Þjóðviljinn - 11.05.1973, Side 7
Föstudagur 11. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 7
I Reykjavík
eru allt of
margar konur
— en kvennaþurrð úti á landi,
segja tölur þjóðskrárinnar
um mannfjöldann
Samkvæmt bráðabirgðatölum
þjóöskrár voru ibúar lsiands 210
þúsund 350 viö siðustu framfærslu
skrárinnar eða 1. desember s.l.
125 þúsund manns bjuggu á suð-
vesturhorni landsins: 84 þúsund i
Heykjavik, 14 þúsund i Kópavogi
og á Seltjarnarnesi, 27
þúsund annars staöar á Reykja-
nessvæði.
Karlar á öllu landinu voru 106
þúsund en konur 104 þúsund. En i
Reykjavik snerust hlutföllin við,
þar voru 41 þúsund karlar og 43
þús. konur. Að sama skapi var
kvennaþurrðin mikil úti á landi.
t fjölskyldukjörnum bjuggu alls
159 þúsund manns, en einhleypir
töldust 51 þúsund. í hópi þeirra
voru taldir unglingar 16 ára og
eldri þótt hjá foreldrum séu. t
fjölskyldukjörnum, þ.e. hjón og
aðrir foreldrar ásamt börnum,
voru 78 þúsund karla og 81 þúsund
konur. En meðal einhleypra voru
karlar 5 þúsund fleiri en konur.
Heildartala einhleypra eins og
þeir eru taldir i þjóðskránni er
um 25% af mannfjöldanum, körl-
um og konum. En hlutfallslega
eru nokkru fleiri karlar einhleyp-
ir en konur, og er skýringarinnar
á þvi ekki sizt að leita i þeirri
staðreynd, að nær 12 þúsund ein-
staklingar búa i þvi fjölskyldu-
formi þar sem-einstæð móðir með
börn. Hlutfallstala einhleypra
kvenna fer niður i 17% i Kópa-
vogi, Seltjarnarnesi, en i Reykja-
vik er hún með þvi hæsta eða 27%.
1 Reykjavik býr nær helmingur af
öllum gömlum konum landsins
eða 4.300 af alls 8.900 67 ára og
eldri. Flestar af þeim hljóta að
vera einhleypar, t.d. orðnar ekkj-
ur.
En i Reykjavik búa lika 24.100
konurá aldrinum 19-66 ára, miklu
fleiri en karlar á tilsvarandi
aldri, sem eru 22.800. Þetta ýtir
undir háa hlutfallstölu ein-
hleypra kvenna i Reykjavik. En
utan Reykjavikur búa samtals
30.600 konur á þessum aldri á
móti 33.600 körlum. Þetta hefur
aftur i för meö sér háa hlutfalls-
tölu einhleypra karla á vissum
landsvæðum, t.d. kemst það hlut-
fall upp i 30% á Norðurlandi
vestra á móti t.d. 21% i Kópavogi,
Seltjarnarnesi.
1 hjónabandi með börnum eru
alls 115 þúsund manns eða 55%
landsmanna. Börn eru þarna tal-
in upp að 16 árá aldri aðeins. 1
Reykjavik er hlutfallstala þessa
fjölskyldufólks 48% og er það eina
svæðið á landinu þar sem talan er
undir helmingi alls fólksins. Hæst
er hlutfallstala þessa fjölskyldu-
fólks i Kópavogi, Seltjarnarnesi
og á Reykjanessvæði, 63-64%. Á
öðrum landssvæðum er hún 52-
57%, lægst á Norðurlandi vestra.
Meðalstærð þess fjölskyldu-
kjarna sem er hjónaband með
börnum innan 16 ára er 4,23 per-
sónur á landinu i heild. 1 Reykja-
vik er þessi kjarnastærð aðeins
4,02 persónur, en hæst nær hún á
Vestfjörðum, 4,48 persónur.
Einstæðar mæður með börn
innan 16 ára aldurs eru alls 4.765 á
öllu landinu, i Reykjavik einni
2.484. Hjá hverri slikri móður eru
að jafnaði 1,5 börn. Einstæðir feð-
ur eru alls 272 á landinu, i
Reykjavik einni 120.
Hjónabönd eru alls 40 þúsund
að tölu, þar af 13 þúsund án barna
innan 16 ára. 1700 pör búa i ó-
vigðri sambúð, þar af 600 án
barna.
Ofangreindar upplýsingar eru
unnar úr marzhefti Hagtiðinda
1973. hj —
Af erlendum
bókamarkaði
Goethe erzahlt
sein Leben
Zusammengestellt fon Hans Egon
Gerlach und Otto Herrmann. dtv-
Lexikon der Goethe-Zitate.
