Þjóðviljinn - 09.05.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.05.1973, Blaðsíða 15
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Skemmtun Framhald af 3. siðu. Skúlason og Randver Þorláksson flytja þátt úr Sjálfstæðu fólki, Nina Sveinsdóttir fer með gamanvisur, sýndur verður ballett og kómiskur kvartett, LR-kvartettinn, sem skipaður er þeim Gisla Halldórssyni, Jóni Sigurbjörnssyni, Guðmundi Páls- syni og Borgari Garðarssyni i for- föllum Þorsteins Gunnarssonar syngur og Sinfóniuhljómsveitin flytur lagasyrpu eftir Oddgeir Kristjánsson i útsetningu Magnúsar Ingimarssonar og mun þetta vera i fyrsta skipti sem syrpa þessi er flutt hér i höfuð- staðnum. Stjórnandi Sinfóniu- hljómsveitarinnar er Páll P. Pálsson. Milli atriða koma fram sjón- varpsstjörnurnar Gisli RUnar og JUlius og skemmta fólki.—úþ Aðaídeilan Framhald af bls. 3. kom fram ma., að Norðmenn fengu löggjöfina um 9 ára skyldu- námið 1969 og lögin tóku gildi 1971, en tilraunastarf með slika skóla hafði farið fram frá 1960. Eins og hér urðu i Noregi tölu- veröar deilur um grunnskólalögin og framkvæmd þeirra og standa reyndar enn og sagði dr. Dokka, að meðan norska stórþingið fjallaði um grunnskólafrum- varpið hefði rignt yfir það álits- gerðum úr öllum áttum og borizt hefðu um 4000 mótmæli.mest frá kennurum. Voru þessir kennarar einkum á móti lengingu skyldu- námsins og báru við námsleiða unglinga og agavandamálum i skólastarfinu, en margir álitu, að vera ætti frjálst val um 8 eða 9 ára nám. Þingið samþykkti hins vegar einróma 9 ára skólaskyldu, en að hægt yrði i algerum undan- tekningatilfellum að hætta námi eftir 8 ára skólagöngu þegar um væri að ræða unglinga, sem ættu við svo mikinn vanda að striða, að útilokað væri fyrir þá að vera i skóla. t þessu sambandi bentu þó ýmsir á, sagði dr. Dokka, að það leysti ekki i sjálfu sér nein vanda- mál að sleppa þessum unglingum úr skóla meðan þjóðfélagið hefði enga aðra staði né ráð til að hjálpa þeim. Hann sagði, að meginsjónar- miðiö með breytingu grunnskól- ans væri að jafna aöstöðu nem- enda varðandi undirstöðumennt- un, hvar sem væri i landinu, og yrði ekki úr þessu horfið frá 9 ára skólaskyldunni. Hins vegar væri nú rætt, að hugtakið skóli ætti að öðlast viötækari merkingu og tengjast ef til vill meira atvinnu- vegum landsins. t nýju námsskránni fyrir 9 ára skyldunámið er gert ráð fyrir talsverðu valfrelsi skóla og bekkjakennara og eru ekki gerð-. ar neinar lágmarkskröfur i ein- stökum greinum, eins og i fyrri námsskrám. Jafnframt er gert ráð fyrir, að einkunnir og próf minnki að mun. Verða gefnar einkunnir aðeins i nokkrum grundvallarfögum þrjú siðustu ár grunnskólastigsins. Nýja nám- skráin hefur verið notuð frá 1971 á barnaskólastiginu og frá 1973 á unglingastiginu, þannig að þeir fyrstu,sem lært hafa samkvæmt henni, útskrifast úr grunnskólan- um 1975. Einn aðalvandinn, sem kennar- ar og skólastjórarnir standa frammi fyrir nú,er að ákveða hvernig skipta skal i bekki eða hópa, hvort raða skal eftir náms- getu eða án tillits til hennar og reyna að halda bekkjunum sam- an til loka grunnskólans. Á til- raunatimabilinu hefur mátt velja um mismunandi hraða eftir getu i aðalfögum, en nú er gerl ráð fyrir, að unglingaskólarnir ráði sjálfir, hvort þeir raða i bekki eft- ir námsgetu i aöalgreinum eða haldi saman bekkjum án tillits til getu, sem er aðalstefnan. Þess skal getið, að miðað er við 30 nemenda hámarksfjölda i norska skólanum. Samfara öðrum breytingum skólakerfisins hljóta að fylgja breytingar i menntun kennara og er nú unnið að nýrri löggjöf um kennaramenntun i Noregi. Hefur stórþingið til meðferðar laga- frumvarp um menntunarkröfur til mismunandi kennararéttinda og stofnanirnar, sem veita kenn- aramenntun. 