Þjóðviljinn - 11.05.1973, Page 8

Þjóðviljinn - 11.05.1973, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mal 1973 HVERNIG HEFUR KURT WALDHEIM STAÐIÐ SIG? Aöalritari Sameinuðu Þjóðanna, Kurt Waldheim, er á yfirreið um Norður- lönd, og í dag, föstudag, kemur hann í heimsókn til Islands. Þegar hann var kosinn i embættið fyrir rúmu ári, var honum tekið með efasemdum. En hann hefursíðan komið mörgum á óvart með því að reyna að gera embætti fram- kvæmdastjóra SÞ sjálf- stætt og virkt, enda þótt hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. Kurt Waldheim: kemur til tslands I dag Fjölbreytt viðleitni - heldur rýr árangur Þegar O Þant tilkynnti það i ársbyrjun 1971, að hann mundi hætta störfum undir lok þess árs, byrjuöu menn að velta upp ýms- um hugsanlegum eftirmönnum. Oft var minnzt á Finnann Max Jakobsen.en það virðist hafa orð- ið honum til trafala, hve sterkur ogákveðinn persónuleiki hann er. Þá var það haft við orð, að e.t.v. væri bezt að SÞ yrðu sér úti um embættismann sem væri án hefö- ar, trúar og pólitiskrar sannfær- ingar, mann sem engum skugga varpar frá sér. Af því að enginn var á móti Ósagt skal látið, hvort stórveld- in töldu sig hafa fundið þennan skuggalausa mann i austurriska diplómatanum Kurt Waldheim. Hinsvegar er það staðreynd, að menn litu á kjör hans með mikl- um efasemdum. Segja má, að hann hafi fremur veriö kosinn af þvi að ekkert stórveldanna hafi neitt á móti honum en að alls- herjarþing SÞ hafi verið honum hliðhollt. Hann var kallaður mað- urinn sem ekki á neina andstæð- inga, trúr og dyggur embættis- maður — m.ö.o. maður, sem vel félli að vési stórvelda. Vegna þess, að varla mátti búast við þvi að hann reyndi að gera embætti aöalritara að staðreynd i heims- málum, sem stórveldin gætu ekki haft undir sinu eftirliti. Bjartsýnin óx ekki við það að Waldheim tók við embætti þegar Sameinuðu þjóðirnar voru i póli- tiskri og efnahagslegri kreppu — þær gátu t.d. ekkert gert sem máli skiptir i deilum Indlands og Pakistans sem lauk með styrjöld og stofnun Bangladesh. Hresst upp á fjárhaginn Waldheim var bersýnilega óánægður með þetta útbreidda áíít á sér. Hann réðist þvi strax i óvænt frumkvæði, sem laut að þvi að bæta starfsskilyrði Sameinuöu þjóðanna. Þegar Waldheim tók við emb- ætti 1. jan. 1972 skulduðu SÞ um 200 miljónir dollara (en þaö kom samt ekki i veg fyrir að laun aöal- ritarans væru hækkuð úr 50 þús- und dollurum i 62 þús.). Og yfir syndugu höföi samtakanna vofði hótun frá bandarjska þinginu um að skera niöur framlag Bandar. til SÞ um 20% — var þetta hugsað sem einskonar hefnd fyrir aö alls- herjarþingið vildi ekki fallast á það viðhorf Bandarikjamanna að kinversku rikin væru tvö. Waldheim byrjaöi þvi á að fara til Washington og koma i veg fyrir þessa „hefnd” sem leitt hefði til gjaldþrots samtakanna. Seinna samþykkti allsherjarþingið að minnka hlut Bandarikjanna i út- gjöldunum niður i 25%. En það var gert i sambandi við heildarút- tekt, sem miðaði að þvi að • hreinsa til i fjármálum samtak- anna til langs tima. Waldheim fékk forðað þvi versta með þvi að fá ýmsar þjóðir til að greiöa gjöld sin fyrirfram og með þvi að fá Frakka til að greiða i fyrsta sinn nokkurn hluta af kostnaði við rekstur gæzlusveita SÞ i Kongó og i Austulöndum nær — en það höfðu bæði þeir og Sovétmenn jafnan neitað að gjöra. Atakasvæðin Að svo búnu tók Kurt Waldheim að reyna að blása lifi i sáttavið- leitni SÞ á hefðbundnum ókyrrðarsvæðum — eins og þau heita — i Suður-Afriku, á Kýpur og i Austurlöndum nær. Mest fór fyrir tilraun hans til að breyta nokkuð stöðunni i Suður-Afriku meö þvi að fá samþykki Oryggis- ráðsins fyrir þvi aö byrja viðræð- Aðalstöðvar SÞ: þungur róður ur við stjórn hvitra manna þar i landi. I marz í fyrra heimsótti hann Suður-Afriku og Namibiu, sem stjórn kynþáttakúgara i Pre- toriu heldur i sinum járngreipum, þvert ofan i allar samþykktir SÞ. (A það skal minntaö Namibia var eitt sinn þýzk nýlenda, sem Þjóðabandalagið fékk Suður- Afriku til umboðsstjórnar eftir heimsstyrjöldina fyrri.) Heim- sóknin leiddi til þess að Suður- Afrika féllst á að taka á móti sér- legum umboðsmanni SÞ fyrir Namibiu, Svisslendingnum Escher, sem er sérlegur ráðgjafi Waldheims. Hefur hann rétt til að ferðast að vild um Namibiu og ráðgast við alla samfélagshópa og kynþætti i leit aö lausn mála. Er þó vandséö hvernig full- nægjandi lausn má finna meðan Suður-Afrika heldur áfram að neita Namibiu um rétt til sjálf- stæöis. Þjóðfrelsishreyfing Namibiu, SWAPO, óttast þvi, að SÞ geri samkomulag við Suður- Afrikustjórn, sem væri i óhag þel- dökkum mönnum. Varla mundi slikt samkomulag verða staöfest af SÞ, þar sem þjóðir þriðja heimsins ráða yfir miklu at- kvæðamagni. En á hitt er að litaaö stjórn Suður-Afriku sýnir litinn lit á að láta undan og virðist fyrst og fremst hugsa um aö draga all- ar ákvarðanir á langinn. Austurlönd nær 1 júli 1972 reyndi Waldheim að koma aftur af stað málamiðlun- arviðleitni Gunnars Jarrings i Austurlöndum nær. En aðstæður hafa ekki reynzt hagstæðar: dráp á gislum I Miinchen og Khartoum, libýska farþegaflugvélin sem tsraelsmenn skutu niður og árás- ir þeirra á Libanon — allt þetta og ýmislegt fleira hefur fyrst frum- kvæði af hálfu SÞ i þessum mál- um. Hinsvegar tókst Waldheim i júni i fyrra að fá fulltrúa Grikkja og Tyrkja á Kýpur til að taka aft- ur upp viðræður eftir niu mánaða hlé. Þróun mála siðan þá bendir samt til þess, að öryggisráðið verði enn um hrið að framlengja dvöl gæzlusveita SÞ á Kýpur, eins og gert hefur verið um átta ára skeið i hæpinni von um að lausn sé á næstu grösum. Talið er að Waldheim hafi tekizt að stilla nokkuð Amin, forseta Uganda, er hann fékk Mobuto, forseta Kongo, til að fara til Uganda og ræða við Amin um brottvisun Asiubúa. Vera kann að með þvi hafi verið komið i veg fyrir meiriháttar blóðbað. Þá gengur sterkur orðrómur um það, að Waldheim hafi átt sinn þátt i þvi, að teknar voru upp beinar viðræður milli fulltrúa Norður- og Suður-Kóreu. Þrettándi til borðs Waldheim hafði boðizt til að taka þátt I friðargerðum Viet- nam, en SÞ gegndu samt engu umtalsverðu hlutverki i þvi máli. Bandarikjamenn reiddust mjög áskorun, sem Waldheim bar fram i júli 1972, er hann heimsótti Moskvu, þess efnis, að þeir gerðu ekki loftárásir á flóðgarðakerfi Norður-Vietnams. Ekki er vitað, hvort þau tilmæli höfðu nokkur áhrif á framferði Nixonstjórnar- innar, — en kannski hafa þau orðið til þess, að Waldheim var ekki beðinn að vera forseti Viet- namráðstefnunnar i Paris, eins og ýmsir bjuggust við, né heldur boðiö að skrifa undir samþykktir hennar. Enda þótt honum væri þangað boöið sem þrettánda aðila við borð. En Waldheim hefur komið nýju máli á dagskrá hjá SÞ: tillögu um reglugerð sem beint sé gegn hermdarverkum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta mál var þó ekki tekið upp án andmæla, einkum af hálfu Afrikumanna og Araba, sem telja að tillagan beinist gegn þeirri baráttu sem háð er I sunnanverðri Afriku og Austur- löndum nær. Þeir bentu á, að yfir- lýsingar og samþykktir högguðu ekki sjálfum forsendum „hermd- arverka” (eða skæruhernaðar). Og það hljóta aö hafa verið nokk- ur vonbrigöi fyrir Waldheim, að tillaga hans var falin i nefnd, sem mun reynast torvelt aö sætta and- hverfa hagsmuni. Kurt Waldheim getur þvi bent á það, að hann hafi sýnt umtalsvert frumkvæði á fyrsta ári fimm ára kjörtimabils sins. En það má einnig benda á að raunverulegur pólitiskur árangur af þessu frum- kvæði hefur orðið næsta rýr. Waldheim verður, eins og fyrir- rennarar hans i starfi, að sætta sig við að aðalritarinn getur ekki leyst nein mál i trássi við viðkom- andi rikisstjórnir nema með ein- róma samþykki stórveldanna eða þá mjög mikils hluta aðildar- rikja. Má þetta sýnast hvort sem er dapurlegt eða róandi. En Waldheim virðist skilja hlutverk SÞ sem vogarskála þeirra, sem á eru vegnir og metnir þrengri hagsmunir einstakra þjóða og framtjðarvandamál alls mann- kyns. Jafnvægi á þeim skálum er altént nokkurs viðri. (Byggt á Information)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.