Þjóðviljinn - 19.05.1973, Page 3
Laugardagur 19. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Enn um bifreiðatryggingar:
Ríkisfyrirtækið eyddi 16,2%
iðgjalda í reksturskostnað
— hinir um 30%, eða nœr helmingi meiru
Rúm vika er nú liðin
síðan Magnús Kjartans-
son ráðherra lagði fram
tillögu sína um að
ábyrgðartryggingar bif-
reiða yrðu ríkisreknar.
Tillagan hefur komið af
stað miklum umræðum,
og Þjóðviljanum þykir
tímabært að gefa les-
endum kost á að heyra,
hvað Magnús hefur að
segja um þau gagnrök,
sem tryggingafélögin
hafa sett fram, og inna
hann eftir, hvernig mál-
ið er nú á vegi statt.
Við spyrjum Magnús, hvað
gerzt hafi i málinu siðustu
daga, og hann svarar:
— Þessi mál eru enn á um-
ræðustigi, en ekki fer milli
mála, að tillagan hefur leitt til
verulegra umræðna um
tryggingastarfsemina og
hvernig henni verði bezt fyrir
komið. Ekkert hefur komið
fram, sem hnekki þvi, að kerf-
ið, sem við höfum búið við,
leiðir af sér gifurlega sóun.
Tryggingafélögin telja að
reksturskostnaður af bila-
tryggingum i ár þurfi að verða
um 100 miljónir króna, en min
skoðun er sú, að með breyttu
fyrirkomulagi mætti spara
marga tugi miljóna, og við það
er tillaga min miðuð. Það er
afar fróðlegt að kynna sér
hversu mismunandi reksturs-
kostnaður hinna ýmsu trygg-
ingafélaga er.
A árinu 1971 var reksturs-
kostnaðurinn hjá Brunabóta-
félagi islands 8,5% af greidd-
um iðgjöldum, hjá Sjóvá
11,6%, sem er 37,3% meira en
hjá Brunabótafélaginu, hjá
Samvinnutryggingum og Al-
mennum tryggingum var
reksturskostnaðurinn 13,6% af
greiddum iðgjöldum cða um
60% hærri en hjá Brunabóta-
félaginu, og hjá Hagtryggingu
30,2% af iögjöidunum eða
256% hærri en hjá Brunabóta-
félaginu. — Þarna er miöað
við allar tegundir trygginga.
En sé litið á bifreiðatrygg-
ingarnar sérstaklega, litur
dæmið þannig út, að á árinu
1971 hefur kostnaðarhlutfaliið
verið 16,2% hjá Brunabótafé-
lagi tslands, en hjá hinum
tryggingafélögunum, sem ég
nefndi áðan, fóru um cða yfir
30% af greiddum iðgjöldum i
reksturskostnað, og munar
þarna hvorki meira né minna
en um 100%. — Þennan gifur-
lega mun er tæplega hægt að
skýra með þvi einu að Bruna-
bótafélagið sé svona miklu
heppnara með viðskiptavini
en hin félögin. Meðalkostnað-
ur hinna 9 tryggingafélaga,
sem önnuðust bifreiðatrygg-
ingar á árinu 1971, var 27% af
iðgjöldunum, en það þýðir að
meira en fjórða hver króna,.
sem menn greiða i iðgjöld, fór
i innheimtu, tjónamat og slika
hluti.
— En tryggingafélögin
telja, að þjóðnýting sé ekki
lausnin, hvað viltu segja i þvi
sambandi, Magnús?
— Það er út af fyrir sig ekk-
ert sérstakt pólitiskt kapps-
mál að þjóðnýta bifreiða-
tryggingar, en ég hef viljað
benda á leiðir til að gera þetta
kerfi miklu kostnaðarminna
- og virkara en það hefur verið.
