Þjóðviljinn - 09.05.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.05.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 9. mai 1973 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSiALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Úlgáfufélag Þjóðviljans - Framkværndastjóri: EiOur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiOsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 A mánuOi. LausasöluverO kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. LANDHELGISGÆZLAN Fátt hefur verið meira rætt að undan- förnu manna á meðal en störf islenzku landhelgisgæzlunnar. Ekki þarf að efast um að almennur vilji er fyrir þvi að gengið sé harðar að veiðiþjófunum en gert hefur verið hingað til og ekkert til sparað af okk- ar hálfu til að trufla hinar ólöglegu veiðar. Það vakti á sinum tima mikla athygli, þegar 18 islenzkir togaraskipstjórar sendu frá sér bréf um starfsemi og stjórn land- helgisgæzlunnar nú fyrir tæpum mánuði, en i þvi bréfi kröfðust þeir virkari aðgerða af hennar hálfu. í bréfi togaraskipstjóranna sagði m.a.: ,,Okkur hefur skilizt á varðskipsmönn- um, að þeir hafi takmarkað vald til að beita sér gagnvart veiðiþjófunum. Teljum við að það vald þyrfti að auka, þó fyrr hefði verið, og hvetjum til róttækra að- gerða.” Siðan togaraskipstjórarnir sendu bréf sitt hefur fréttamönnum frá blöðum og út- varpi verið leyft að fara einn túr með varðskipi og varð för þeirra til að vekja aukna athygli á ýmsum vandamálum við framkvæmd gæzlunnar. Af hálfu Þjóðviljans fór Jónas Árnason alþingismaður á miðin með varðskipinu Óðni. Þegar Jónas kom úr þessari ferð vakti hann athygli á þvi i viðtali við Þjóð- viljann, að islenzku varðskipin væru alls ekki nægilega vel búin til að framkvæma togaratöku, meðal annars skorti heppi- lega báta til að fara á milli skipa til slikra aðgerða. Enginn efast um dugnað og góðan vilja áhafna varðskipanna til að gegna störfum sinum, svo sem bezt verður á kosið. Stefán Jónsson dagskrárfulltrúi, sem sjálfur var fréttamaður á miðunum i fyrra landhelgisstriðinu 1958, birti s.l. föstudag bréf til forsætisráðherra hér i Þjóðviljan- um, þar sem fram koma svo alvarlegar ásakanir á stjórn islenzku landhelgisgæzl- unnar, að þess verður fastlega að vænta, að stjórn gæzlunnar uni ekki þegjandi slikum ásökunum, heldur geri hreint fyrir sinum dyrum. Þjóðviljinn vill gera þá kröfu að sinni. Hafi mistök átt sér stað á ekki að þegja þau i hel og halda áfram á sömu braut, heldur ber að gera nýtt átak til að kippa hlutum i lag. Eigi vanbúnaður varðskipanna sér hins vegar að einhverju leyti eðlilegar skýring- ar, þá þurfa þær skýringar að koma fram, og þá jafnframt hvað fyrirhugað sé til úr- bóta. Allur feluleikur i þessum efnum myndar jarðveg fyrir margvislegar gróusögur og það sem verst er, — ýtir undir vantraust á landhelgisgæzlunni. Hér þyrfti m.a. að verða sú breyting á að þjóðin ætti þess kost, að fá beinar daglegar fréttir af mið- unum og atburðum þar, frá fréttamanni eða fréttamönnum um borð i varðskipun- um. Vissulega hafa klippingar varðskipanna náð að trufla veiðar landhelgisbrjótanna, og skulu þær á engan hátt vanmetnar, en þegar stundum er klippt á marga togara á dag, en á milli liða jafnvel vikur án þess að klippt sé, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé mögulegt að gera þrjótunum mun meiri usla, einmitt með þessari aðferð. Við islendingar metum mannslifið hærra en almennt gerist i hörðum heimi, og er það vel, en minnumst þess, að hótan- ir Breta um að senda herskip á íslandsmið þurfa ekki að skelfa okkur. Fiskveiðar verða ekki stundaðar með árangri af flota, sem safnast i hnapp undir verndarvæng herskips. Slikar sendingar geta þvi orðið til þess eins, að valda Bretum stórkostleg- um álitshnekki á alþjóðavettvangi og magna upp stuðning við okkar málstað, lika i Bretlandi, ekki sizt nú, þegar íslend- ingar hafa i tilboðum teygt sig jafn langt til samkomulags og raun ber vitni. Meðan Bretar og Vestur-Þjóðverjar fást ekki til að fallast á samningstilboð okkar má ekki sýna ofbeldismönnunum nokkra linkind. Klippunum ber að beita alls staðar sem við verður komið, og varð- skipin verður að búa svo sem bezt er völ á til togaratöku án mannhættu. Sölustofnun lagmetis: Tæknileg og matvæla- leg úttekt framundan A fyrstu fjórum mánuö- um þessa árs er búið að selja eða semja um sölu á lagmeti að