Þjóðviljinn - 09.05.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. mai 1973
Fimm ár eru nú liðin
síðan ,/Vorið" gekk yfir
Tékkóslóvakíu. Þá náðu
þau öfl undirtökunum í
kommúnistaflokki landsins
sem voru staðráðin í því að
skapa „sósíalisma með
mannlegu yfirbragði" eins
og það hefur verið orðað. i
því fólst að tekin skyldu
upp lýðræðisleg vinnu-
brögð/ stefnt að þátttöku
almennings í þjóðlífinu,
jafnframt því sem hin
sósíalíska undirstaða efna-
hagsiífs skyldi treyst.
betta gekk ágætlega, og er
hægt að segja að vakning og
hrifning hafi gripið um sig meðai
þjóðarinnar. bað var eins og
menn vöknuðu af dvala og minnt-
ust nú þess, að það voru innlendir
sósialistar studdir afli verkalýðs-
stéttarinnar sem höfðu á friðsam-
legan hátt náð rikisvaldinu af
borgarastéttinni 20árum fyrr. Nú
skyldi þetta rikisvald notað til
þess að fólkið sjálft fengi þau lyð-
ræðislegu áhrif sem þaö hafði svo
lengi skort. Sótt skyldi fram til
þeirra þjóðfélagshátta mann-
gildisstefnu sem ekki átti sér
neina beina fyrirmynd utan
landamæra Tékkóslóvakiu. betta
athæfi mætti nefna orðum Maós
formanns: að láta hundrað blóm
blómstra; en það mætti lika
minnast kjöroröa á borð við það
sem sett var á oddinn hér hjá
verkalýðssamtökunum 1. mai:
manninn i öndvegi!
1 efnahagsmálum bar brýna
nauösyn til endurskipulagningar,
þvi að miöstýring og skriffræði
var alvarlega fariö að standa
fyrir þrifum i framleiðslunni.
bótti augljóst að meiri bein
verkalýðsvöld mundu veröa þar
mikill aflgjafi.
A menningarsviðinu var mjög
liflegt um að litast. Rithöfundar
voru i fararbroddi þeirra sem
unnu að lýðræðislegum
breytingum og opnun þess sem
áður hafði verið lokað. En allt
stóð þetta undir merki sósíal-
ismans.
Innrás gegn sósíalisma
betta átti aö vera til upprifj-
unar á þvi, hvað „vorið” i Prag
og annars staðar i Tékkóslóvakiu
fyrir 5 árum var og hvaö það
þýddi. óþarfi er að fara mörgum
orðum um eftirleikinn, svo
kunnur er hann. Valdhöfunum i
Sovétrikjunum stóð ógn af frjáls-
ræðisþróuninni i Tékkóslóvakiu,
og það þvi fremur sem þeim var
Ijóst að frelsi og lýðræði verður
ekki frá innsta kjarna sósíal-
ismans skilið. Hér var að þeirra
mati á ferð þjóðfélagsþróun sem
gat borizt með smitkenndum
hætti land úr landi innan hern-
aðarbandalags Sovétrikjanna og
gerbreytt valdaaðstæðum þar.
bað fannst þeim hættulegt sem
trúa sannleik vopna en fyrirlita
manninn og möguleika hans.
bess vegna sáu Kremlarmenn sér
þann kost vænstan að gera innrás
i Tékkóslóvakiu i áliðnum ágúst
1968 til að stemma stigu við hinni
„hættulegu” þróun.
Afleiðingarnar eru alþekktar:
Innrásarherinn fann enga skipu-
lagða andstöðu við sósíalismann,
heldur einhuga þjóð um þær þjóð-
félagsbreytingar sem verið var
að gera i anda sósíalismans.
Smám saman tókst umboðs-
mönnum hins erlenda valds að
ryðja fyrri leiðtogum úr vegi og
setja i staðinn sér þóknanlegri
menn sem ekki stefndu að
lýðræðislegri þátttöku almenn-
ings i þjóðmálum. Stungið var
upp i fjölmiöla og listamönnum
gert skiljanlegt að þeir skyldu nú
starfa „samkvæmt linu”.
Lýðræðisþróun á vinnustöðum
var stöðvuö, verkamannaráð
leyst upp.
reisa mikið Intercontinental—
hótel, og sænskt fyrirtæki er að
byggja eitt stærsta vöruhús
Evrópu.
Lögð er áherzla á ferðamanna-
straum; i fyrra sneru sér við i
Tékkóslóvakiu 11 og hálf miljón
útlendingar-
Nokkuð hefur áunnizt i efna-
hagsmálum. Arið 1971 varð
viöskiptajöfnuðurinn við útlönd
loksins jákvæöur aftur. 1972 jókst
iönaöarframleiðslan um 6,3%. A
þvi ári tókst að lækka fram-
leiðslukostnað um hálft prósent,
og jukust tekjur manna að meðal-
tali um 5,6%. Vinnuaflsskortur er
mjög tilfinnanlegur. Fólk er ráöið
i vinnu áður en þaö hefur að fullu
lokiö skólanámi. Farið er að
flytja inn útlendan vinnukraft, og
vinna nú 18 þúsund Pólverjar i
Tékkóslóvakiu, en þeir eiga að
verða fleiri.
Láta ekki bugast
Hvernig er svo umhorfs i
menningarmálum? Athugendum
kemur saman um það, aö vald-
hafar rekist nú sem fyrr á órofa
samstöðu hjá menntamönnum og
listskapendum. Allar tilraunir til
að skapa sundrung hjá þeim hafi
mistekizt. Meira að segja sé sam-
staðan svo sterk, að þeir rit-
höfundar og blaöamenn sem
greiðari aðgang eiga til aö fá birt
efni eftir sig hjálpi þeim félögum
sinum sem eru i verri aðstöðu.
