Þjóðviljinn - 09.05.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. mai 1973
Kristján 4. í sjónvarpi
Þetta er atriði úr dönskum sjönvarpsþætti um Kristján konung fjórða
( 1577-1648) scin þótti alliöinn við að rækja mjög náið persónulegt sam-
band við þegna sfna kvenkyns. Kins og aö likum lætur heitir þátturinn
„Ilinn nakti sannleikur. Hápunktar daiiskrar sögu”. — Leikararnir eru
þau Susan Skog og Björn l’uggard-Muller sem fer með hlutverkið
Kristján fjórða.
Félag islenzkra iðnrekenda:
Athugað verði um
virðisaukaskatt —
í stað söluskatts
Arsþing Kclags islen/.kra iðn-
rekenda ályktar, að þcgar i stað
verði að hefja mikla upphyggingu
og endurnýjun í islen/.kum iðnaði,
til að tryggja næga atvinnu og
hatnandi lifskjör i landinu.
Iðnaðurinn veitir nú fleiri mönn-
um atvinnu en nokkur önnur at-
vinnugrein. Afkoma þjóðarinnar
er þvi háð því i framtiðinni, að is-
len/.kur iðnaður fái að vaxa og
þróast á eðlilegan hátt.
Um næstu áramót er þýðingar-
mesti hluti aðlögunartimans að
EFTA liðinn. Iðnaðurinn helur
ekki iengið að njóta þessa að-
lögunartima eins og lofað var,
þegar samtök iðnaðarins sam-
þykktu aðild að EFTA. Nú er
rúmt hálft ár þar til tollar lækka
næst á innfluttum iðnaðarvörum.
Samkeppni við erienda aðila
verður þvi miklu erfiðari á næst-
Framhald á bls. 15.
Sendiherra i Moskvu um
siðustu áramót var dr. Oddur
Guðjónsson, en i Washington
Guðmundur !. Guðmundsson,
fyrrverandi utanrikisráðherra.
•úþ
I)r. Oddur Guöjónsson
Guðmundur 1. Guðmundsson
Ocgg® §
1 X
Laun sendiherra
í Moskvu
og Washington
Hver eru föst laun sendi-
herra i Washington og
Moskvu? Hvaða staðar-
uppbætur fá þeir? Hversu
mikil er risna þeirra?
Hannes Hafstein i utanrikis-
ráðuneytinu varð fyrir svörum og
sagði að launin skiptust þannig:
Sendiherra í Washington:
Föst laun 803 þúsund kr.
Staðaruppbót 1659 þúsund kr.
Hisna 615 þúsund krónur.
Samtals 3 miljónir 77 þúsund kr. á
ári.
Sendiherra i Moskvu:
Kiist laun 803 þúsund kr.
Staöaruppbót 1726 þúsund kr.
Hisna 610 þúsund kr.
Samtais 3 miljónir 139 þúsund
krónur á ári.
Þessar upphæðir eru miðaðar
við gengi eins og það var skráð
um siðustu áramót.
Bjartara framundan
í atvinnulífi Siglfirðinga:
Húseiningar h.f.
taka til starfa
síðar á árinu
Atvinnulíf á Siglufirði
er nú í blóma, og mikill
hugur er í mönnum þar
að efla atvinnu enn að
rhun. Til að mynda var
haldinn kynningarfund-
ur fyrir helgina um
starfsemi nýs fyrirtækis,
Húseininga h/f, sem
hyggst framleiða tréhús
lik þeim sem nú er verið
að flytja inn til handa
Vestmannaeyingum.
Gunnar Rafn Sigurbjörns-
son, fréttaritari Þjóðviljans á
Siglufirði, sagði að áhugi virt-
ist mikill meðal Siglfirðinga á
þessu nýja fyrirtæki, þvi milli
80-90 manns mættu á fundin-
um, en það sagði Gunnar að
væri meiri aðsókn en stiórn-
málamenn fá að jafnaði þegar
þeir funda þar niðra.
