Þjóðviljinn - 19.05.1973, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.05.1973, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVXLJINN Laugardagur 19. mal 1973 Laugardagur 19. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 RABBAÐ VIÐ BÆNDUR FYRIR VESTAN, NORÐAN, AUSTAN OG SUNNAN Sauðburður er nú hafinn um allt land og gott hljóð í bændum, amk. þeim, sem Þjóðviljinn ræddi við fyrr í vikunni í öllum landsfjórð- ungum. Gróður er lítið kominn til, nema helzt syðst á Suðurlandi og vor- verk því yfirleitt lítið byrj- uð. En klaki er lítill sem enginn í jörðu eftir mildan vetur, krossmessuhretið gengur yfir og komin þíða um allt íand,og voru sumir farnir að sjá græn strá hér og þar í kringum sig. Hvergi var kvartað yfir heyleysi, og er þó fé að því er virðist allstaðar enn á fullri gjöf. Biðum eftir betri tið — Við erum að biða eftir betri tið, sagði Guðmundur Þor- steinsson bóndi að Skálpastöðum i Lundareykjadal. Það hefur verið kalt að undanförnu og þetta er fyrsti dagurinn, sem dálitið hlýnar, en jörðin tekur vel við; það er litill klaki og vantar nú bara raka og hlýju. Sauðburður hófst viða fyrir nokkrum dögum og er að byrja annarsstaðar. Ekkert er farið að bera á, en ef vel tekst til með að korna áburðinn og hann er góður er útlitið gott. Menn bjuggust við áburðarhækkuninni og jafnvel meiri en raun varð á, það var búið að tala um hærri tölu. Heilsufar er gott i búfé, en þetta er auðvitað viðkvæmasti timinn. Afkoman eftir pólitikinni Gróðurinn gengur hægt, enda verið frost á nóttunni þangað til réttnúna, sagði Hinrik Þórðarson bóndi að Gtverkum á Skeiðum. Sauðburður er að byrja, en ekkert farið að grænka og féð á fullri gjöf. En hrossin eru úti i góðu ástandi. Veturinn hefur verið góður, en svo kalt að undanförnu, að það er klaki i jörðu ennþá. Það munar uppundir mánuði á gróðri frá Stokkseyri og Eyrarbakka neðst i sýslunni og hér uppi i hlið- inni. Vegir eru betri en oft áður og búið að flytja áburðinn, en ekkert farið að bera á né setja niður i garða eða vinna önnur vorverk. Ef ekki vætir litur út fyrir, að langt sé þangað til komin verði útbeit fyrir nautgripi, jörðin er svo þurr. Það hefur verið kvefpest i mannfólkinu, en ekkert borið á niður núna og við erum að vona, að þetta verði ekki meira. Enn hefur ekki borið á neinum áhrif- um á féð. Mannheilt, skepnuhöld með afburðum góð og kapphlaup milli manna að fóðra sem bezt, enda óvenjumikil hey á óvenju stuttum tima i fyrrasumar. Aburðarhækkunin kom ekki á óvart, við gengum útfrá þvi, að hann mundi hækka einsog annað. Það er allt dýrt orðið. Ég fór i vetur með 2-3 poka af fóðurbæti á dag i fénaðinn. Svo þetta kemur ekki alveg fritt út, þótt Dagrún haldi það kannski... Að byrja að sjást litur — Hér er rétt að byrja að sjást litur á túnum, sagði Magnús Guðmundsson bóndi á Kvigindis- felli i Tálknafirði en annars hefur verið leiðindaveður það sem af er, snjókoma og frost þangað til fyrir tveim dögum. Sauðburður hófst uppúr 10. mai og gengur vel, skepnuhöld góð og hefur ekki borið á neinum sjúk- dóm i fé hér, fremur en áður. önnur vorverk eru ekki hafin, en áburðurinn kominn, stór- hækkaður, og þótt maður byggist við hækkun, kom á óvart hve mikil hún varð nú þegar þeir eru að lækka annað. . Bátar hér eru að hætta á ver- tiðinni og hefur verið mikil vinna hér i frystihúsinu i vetur, einkum framanaf vetri. Vertiðarfólki fækkaði verulega kringum Kominn með 6 — 8 tvilembdar — Sauðburður er að byrja alls- staðar hér i kring, sagði Kristinn Eirikssou, bóndi á Keldhólum i Vallahreppi, hjá mér bar sú