Þjóðviljinn - 29.04.1973, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. aprll 1973.
Óþekkt skipsstrand
Engin vísbending
hefur borizt okkur útaf
myndunum tveim, sem
birtust í páskablaðinu,
19.' apríl, af óþekktum
kirkjustaðog bílalest við
Kolviðarhól, og erum við
að láta okkur detta í hug,
að ástæðan sé kannski
sú, að sitthvað fari
framhjá fólki þegar
blöðin eru jafnstór og
efnismikil og raun er á
um stórhátíðar.
Hins vegar hafa margir
hringt eða skrifað vegna fyrri
mynda i þættinum og gefið
nákvæmari upplýsingar. Ma.
hefur fengizt staðfest, að
vinnuhópurinn á mynd nr. 7 (i
Þjóðviljanum 1. april) var
flokkur úr Ungmennafélaginu
að ryðja skiðabraut i öskju-
hliðinni og var það einn þátt-
takenda, Jónas Guðmundsson
rafvirkjameistari, sem skýrði
frá þvi. Hann þekkti lika ýmsa
aðra á myndinni, eins og td.
Ágúst Markússon málara-
meistara, Jón Sivertsen skóla-
stjóra, Þorkel Klementz,
fyrsta bilstjóra hér á landi, og
Kristjánsson, en Hótel
Hvanneyri er byggt fast
uppvið þetta hús. Annað hús
frá hægri á miðri mynd byggði
Sigurjón Benediktsson járn-
smiður; það er horfið og þar er
nú Aðalgata 14.
Þekktast er liklega húsið
með kvistinum, sem stendur
enn, en það byggðu tveir skó-
smiðir 1905, Matthias
Matthiasson og Sigfús Guð-
laugsson, og var það kallað
Skóarahúsið. Siðan var það
kallað Grænahús og þar
bjuggu á timabiii fimm fjöl-
skyldur i einu, en 1912 keypti
Norðmaðurinn Ole Tynes
húsið og þá var það nefnt
Tyneshús og er oft kallað svo
enn af eldri Siglfirðingum.
Siðar eignaðist sildar-
kóngurinn Óskar Halldórsson
þetta hús og bjó þar siðast
tengdasonur hans,
Guðmundur Halldórsson. En
þarmeð er sögu hússins ekki
lokið. Nú fékk það nýtt hlut-
verk og var breytt i veitinga-
og danshús og hét þá Hljóm-
borg, en um 1960 keypti svo
Alþýðuflokkurinn það og inn-
réttaði sem funda- og sam-
komuhús og nú heitir húsið
Borgarkaffi. Það er að mestu
óbreytt að ytra útliti.
Guðna Eyjólfsson múrara-
meistara.
Þessi skiðabraut var rudd
ofanaf öskjuhlið til
norðausturs i námunda við
það sem nú er Háhlið og niður
á jafnsléttu þaðan. Var
hlaðinn grjótgarður austan-
vert við brautina og það gerði
Jónas sjálfur ásamt Guðna
Eyjólfssyni.
Auðvítað Siglufjörður
Og nii stóð ekki á Sigl-
firðingunum. Auðvitað er
þetta Siglufjörður, sagði einn
þeirra um mynd nr. 10 (i
blaðinu 15. april) og fannst
fráleitt, að nokkrum skyldi
detta annað i hug. Nokkrar
getgátur voru uppi um
mennina á myndinni og
enginn þorði að skera úr um,
hverjir þeir væru, svo öruggt
væri. En húsin þekktu ýmsir
og nákvæmustu skýringarnar
fékk Halldór safnvörður i bréfi
frá Sigurjóni Sigtryggssyni.
Þar kom fram ma., að
myndin væri frá Þormóðseyri
og i baksýn Hvanneyrarskál
og Hvanneyrarhlið. Húsin á
myndinni eru (eða voru, sum
eru horfin) við Aðalgötu og tvö
vestan Vetrarbrautar. Húsið
lengst til vinstri var kaliað
Guðnýjarhús og i þvi bjó á sin-
um tima Guðný Pálsdóttir,
ekkja Sigurðar Péturssonar á
Staðarhóii. Þar var upphaf-
lega veitingahús á aðalhæð,
enda sést á myndinni
áletrunin „Kaffi” yfir dyrun-
um, en ibúð i risi. Siðan voru
verzlanir niöri og siðast vöru-
geymsla, en húsið var rifið
fyrir nokkrum árum. Húsið
lengst til hægri sem rétt sést i,
byggði Helgi Hafliðason og
þar bjó siðast Halldór
Enn eitt hús er á myndinni,
milli Guðnýjarhúss og Tynes-
húss, gamla skólahúsið, sem
var byggt 1899 og notað til
1913, að reist var nýtt, sem
ekki sést á þessari mynd og
ma. af þvi markar Sigurjón,
að myndin muni tekin siðari
hluta sumars eða um haustið
1911. Gamla skólahúsið brann
i árslok 1914 og á grunni þess
var byggt hús fyrir póst og
sima.
