Þjóðviljinn - 11.05.1973, Side 5

Þjóðviljinn - 11.05.1973, Side 5
Föstudagur 11. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Tímaritið Veðrið segir: Raflína á hálendi þarf að þola miklu meira en 100 hnúta Þegar Búrfellslína I gaf sig í hvassviðri skömmu fyrir jólin var því haldið fram að ástæðan hefði verið mjög óvenjulegt hvassviðri sem sjaldan kæmi hér á landi. Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur mótmælti þessari kenningu hér í blaðinu (Þjóðviljinn 4. febrúar 1973, bls. 1) og greindi frá því að Búrfellslínan ætti að þola 100 hnúta vindhraða í mestu vindhviðum. Taldi Páll þetta allt of litið. I fyrsta lagi vegna þess að þegar komið væri úpp i 60 metra hæð frá bersvæði væri vindhraðinn iðulega 25-30% meiri en i 10 metra hæð. I öðru lagi vegna þess að reikna þyrfti með öryggisstuðli sem þyldi óven julegustu aðstæður. Var niðurstaða veðurfræð- ingsins sú að gera yrði ráð fyrir 150 hnúta vindhraða þegar raflina væri hönnuð. 1 nýjasta hefti timaritsins Veöriö er fjallaö um þessi mál. Þar kemur fram i greinargerö eftir Oddu Báru Sigfúsdóttur og Flosa Hrafn Sigurbjörnsson, aö setja megi fram þá ágizkun „aö mesti vindhraði, sem vænta má einu sinni á 50 árum, sé um 100 hnútar i 10 metra hæb yfir jöröu viðast hvar við strendur landsins og á hálendinu, en þar, sem staö- hættir eru sérstaklega til þess fallnir að magna vind, eigi aö miða viö 110 hnúta eða meiri vindhraða. A skjólsælum stööum má hins vegar færa markið niöur i um 90 hnúta.” Segja þau siöan að þrátt fyrir strjála mælingar- staði sé ekki ástæöa til aö ætla að um of háa áætlun sé aö ræða fyrir tsland og miöa þau þá viö erlendar mælingar. Athugun öddu Báru og Flosa Hrafns birt- ist fyrst i Iðnaðarmálum, 2. h. 1971, en greinargeröin er dagsett 17. marz 1971. Frá þeim tima er greinargeröin var samin og til ársloka 1972 komst vindhraði einu sinni i 100 hnúta — að þvi vitaö er — á Stórhöfða i Vestmannaeyjúm i deseber 1972. Þá mældust þar mest 107 hnútar. t nýjasta hefti timaritsins Veðrið er ennfremur birt greinar- gerð eftir Ólaf E. Ólafsson og Pál Bergþórsson um ofviöri á tslandi. Þeir komast m.a. að þessum niöurstööum: 1. Hvössustu vindhviður eru mun snarpari en 10 minútna meðaltalsvindur. Þannig hafi 3ja sekúndna vindhviða mælzt 30% hvassari en 10 min. meðalvindur. 2. Vindur er 50-100% meiri uppi i 700 metra hæð en i 10 metra hæð frá bersvæði. Þannig er gert ráð fyrir þvi að vindur á 80 metrum yfir bersvæði sé 30% meiri en i 10 metra hæð. 3. Þegar ákveða skal styrkleika mannvirkja er ekki nóg að þekkja vindhraðann heldur verður lika að þekkja vindþrýstinginn, sem má teija i kilógrömmum á fer- metra, hornrétt á vindinn. Um leið og vindurinn eykst með hæð- inni eykst þrýstingurinn. 