fyrsta þann 12. og ég er kominn með 6-8 tvilembdar og nokkrar einlembdar. Þetta gengur yfir- leitt vel og hafa skepnur verið með hraustasta móti hér i vetur, enda vel gert við þær framanaf vetri og þær ekki látnar leggja af. Ekkert hefur orðið vart við sjúk- dóma i fé, en ær hafa látið lömbum á einstaka bæ. Heilsufar i mannfólkinu hefur lika verið þokkalegt, nema hvað það gengur þetta venjulega vor- kvef. Það er ekkert farið að gróa, rétt að byrja að grænka hólabörðin, en mýrar kolgráar enn. Það er þvi ekkert farið að bera á, ekki einu sinni farið að sækja áburðinn, og verður ekki gert fyrr en eftir svona hálfan mánuð. Verðhækkunin á áburði þykir nokkuð frek, en það er útlendi áburðurinn sem hækkar mest og litið keypt af honum hjá okkur; sá innlendi hækkar ekki eins mikið. Fé er enn á fullri gjöf og verður að mestu næstu tvær vikurnar; við höfum það úti, en gefum i stakka. Hleypum alltaf til 2. i jólum — Hér hefur verið gjóstur i veðrinu þangað til i dag, að það er loks að byrja að grænka, sagði Sauðburður stendur sem hæst um allt land sjúkdómum i sauðfé, tannlosi né öðru. Og i nautgripum er gott heilsufar einsog alltaf þegar slegið er seint, þá reynist heyið hollara. Otlitið er frekar gott og af- koman virðist góð hjá bændum, en svolitið eftir þvi, hvar þeir eru i pólitik... I Skeiðahreppi er nú verið að byggja sundlaug við skólann i Brautarholti með gufuböðum og öllu tilheyrandi. En það gengur hægt og kostnaðaráætiunin hefur hækkaö við gengislækkanirnar, svo nú óttast ég mest, að ég verði dauður úr elli áður en verkinu lýkur og komist aldrei i baðið. Ástandið á vegum slæmt 1 dag er fyrsti hlýi dagurinn, sunnanátt og þiðviðri, en hefur veriðkaltundanfarið.sagði Björn Guttormsson bóndi á Ketilsstöð- um i Hjaltastaðahreppi á Héraði. Gróðri hefur farið hægt fram, en er að byrja og jörðin að mestu orðin þið. Sauðburður er hafinn viðast hvar, en ekki hefur viðrað til annarra vorverka, verið frost flestar nætur siðan um páska. Astand á vegum er mjög slæmt, svo menn hafa ekki getað dregið að sér áburð og ekki er heldur farið að breiða neitt út að ráði. Heilsufar er gott, nema misl- ingar hafa eitthvað herjað á skólakrakka á Eiðum, og skepnu- höld hafa verið góð. Nokkuð hefur verið um skemmtanahald að undanförnu i sambandi við Héraðsvöku og Leikfélag Fljótsdalshéraðs er að sýna Hart i bak hér i nágrenninu. Sumarið leggst vel I mann, út- litið er sæmilegt eins og er, en hver reyndin verður er ekki vitað fyrirfram. Þetta er ekki nema einstaka maður, sem veit lengra nefi sinu i þessum efnum og þeir eru þá ekkert að flika með það. Vorið leggst vel i menn Vetur hefur verið góður og fremur snjóléttur, en fé er enn allt á gjöf, sagði Sturla Eiðsson bóndi að Þúfnavöllum i Skriðu- hreppi. Sauðburður byrjaði viðast svona viku af mai og gengur vel. Vorið leggst vel i menn og byrjað er að vinna tún og gera við girðingar. Þetta er mesti anna- timinn hjá bændum og enginn timi til samkoma, enda þær ekki haldnar um þetta leyti. Túnin eru að grænka og margir farnir að dreifa útlenda áburðin- um, sem við áttum að visu von á að hækkaði, en varla svona mikið. Taka hækkuninni likt og stirðri tið — Þetta er orðin löng bið eftir gróðrinum og þetta hefur verið einn gjafaþyngsti vetur um lengri tima,sagði Einar ólafsson bóndi að Lambeyrum i Laxárdal. Hér hefur verið mikill snjór og hag- leysi og fé mikils til staðið inni siðan i nóvember. Heyskapur var hér ágætur i fyrrasumar, en hey hafa öll gefizt upp og menn al- mennt að verða búnir með þau. Enn er það kalt, að gróðri miðar hægt, enginn