Sigurjón gizkar á, að hesta-
mennirnir séu ekki neinir
venjulegir ferðamenn, heldur
einhverjir af fyrirmönnum
staðarins og kannski gestir
þeirra og þá sennilega að fara
isvokallaðan Lautartúr. Hann
getur þess til, að einn mann-
anna sé Gunnlaugur Þorfinns-
son og annar Kjartan Jóns-
són; aðrir hafa nefnt norska
sildarskipstjóra og kannski
Hinriksen, þann sem stendur,
en allt eru þetta ágizkanir, er
tekið fram.
í lok bréfs sins segist Sigur
jón óska þess, að fleiri útskýr-
ingarberist og sagðist Halldór
safnvörður sannarlega vilja
taka undir þá ósk, að fleiri
ómetanlegar útskýringar,
svipaðar þeim, sem Sigurjón
hefur gefið, fengjust á öðrum
gömlum myndum Þjóðminja-
safnsins.
Meira um Hansen bak-
ara
Og svo höfum við frétt
meira af Hansen bakara á
mynd nr. 9 (15. april i blað-
inu). Ma. hringdi Jóhann
Rafnsson i Stykkishólmi og
hafði þekkt Hansen, þvi hann
flutti til Hellissands eftir að
hann hætti að reka bakariið á
Vesturgötu 14 og siðan til
Stykkishólms og er eitthvað af
afkomendum hans búsett þar
enn.
Rétt er, að myndin er tekin i
bakarii Hansens á Laugavegi
61, siðar Alþýðubrauðgerð-
inni, það staðfesti Þórður
Jónsson fyrrv. brunavörður,
sem vann hjá Hansen, þegar
hann var strákur. Hann þekkti
lika hina bakarana á mynd-
inni og eru þeir frá vinstri Jón
Sigfússon, Guðmundur Guð-
mundsson, sem kallaður var
rabbari, og Karl Bjarnason.
Enginn þessara manna mun
lengur vera á lifi.
Hvaða kirkjustaður?
Enn hefur enginn hringt eða
skrifað útaf myndum nr. 11 og
12, sem birtust i þættinum 19.
april, en varla trúum við þvi,
svo fróöir sem lesendur hafa
verið um aðrar myndir, að
skýringar eigi ekki eftir að
berast þótt siðar verði. Spurt
var: Hvaða kirkjustaður er
þetta á mynd 11 og hverjir á
ferð i bilum að Kolviðarhóli á
mynd nr. 12 og þá af hvaða til-
efni?
Hvaða stofa? Hvaða
skip?
Og enn komum við með tvær
gamlar myndir úr Þjóðminja-
safninu, sem ekki er vitað,
hvaðan eru né af hverjum. Á
mynd nr. 13 sést stofa og það
ekki af lakari endanum. Hvar
er þetta og hver situr þarna og
les i bók? Hvenær er myndin
tekin? Vitað er, að Pétur
Brjynólfsson hefur tekið
hana og á frummyndinni, en
sennilega ekki i blaðinu, get-
um við lesið undir stóru mynd-
inni af manninum á veggnum
vinstra megin nafnið Markús
F. Bjarnason. Hver getur nú
hjálpað?
Mynd nr. 14 sýnir skips-
strand, en hvar? Hvenær? Og
hvaða skip? Um þessa mynd
er ekkert vitað i safninu, ekki
einu sinni, hver tók. Einsog
áður biðjum við lesendur að
gefa okkur upplýsingar, ann-
aðhvort i sima eða bréflega;
hringja má i Halldór Jónsson
safnvörð á Þjóðminjasafnið i
sima 13264 eða Vilborgu Harð-
ardóttur blaðamann á Þjóð-
viljann i sima 17500.
12
—vh