Þjóðviljinn - 29.04.1973, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 29.04.1973, Qupperneq 5
AUGLVSINGASTOFA KRISTlNAR !-=>- 3.23 Sunnudagur 29. aprll 1973. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Anœgjuleg tíðindi °g fleira Hugleiðingar af gefnu tilefni Nýlega gerði ég i útvarpsþætti nokkra grein fyrir skoðunum minum á tilteknum grundvallar- atriðum i sambandi við nýtingu islenzkra landkosta. Leyfði ég mér að halda þvi fram, að is- lenzkt fólk ætti að eðiilegum hætti forgangsrétt til gæða landsins, og aðrangtværiog hættulegt að selja þann rétt útlendingum, hversu háar fjárhæðir sem þeir byðu fram. Umræða min snerist um nýt- ingu landgæða i viðtækri merk- ingu, ekki sizt með tilliti til fyrir- ferðarmikilla, en sumpart litið smekklegra tilburða til að breyta íslandi i ferðamannanýlendu i nálægri framtið. En til marks um það, að um- ræða um þessi efni væri timabær, benti ég á tilteknar staðreyndir varðandi einn þátt þessa mikla máls, þ.e. meira og minna framsal allra helztu laxveiði- vatna landsins til útlendinga, og stórfelldan, skipulegan undirbún- ing undir tilsvarandi framsal annarra landgæða. Siðan ég ræddi þessi mál hefur tvennt gerzt, sem freistar min til að bæta nokkru við. Snertir hvort tveggja þann þátt málsins, sem ég tók einkanlega dæmi af, þ.e. nýtingu veiðivatnanna. Annað er það, að nú hafa tvö fé- lög veiðiréttindareigenda gert leigusamninga til langs tima við innlenda veiðimenn, byggða á innlendum verðgrundvelli. Laxdælir og Mývetningar riðu á vaðið. Þeir eiga yfir að ráða hátt i þrjú þúsund stangardaga veiði- svæði, einu allra glæsilegasta silungsveiðivatni á landinu, og undirbúa nú stórfellda laxarækt á svæðinu. Þessir norðlenzku bændur gerðu tiu ára leigusamning við nýstofnað veiðimannafélag, sem hefur það að einu höfuðmarkmiði sinu ,,að stuðla að þvi að islenzkri náttúru verði ekki spillt með illri umgengni og rányrkju og að ts- lendingum verði jafnan i reynd tryggður arfborinn forgangsrétt- ur þeirra til islenzkra lands- gæða”, eins og segir i lögum fé- lagsins. Greiðslur eru, samkvæmt samningnum, grundvallaðar á innlendu verðlagi og eiga að breytast i samningatimanum i sömu hlutföllum og kaupgjald i landinu (Dagsbrúnarkaup). Þvi hefur vissulega ekki verið gleymt, né verður þvi gleymt, hve einarðlega og ótrauðir einmitt þessir bændur stóðu vörð um náttúrlegt umhverfi sitt gegn eyðandi niðurstöðum reiknings- stokksins á sinum tima. Með þeirri sigursælu baráttu reistu þeir sér óbrotgjarnan minnis- varða, um leið og þeir gáfu öðrum fagurt fordæmi. Með langtimasamningi sinum um nýtingu veiðivatnanna hafa þeir nú öðru sinni ,,blásið” á nið- urstöður reikningsstokksins og gefið nýtt fordæmi, sem ég trúi að gleymist ekki heldur fyrst um sinn. t kjölfar samningsins um Laxá og Kráká kom svo hliðstæður samningur um Kálfá i Gnúp- verjahreppi. Þessum athyglisverðu athöfn- um áreigenda er skylt að halda á lofti og þær ber að meta að verð- leikum. Jafnframt er full ástæða til að vona, að fordæmi þessara manna verði siðan fylgt af öðrum veiðiréttareigendum. Annað hljóð úr öðrum strokki Hitt atriðið, sem varðar tilefni Eftir Kristján Gíslason, verðlagsstjóra þessara hugleiðinga, eru kveðjur nokkrar, sem Guðmundur bóndi á Skálpastöðum beinir til min, eftir krókaleiðum, i Þjóðviljanum þann 14. þ.m. Nú er það jafnan erfiðleikum bundið að rökræða við menn, sem haldnir er tilfinnanlegum sárind- um og senda manni tóninn með viðeigandi getsökum, útúrsnún- ingum, jafnvel skröki, en sneiða hjá kjarna þess máls, sem ræða skal. Kemur i einn stað niður, hvernig sárindin kunna að vera til komin, hvort einhver hefur t.a.m. komið við aumán blett, eða eitt- hvað annað kallað þau fram. 1 trausti þess, að ég verði ekki til að skapa ný sárindi, né auka við þau sem fyrir eru, drep ég á nokkur atriði vegna ummæla Guðmundar. Stangveiði á Islándi var lengi vel stundið af útlendum auð- mönnum nær eingöngu. Hver þá var hlutur áreigenda veit ég ekki gjörla. Siðan tóku innlendir menn við, eftir að vakinn var áhugi þeirra á þessum leik og þegar þeir höfðu fjárhagslega mögu- leika til að greiða þá leigu, sem um samdist við áreigend- ur. Hafi þetta einvörðungu verið „efnamenn”, bendir það til þess, að árleigan hafi verið sniðin við hæfi slikra. En var hún þá e.t.v. of