bithagi fyrir fé og það sem ber núna verður að vera algerlega inni. Sauðburður er al- mennt að byrja og fyrstu lömbin að fæðast hér i sveitinni þessa dagana. Litið er farið að hreyfa við vor- verkum nema þá helzt að laga girðingar og vinnsla á túnum ekkert hafin. Aburður er að byrja að koma og menn taka hækkuninni likt og stirðri tið. Mikið lif hefur verið i leikstarf- semi i vetur og er Leikfélag Lax- dæla að sýna annað stykkið, annars er litið um samkomur og við förum litið þessháttar, þessir karlar fram til dalanna. Ekki laust við græn strá — Það hefur nú verið þannig tið hér nyrðra, að vorverk eru engin farin af stað, sagði Guðmundur Asgrimsson bóndi i Hlið I Hjalta- dal. Sauðburður er almennt hafinn, en allmisjafnt, hve langt hann er kominn. Fé er allt á fullri gjöf, en ekki laust við, að maður sjái græn strá, gróðurinn var að byrja þegar siðasta kuldakast kom. Þetta er annar dagurinn sem er hláka. Annars hefur snjóað á hverri nóttu siðustu viku, en tekið upp jafnóðum á láglendi. Ég er nú litill spámaður um útlitið, en það er vitað mál, að jörð kom klaka- laus undan vetri, svo búast má við, að hún taki fljótt við sér úr þessu. Þær fyrstu á þrem bæjum þrilembdar — Sauðburður er rétt að byrja og gengur vel, en gróður er litill ennþá, hefur verið frost og snjór yfir jörðu.en tekið upp nú nýlega. Menn eru sæmilega birgir af heyj- um, en fóðurbætir er af skornum skammti einsog er, mest vegna þess, að vegir eru allir hálfófærir sagði Skúli Andrésson bóndi á Framnesi I Borgarfirði eystra. Það er gott hljóð i bændum og féð frjósamt, ég veit til, að hjá þrem nágrannabændum minum voru fyrstu rollurnar sem báru á hverjum bæ þrilembdar. Túnin eru svo blaut, að ekkert er farið að bera á nema smávegis Lítiö farið aö grænka og vorverk óvíöa hafin húsdýraáburð fyrr i vor. Aburðarhækkunin þykir koma illa ofan á hækkunina i fyrra. Heilsufar hefur verið gott á mönnum og yfirleitt á skepnum, þó hefur borið talsvert á tannlosi i fé á sumum bæjum og er verið að rannsaka þetta og gera tilraunir, en þeir standa alveg á gati og vita ekkert, hvað veldur. Leikfélagið Vaka hefur verið að sýna leikritið Júpiter hlær og heimsótti Egilsstaði um siðustu helgi. í Bakkagerði erum við með félagsheimili i byggingu og stendur til að vigja það að sauð- burði loknum. Vilium losna fljótt við ærnar úr túnunum. — Sauðburður er almennt hafinn og langt kominn viða, sagði Einar Einarsson bóndi á Skammadalshóli i Mýrdal. Það grær snemma hér hjá okkur og við viljum fljótlega losna við ærnar úr túnunum. Það er orðið fallega grænt og er að koma ágætur sauðhagi, en við höfum náttúrlega veriö smeykir um grasið vegna mengunarinnar frá gosinu i Vestmannaey jum. Það er langt siðan hefur bætzt við öskuna og hún eyðist smám saman, en svolitil hætta er fyrir hendi nú, þegar uppstreymið frá gras- rótunum verður örara. Rannsókn á sýnishornum bendir til, að hættan sé að minnka. Skepnuhöld eru yfirleitt góð hér um slóðir, enda góð hey i fyrra og fé yfirleitt á fullri gjöf enn. Ekki berá neinum sjúkdómum af völd- um gossins, en fé hefur litið bitið enn og mest haldið sig við hús og enginn veit hvað koma kann fram siðar. Það er vorhugur i mönnum og byrjað á vélavinnslu á túnum, farið að tæta og herfa, en ekkert farið að bera á. Það verður strax og menn komast til þess. í garða hefur mjög litið verið sett enn i sveitinni, en eitthvað byrjað i Vik. Viðhorf breytast og fólk flyzt i sveitina Við höfum haft fremur harðan vetur og undanfarinn hálfan mánuð hefur verið verulega kalt, en ekki þó svo að frysi, svo við er- um