1 stórum dráttum er þar lagt til, að almennu kennaraskólarnir verði gerðir að uppeldisháskólum og annist þá einnig fóstrumennt- un og menntun fagkennara, svo- sem handavinnukennara, iþrótta- kennara o.s.frv. Er þá gert ráð fyrir 3ja ára kennaranámi að loknu stúdentsprófi eða jafngildi þess i stað 2ja ára nú, en að nám- inu loknu má ef vill bæta við sig mismunandi viöbótarnámi. Með 4ra ára námi fá menn aðjúnkts- réttindi og meö 6 ára námi lektorsréttindi og er menntunin ekki bundin við kennslu á ákveðn- um skólastigum, sagði dr. Dokka þótt framkvæmdin sé nú svo i reynt, likt og hér, að kennarar kenna á barnastigi, aðjúnktar á unglingastigi og lektorar við framhaldsskólana. Dr. Dokka flytur fyrri fyrirlest- ur sinn, sem hann nefnir „Den norske grunnskolen — idé og virkelighet” , i Norræna húsinu annað kvöld, 10. mai kl. 20,30, en þann siðari, „Lærerutdannelsen i Norge”,á sama stað laugardag- inn 12. mai kl. 17.00 — vh Iðnrekendur Framhald af bls. 2. unni. Það er algert skilyrði þess að islenzkur iðnaður geti staðizj; erlenda samkeppni, að hann fái að starfa við sömu aðstæður og erlendir keppinautar. Tryggja verður að islenzkir framleiðendur njóti jafnréttis i skattlagningu við erlenda keppi- nauta sina. Nauðsynlegt er, að þegar verði hætt mismunun inn- lendra atvinnugreina eins og til dæmis kemur fram i greiðslu launaskatts. Þá er nauðsynlegt að taka til alvarlegrar ihugunar hvort hér skuli tekinn upp virðis- aukaskattur i stað söluskatts sem i öðrum V-Evrópulöndum. Fella þarf niður, nú þegar, tolla og söluskatt af fjárfestingarvör- um og tolla á efnivörum til iðnað- ar. Verðlag á iðnaðarvörum verði gefið frjálst nú þegar. Isienzkur iðnaður hefur jafnan haldið niðri verðlagi i landinu. Langvarandi takmarkanir á eðlilegri verð- lagningu innlendrar framleiðslu geta hindrað uppbyggingu is- lenzkra iðnfyrirtækja þannig að þau muni ekki standast sam- keppni á tollfrjálsum markaði sem mun m.a. valda auknum inn- flutningi og stórhækkuðu verðlagi hér á landi og þar með lakari lifs- kjörum i framtiðinni. Ný stjórn A nýafstöðnu ársþingi iðnrek- enda var lýst stjórnarkjöri i Félagi islenzkra iðnrekenda, fyr- ir næsta ár. Stjórnina skipa nú Gunnar J. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri i Frigg, sem er for- maður. Fyrsti varaformaður er Davið Sch. Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri i Smjörliki hf„ og annar varaformaður Kristinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri i Stálumbúðum. Gjaldkeri er Björn Þorláksson, framkvæmdastjóri i Sanitas, og ritari Haukur Eggertsson, framkvæmdastjóri Plastprents. Úr stjórn áttu að ganga Kristinn Guðjónsson og Haukur Eggerts- son, en voru báðir endurkjörnir. Þá er formaður kosinn árlega. Varamenn i stjórn voru endur- kjörnir þeir Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri i Sportver, og Pétur Pétursson, framkvæmda- stjóri i Hydrol. Stjórnin hefur þegar haldið sinn fyrsta fund, þar sem fyrrnefnd verkaskipting var ákveðin. (Fréttatilkynning) Prag Framhald