Mér þætti mjög æskilegt, að
þeir aðilar, sem gagnrýna að
þessi starfsemi sé falin einu
rikisfyrirtæki, komi þá með
einhverjar tillögur um, hvern-
ig ná mætti sama árangri á
annan hátt. Tillaga min er
fyrstog fremst um aukna hag-
ræðingu og skynsamlegt fyrir-
komulag i stað þess að láta 8
aðila halda uppi margföldu
skriffinnskukerfi með áttföld-
um tilkostnaði.
— Ýmsir hafa talið ósann-
gjarnt, að ætla að innheimta
iðgjöldin að hluta i benzin-
verðinu. Hvað segir þú um þá
gagnrýni?
— Ég tel að þeirri mismun-
un, sem kann að vera rétt að
beita i sambandi við bónus-
greiðslur og annað slikt, sé
hægt að koma við, þegar
fastagjaldið væri innheimt i
sambandi við bifreiðaskatt-
inn. Hins vegar álit ég eðlilegt
að nokkur hluti af iðgjaldinu
væri innifalinn i benzinverði,
vegna þess að benzineyðslan
gefur glögga mynd af þvi, hve
mikið bifreiðin er notuð, en að
öðru jöfnu aukast likurnar
fyrir þvi að bill lendi i tjóni
eftir þvi sem hann er keyrður
meira. Það hefur verið talað
um, að atvinnubifreiðastjórar
noti bilana mikið og eyði þvi
miklu eldsneyti. Þetta er að
sjálfsögðu rétt, en þarna er
um að ræða atvinnutæki og
þess vegna kemur benzinverð-
ið hjá þeim til frádráttar i
Framhald á bls. 15.
500 nýir hjá BI
Ekki hefur I annan tima verið meira að gera
hjá Brunabótafélagi íslands i bifreiðatrygg-
ingum en siðan félagið rauf óhófskröfu- og
hækkunarsamstöðu tryggingafélaganna að
beiðni tryggingaráðherra og hóf eitt trygg-
ingafélaga að tryggja bifreiðir.
Að sögn Ásgeirs Ólafssonar forstjóra Bí hef-
ur ekki unnizt timi til að sortéra úr hvað eru
nýir tryggingatakar og hvað tryggingatakar að
endurnýja gamlar tryggingar. Þó taldi hann,
að óhætt væri að áætla nýja tryggingataka um
500 i bifreiðadeild.
Sjálfsagt er að benda fólki á, að Brunabóta-
félagið er með allar greinar trygginga, nema
liftryggingar, svo hægt er að snúa sér til þess
og tryggja svo til hvaðeina. —úþ
Verður hvítasunnan
að alvöruhátíð?
Æskulýðsráð ríkisins með skemmtilegar hugmyndir
um hreytta tilhögun hvítasunnuhátíðahalda í landinu
Æskulýðsráð rikisins
hefur mikinn hug á að
breyta skemmtanahaldi
landsmanna um hvita-
sunnuna, en undangeng-
in ár hefur það verið til
litils sóma.
Til þess að koma sliku
breyttum háttum á hef-
ur ráðið leitað eftir
stuðningi margra aðila,
svo sem ráðuneyta, út-
varpsráðs og UMFl.
Æskulýðsráð bendir réttilega á,
að höfuðorsakanna fyrir óstandi
við skemmtanahald um hvita-
sunnuna sé að leita i þvi, að ung-
menni hópist óskipulega saman á
sérstök svæði þar sem litið eða
ekkert er um að vera. Astæðan
fyrir flótta fólks úr bæjum um
þessa helgi rekur ráðið til þess að
i gildi eru gömul og úr sér gengin
lög um helgidaga og bann við
hvers lags skemmtanahaldi þá
daga. Þegar bæirnir hafi ekkert
upp á að bjóða hópist fólk á burt
þaðan á staði, sem ekkert hafa
upp á að bjóða af skipulögðu
skemmti- eða afþreyingarefni,
aðeins hóp fólks.