ekkert hræddir við skemmdir i túnum, sagði Eggert Ólafsson bóndi i Laxárdal i Svalbarðs- strandarhreppi. Nú er sunnan rigningarúði og gróðurvottur i túnum. Það er mikill hugur i mönnum hér, sem búa, enda hafa tvö undanfarin ár verið mjög góð, sérstaklega sl. sumar, þegar bæði spretta og nýting varð afburða góð og dilkar með allra vænsta móti i haust. Bændur eru þvi yfir- leitt ánægðir og fólk flyzt i sveitina. Fjórir eru að byrja bú- skap hér i Þistilfirði núna og eru nú að byggja. Það er mikil breyting frá þvi sem var, að nú skuli fremur fjölga en hitt og mér finnst við- horf ungs fólks til búskapar greinilega vera að breytast. Hins vegar ógna manni vægast sagt þær upphæðir, sem þarf til að stofna bú, bara i byggingarnar fara þetta 4-5 miljónir, kannski tvær i ibúðarhúsið og 2-3 i úti- húsin. En það er liðin tið, að byrjað sé með frumstæðum hætti. t þorpinu á Þórshöfn er einnig talsvert um byggingafram- kvæmdir, 6-7 ibúðarhús i smiðum. Það urðu kaupfélagsstjóraskipti hjá okkur nýlega og tók Sigurjón Daviðsson frá Kópavogi við af Bjarna Aðalgeirssyni, sem hefur verið kaupfélagsstjóri hér i nokkur ár. Þá er fengið áburðarverðið — 27% hækkun, takk. Hér verður ekki farið að bera á fyrr en eftir hálfan mánuð, það er fyllsta álag á mönnum við sauðburðinn, sem er nýhafinn á sumum bæjunum, og er það með fyrra móti. Ærnar bera inni eða við hús og eru flestar tvilembdar og gemlingarnir jafnvel með lömb- um lika. Ekki frítt þótt Dagrún haldi það — Sauðburður stendur nú sem hæst úti i ausandi rigningunni og gengur vel, mikið um tvilcmbt, sagði Gissur Gissurarson bóndi i Selkoti i Austur-Eyjafjallahreppi. Við erum enn að gefa, en féð étur orðið illa, það er aðallega vothey, sem það vill, og svo mjölið. Annars beitum við orðið á gömlu túnin mest, siðan ræktunin á Skógasandi kom til sögunnar. Gróður hefur gengið hægt, verið norðan átt og kalsi, en byrjaði að rigna i gær og þá þýtur grasið upp. Búið er að aka út haugum og einstaka maður er farinn að bera á, annars eru vor- verk litið hafin. Vorið leggst ágætlega i mig. Hér hefur annars verið nokkur mengun frá gosinu, en rignir páskana, en það sem eftir varð hefur haft feikna mikla vinnu framað þessu, unnið helgidaga og flest kvöld. Kvenfólkið i útskipun — Það hefur verið rysjótt tið að undanförnu, komið tvö hret og annað rétt afstaðið, sagði Þór- hallur Kristjánsson bóndi á Halldórsstöðum i Kinn, Ljósa- vatnshreppi. — Rafmagnið fór af fyrir stuttu vegna isingar á linun- um. Snjóskaflar eru á öllum tún- um enn, gilin full og talsvert af snjó meðfram Kinnarfjöllunum, enda snjósælt I Þingeyjarsýslunni og kannski Kinnin mest. Fyrri hlutann i vetur var gifurlega mikill snjór og var þá rafmagns- laust alltaf öðru hverju, þegar rafmagnslinurnar hrundu niður. Sauðburður er hafinn fyrir nokkra hjá sumum, en að byrja annarsstaðar og gengur vel. Það er af sem áður var, þegar vara- samt var fyrir féð ef gróður kom snögglega. Þá voru gefin úthey, en nú er bara gefin taða, svo breytingin er ekki veruleg. Vorverk eru ekki hafin, enda vorið tæplega komið hingað, en talsvert af fólki úr sveitinni hefur verið að vinna á Húsavik og vinnur kvenfólkið við að skipa út kisilgúr. Óvenjuleg skemmtun var hér um daginn, þegar tveir karla- kórar sungu saman i félags- heimilinu. Það voru karlakórinn Þrymur af Húsavik og nýstofn- aður kór hér kringum Stóru-Tjarnarskólann, skipaður Ljósvetningum, Fljótsdælingum og Bárðdælingum. Báðir hafa sama stjórnanda, tékkneskan tónlistarkennara, sem starfar á Húsavik. Páll Lýðsson bóndi i Sandvik i Arnessýslu. Sauðburður