af bls 8. harðast; þannig fékk Milan Hiibl fyrrverandi miðstjórnarmaður og forstöðumaður flokksskólans 6 1/2 ár og annar miðstj.maöui sömu refsingu, stjórnmálafræð- ingurinn Sabata. Milan Silhan áður framkvæmdastjóri Sósíal- istaflokks Tékkóslóvakiu hlaut 5 ára fangelsi, Tesarova sem kennt hafði marxisk fræði við háskólann i Brno 4 ár. Þröngur valda- grundvöllur Ýmsir telja að Sovétmenn hafi áhyggjur af þvi, hvað valda- grundvöllurinn er þröngur undir Husak og félögum sem nú fara með æðsta vald i landinu. Telja þeir að óþægindi gætu stafað af of mikilli kreddufestu i Prag fyrir viðræður sinar við vesturveldin um það að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Kann að vera að ýmis teikn um mildari stefnu gagnvart menntamönnum og „hægri mönnum” sem stundum hefur orðiö vart siðasta árið hafi tengsl við þetta sjónarmið Sovét- manna. En einnig kunna ástæð- urnar að liggja hjá ákveönum tékkneskum valdamönnum sjálf- um. 1 þessu sambandi er vitnað til miþstjórnarfundar flokksins sl. haust þar sem Indra, einn af umboðsmönnum Kremlar, hélt varfærna sáttaræðu. Husak sjálfur er jafnvel taíinn vil’ja ganga enn lengra til sátta við menntamenn, en i forustu flokks- ins eru lika harðlinumenn sem tala af fyrirlitningu um slikar til- slakanir. Kadarismi eða nýtt „vor"? Lifið heldur áfram i Tékkó- slóvakiu. En hvernig? — Um það verður ekki reynt að spá hér. Sumir telja að Husak og félagar fái smám saman valdagrundvöll i landinu, og kunni þá Husak að auðnast að verða eins konar Kadar, þ.e. hann veröi foringi fyrir hófsamari þjóðernisstefnu sem bæti lifskjörin og leyfi visst frelsi sem ekki nær til almennrar lýðræðisþátttöku, svipað og orðið hefur i Ungverjalandi. Hægt og hægt fyllist kommúnista- flokkurinn af nýju fólki sem er annara um eiginn hag á liðandi stund en miklar hugsjónir, og þaö gæti kannski skapað hinn þráða grundvöll. A sl. ári gengu 50 þúsund manns i flokkinn og fjórir fimmtu hlutar þess fjölda voru innan við 35 ára aldur. En það er lika vinstri andstaða i landinu sem verður rakin beint aftur til „vorsins” 1968 þótt það fari ekki hátt hvort hún er skipu- lögð og þá hvernig. En ýmsir stjórnmálaforingjar frá 1968 sem nú eru erlendis hafa beitt sér fyrir sósíaliskum samtökum útlaga Tékka og Slóvaka, og enginn vafi er á þvi að þeir hafa tengsl við fólk heimafyrir. Segja þeir að Tékkóslóvakia sé eina landiö i Austur-Evrópu þar sem starfi pólitisk og sósialísk stjórnarand- staða sem hreyfing. Stjórnarand- staða þessi berjist ekki gen þjóð- félagskerfi sósíalísmans heldur gegn núverandi drottnunar- formum. Hún sætti sig ekki við lögreglurikið, miðstýringu þess og skriffræði, enda eigi það sára- litið sameiginlegt með sósialism- anum. hj- Lítið Framhald af bls. 4. þeirhafa tapað þessu mali að öllu á alþjóðavettvangi og vilja þvi ná samningum ofbeldinu hagkvæm- ari. Og eitthvað hefur rofaö til um skilning á þvi, að þeir séu með at- ferli sinu að bæta fleiri dökkum blettum á blettótta sögu sina. -i- En megi hamingjan gefa, að bæði Færeyingar og við höfnum öllum kúgunarsamningum. — Við of- beldismenn á ekki að semja. En spyrja má: Er ránskapur og ofbeldi Breta og Þjóðverja i samræmi við lög og reglur Nato og Sameinuðu þjóðanna? Hafa stórveldin rétt til að beita smáþjóöir Nato ofbeldi? Nato-höfðingjar hafa heiðrað okkur með heimsóknum og inn- fjálgum ræðum um mikilvægi herstöðva hér, i