Þjóðviljinn - 19.05.1973, Side 6
6 siDA — ÞJ6DV1LJINN Laugardagur 19. inal 1973
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSi ALISMA/
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Úlgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Olafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 llnur).
Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi.
Lausasöluverö kr. 18.00.
Prentun: Blaöaprent h.f.
EKKI HRAPA AÐ BRAÐRÆÐISSAMNINGUM
Þegar þetta er skrifað eru Bretarnir enn
fyrir utan 50 milna mörkin; þeir hafa ekki
veitt eða gert tilraunir til veiða i tvo sólar-
hringa. Landhelgin hefur verið friðuð og
Bretar eru að gefast upp. Það er rétt sem
segir i forustugrein Morgunblaðsins i gær:
,,Það liggur i augum uppi, að Bretar munu
tapa þessari deilu við okkur Islendinga'.'
Einmitt vegna þess, að þetta liggur i
augum uppi, væri með öllu fráleitt ,,að
láta nú undan siga og ganga að tilboðum
Breta” (úr forustugrein Timans i gær).
Við íslendingar eigum alla kosti þessa
máls — Bretar eiga einn kost; — þann að
hörfa og láta okkur eftir landhelgina til
alislenzkra yfirráða.
Flótti Bretanna er staðfesting þess, að
réttri stefnu hefur verið fylgt i landhelgis-
málinu. íslenzk stjórnarvöld hafa haldið
fast og skynsamlega á málunum. Þau
hafa aldrei léð máls á neinskonar undan-
sláttarsamningum við Breta. Þvi miður
verður að segja þá sögu eins og hún er, að
þvermóðska Bretanna, sem enn getur enzt
um hrið, stafar m.a. af þvi, að ýmis öfl
innanlands hafa reynt æ ofan i æ að gefa
þeim tilefni til þess að ætla að hér byggi
sundruð þjóð sem ekkert kysi fremur en
að hrapa að hvaða samningsræfli sem
væri. Þannig sagði eitt aðalmálgagn Sjálf-
stæðisflokksins i forustugrein nýlega:
„Rikisstjórninhefurbognaðioggefizt upp i
mesta lifshagsmunamáli þjóðarinnar.”
Ef Bretar tækju mark á Sjálfstæðisflokkn-
um væru uppgjafartónninn og tauga-
veiklunin ekki hin rikjandi einkenni
þeirra, heldur væri hin heimskunna
brezka þvermóðska og yfirgangsfrekja
það sem upp úr stæði. En sem betur fer
hafa Bretar ekki tekið foringja Sjálf-
stæðisflokksins hátiðlega — þeir vita sem
er að þeir eru einangraðir og að sameinuð
mun þjóðin sigra i landhelgisdeilunni. A
stundu sigursins munu allir standa þétt
saman, og allir vildu þá Lilju kveðið hafa.
Það sést meira að segja visir að þvi i um-
mælum varaformanns Sjálfstæðis-
NÍÐHÖGG FORDÆMD
En þrátt fyrir þá ánægju sem nú hlýtur
að vera rikjandi i landinu og þrátt fyrir
skynsamleg ummæli, sem vitnað var til i
fyrri forustugrein Þjóðviljans i dag um af-
stöðu aðalmálgagns Sjálfstæðisflokksins i
forustugrein þess i gær, — þrátt fyrir
þetta, er ánægja örfárra einstaklinga galli
blandin. í broddi þess fámenna hóps er
varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Geir
Hallgrimsson. Eftir honum er þetta haft á
aðalfréttasíðu Morgunblaðsins i gær:
„Einstaka „haukar” úr hópi
kommúnista hafa ekki talið tiltöku-
mál, að lifi manna væri vitandi vits
stofnað í meiri hættu en verið hefur á
miðunum...”
Hér er varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins að fara með mjög ósæmilegar
getsakir; hann gefur i skyn að það væri
einhverjum einstaklingum á íslandi —
kommúnistum — beinlínis að skapi að til
átaka kæmi á miðunum og að lifi manna
yrði stofnað i hættu! Þjóðviljinn biður
allan almenning að gera sér grein fyrir
þvi hversu alvarlegt hneyksli hér er á
ferðinni. Það eru Bretar sem munu að
flokksins i Morgunblaðinu i gær, en þar
kemur fram að aðalatriðið sé að við
íslendingar höldum „jafnvægi okkar og
stefnu, er fyrr en siðar mun tryggja okkur
yfirráð yfir landgrunninu öllu.” Þess er
þvi ekki langt að biða að Morgunblaðið
reyni að eigna sér stefnu þá sem rikis-
stjórnin mótaði i landhelgismálinu: við
þurfum að biða nákvæmlega þangað til
landhelgin er friðuð fyrir brezkum yfir-
gangsmönnum.
sjálfsögðu taka eftir sliku. Haldi þeir
áfram yfirgangi sinum innan 50 milnanna
af sama ofstæki og stundum áður, jafnvel
inni á friðuðum svæðum, munu varðskip
okkar auðvitað taka á móti af fullri festu.
Sýni Bretar þá dólgshátt sem jafnvel
stofnar lifi manna i háska er landhelgis-
deilan komin á alvarlegra stig en nokkru
sinni fyrr. Og þá telja Bretar nú, eftir um-
mæli varaformanns Sjálfstæðisflokksins,
að slikt væri beinlinis ósk kommúnista —
m.ö.o. þeirra sem ákveðnast vilja ganga
fram i þvi að verja landhelgina, en
Morgunblaðið hefur jafnan nefnt þá menn
kommúnista, sem einarðlegast vilja
stuðla að framgangi islenzkra hagsmuna.