Band 1—2. Herausgegeben von
Richard Dobel. Deutscher
Taschenbuch Verlag 1972.
dtv-útgáfan gaf út 45 binda
útgáfu verka Gotehes fyrir
nokkrum árum, sem var endur-
prentun Artemisútgáfunnar, sem
nú er talin ein sú vandaðasta sem
er á markaðnum. Þessi tvö rit eru
nokkurskonar viöbót við þá út-
gáfu. 1 fyrra bindinu er rakin ævi-
saga G*thes meö eigin frásögn-
um, dagbókum og einnig um-
sögnum annarra aöila i timaröö.
Lexikoninn er á þrettánda
hundrað bláðsiöur, og þar má
finna umsagnir og hugieiöingar
Goethes um flesta hluti og hug-
myndir, sem hann fjallar um i
verkum sinum, samandregnar
undir miklum fjölda uppsláttar-
orða.
The Saints
Edith Simon. Penguin Books 1972.
Dýrlingar og helgir menn og
konur eru sérkenni kristninnar i
þvi formi sem kristnin hefur
mótað þá i. Þetta fólk átti ekki
litinn þátt i útbreiðslu kristinnar
trúar, margir þeirra voru pislar-
vottar og helgaðir siðar. 1 bók
sinni flokkar höf. þennan flokk
manna eftir timaröð, fyrst koma
postular siðan frægir pislar-
vottar, einsetumenn og loks
krikjufeðurnir. Höf. rekur nokkuð
hugmyndafræðilegar og sam-
félagslegar forsendur fyrir upp-
komu þessara fyrirbrigða og
þróun þeirra fram á fyrri hluta
miðalda.
Introducing Psychology
An Experimental Approach. D.S.
Wright, Ann Taylor...Penguin
Books.
Rit þetta er ætlað nemendum i
sálfræði og einnig almennum
lesendum. Þetta er inngangsrit i
þessum fræöum og ágætar
heimildaskrár stórauka gildi
þess, einnig rekja höfundar
flestar þær skoðanir um efnin,
sem nú eru helzt uppi. Ritinu er
skipt i sex höfuðkafla, inngang,
sem fjallar um liffræðilegar for-
sendur, siðan eru þættir um
erfðir, hegðunarmunstur, blaut-
bernzku og reynslumyndun, mis-
mun og kenningar um mælanleik
mismunar, persónuleikann, sam-
félagsleg áhrif og bókinni lýkur á
þætti um fjölmiðlun og áhrif
hópsins á hegðun einstaklingsins.
Hér er aðeins fátt talið af þvi sem
höfundar taka til meðferðar.
Bergsveinn Þorkelsson
heitir ungur maður, sem
lagt hefur fyrir sig sjó-
sókn. Hann var í tvö ár
háseti á togaranum
Narfa, og um nokkurn
tíma á öðrum bátum, en
nú er hann háseti á hin-
um nýja skuttogara
Raufarhafnarbúa,
Rauðanúpi.
Við náðum tali af
Bergsveini, rétt áður en
hann hélt í þriðju veiði-
ferðina með Rauðanúpi,
og spurðum hann fyrst
eftir því í hverju aðbún-
aður nýju skuttogaranna
væri frábrugðinn því
sem var á gömlu síðu-
togurunum.
— Um borði Rauðanúpi búa
allir hásetarnir i tveggja-
mannaklefum, en á siðutogur-
unum voru klefarnir fjögurra
til átta manna. Vaskur er i
hverjum klefa, en það þekkist
ekki i þeim gömlu. Allir gang-
ar og klefar eru teppalagðir,
og allar vistarverurnar eru
frammi, undir brúnni, svo nú
þarf ekki að fara á milli brúar
og klefa eftir opnu þilfari.
Aðgerðaraðstaðan er lika
mikið betri á þessum skipum.
Nú gerum við að undir þiljum,
lausir við ágjöf og volk. Færi-
bönd i aðgerðarplássinu gera
það að verkum, að nú þarf
maður ekki lengur að beygja
sig eftir hverjum fiski.
Bergsveinn Þorkelsson
RABBAÐ
VIÐ
TOGARA-
SJÓMANN
hverjum túr, og ég spái þvi að
verra verði að fá menn á þá en
minni togarana.
Það má kannski segja það
svona i leiðinni aö Rauðinúpur
var jafnlengi i smiðum úti i
Japan og frestunin á smiði
Bjarna Benediktssonar nam
suður á Spáni.
Ég held, að ástæðan fyrir
kaupum á þessum stóru togur-
um liggi i þvi að mat þeirra
sem i landi eru á skipum og
aflabrögðum fer alltof mikið
eftir þvi hve mikið skip getur
borið, hve mörg tonn það kem-
ur með að landi. Þá er ekki
spurt hve mikið af aflanum
hefur farið i gúanó, né hve
mikil verðmæti komið er með
að landi. Aðalatriðin eru hins
vegar vörugæðin og verð-
mætið.