þágu heimsfrið- ar, mátti skilja. En minnist nokk- ur þess, að þessir sömu höfðingj- ar hafi minnzt einu orði á að vernda okkur gegn ofbeldi Breta og Þjóðverja? Svo mun vist ekki vera. Nato heimtar hér herstöð. En Nato-þjóðir mega beita okkur ofbeldi. Þá vitum við það. Og hvar og hver er vernd Bandarikjanna? Með visvitandi blekkingum var þjóðin færð inn i Nato. Þar höfum við aldrei átt heima. Og þaðan ber okkur að hverfa hið fyrsta. Og bandarisku herstöðina ber að þurrka Ut. I dag er opið bréf til forsætis- ráðherra, og mjög skarpar at- hugasemdir i sambandi við land- helgisgæziuna. Séu þær réttar, er þörf skjótra leiðréttinga. Klippa ber aftanúr hverjum togara, sem unnt er, og færa til hafnar, ef hægt er, án þess að leggja varðskipsmenn i lifshættu. Sektir ber að margfalda. — Og hefur Nato og Sameinuðu þjóðun- um veriðsend, hverri þjóð,undan- dráttarlaus skýrsla yfir ofbeldis- aðgerðir Breta og Þjóðverja? „Þið semjið ekki, hvorki við Surt né Bretann. Þið munuð sigra þá báða. Landið er ykkar, miðin eru ykkar.” Sagði Erlendur Pat- ursson i hinu snjalla ávarpi sinu 1. mai. Þessi orð eiga að vera i hug og vilja hvers tslendings. Þvi meiri óbilgirni sem Bret- inn sýnir, því meir herðist vilji okkar og andstaða. Bretinn sendir og verndar hundruð sjómanna til að stunda ránveiðar og þjófnað i islenzkri landhelgi. Það er ódýrara en að hlita vipskiptareglum og kaupa fiskinn. En vafalaust er fjöldi fólks i Bretlandi, sem er EKKI ánægt með að hafa stolinn fisk á borðum, og telur þaö illa hæfa sóma þjóðarinnar. En hversu lengi sem litilþægir togaraeigendur og brezk rikis- stjórn kann að halda áfram að dýrka ofbeldið, lög undirheima- lýös, þá munum við ekki vikja um hársbreidd, heldur standa á rétt- inum, og hvorki kyssa hönd né vönd hinnar brezku hátignar. UtanRokka Hefur lánað Framhald af bls. 7. bréfaeign i árslok 1972 nam 537,8 miljónum króna. A fundi stjórnar Iðnþróunar- sjóðs var dr. Jóhannes Nordal endurkjörinn form. til eins árs. Aðrir, sem sæti eiga i stjórn sjóðsins, eru: Frá Danmörku H.Aaberg, forstjóri, frá Finnlandi J. Lassila, seðlabankastjóri, frá Noregi O.Chr. MUller, ráðu- neytisstjóri, og frá Sviþjóð E. Pettersson, skrifstofustjóri. Þá hefur Bragi Hannesson, bankastjóri, verið skipaður for- maður framkvæmdastjórnar til þriggja ára, en auk hans eiga nú sæti i framkvæmdastjórninni bankastjórarnir Helgi Bergs, Jónas Ilafnar, Pétur Sæmundsen, Stefán Hilmarsson, og fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs, Þorvarður Alfonsson. Hafnargarður Framhald af bls. 16. að byrja finhreinsunina á hafnar- svæðinu vestast i bænum og nýta til þess þann vélakost sem til er á staðnum, en til að full nýting fáist vantar fleiri tæki og þarf að bæta við tveim ámokstursvélum. Páll sagðist ekki reikna með, að það sem unnið hefði verið að hreinsun væri fyrir gig, þvi þótt einhver aska félli yfir, væri mesta magnið þá frá. Eins sagði hann, að jarðfr?eðingar spáðu þvi, að litið mundi falla yfir bæinn Ur þessu og teldu þeir gosvirknina komna niður i 1-2% af þvi sem var i byrjun gossins. Gjallinu er ekið vestur i hraun, fyrst i vegi og siðan fyllt upp i hraunið, en þar vestan við bæinn hafði verið skipulagt framtiðar- ibúöasvæði i áætlun sem náði til ársins 2000. Þar var gert ráð fyrir fjölbýlishúsum, en skipulag- ið hefur nú verið i endurskoðun og sagðist Páll búast við, aö þar yrðu byggð einbýlishús i stað þeirra, sem horfin eru og til að mæta eðlilegri fjölgun. —vh Úrslit Framhald af bls. 11. 