Að sjálfsögðu væri tilefni til þess að fara
miklum mun alvarlegri orðum um of-
stækisathugasemd varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins. Það verður ekki get hér
að sinni; en að lokum aðeins bent á að
stundum hafa verið notuð stærri orð og
grimmari um þá menn sem á úrslita-
stundu snúa níðspjótum að þeim sem i
forustu fara i samstilltri liðsveit lands-
manna.
Koma Brésnefs til Vestur-Þýzkalands
Mesti viðbúnaður lögreglu
í sögu Vestur-Þýzkalands
Mikill viöbúnaöur cr I Vestur-
Þýzkalandi fyrir ki\mu sovézka
flokksleiötogans LeoaidsBrésnefs
þangaö. Lögreglan v«stur-þýzka
gerði meðal annars .húsleit hjá
maóistum, þ.e. floKksntönnum
KPD, vestur-þýzka ptarx-lcnin-
istaflokksins. Miöstj^narmaður
úr flokknum var handtekinn i
miöstöö flokksins I Dortmund á
dögunum.
Félagar KPD hafa að undan-
förnu lýst þvi yfir að þeir muni
efna til mótmælaaiígerða við
komu Brésnefs. A þriðjudaginn
gerði vestur-þýzka lötreglan að-
för að miðstöðvum njaóista; til-
gangurinn var sagðunsá að finna
út hvaða áætlanir þdir hefðu á
prjónunum vegna komu sovézka
flokksformannsins. Lögreglan
tók meðal annars i sina vörzlu
talsvert magn af blaðinu Rauða
fánanum auk spjaldskrár KPD.
Flestir voru lögreglumenn i að-
gerðum þessum i Vestur-Berlin;
þar óðu þeir tvö hundruð talsins
um flokksbækistöðvar KPD.
I fjögurra daga heimsókn sinni
til Vestur-Þýzkalands verður
Brésnefs gætt af fjölmennara lög-
regluliði en nokkru sinni hefur
verið að störfum i sögu landsins.
Brésnef mun búa á hótel Peters-
berg, sem er hátt upp i Siebenge-
birge, og þangað er aðeins einn
vegur fær. Hótelsins hefur verið
gætt að undanförnu meö geysi-
fjölmennu lögregluliði. Þá daga
sem Brésnef stendur við munu
1500 sérmenntaðir lögreglumenn
gæta hótelsins.
Þyrlur munu stöðugt vera á
sveimi yfir Bonn þar sem fólk
hópast saman. Þyrlurnar eru út-
búnar með sérstökum sjónvarps-
myndavélum sem senda siðan
með sérstökum útbúnaði mynd-
irnar jafnóðum til lögregluaðal-
stöðvanna i Bonn.
Lögreglan hefur til þessa sam-
þykkt þrjár mótmælagöngur. Ein
þeirra er á vegum KPD, hins við-
urkennda leyfða vestur-þýzka
kommúnistaflokks. Sá flokkur
mun hylla leiðtogann Brésnef.
1 virðulegu umhverfi munu þeir eiga fundi saman Brésnef og Brandt.
En utan dyra eru þúsundir lögreglumanna á sveimi. Myndin er tekin i
Kreml er Brandt fór til Sovétrikjanna 1970.
Gert er ráð fyrir 30-40 þúsund
þátttakendum.
Auk Brésnefs koma um 800
blaðamenn til Bonn, en ekki er
gert ráð fyrir, að nema örfáir
þeirra fái tækifæri til þess að
fylgjast með Brésnef úr nálægð.
Brésnef mun ekki halda sérstak-
an blaðamannafund meðan hefur
viðdvöl i Vestur-Þýzkalandi.
Þorsteinn frá Hamri:
WATERGATE
Watergate-málið hefur nú i
sifellu leitt i ljós að skrifborðs-
böðlar Hvita hússins geta sér
siðferðislegan orðstir á fleiri
sviðum en þeim er varða af-
skipti af fátækum smáþjóðum
i heiminum. Sýnt er að þeir
gera lika ýmislegt sér til gam-
ans og sóma heima fyrir. Þeir
ýmsu aðilar, sem hfngaðtil
hafa fjallað um blóðugt atferli
þessara ærukæru manna eins-
og helga dóma, geta nú
spreytt sig á að meta hin nýju
frægðarverk þeirra til hærri
eða lægri heiðursþrepa — mið-
að við það sem fyrir var. Og
nú kemur herra Nixon að
heiðra oss með viðræðum sin-
um hér við mann sem veit
einkar glögg skil á öllu er
varðar ,,bætt andrúmsloft”;
slikt ta! þykir Nixon næsta
gott. Margir eru farnir að
hlakka til. Liggur i augum
uppi að hann mun tjalda sinu
skásta og hafa á að skipa hinu
friðasta föruneyti. Að sjálf-
sögðu er nú smalað saman
hérlend’tm lögregluliðsstyrk
svo sem faung eru á til að
vernda þessa sómamenn fyrir
hugsanlegu aðkasti inn-
fæddra. Lögreglan mun þvi
umlykja i sinni volgu verndar-
hendi þessi dýrmætu fjöregg
frelsis og lýðræðis. Væntan-
lega heldur hún vel utan að
þeim i öllum skilníngi; þvi
óbreyttur Islendfngur er van-
þróaður i hugsun og gjarn að
nota einföld orð varðandi þá
ýmsu hami sem afrek og heið-
ur bregða yfir sig i timanna
rás, og vis til að spyrja:
Hverjir vernda oss vesæla á
meðan — fyrir aðsteðjandi
morðvörgum, meinsæris-
mönnum og innbrotsþjófum?
Þorsteinn frá Ilamri