1 80 metra hæð frá bersvæði er vind- þrýstingurinn 69% merir en i 10 metra hæð. Fjölmörg atriði verður að taka til greina við hönnun mannvirkja önnur en þau sem hér eru nefnd en greinarnar i Veðrinu, renna óyggjandi rökum undir það að allt of lágt er að miða við 100 hnúta vind sem hámark á raflinur á hálendi tslands. JÓHANNES ÚR KÖTLUM LJÓÐA- SAFN Ný útgáfa af Ijóöum Jóhannesar úr Kötlum. Fjögur bindi eru komin út. Bí bí og blaka Álftirnar kvaka Verð ib. kr. 650+söluskattur Ég læt sem ég sofi Samt mun ég vaka Vcrö ib. kr. 650+sölusk. Hrímhvíta móðir Hart er í heimi Vcrð ib. kr. 800+sölusk. Mannssonurinn Eilífðar smáblóm Verð ib. kr. 700 + sölusk. HEIMSKRINGL Laugavegi 18. Fiskiskip fyrir 12 miljarða kr. /Ms KRYDD í FALLEGUM UMBÚÐUM MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ SMEKKLEGAR KRYDDHILLUR FÁST EINNIG íslendingar áttu 875 þiljuð fiskiskip um áramót, rúmlega 1000 opna báta og 77 önnur skip Vátryggingarverðmæti allra íslenzkra skipa nam um 17 miljörðum króna í árslok 1972, og hafði það hækkað um nær 4 miljarða á árinu. Vegna verðbreyt- inga var vátryggingin hækkuð á skyldutryggðum fiskiskipum undir 100 lestir að stærð um 12% á árinu, en hækkunin var minni á öðrum skipum. Fiskiskipin ein voru tryggð fyrir um 12 miljarða. 19 skip voru felld Samning- ar eftir 84 tíma Samningar tókust i gærmorgun i flugmannaverkfallinu að lokn- um sáttafundi, sem stóð i 84 klukkutima. Að sögn Torfa Hjartarsonar sáttasemjára rikisins er þetta lengsti sátta- fundir i vinnudeilu siðan hann hóf störf sem sáttasemjari árið 1945. Aður var metið 72 klukkustundir. Samningana átti að undirrita í gærkvöld, en þá eiga þeir eftir að fara fyrir fundi i félögum flugvél- stjóra og flugmanna og hjá at- vinnurekéndum. Skyndiverkfallinu, sem staðið hafði einn sólarhring, var aflétt i gærmorgun. af skipaskrá á liðnu ári en 75 skip bættust við, þannig að fjöldi skipa og þilfars- báta var alls 952 í árslok, samanlagt 146 þúsund rúm- lestir að stærð. Þessar upplýsingar um skipa- stólinn er að finna i Hagtiöindum, og eru þær að verulegu leyti byggðar á riti Siglingamálastofn- unar rikisins „Skrá yfir islenzk skip 1973”. A árinu 1972 urðu þessar breyt- ingar helztar á skipastólnum : Fiskiskipum hefuur fjölgað um 54 og brúttólestatala hækkað um 3591. öllum öðrum skipum en fiski- skipum hefur fjölgað um 2 skip, en brúttólestatala þeirra hefur þó lækkað um 557. Af skrá voru felld 19 skip, sam- tals 4312 brúttólestir, að vátrygg- ingarverðmæti 178 milj. kr. Nokkur þeirra höfðu ekki verið i tryggingu siðustu árin. Af brott- felldum skipum voru 2 vöruflutn- ingaskip, Disarfell og Ljósafoss, sem bæði voru seld úr landi, Disarfell til niðurrifs. Tvö togskip voru felld af skrá.Hamranes, sem sökk og Karlsefni sem selt var úr landi til niðurrifs. 15 fiskibátar voru felldir af skrá, 9 fórust á sjó, en 6 voru taldir ónýtir orðnir. Fiskibátar þessir voru allir úr tré. 5 hinna brottfelldu skipa voru undir 15 ára aldri, en 3 voru 30 ára eða eldri. Við skipastólinn bættust 75 skip, alls 8167 brúttólestir og 1941 milj. kr. að vátryggingarverðmæti. 3 þeirra voru vöruflutningaskip, þ.e. Múlafoss, Irafoss og Vestri, alls 1305 brúttólestir. 72 fiskiskip voru skrásett á árinu, alls 6862 brúttólestir. Af þeim voru 8 yfir 300 lestir að stærð, stærst þeirra 1047 lestir, skuttogarinn Karls- efni. Að honum meðtöldum voru 6 af þessum 8 fiskiskipúm yfir 300 brúttolestum skuttogarar. 12 fiskibátar voru að stærð 100-149 lestir, 2 80-99 lestir, 2 50-79 lestir, Framhald á bls. 15. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meS svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert-á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.