— Margir tala um trollið
sem vont veiðarfæri og tina þá
eitt og annað til, þvi til lasts.
Hvað finnst þér um þessa
skoðun?
— Versta veiðarfærið held
ég að sé tvimælalaust netin.
Þau koma lika með versta
hráefnið að landi, oft tveggja-
Tilvalið að taka
togara þegar Nixon
og Pompidou koma
Fiskurinn er allur isaður i
kassa i lestinni, og skilum við
á þann hátt mikið betra hrá-
efni, ókrömdu af troðningi og
misgóðum flutningi.
— Er ekki borgað hærra
verð fyrir fisk, sem komið er
með að landi i kössum?
— Það er borgað einni
krónu meira fyrir kilóið af
þorski og ýsu sem þannig er
komið með, en hins vegar gefa
þeir ekkert meira fyrir ufsa og
karfa þó isað sé i kassa, þó svo
að okkur finnist að það hljóti
að vera betra að vinna slikan
fisk, og úr honum fáist betri
vara.
— Eruð þið ekki fljótari að
hifa inn trollið þegar það er
tekið inn að aftan, heldur en að
vera að bisast með það á sið-
unni?
— Við erum liklega helm-
ingi fljótari að eiga við trollið
ef eitthvað er óklárt. Ef allt er
i lagi getum við tekiö að
minnsta kosti einu hali fleira á
sólarhring en á siðutogurun-
um.
— Hvernig hefur svo fisk-
azt?
— Við erum búnir að fara
tvo túra og búnir að fá um 200
tonn á eitthvað 20 dögum. Við
höfum landað hérna fyrir
sunnan vegna þess að verið
var að breyta einu og öðru
smávægilegu um borð, en
framvegis munum við landa á
Raufarhöfn.
— Hvað er hlutatryggingin
há?
— Trygginghjá háseta er 37
þúsund krónur á mánuði með
orlofi. Til að ná tryggingu þarf
að fiska 70—80 tonn á mán-
uði, en eftir það fæst hlutur.
— Verður nokkur vandi að
manna þessi skip?
— Alls ekki. Hins vegar er
ég þeirrar skoöunar að ekki
hefði átt að fara út i kaupin á
stærri togurunum. Japönsku
togararnir, þó svo þeir séu
nær helmingi minni en þeir
spönsku og pólsku, eru ekkert
siðri togskip. Stærri togararn-
ir ganga ef til'vill eitthvað bet-
þirggja-og fjögurranátta fisk.
Sú kenning að trollið skemmi
botninn svo fiskur sjáist ekki
afturá þeim miðum sem togað
hefur verið á er röng. Það sést
bezt þegar svæði hafa verið
friðuð, þá sækir fiskurinn
þangað aftur. Það er bara ekki
gert nóg af þvi að friða veiði-
svæði. Það þarf að friða mikið
viðar en á Faxaflóa einum
saman. Svo á heldur ekki að
opna þau svæði of fljótt, sem
friðuð hafa verið. Það geröist
til dæmis núna þegar opnað
var friðaða svæðið á Selvogs-
banka, að upp kom nær ein-
göngu óhrygndur fiskur.
Þarna heföi þurft að vera
lokað i að minnsta kosti einn
mánuð til viðbótar.
Svo finnast mér fáránlegar
þærhugmyndir landkrabba að
opna Faxaflóann að einhverju
leyti meðan við erum að
burðast með að reka Breta og
Þjóðverja út úr landhelginni.
— Hvað finnst þér þá um
gæzlu landhelginnar?
— Það mætti fara að taka
einn Breta eða svo, og þó fyrr
hefði verið.
Það er tilvalið tækifæri að
taka einn slikan, af þessari
vina-og bandalagsþjóð, þegar
tveir forsetar úr hópi svo-
nefndra vinaþjóða, Nixon og
Pomdidou, koma hingað. —úþ
ur. En þeir eru lika lengur
Sér UMFÍ um hvítasunnugleði?
Þó nú sé mánuður fram að
hvitasunnu eru menn fyrir
nokkru farnir að velta fyrir sér
hvernig bregðast eigi viö þeim
skara ungmenna sem árlega
kjósa að fara út úr bænum á
fylleri á hvftasunnuhelginni.
Ekkert mun þó ákveðið i mál-
inu en blaðinu hafa borizt fréttir
af að eitthvað gangi mönnum
stirðlega að komast að niðurstöðu
um hvað gera beri. Hefur heyrzt
að Æskulýðsráð Reykjavikur hafi
gefizt upp þar sem svo illa gekk
að innprenta æskulýðnum guðs-
trú og góða siði i Auökúlu i fyrra.
Þá hefur blaðið fregnað að i
bigerð sé að leita til UMFI um
einhver hátiðahöld um þessa
helgi og að þar sé vilji fyrir hendi.
Verður að öllum likindum gert út
um það nú alveg á næstunni.
— ÞH
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA