Þjóðviljinn - 19.05.1973, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Laugardagur 19. mal 1973
Fjórða bindi
Ijóðasafns
Jóhannesar
Heimskringla hefurgefið
út fjórða bindið af Ljóða-
safni Jóhannesar úr Kötl-
um, sem byrjað var á í
fyrra. Geymir það Ijóða-
bókina Eilífðar smáblóm
sem kom fyrst út 1940 og
Ijóðaflokkinn Mannssonur-
inn sem ortur mun um svip-
að leyti, en kom ekki út á
prenti fyrr en 1966.
Meö „Mannssyninum” leitaðist
Jóhannes við að skoða „helgisög-
una um trésmiössoninn frá
Nazaret I alþýðlegra ljósi en áð-
ur” eins og skáldiö kemst sjálfur
að orði. Eilifðar smáblóm ber
svip áf angist og von válegra
tima; þar er i fyrsta kvæði talað
um að sprengjur falla og hvergi
er athvarf aö finna og „hið veika
kvak eins kvæöamanns, kafnar i
sjúkum ópum lygi og dárs” — en
viða siðar i bókinni er að finna leit
að vörn gegn slikri tiö i töfrum
lands og máls og von um friöar-
tiö.
Jóhannes úr Kötlum.
Formaður útvarps-
ráðs með Ijóðabók
Njörður P. Njarðvlk lektor
hefur gefið út fyrstu ljóðabók sina
og nefnist hún Lestin til Lundar.
Geymir hún 34 ljóð sem skiptast i
nokkra bálka. Fyrst fer ljóðrænn
náttúrubálkur sem nefnist Fjörð-
ur milli fjalla, þá Svipstundir —
tengdar sagnaminnum islenzkum
sumar hverjar, I þriðja lagi Guð-
að á glugga sjónvarpsins, kvæði
sem tengd eru válegum tiðum ut-
an úr heimi, og að lokum Inn-
hverfa — um ljós og myrkur i inn-
löndum.
Njörður hefur áður gefið út
þrjár bækur — Samtalsbók við
Harald Björnsson leikara, sem
nefnist „Sá svarti senuþjófur”,
skáldsöguna „Niöjamálaráðu-
neytið” og svo „Island I forntid-
en”. Hann hefur annazt skólaút-
gáfur og þýtt fjórar skáldsögur.
Njörður P. Njarðvík
Afmælistónleikar Tón
listarfélags Kópavogs
t tilefni af 10 ára afmæli Tón-
listarfélags Kópavogs er efnt til
tónleika I sal Tónlistarskólans aö
Alfhólsvegi 11, þann 20. mai n.k.
kl. 20.30.
A efnisskránni eru kammer-
músikverk eftir G.Ph. Telemann,
j.Ph. Rameau og A. Vivaldi. Auk
þess sembalsónötur eftir D. Scar-
latti.
Flytjendur eru: Jón H. Sigur-
björnsson, Kristján Þ. Stephen-
sen, Rut Ingólfsdóttir, Pétur Þor-
valdsson og Helga Ingólfsdóttir.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688
AF ÁSTARSÖGU
Ein vinsælasta íþrótt,
sem nú er háð á ritvellin-
um, er tvímælalaust
hvers kyns gagnrýni og
er það að sjálfsögðu vel.
Við fáum í blöðunum
tónlistargagnrýni, leik-
listargagnrýni, mynd-
listargagnrýni, og bók-
menntagagnrýni, svo
eitthvað sé talið. Stund-
um hefur það jafnvel
komið fyrir að birzt
hefur í blöðum
borgarinnar gagnrýni á
gagnrýni.
Mig hefur oft langað
til að gerast gagn-
rýnandi. Þá yrði nú
mannskapurinn
hakkaður í spað og eng-
um hlíft nema vildarvin-
um. En sjálfsagt er
alveg loku fyrir það
skotið að úr slíku geti
nokkurn tíma orðið, því
gagnrýnendur þurfa að
hafa til að bera mikla
sérhæfða þekkingu og
menntun, fyrir nú utan
það að talið er æskilegt
að þeir hafi vitsmuni til
að bera, þó slíkt sé að
sjálfsögðu engin höfuð-
nauðsyn.
Ég les alltaf alla gagn-
rýni í von um að þeir
sem um er f jallað fái nú
hressilega á baukinn. Ég
er íslendingur í húð og
hár og þess vegna hef ég
fengið talsverðan skerf
af illkvittni í vöggugjöf.