Hafsteinn ÓÍafsson og
Edgar Guðmundsson verk-
fræðingur gerðu grein fyrir
tilgangi félagsins og svöruðu
spurningum fundarmanna.
Allar iikur eru á þvi, að
fyrirtækið geti hafið starfsemi
nú i sumar. Fyrirtækið mun fá
vélasal Tunnuverksmiðju
rikisins og hluta af geymslu
þess fyrirtækis á leigu. Vélar
hafa verið pantaðar i Noregi
og koma norður i lok
mánaðarins. Fjármögnun
fyrirtækisins er vel á veg
komin. Þegar hafa opinberir
sjóðir eins og byggðasjóður og
iðnþróunarsjóður samþykkt
lán til félagsins. Jafnframt
hefur Húsnæðismálastjórn
samþykkt að húsin séu veð-
hæf.
Hlutafjársöfnun er hafin á
Siglufirði. Bæjarstjórnin hefur
samþykkt aö gerast hluthafi
með tveggja miljón króna
framlagi, og hefur þegar lagt
fram 1/2 miljón. Hlutafjár-
þörfin er á bilinu 7-8 miljónir
króna. Fyrirtækið á kost á
norsku láni, úr sjóði sem er
ætlað að veita lán til styrktar
útflutningi frá Noregi. Tréhús
þau sem fyrirtækinu er ætlað
að framleiða eru talin geta
orðið 30-35% ódýrari en stein-
hús af sömu stærð. Margar
gerðirhúsa verða framleiddar
og mismunandi stærðir. Einn-
ig er gert ráð fyrir að kaup-
endur húsanna geti valið um
ýmsar hitunaraðferðir.
Brunahætta er hverfandi i
þessum húsum vegna þeirrar
meðferðar sem timbrið fær,
og er ekki talin meiri en i
steinhúsi.
Pantanir i framleiðslu Hús-
eininga eru þegar farnar að
berast, og hafa- 10 hús verið
pöntuð. Sveitafélög, bæði
austan lands og vestan, hafa
sýnt málinu mikinn áhuga,
sömuleiðis ýmis félagasam-
tök, sem látið hafa i ljós áhuga
fyrir að fá smiðuð sumarhús i
stórum stil hjá fyrirtækinu.
Bæjarstjórn Siglufjarðar
hefur falið bæjarverkfræðingi
að staðsetja 20-30 hús verk-
smiðjunnar i kaupstaðnum.
Framkvæmdanefnd verka-
mannabústaða hefur sam-
þykkt að hefja viðræður við
stjórn fyrirtækisins um kaup á
slikum húsum.
Siglfirðingar tengja miklar
vonir við þetta fyrirtæki. Það
ætti I framtiðinni, ásamt Þor-
móði ramma, að geta orðið
burðarásinn i atvinnulifinu
þar, en þetta nýja fyrirtæki
veitir iðnaðarmönnum á
Siglufirði mikla atvinnu.
Arinað af atvinnulifinu á
Siglufirði þessa stundina sagði
Gunnar það, að skuttogari
þeirra Siglfirðinga, Dagný,
hafi komið i siðustu viku með
130 tonn afla, og væri þvi vinna
i frystihúsinu. __
Cargolux dafnar vel
Aðalfundur fragtflug-
félagsins CARGOLUX
INTERNATIONAL S.A.
var haldinn í Lúxemborg
hinn 26. apríl s.l. Félagið
varstofnað í ársbyrjun 1970
af sænska skipafélaginu
Salenia og flugfélögunum
Luxair og Loftleiðum, og
annast það vöruflutninga
víða um heim.
1 skýrslu formanns stjórnar-
innar kom fram, að rekstur
félagsins hafði aukizt mjög á
árinu 1972, og til samanburðar
má geta þess, að árið 1971 voru
flognar 5.480 flugstundir, en árið
1972 voru flugstundir 10.520.