byrjar eftir þ. 15. Við hleypum alltaf til annan i jólum, það er jóla- gamanið og alveg fastur siður. Vorverk hafa gengið tiltölulega vel. Það var farið að sá i rófna- garða fyrst i maí, enda hvorki blautt né klaki i jörð. Það er byrjað að bera á túnin og er nú fyrsta skiptið, sem við getum fengið blandaðan áburð, kornaðan, ótakmarkaðan. En hann hefur hækkað talsvert og þótt maður hefði grun um það er erfitt, að aldrei skuli vera til- kynnt um hækkunina fyrr en i siðustu forvöð, jafnvel eftir að byrjað er að taka hann. Dálitið hefur verið kvartað undan, að áburðarafhending dragist, bóndi hér i nágrenni við mig hafði td. ekki fengið garðáburðinn siðast þegar ég vissi. Það er vorhugur i mönnum og okkur lizt vel á sumarið fram- undan. Þótt kalt hafi verið að undanförnu, hefur það litið að segja fyrir okkur, þvi við gefum von úr viti, erum enn að gefa fé og mas. með hross á gjöf. Eftir allt- saman urðu heyin svo mikil i fyrra, að menn gátu leyft sér hitt og annað i vetur. Tannlosið i sauðfé hefur nú borizt niður i Flóa; við könnun sauðfjársjúkdómanefndar fundust 8-9 kindur með tannlos á einum bænum, en þessi sjúk- dómur var ekki kominn i neðri hluta Arnessýslu i fyrrahaust. Kýlapestina hefur hinsvegar ekki orðið vart við hér. Hún virðíst aðallega fyrir austan. Félagslega fer nú dauður timi i hönd, þvi það er keppzt við að ljúka öllum aðalfundum og öðrum fundum fyrir sauðburð, sem stendur framundir 5.-10. júni. —vh Ballett um Austurstræti Tómasar Reykjavikurborg ætlar að láta semja ballett og kórverk I tilefni þjóðhátiðarinnar 1974.Á bailettinn að vera um ljóð Reykjavikur- skáldsins Tómasar Guðmunds- sonar, „Austurstræti”. A fundi borgarráðs i gær var samþykkt tillaga þjóðhátiðar- nefndar Reykjavikur 1974 um þetta og ákveðið að fela ákveðn- um listamönnum verkið. Var samþykkt að leita til Jóns Þórar- inssonar tónskálds um kórverkið, en efni þess verður frjálst val, og til Jóns Nordals tónskálds og Eriks Bidsteds ballettmeistara um samningu ballettsins. Sótt um lóö fyrir hof og grafreit Asatrúarmenn hafa nú skrifað borgaryfirvöldum bréf og sótt um lóð undir hof og grafreit. Var mál þeirra tekið fyrir i borgarráði i gær og visað til afgreiðslu lóða- nefndar. Kínverjar vilja friöa Kyrrahafiö Peking 18/5 — Tsjú En-læ for- sætisráðherra Kina sagði i viðtali viö James Cairns, ráðherra er- lendra viðskipta i Astraliu, að Kinverjar aðhylltust tillögu Mexikana um að hluti Kyrrahafs- ins skuli friðaður fyrir atðm- vopnatilraunum. Cairns átti viðræður við Tsjú i Peking i gærkvöld og stóðu þær i eina klukkustund. Þar gerði Cairns grein fyrir áliti Ástrala á atómvopnatilraunum Frakka og Kinverja. Tsjú En-læ kvaðst einn- ig hafa skýrt Gough Witlam frá þvi hver væri stefna Kinverja gagnvart tilraunum þegar Whit- lam var i Peking fyrir stuttu. SF — Bjarna: Vill viöræöur viö ríkis- stjórnina Blaðinu hefur borizt ályktun fé- lagsfundar Samtaka frjálslyndra i Reykjavik sem haldinn var i fyrrakvöld. Þar er vakin athygli á þvi, að bráðabirgðalög skuli hafa verið sett og nýr ráðherra vænt- anlegur i stjórnina án nokkurs samráðs við þingmann SF, Bjarna Guðnason. ,,Er augljóst að rikisstjórnin ber ein ábyrgð á þeim gerðum, sem þannig er staðið að”. Leggur fundurinn til, að rikisstjórnin taki upp viðræður við fulltrúa SF um samstarfs- grundvöll. Tilgreinir fundurinn nokkur atriði sem sérstaklega þurfi að fjalla um, og er þar efst á blaði framvinda landhelgismáls- ins, uppsögn hernámssamnings- ins og dreifing miðstjórnarvalds.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.