I Suður-Ameríku er —
eins og á islandi —
stundaður galdur. Ein af
þeim aðferðum, sem
frumstæðir Suður-
ameríkumenn nota til að
koma „sendingu"
áleiðis, er að stinga
prjónum í hausinn á
brúðu og hugsa „hlý-
lega" til þess, sem
sendinguna á að fá. Ég
hef það aftur á móti
þannig, að þegar ég er
búinn að sjá málverka-
sýningu, fara á tónleika,
eða lesa bók, að maður
nú tali ekki um að fara í
leikhúsið, þar sem ein-
hverjir andskotar mínir
eru að láta Ijósið sitt
skína, þá sezt ég á eftir
niðureinsog drísildjöfull
heima hjá mérog skrifa
krítikk og það er nú ekki
alltaf fögur lesning.
Oftast er slik gagnrýni
þó skrifuð í svipuðum
anda og tíðkazt hef ur hér
um langt árabil.
Stundum skrifa ég líka
góða krítikk, eins og
núna um daginn eftir að
ég las „Ástir hjúkrunar-
mannsins" eftir Svein-
rúni Drífu
Ástir hjúkrunar-
mannsins
höf. Sveinrún Drífa
840 bls. Hrímþoka h/f
Við lestur Ásta
hjúkrunarmannsins
getur ekki hjá því farið
aðmaðurhugleiði í fullri
alvöru, hvort hér sé ekki
um að ræða annað bindi í
tríólógíu, sem miðist þá
við það að síðasta bindið
komi út seinna.
Það er vissulega
margt, sem bendir til
þess, t.a.m. það hve stutt
bókin er, miðað við
margar aðrar bækur
sama höfundar.
Sá háttur, sem Svein-
rún Drífa hefur á því að
nálgast sjálfan sögu
þráðinn, er nú sem
endranær talandi sam-
spil mannlegra litbrigða,
en það er einmitt þessi
litagleði, sem er svo ein-
kennandi fyrir
höfundinn.
„Fari það nú í rauð-
glóandi blásvart heitasta
helvíti" sagði Kári
hjúkrunarmaður og varð
grænn af öfund, þegar
hann frétti að Jórun
sýslumannsdóttir hefði
fengið guluna.
Hér er þar komið í
sögunni að Kári þráir
ekkert eins heitt og að fá
að vera einn og í friði,
einangraður frá um-
hverfi sínu. Það er ein-
mitt þessi tvískinnungur,
sem er svo einkennandi
fyrir Kára. Honum er
svo gjarnt að láta rosann
snúa út.
Ekki fer milli mála að
höfundi hefur á síðari
árum vaxið ásmegin
hvað dirfsku snertir i
skrifum sínum. Vafa-
laust er hér um skandi-
navísk áhrif að ræða.
Eða hvernig er hægt að
skilja samband hundsins
og prestfrúarinnar nema
á einn veg7 jafnvel þótt
Kári hjúkrunarmaður sé
stundum látinn spila inn
í það samband á
snilldarlegan hátt.
Sumum finnst ef til vill
hinar berorðu lýsingar
höfundar á athöfnum
fengitímans óviðkvæmi-
legar, en þegar haft er
hugfast að athæfi
hrútsins og ánna þjónar
aðeins listrænum til-
gangi, fer ekki milli
mála að þessi kafli á
fullan rétt á sér. Þessi
kafli er raunar líka rök-
rétt upphaf á endinum,
en þar rís bókin tvímæla-
laust hæst.
„Þau sátu á þúfu í
hlaðvarpanum. Sauð-
burðurinn hafði gengið
bærilega fram að þessu
þrátt fyrir allt. Sólin var
að koma upp í austri og
varpaði gullinni glit-
blæju á bæjarhúsin á
Hóli. Hann drúpti höfði
og var hugsi. Sýslu-
mannsdóttirin virtist
annars hugar og var að
reyna að ná einhverju
útúr eyranu á sér með
puntstrái. Nú leit hann
skyndilega uppog horfði
beint í augun á henni.
Hún leit undan. Sú
hugsun ásótti hann hvers
vegna hún hefði gert það
og hann hætti að horfa á
hana. Og nú skeði það.
Hún leit snöggt á hann
og horfði á hann drykk-
langa stund. Hann fann
augnaráð hennar hvíla á
sér eins og farg. Honum
fannst hann ætla að
kikna undan því. Hann
snéri sér við og horfði
beint í augun á henni.
Þannig horfðust þau í
augu í heila eilífð fannst
honum, þangað til að
hann gat ekki afborið
þetta lengur og leit
undan. Lítð lamb var að
sjúga mömmu sína
skammt frá, en brá nú á
leik. Þá hallaði sýslu-
mannsdóttirin höfðinu
blíðlega að öxlinni á
Kára hjúkrunarmanni
og sagði: „Gleymdu
aldrei vísunni, vísunni
okkar.
Elsku litlu lömbin smá
leika sér í haga
þau eru gul og græn og
blá
og geta hangið á
snaga."
Flosi