Til þess að reyna að koma i veg
fyrir slikar óskipulagðar hóp-
samkomur hefur Æskulýðsráð
rikisins mælzt til þess, að UMFl
taki að sér að koma upp aðstöðu
til útivistar og afþreyingar um
hvitasunnuna, og hefur UMFl
orðið við þeirri áskorun og ákveð-
ið að koma upp slikri aðstöðu á
Sandártanga i Þjórsárdal, þar
sem mikið verður um að vera alla
daga hvitasunnuhelgarinnar.
Þjóðviljinn skýrði nokkuð frá
þessu á fimmtudaginn, en aftur
segir nánar frá þvi i blaðinu á
morgun eða einhvern næstu daga.
Æskulýðsráð gerði nokkrar
ályktanir varðandi atriði hvita-
sunnuhelgarinnar. Meðal annars
ályktaði ráðið að yfirvöld heimil-
uðu að samkomu- og skemmti-
staðir verði opnir laugardag fyrir
hvitasunnu sem aðra laugardaga
ársins, kvikmyndahúsum verði
leyft að sýna myndir á laugardag
og hvitasunnudag, og að sund-
staðir og önnur iþróttamannvirki
Framhald á bls. 15.
Herstöðva-
andstæðingar:
Halda fund
í Keflavík
Herstöðva-andstæðingar á
Suðurnesjum efna til almenns
fundar um brottför hersins nk.
þriðjudagskvöld, 22. mai, i
Ungmennafélagshúsinu i
Keflavik, og hefst hann kl.
8,30.
Eftirtaldir menn flytja ræö-
ur á fundinum: Gunnlaugur
Stefánsson formaður Æsku-
lýðssambands Islands, Karl
Sigurbergsson bæjarfulltrúi,
Olafur Ragnar Grimsson lekt-
or.
Fundurinn er öllum opinn.
Fréttatilkynning frá Sam-
tökum herstöðvaandstæðinga
18. mai 1973.
Ljósritun — ný listgrein?
UMHVERFISMAL, OG LIST
TIL MEÐFERÐAR í SÚM
I dag kl. 4 opnar Galleri
SÚM sýningu þýzka lista-
mannsins Hans Werner Kalk-
manns á tveim ljósrituðum
lausblaðabókum, sem hann
hefur gert i samvinnu við 183
listamenn frá 23 löndum. Bæk-
urnar nefnast ,,Hvað er list”
og „Pottöskunáman i Salzdcf-
urth”.
Textann er ekki unnt að
þýða, segja Súmmararnir sem
standa fyrir sýningunni, enda
komi berlega i ljós, að þvi
styttri sem textinn er, þvi
skýrari verði hugmyndin.
Myndmál listamannanna er
oft Ijósara en ritmál þeirra.
A fyrstu siðu bókarinnar
„Hvað er list” er endursent og
undirritað ljósrit af bréfi þvi,
sem Kalkmann sendi til þátt-
takendanna. Við gerð siðari
bókarinnar, „Pottöskunáman
i Salzdefurth” voru 17 lista-
mönnum sendar ljósmyndir af
téðri námu, upplýsingar um
verkanir námurekstrarins á
umhverfið, svo sem hristingur
af neðanjarðarsprengingum,
mengun gróðurs og lofts af
reyk og hitun árinnar Lamme
af skolvátni frá námunni. Um-
hverfi námunnar var einnig
lýst, en þar er rekin litil
heilsuræktarstöð frá fornu
fari. Listamennirnir voru
beðnir að senda til baka við-
brögð sin, hugmyndir um and-
óf i hvaða formi sem væri, til-
lögur til breytinga, lýsingar á
sams konar fyrirbrigðum úr
eigin umhverfi o.s.frv.
í eftirmála að þessu verki
kemur fram persónulegt svar
Hans Werner Kalkmanns við
spurningu þeirri, sem hann
Framhald á bls. 15.