Þjóðviljinn - 29.04.1973, Blaðsíða 11
SunnudaguF 29. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Laust embætti,
er forseti Islands veitir
Haustið 1972 var efnt til kennslu i náms-
efni menntaskóla i tengslum við Vighóla-
skóla i Kópavogi. Ákveðið hefur verið, að
kennsla þessi fari frá upphafi næsta
skólaárs fram i sjálfstæðri skólastofnun,
er siðar kynni að verða þáttur i f jölbrauta-
skóla i Kópavogi.
Embætti skólameistara hinnar nýju
skólastofnunar er hér með auglýst laust til
umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir með itarlegum upplýsingum
um námsferil og störf skulu hafa borizt
menntamálaráðuneytinu fyrir 30. mai n.k.
Menntamálaráðuneytið,
27. april 1973.
Veiðifélag Elliðavatns
Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst
1. mai. Veiðileyfi eru seld i Nesti við
Elliðaár.
Veiðifélag Elliðavatns
Ljósmæður
Ljósmæður vantar til afleysinga i sumar-
leyfum á Fæðingadeild Landspitalans.
Upplýsingar gefur yfirljósmóðir, simi
19500.
Reykjavik, 27. april 1973
Skrifstofa rikisspitalanna
Félagsstarf eldri borg-
ara í Vesturbænum
hefst á Hallveigarstöðum við Túngötu
mánudaginn 30. april kl. 1.30 e.h.
Skemmtiatriði: Einsöngur, Guðmundur
Jónsson, óperusöngvari, við hljóðfærið
Ólafur Vignir Albertsson.
Gamanþáttur: Leikararnir Árni Tryggva-
son og Klemenz Jónsson.
Kaffiveitingar og bókaútlán.
Dagblöð, timarit, spil og töfl liggja
frammi til afnota fyrir gesti. Félagsstarf-
ið verður framvegis að Hallveigarstöðum
mánudaga og þriðjudaga og i Fóstbræðra-
húsi, miðvikudaga og fimmtudaga. Allir
eldri borgarar velkomnir.
r
Oskum að ráða stúlku
i skrifstofu okkar til vélfærslubókhalds og
almennra bókhaldsstarfa.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
i byrjun júlimánaðar n.k.
Umsækjendur, vinsamlega sendið skrif-
legar upplýsingar um menntun og fyrri
störf.
Bókhaldstækni h.f.
Laugavegi 18.
Pósthólf 113, Reykjavik.
CJ
Villuráfandi
„En Sjálfstæðisflokkurinn er
sem stendur ráðvilltur að meira
eða minna leyti: deilur eru um
forustu flokksins og timinn er
ekki hagnýttur sem skyldi, timi,
sem raunar getur reynzt mjög
naumur.”
Jónas Haralz i viðtali við Eim-
reiðina hið nýja málgagn Hilmis-
hringsins. Það þarf ekki að taka
það fram að Jónas Haralz er ný-
genginn i Sjálfstæðisflokkinn.
Kjarni málsins
„Aðalvandi tslendinga er, að
við búum á Eyju.” (Jónas Haralz
i sama viðtali.)
Einmitt
„Vandinn, sem að okkur snýr
er sá, að þessi tvö markmið,
frelsið og jafnréttið, eru i innsta
eðli sinu öndverð.” (Þorsteinn
Pálsson i Eimreiðinni.)
Hófstefnan
Bílaleigan Vegaleiðir
er flutt að Borgartúm'29
. %
VI
4444
VffWM
„Jafnrétti með hóflegum efna-
legum mismun er á hinn bóginn
nauðsynlegt til að viðhalda sátt-
um i samfélaginu.” (Þorsteinn
Pálsson i sama riti).
Með ágætum
„Þegar sjónvarpið byrjaði kom
að nokkru fram sú andúð, sem
fylgir misjöfnu bókaflóði fyrir
hver jól. Sjónvarpsmenn ákváðu
sem sagt að geta ekki um bækur.
Nú hefur verið ráðin bót á þessu.
Eirikur Hreinn Finnbogason,
borgarbókavörður hefur veriö
fenginn til að geta nýrra bóka i
sérstökum þætti. Það starf hefur
hann rækt með ágætum.” (Indriði
G. Þorsteinsson i sama riti.)
Hví ekki að sussa á bylting-
una?