Birti þeir fyrrnefndu texta eftir
þá siðarnefndu undir sinum
nöfnum. Vitneskjan um þessa
málavexti hefur farið geysilega i
taugarnar á yfirvöldum.
Við miklar nauðir voru ný rit-
höfundasamtök stofnuð meö
einum 90 mönnum, aðallega
starfsmönnum á bókmennta-
sviðinu, en i rithöfundasamtökun-
um gömlu voru á sinum tima 500
manns. bau voru leyst upp með
valdi. Samt tókst ekki betur til en
svo, að menn úr nýju samtök-
unum skrifuðu undir áskorun til
Svoboda forseta sl. haust um að
pólitiskum föngum væri sleppt úr
haldi (áætluð tala þeirra 5.200),
en að áskoruninni stóðu fremstu
menn meðal rithöfunda „vorið”
góða, menn eins og Vaclav Havel
og Ludvik Vaculik (höfundur 2
þúsund. orða ávarpsins frá
sumrinu 1968).
Menntamenn eru þvi almennt
óbugaðir með öllu, þótt á þeim
liggi þungt farg. begar blaða-
mannrumJiri Lederer var sleppt
úr fangelsi i desember sl. lét
hann það verða sitt fyrsta verk að
útbúa dómkröfu til að fá aftur þau
skjöl sem lögreglan tók i sina
vörzlu við handtöku.
Meira en eitt þúsund blaða-
menn misstu stöður sinar. T.d. i
u tanrik ismá la deild flokks-
■blaðsins, Rude Pravo, eru aðeins
tveir eftir af 16. Fengnir hafa
verið ungir og óreyndir menn i
staðinn á blöðin.
Svipaða sögu er að segja af
öðrum sviðum menningarlifs, t.d.
úr leikhúsum. Af 48 leikhús-
stjórum i Bæheimi og á Mæri
hefur 41 gengið úr starfi. Helm-
ingur leikara er nú atvinnulaus.
Almennt séð er hægt að
fullyröa, að i 4 ár hafi ekkert
bókmenntaverk sem verulegur
veigur er i séð dagsins ljós i
landinu.
Margir lærdómsmenn hafa
misst embætti sin, og ganga hinar
furðulegustu sögur af hálærðum
prófessorum sem nú eru nætur-
verðir, kyndarar og fleira slikt.
Forustuhlutverk
og fangelsanir
Kommúnistaflokkurinn i
Tékkóslóvakiu hefur glatað þvi
trausti meðal almennings sem
staðiö gæti undir nokkru eðlilegu
forustuhlutverki. En einmitt
þessi fáránlega ásökun um glötun
forustuhlutverksins var ein helzta
tylliástæöan fyrir innrásinni á
sinum tima. bá stóð alþýða
manna að baki flokknum og
studdi endurbótastefnu hans, en
nú eru þessi tengsl rofin. Hálf
miljón manna hefur verið rekin
úr flokknum fyrir óæskilegar
skoðanir á eðli sósíalismans, og
það eru ekki aðeins nokkrir
menntamenn sem hafa hrökklazt
úr fyrra starfi heldur hafa
hundruð þúsunda manna oröiö
fyrir atvinnuofsóknum.
Sumarið 1972 voru 47 karlar og
konur dæmd til samtals 118 ára
fangelsisvistar fyrir stjórnmála-
skoðanir sinar. Aður höfðu
hundruð manna veriö dæmd
fyrir sömu sakir eftir innrásina.
Onnur málaferli af svipuðum
toga eru talin i undirbúningi.
Málaferlin fengu hinar verstu
undirtektir meðal sósíalista
erlendis, m.a. voru þau fordæmd
hér i bjóöviljanum.
Hinir dæmdu voru úr flestum
hópum þjóðfélagsins, en áberandi
kommúnistar voru dæmdir hvað
Framhald á bls. 15.
Krá hinni öldnu miðborg Prag.
Er vetur
eða vor
í Prag?
Neyzluþjóðfélag
i sárabætur
En hvernig er ástatt i Tékkó-
slóvakiu nú, vorið 1973? Sjónar-
vottar segja að æ meira beri á
lifsþægindagræðgi meðal
almennings i vestrænum stil. baö
er eins konar lifsflótti og neyðar-
úrræði fólks sem hefur fyllzt
beiskju yfir þvi að fá ekki að beita
sér að verðugri verkefnum. Yfir-
völdin gera allt til að ýta undir
þessa þróun. Lagt er upp úr eins
fjölbreyttu vöruúrvali og efni
standa til og fengna'r vestrænar
vörur til tilbreytingar. Bilum
fjölgaði um helming frá 1966 til
1970, og tala þeirra á að tvö-
faldast aftur til 1975.
I Prag, þeirri fögru borg borga,
hefur mikið verið unnið að
viðgerðum á gömlum bygg-
ingum. bjóðminjasafnið skartar
aftur i fyrri glæsileik, en það
skaddaöist i innrásinni um árið.
Verið er að byggja neðanjaröar-
braut með sovézkri hjálp, og eru
Rússum ekki alltaf vandaðar
kveðjurnar þegar þeir sjást á
förnum vegi. A bakka Moldár eru
Bandarikjamenn að ljúka við að
i júli 1968 sátu leiðtogar Tekkóslóvakiu og Sovétríkjanna i heila viku á
lokuðum fundum i smábænum Cierna. Frá vinstri: Kossigin forsætis-
ráðherra úr Moskvu, Cernik forsætisráðherra úr Prag og Dubeck, hinn
vinsæli formaður kommúnistaflokksins i Tékkóslóvakiu.