2. Úlfar úlfarsson 2:36,0 3. Orri Snorrason 2:52.0 Stúlkur min 1. Katrin Sveinsdóttir 2:38.0 2. Björk Harðardóttir 3:10.0 Keppcndur fæddir 1964 og siðar. Ilrengir min 1. StyrmirSnorrason 3:15.0 Stúlkur min 1. Halldóra Guðjónsdóttir 3:20.0 2. Anna K. ólafsdóttir 3:45.0 Skólaslit Framhald af bls. 10. Við skólaslitin lék Gunnar Egilson á klarinett við pianó undirleik Halldórs Haraldssopar. Setti það sérstakan svip á hátiða- höldin, svo og söngur nemenda- kórs Samvinnuskólans. Kórinn söng undir stjórn Guðjóns Páls- sonar, söngstjóra frá Borgarnesi. Aður en heim var haldið, þágu viðstaddir veitingar. r Oskar Framhald af bls. 11. Valtýsson frá Héraðssambandi Suður-Þingeyinga, sem varð þriðji með 5 vinninga. Einnig voru veitt verðlaun fyrir fagra glimu, sem byggist á glimuhæfni að mati þriggja manna dómnefndar. Sigurvegari þar var einnig óskar Valdi- marsson Ungmennafél. Vikverja með 164 stig, en næstir og jafnir urðu Haukur Valtýsson HSÞ og Guðmundur Einarsson frá Ung- mennafélaginu Vikverja með 158 stig. 98 skipshafnir Framhald af bls. 16. fiskveiðilandhelgi um allan heim. 50 milur fyrir Islendinga”. Skeytið sendu skipshafnir á þessum skipum: Hringur GK, Gisli lóös GK, Alftanes GK, Þór- katla II. GK, Þórir GK, Harpa GK, Mar GK, Grindvikingur GK, Vöröur ÞH, Sigurbjörg GK, Vörðunes GK, Askell ÞH, Agúst Guðmundsson GK, Hrafn Svein- bjarnarson III. GK, Guðmundur Þórðarson RE, Sæþór KE, Jóhannes Gunnar GK, Visir KE, Oddgeir ÞH, Þorbjörn II. GK, Sandafell GK, Þorbjörn GK, Jósep Geir Ar„ Garðar RE, Freyr., KE, Þorsteinn Gislason KE, Jón Oddur GK, Þorlákur helgi AR, Sandgerðingur GK, Hamravik KE, Vonin GK, Hólm steinn GK, Flosi IS, Ólafur II. KE Bliki ÞH, Árnesingur AR Þórkatla GK, Sigfús Bergmann GK, Hraunsvik GK, Gissur AR, Vonin KE, Sturlaugur AR, Vatns- nes GK, Farsæll GK, Knarrarnes GK, Sæljómi GK, Hegri KE, Sigmundur Sveinsson RE, Vigfús Þórðarson AR, Ólafur Magnússon KE, Faxi GK, Haraldur AK, Arney KE, Hafborg GK, Glaður KE, Æskan SI, Bára GK, Bergþór GK, Asgeir Magnússon GK, Ólaf- ur Sólimann KE, Óli Tóftum KE, Hópsnes GK. Skeyti til dómsmálaráðherra: „Mótmælum hvers konar undanslætti og margendur- teknum samningaviöræðum við Breta og Vestur Þjóðverja um 50 sjómilna landhelgina. Viö krefjumst aðgerða”. Svona hljóðar skcyti, sent ólafi Jóhannessyni var sent i fyrradag og undirritað var af áhöfnum 36 háta, sem gerðir cru út frá Breiðafirði. F Kvenfélag óháða safnaðarins Fundur n.k. fimmtudagskvöld 10. mai kl. 8.30. i Kirkjubæ. Kaffiveitingar. Fjölmennið. Börn og bækur. M.F.l.K. gengst fyrir um- ræðu- og kynningarfundi um börn og bækur, i Lindarbæ (niðri) miðvikudaginn 9. mai, kl. 20.30. Ilagskrá: Erindi: Baldur Ragnarsson, kennari: Börn, bækur og- veruleiki. Olga Guðrún Árna- dóttir og Vilborg Dagbjarts- dóttir lesa úr eigin verkum. Erindi: Simon Jóh. Agústs- son, prófessor: Hugleiðing um barna- og unglingabækur og hlutverk þeirra. Friða A. Sigurðardóttir flytur. X'ilborg Dagbjartsdóttir les úr verkum Stefáns Jónssonar. Frjálsar umræður. Bókahappdrætti. Félagskonur eru hvattar til að mæta og taka meö sér gesti. Stjórnin Kvenfélag Háteigs- sóknar minnir á fundinn i Sjómanna skólanum i kvöld, miðviku- dagskvöld. Góð skemmtiatriði. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.