fisksins i sjónum og ekki siður Peningalyktinni. Frystihús- ið ræður það timabilsbundið, þeg- ar ráðningartimanum er lokið verður það að taka pokann sinn og leita á aðrar slóðir. Eh þessar nauðungardvalir hafa ekkert af rómantisku yfirbragði Klondyke- ævintýrsins þó vinnusnapi is- lenzkra verkamanna sé oft likt við það. tbúar Ólafsvikur hafa eflaust allt annað viðhorf til fyrstihússins en þeir sem nauðugir viljugir verða að flakka um. t augum heimamanna er frystihúsið lifæð samfélagsins og trúað gæti ég að allflestir þeirra hafi einhvern tima unnið þar. 1 Reykjavik hitti ég ungt fólk sem ræddi um hinn góða félagsanda sem hafði mætt þeim er þau unnu i frystihúsi. Ég heyrði lika sögur um verkamann- inn sem undi sér ekki i frystihús- inu, fór til verkstjórans og sagði upp. Réð sig siðan i frystihúsið hinum megin við götuna. En eitt er vist og rétt. Vinnan i frystihús- unum er erfið og vinnuaðstæður eru viða slæmar. Þaö kom mér á óvart á Islandi að þegar ég fór að kynna mér sögu þess sá ég að hún er enginn flótti frá raunveruleikanum heldur er hún lifandi i hugum fólks. Sagan er nútiminn. tsland er fiskveiðieyja og án fisksins er ekkert lif. Barátta landsmanna fyrir réttinum yfir fiskinum i sjónum sem staðið hefur i þúsund ár er enn i dag i brennidepli. Eitt timabil er að visu finnan- legt i sögu landsins sem ekki lagði mikið jákvætt af mörkum til sög- unnar. Það er timabil dönsku yfirráðanna og sérdeilis er danska krúnan iðkaði verzlunar- einokun. Island var nýlenda Dana árin 1550—1850. Arið 1602 setti danska krúnan á verzlunareinokun sem var við lýði allt fram á miðja nitjándu öld. Þá fyrst fengu aðrar þjóðir en Danir leyfi til að verzla við tslendinga. Þetta timabil var tslendingum timi kúgunar og niðurlægingar. Baendurnir i Ólafsvik (og annars staðar) höfðu ekki leyfi til að selja framleiðslu sina nema ein- um kaupmanni og eins máttu þeir ekki verzla við aðra en hann. Ég ræði við eldri konu sem ólst upp á Breiðafjarðareyjum. Sögur henn- ar fjalla allar um „eilift strit og harðneskju örbirgðarinnar” sem forfeðurnir bjuggu við. Hún segir mér frá bændum sem var refsað fyrir að reyna að selja afurðir Verbúð. Myndin er frá 1836. sinar sjálfir. Danski kaupmaður- inn var valdamikill en þar eð hann var oftast einstæðingur var honum úthýst úr bæjarlifinu. Þessi vitahringur meinaði bóndanum að stækka við sig. Afrakstur bændanna hvarf úr landi og var notaður i uppbygg- ingu i Danmörku. Bóndinn var fyrsti hlekkurinn i keðju sem teygði sig frá kaupmanninum til Reykjavikur þar sem nýlendu- stjórnin var og starfaði eftir fyrirskipunum frá dönsku krún- unni. Þessi keðja hlekkjaði ls- lendinginn fastan i eymdinni. Hann var ekki fátækur vegna þess að hann bjó i einangruðu landi eða á afskekktri jörð heldur vegna þess að hann var hluti af nýlendukerfi. Hann gerði lika uppreisn. A nitjandu öld hófst mikil sjálfstæðisvakning og voru bændur i forystu fyrir henni þar sem þeir voru sameinaðir i sterkri samvinnuhreyfingu. Þeir máttu lika berjast grimmt fyrir tilvist hreyfingarinnar. Þar með voru dagar einokunarinnar brátt taldir. Ég fer frá Reykjavik á marz- kvöldi. Bátaflotinn hefur losað. Út yfir borgina berst lykt. Hún er ókunnum fúl og ill. tslendingar kalla hana Peningalyktina! Nú er ég kominn heim til Svi- þjóðar. Þá berst mér bréf frá is- lenzkum kunningja minum dag- sett i Reykjavik 21. ágúst 1972. 1 bréfinu segir: „Alþjóðadómstóllinn i Haag hefur kveðið upp úrskurð sem er i andstöðu við hagsmuni tslend- inga en i krafti hans fiska brezkir togaraeigendur upp að gömlu tólf milna mörkunum. Ég óttast að til alvarlegra árekstra eigi eftir að koma milli brezkra togara og is- lenzkra varðskipa. Eins og þér er kunnugt eigum við engin voldug herskip heldur einungis litla varðbáta. Flotinn er ekki stór en ég held að hann nægi. Ég get ekki yfirgefið dómstól- inn án þess að segja þér að i hon- um eiga sæti 15 dómarar. Einn af þessum 15 tók málstað lslands, hann er Mexikani. t dómstólnum á einnig sæti NORRÆNN sam- borgari, Svii. Hann greiddi at- kvæði gegn hagsmunum okkar og ég segi ekki aðeins hagsmunum heldur lifi okkar þvi eins og þú veizt er ekki hægt að lifa á tslandi ef ekki veiðist fiskur til útflutn- ings. Ég bið þig þvi að skrifa greinarkorn þar sem fram kemur að okkur tslendingum finnist Svi- ar með allar sinar auðlindir, Frh. á bls. 15 FtugltraBí 950 km á klukkustund i 10 km hæð. Flugtími tíl London og Kaupmannahafnar um 21/2 klukkustund. Rúmgott, bjart, farþegarými, búið sann- kölluðum hægindastólum. Ákjösanieg aðstaða fyrir hinar lipru flugfreyjur Flugfólagsins til að stuðla að þægiiegri og eftirminnilegri ferð. Flugþol án viðkomu er 4200 km. Flugáhöfn þjálfuð og menntuð samkvæmt ströngustu kröfum nútímans, Hreyflarnir þrir, samtals 16000 hestöfl, eru aftast á þotunni. Farþegarýmið verður því hfjótt og kyrrlátt. Flugvélin er búin sjálf- virkum síglingatækjum og fullkomnum öryggisút- búnaðí. Boeing 727. inn í þotuöldina. Það er Boeing 727, sem nú nýtur mestrar hyiii í heiminum. Rúmiega 900 þotur eru af þeirri gerð ( almennu farþega- Jafnt sérfræðingar sem farþegar hafa lært að meta, hverníg tekizt hefur í Boeing 727 að sameina hraða og þægindi. ÞJÓNUSTA - HRAÐÍ - MEGINDI Ni0000G0000GGCC 00 0 0 00 ÖG0ÖG.00 0C00C

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.