„Mér er ekki kunnugt um,
hvernig svona böl verður til hjá
útvarpinu. Auðvitað liggja þarna
að baki ákveðnar forsendur
stjórnmálalegseðlis. En á meðan
ekki er einn stjórnmálaflokkur i
landinu, ætti að vera óhætt að
sussa á verstu dæmin, jafnvel
þótt að þvi felist sú áhætta að hár-
in risi á kettinum. Annars kemur
þetta heimilisböl fram með ýmsu
móti og minnisstætt er, þegar ein-
hver barnatimastýran fór upp úr
þurru að hvetja börnin til að taka
óstinnt upp, ef foreldri 'ætlaði að
siða það til. Heldur skyldi barnið
berja móður sina. Þetta er
kannski i þágu byltingarinnar.”
(IGÞ).
Þetta blíða kyn
„Sumar bækur eru skrifaðar i
þágu byltingarinnar. Það er gert
með ýmsu móti, stundum skrifa
menn þannig meðvitað og boða
eld og djöful fyrir borgarastéttina
— þetta bliða kyn — sem alltaf er
verið að taka af lifi óátalið ein-
hvers staðar i heiminum.” (IGÞ)
Enga
hermdar-
verkamenn
III
Röntgentæknaskólinn
Reykjavík
Nýir nemendur verða teknir i
Röntgentæknaskólann á þessu ári, og
hefst kennsla 15. ágúst 1973. Inntökuskil-
yrði eru samkvæmt 4. gr. reglugerðar um
röntgentæknaskóla:
1. Umsækjandi skal vera fullra 17 ára.
2. Umsækjandi skal hafa lokið landsprófi
miðskóla eða gagnfræðaprófi með
fyrstu einkunn i stærðfræði, eðlisfræði,
islenzku og einu erlendu máli.
3. Umsækjandi, sem lokið hefur stúdents-
prófi, hjúkrunarprófi, framhaldsdeild
gagnfræðaskóla eða hefur tilsvarandi
menntun, skal að öðru jöfnu ganga
fyrir um skólavist.
4. Umsækjandi skal framvisa læknisvott-
orði um heilsufar sitt.
Áformað er að taka inn 15 nýja nemendur
og er þeim, sem sent hafa skólastjórn
fyrirspurnir um námið.sérstaklega bent á,
að slikar fyrirspurnir verða ekki taldar
sem umsóknir.
Umsóknir, sem greina aldur, menntun og
fyrri störf, ásamt meðmælum skulu hafa
borizt fyrir 15. mai 1973 til skólastjóra, Ás-
mundar Brekkan, yfirlæknis,
Röntgendeild Borgarspitalans, sem jafn-
framt mun veita nánari upplýsingar um
námið.
Skólastjórn Ilöntgentæknaskólans
STOKKHÓLMI — For-
maður sænsku Vietnamhreyf-
ingarinnar Ulf Mortensson lýsti
þvi yfir nýlega fyrir hönd
hreyfingarinnar að ekki bæri að
veita Henry Kissinger ráðgjafa
Nixons landvistarleyfi og hefur.
hreyfingin farið fram á fund með
Olof Palme forsætisráðherra til
að ræða þetta mál.
Mortensson visaði til sköru-
legra mótmæla Palmes á dögun-
um gegn loftárásum Bandarikja-
manna á Indókina. Hann sagði
einnig að i lögum, sem beint er
gegn starfsemi hermdarverka-
manna og taka eiga gildi i Sviþjóð
frá og með 1. mai, væri veitt full
heimild til að synja Kissinger um
dvalarleyfi þvi að „Kissinger er
einn af mikilvirkustu hermdar-
verkamönnum heims”, sagði
hann.
Aðstoðarlæknisstaða
Staða aðstoðarlæknis við röntgendeild
Landspitalans er laus til umsóknar. Laun
samkvæmt kjarasamningum Læknafé-
lags Reykjavikur og stjórnarnefndar
rikisspitalanna.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
námsferil og fyrri störf sendist stjórnar-
nefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir
27. mai n.k.
Reykjavik, 27. april 1973
Skrifstofa rikisspitalanna