há? Guðmundur talar um ,,milla- sport” og að „almúginn” hafi ekki komiztað, væntanlega vegna þess að leigan hafi verið of há, eða hvað? Að minu áliti er tal um ,,milla- sport” i þessu sambandi út i hött og ekki i samræmi við staðreynd- ir, i öllu falli á það ekki við það átján ára timabil, sem ég hef fengizt við stangveiði meira og minna. Er mér fullkunnugt um það, að á þessum árum hafa menn úr öllum stéttum og starfs- greinum, vitt um landið, stundað þetta ,,sport”, enda var það, eins og ég hef áður sagt, á góðri leið með að verða almenningseign, þegar útlendingarnir og gjaldeyr- ir þeirra komu i spilið. Þetta vit- um við Guðmundur auðvitað báð- ir, þó hann kjósi einhverra hluta vegna að segja allt annað. Nafngiftin ,,5-aura millar” er athyglisverð hugarfarslýsing, frumleg, en e.t.v. dálitið óljósrar merkingar. En vel skil ég þaö, að menn, sem komnir eru i samband við út- lenda „alvöru milla”, hafi hófleg- an áhuga á slagtogi við „5-aura millana” innlendu (hvað þá „almúgann”). Enda leynir sér ekki áhugaleysi, að ég ekki segi fyrirlitning Guðmundar á við- skiptum við slika undirmáls- menn. Þó lætur hann „sér vel lika” að notast við þessa litlu karla sem tengiliði við þá stóru, og til að hirða molana af borðum þeirra. Meðan hann enn gerir svo, getur hann lika borið höfuðið hátt, finnst honum, gengið fram og sagt: „Þannig eru það stang- veiðimenn sjálfir, sem selja út- lendingum landsréttindi”. Þannig ber Guðmundur- sann- leikanum vitni og má segja, að hver hafi sinn háttinn á. Mér finnst þetta hins vegar hæpin sagnfræði, að ekki sé meira sagt. En að öðru leyti er hér á ferðinni ein af kveðjum þeim, sem Guð- mundur sendir viðsemjendum sinum, og sem fleirum en mér kunna að virðast i kaldara lagi. Ekki eru tök á þvi hér, að ræða einstaka samninga, sem stofnað hefur verið til i þessum anda. Einn slikur gerist nú all frægur, en sá tryggði öðrum samningsað- ilanum nokkurra miljóna króna tap eftir sumarið 1 fyrra, enda reyndist „botninn,” þegar til kom, vera „suður i Borgarfirði.” Hvort hann er fundinn núna, veit ég ekki. Annars lætur Guðmundur eins og peningar komi þessu út- lendingamáli litið við, heldur sé það umhyggjan fyrir ánum, sem ráði ferðinni! Ég fullyrði hinsvegar, að það sðu peningar, hinir útlendu pen- ingar, og ekki vitundarögn annað, sem stýrt sé eftir. Hvað árnar snertir, þá vita all- ir, sem til þekkja, að þær hafa langflestar, ef ekki allar, farið si- fellt batnandi hin siðari ár. Dæmi um að þær hafi verið ofveiddar með stöngum munu vandfundin. Þetta vissu áreigendur allan tim- ann og vita enn. Annars hefðu þeir auðvitað gert viðeigandi ráð- stafanir, t.a.m. með reglum um hámarksveiði, en það hafa þeir jafnan i hendi sinni að gera. Einstök dæmi um misferli ein- staklinga breyta hér engu um. Slik dæmi eru að sönnu of mörg, og skal ég sizt afsaka þau, né tel ég heldur ástæðu til að láta þau liggja i þagnargildi. Itóa verður að þvi öllum árum, að þau hætti að endurtaka sig. En eru þá svona dæmi alger- lega sérislenzkt fyrirbæri? Það held ég ekki. 1 veiðibókum, t.a.m. frá s.l. sumri, hygg ég að finna megi merki þess, að útlending- arnir séu ekki allir með öllu frá- bitnir þvi að „slátra” drjúgum feng, ef svo ber undir. Og vel á minnzt! Voru það ekki tveir út- lendir heiðursmenn, sem „slátr- uöu” sjötiu og sjö löxunum úr henni Þverá 14. júli árið 1933 — og var a.m.k. annar þeirra „óður af gleði?” (Björn J. Blöndal: Ham- ingjudagar, bls. 116-118). Nokkur þýðingarmikil atriði virðumst við Guðmundur vera sammáia um : Við viljum ekki af- nema eignarrétt bænda á löndum þeirra né hlunnindum. Við treyst- um bændum öðrum betur til að varðveita óspillt umhverfi. Við trúum mátulega á rikisforsjá gagnvart erlendri ásælni og töfr- um gjaldeyris. Einu get ég svo bætt við enn, þó Framhald á bls. 15. i i ' í ■ 1 1 1 1 1 i 1 ávaxta í Balkanlöndum er fólk ótrúlega langlíft, oft talsvert á annað hundrað ára. Niðurstöður athugana benda til þess, að jógúrtin eigi þar stærstan hlut að máli. Heilbrigð meltingarstarfsemi er mikilvæg undirstaða líkamshreysti, og jógúrtin orkar beint á meltinguna. Jógúrtin er því mikilsverð heilsu- fæða. Nú bjóðum við hana án ávaxta og óskum neytendum langra og sælla lífdaga. jógúrt án ávaxta Mjólkursamsalan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.