verðmæti 140 miljónir íslenzkra króna/ en heildarútflutningur á árinu 1972 var að upphæð rúmar 200 miljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Sölustofnun lagmetis. Nú eru 26 verksmiðjur aðilar aö SL, en nokkrar verksmiðjur flytja út beint meðan aðlögunartimi stofnunarinnar stendur yfir, og kemur sá útflutningur til viðbótar þeirri tölu sem nefnd er að fram- an. Tæknileg úttekt Þróun lagmetisiðnaðarins er einn veigamesti liöurinn i starfi SL og hefur verið samið við norskan verkfræðing að gera tæknilega úttekt á verksmiðjum i lagmetisiðnaði. Hann hefur þegar skoðað átta verksmiðjur og mun haida starfi sinu áfram i sumar. Matvælaleg úttekt Gerð verður matvælaleg úttekt á lagmetisiðnaðinum. Samning- ur hefur veriö gerður við þekkt fyrirtæki i Danmörku, sem hefur sérhæftsigsem ráögjafafyrirtæki i matvælaframleiðslu, þ.e. gerð uppskrifta, notkun krydds, sósu- gerð svo og gerð vörunnar fyrir hina einstöku markaði. Fyrirhug- að er, aö fyrirtæki þetta athugi fyrst vörur þær, sem framleiddar eru hérlendis, og vinni að endur- bótum á framleiðslu þeirra. I öðru lagi er verkefni þess fyrir- tækis aö þróa nýjar tegundir úr hráefni okkar og taka jafnvel nýtt hráefni inn i framleiðsluna. Þá mun fyrirtæki þetta einnig veröa ráögefandi um notkun og sam- ræmingu umbúða svo og útlit vör- unnar. mundsson, efnaverkfræðingur, varaformaður, Böðvar Svein- bjarnarson, framkvæmdastjóri, Heimir Hannesson, lögfræðingur, Kristján Jónsson, framkvæmda- stjóri, og Pétur Pétursson, alþingismaður. Framkvæmdastjóri Sölustofn- unarlagmetis er dr. Orn Erlends- son. Guðrún Hallgrimsdóttir LÍV og VR boða Danmerkurferðir: Fram og til baka Framleiði SóLÓ-cldavélar af mörgum stærðuni og gerö- uin. —rinkum hagkvæmar fvrir sveitabæi, sumarbiistaði og báta. — Varahlutaþjónusta — Viljum sérstaklega henda á nýja gerð rinhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbiistaði. ELDAVkI/AVERKSTÆÐI JÓIIANNS FH. KHISTJANSSONAR II.F. KLEPPSVEGI 62. — SÍMI33069. Áætlun fram til ársins 1980 Þriðji þátturinn i þróunar- áformum lagmetisiðnaðarins er heildarúttekt á iðngreininni, þ.e. framleiðsluhliðinni, og áætlunar- gerð um framleiðslu og sölu fram til ársins 1980. Slik úttekt hefur aldrei verið gerð hér utan þeirra rannsókna, sem fyrirtækið Stevenson & Kellogg gerði á fimm niðursuðuverksmiðjum árið 1969. Mun starf þetta verða unnið af starfsliði skrifstofu S.L. i samvinnu við sérfræðinga frá Iðnþróunarstofnun S.Þ. Stjórn Sölustofnunar lagmetis skipa eftirfarandi menn: Guðrún Hallgrimsdóttir, matvælafræð- ingur, formaður, Hörður Vil- hjálmsson, viðskiptafræðingur. Jón Arnason. alþingismaður, Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjöri, og Tryggvi Jóns- son, framkvæmdastjóri. I varastjórn eru: Jóhann Guð- fyrir 7.800 kr. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur og Landssamband isl. verzlunarmanna hafa ákveöiö 3 ódýrar sumarleyfisferöir til Dan- merkur i sumar á vegum ferða- skrifstofanna Útsýnar og Úrvals. Pyrsta ferðin verður farin 26. júni og flogiö til Kaupmannahafnar og dvalið þar i átta daga. Onnur ferðin fer einnig 26. júni og flogið til baka 19. júlf. Þessi ferð tekur alls 25 daga og gefur fólki m.a. kost á hinum vinsælu Tjæreborgarferðum út frá Kaup mannahöfn. Þriðja ferðin verður farin 11. júli og komið til baka 28. júli. Þessi ferð tekur 17 daga og verður flogið frá Keflavik til Billund á Jótlandi, en þaðan hefst daginn eftir ferð til Rinarlanda. sem áætlað er að standi i sex daga. Þaðan verður farið til Kaupmannahafnar og heim verður komið eins og áður segir 28. júli. Einnig i þessari ferð er hægt aö skipuleggja aörar feröir fyrir þá sem þess óska. Fargjaldið fram og til baka, þ.e. Reykjavik-Kaup- mannahöfn-Reykjavik, er aðeins 7.800 kr. og verður flogið með þotu Flugfélags Islands. Þegar til Kaupmannahafnar eða Billund kemur, getur hver og einn hagað ferðum sinum eftir vild. Úrval og útsýn munu útvega þeim er þess óska gistingu á hótelum og er verðið fyrir ein- stakling frá 800,- kr. á dag, morgunverður innifalinn, og fyrir hjón eða tvö saman i herbergi frá 1440,- kr. á dag með morgun- verði. Allar frekari upplýsingar veita fyrrgreindar ferðaskrifstofur, ásamt skrifstofu V.R. Hagamel 4, simi 26850 og skrifstofa Lands- sambands Isl. verzlunarmanna, Laugavegi 178, simi 81660. (FráVRogLlV)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.