Einnig má benda á það, að velta
félagsins hefur vaxið frá 5.7
miljónum dollara upp i 9.3
miljónir dollara árið 1972. Þess
má einnig geta að það sem af er
þessu ári. hefur flug CARGOLUX
aukizt jafnt og þétt, og eru
bókaðar að jafnaði einn mánuð
fram i timann.
Aðalflugleiðir félagsins eru til
og frá Austurlöndum fjær, þá sér-
staklega Hong Kong og Singa-
pore, og eru að jafnaði farnar
þangað þrjár ferðir i viku. Þar að
auki er farið reglulega einu sinni i
viku til Lusaka i Zambiu.
I vetur hefur einnig, eins og
áður. verið flogið með pipar
reglulega einu sinni i viku frá
Asmara i Eþíópiu og einnig var
farið þrisvar sinnum i viku með
tómata og jarðarber frá Marokkó
til Lúxemborgar og var þessum
vörum siðan dreift þaðan.
Nú eru starfandi hjá
CARGOLUX ellefu flugáhafnir,
sem eru flestar islenzkar, en
starfsmenn CARGOLUX eru nú
orðnir 55 alls. Segja má að mjög
mikill alþjóðbragur sé yfir þvi
liði. þvi að starfsmenn eru af átta
þjóðernum og tala a.m.k. tiu
tungumál.
Stjórn CARGOLUX hefur nú i
athugun, að félagið taki i notkun
þotu af gerðinni DC-8-61 nú i haust
eða á næsta ári. Einnig er verið
að athuga möguleika á að reisa
flugskýli i Lúxemborg, til þess að
mögulegt sé að sjá um allt við-
hald á vélum CARGOLUX. Þá
yrðu ennfremur framkvæmdar
minni skoðanir fyrir Loftleiðir
h.f., International Air Bahama,
og jafnframt mundi Luxair beina
ákveðnum viðskiptum til þess
félags, sem sæi um rekstur flug-
skýlisins og viðhald flugvélanna i
Lúxemborg.
Tilboð í Reykjanes-
braut um Miðnesheiði
og í Grindavíkurveg
Þann 4. mai, voru opnuð tilboð i
lagningu Reykjanesbrautar um
Miðnesheiði og Grindavikur-
vegar.
1 lagningu Reykjanesbrautar
bárust 2 tilboð, annað frá Istaki
hf. að upphæð kr. 55.244.700 og hitt
frá Miðfelli hf. og Véltækni hf. að
upphæð kr. 39.923.300, en áætlun
Vegagerðar rikisins var
29.560.000.
1 lagningu Grindavikurvegar
bárust 3 tilboð. Frá Istaki hf. að
upphæð 71.665.120, frá Miðfelli hf.
og Veli hf. að upphæð kr.
68.365.800 og frá Ýtutækni hf. að
upphæð kr. 81.278.620, en áætlun
Vegagerðar rikisins var kr.
48.700.000.
Burt með nagladekk
Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið hefur i dag gefið út reglu-
gerð um breytingu á reglugerð
um gerð og búnað ökutækja, sem
felur i sér ýmis ný ákvæði um
hjólbarða.
Samkvæmt hinum nýju ákvæð-
um er óheimilt að nota keðjur eða
neglda hjólbarða á timabilinu frá
1. mai til 15. október, nema þess
sé þörf vegna sérstakra aksturs-
skilyrða. Akvæði þessi koma þó
eigi til framkvæmda i ár fyrr en
20. mai nk.
Jafnframt eru settar ýtarlegar
reglur um neglda hjólbarða, svo
sem um hámarksfjölda nagla,
gerð þeirra, lengd og þyngd, svo
og um það, hvernig hjólbörðum
skuli fyrir komið, m.a. að hjól-
barðar á sama öxli skuli vera af
sömu stærð og gerð.
Fylgir eintak af reglugerðinni
hér með, og eru nýmæli þar auð-
kennd með undirstrikun.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
4. mai 1973.