Þjóðviljinn - 31.05.1973, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mai 1973
Jakobína Sigurðardóttir
Langlínusamtal
við fúskara
Halló! Já, halló — Hvað?
Hefir þú frétt,
að islenzkri gestrisni
séu engin takmörk sett?
Að hér sé þokað lokum
fyrir þjófum og ræningjum?
Að bær minn standi opinn
barnamorðingjum?
Ja, — það er nú það —
Að böðli og brotamanni
beini sé veittur hér
jafnt Jésú Kristi
og Júdasi, rangt er —.
Jú, — einu sinni var það svo,
— einkanlega á Ströndum, —
ef fagmennirnir töpuðu
fúskurum úr böndum —.
En nú er öldin önnur, maður!
Okkar tið við þekkjum.
Og þú ert aðeins fúskari.
Þessvegna ertu i hlekkjum.
Þú myrtir einn,
— og það með eigin höndum.
Siðan léztu gripa þig
og situr i böndum!
Nei, — islenzka gestrisnin
er ekki fyrir slika menn.
En þeir sem kunna fagið,
þeir koma senn.
Lyktar allt af landkynningu.
Löggan er á hjólunum.
Heimsmeistarinn, stórmeistarinn —
Ha —? Hvað skeði á jólunum?
Sjálfsagt eitthvað sérstakt —.
En svona er þetta:
Hér mætast bráðum meistarar,
og margt verður frétta.
Úr þjóta allar lokur,
opnast hver gátt.
Allri verður hjörðinni
svo innilega dátt.
Og alúðin okkar kemst
i ameriskt og franskt blað.
— Helsprengjur og Vietnam —?
Hvað er það?
Mai, 1973
Nú hafa þeir Nixon og
Pompidou guöaö á gluggann
hjá okkur og sagt: Hér sé
Mammon, viö erum meö fjár-
málaráöherra með okkur.
Sjálfsagt er aö taka innviröu-
lega á móti þeim, eins og
ævinlega á aö taka á móti
gestum. Rikisstjórnin gerir
þaö vafalaust óaöfinnanlega á
þá steingeldu alþjóölegu
kurteisisvisu, sem við á og
kallast diplómati.
Almenningur þarf hinsveg-
ar ekki aö viöhafa neina
sýndarkurteisi, hvað þá yfir-
drepsskap. Honum á sem bet-
ur fer aö vera frjálst á þessu
landi aö tjá hug sinn óhikað og
af einurö. Slikt á ekki aö van-
meta og sizt af öllu aö hunza
með afskiptaleysi, uppgjafar-
afstöðu eða jafnvel hundingja-
hætti. Til hvers væri þá okkar
marglofaöa frelsi.
Þótt þetta séu stundum kalk
aöir tveir af voldugustu mönn-
um heimsins, þá er álitamál,
hversu máttugir þeir eru per-
sónulega. Vitaskuld eru þeir
fyrst og fremst fulltrúar
ákveöinna stjórnmáiaafla
heima fyrir eða öllu heldur
hagsmunaafla, þvi að stjórn-
málin snúast jú öllu öðru
fremur um hagsmuni. Þannig
eru þeir þessa stundina odd-
vitar tveggja rikustu efna-
hagsvelda heimsins, Banda-
rikjanna og Efnahagsbanda-
Elags Evrópu, sem hafa fjár-
málaleg tök á a.m.k. fjórum-
fimmtu af auðlindum jarðar-
innar, enda þótt i rikjum
þeirra sjálfra lifi ekki nema
einn fimmti af ibúafjölda
þessarar sömu jarðar. Þeir
eru postular heimsins auð-
drottna,sem við höfum sjálfir
nýveriö oröið áþreifanlegar
fyrir barðinu á en stundum
áöur.
Samt sem áður væri fárán-
legtað vilja skerða hár á höfði
þeirra og gera þá að pislar-
vottum, eins og barnaskóla-
krakkar og fólk á svipuðu
þroskastigi heyrist hafa i
flimtingum. Auðvaldskerfið á
bak við báöa stæði jafnrétt,
þótt þeir fengju fjúk, og það er
hægur vandi að verða sér úti
um nýja skúrka til að vera for-
setar og aðalframkvæmda-
stjórar arðránskerfisins I
heiminum, sem þeir fyrst og
fremst eru, þegar grannt er
skoðað.
Gildir góðmennskan?
En hvernig stendur á þvi, aö
átta ára börnum finnst þaö
eigi að taka ifkamlega i lurg-
inn á einmitt þessum herrum?
Eru þetta svona illa innrætt
börn, þótt þau séu góö viö kisu
sfna? Eða eru þau svona illa
uppalin? — Mér er nær að
halda, að hér sé á ferðinni
meöfædd og frumstæö rétt-
lætiskennd barnsins. Þau hafa
séð myndir af þeim barna-
morðum og limlestingum,
sem Nixon ber ábyrgð á. Og
margt bandariskt sjónvarps-
efni hefur einmitt kennt þeim,
aö lausnin felist i þvi að gefa
duglega á kjaft og skjóta.
Svipað er aö segja um rúöu-
brotin i brezka sendiráðinu
fyrir viku. Þótt slfkar tiltektir
séu í sjálfu sér heimskulegt
athæfi, þá má segja að I raun-
inni séu þetta ofureðlileg við-
brögð fljóthuga og óbeizlaðra
unglinga. Það voru Bretar,
sem byrjuðu ofbeldisaðgerðir
I okkar garð með herskipainn-
rás i okkar landhelgi. Þvi þá
ekki að ráðast á þeirra land-
svæði i Reykjavik i staðinn
samkvæmt bibliureglunni:
auga fyrir auga, tönn fyrir
tönn. Aðgætum, að þessi ung-
menni hafa alizt upp viö Harö-
jaxl.og Dýrling i mörg ár. .
A5 taka á móti
Islenzkur almenningur hef-
ur enn varðveitt að nokkru
hinn óbrjálaða réttlætisskiln-
ing barnsins. Hann vill ekki
lúta valdinu, heldur standa á
réttinum. Það sýna m.a. við-
brögðin gagnvart átökum
varðskipsins Ægis við brezka
veiðiþjófinn á laugardaginn.
Gylfi og Geir sprændu þvi upp
i vindinn með sinum lúalegu
slettum í garö staðfastra yfir-
valda.
Það er eins gott, að slíkir
menn eru ekki skipherrar á
varðskipunum, hvað þá þjóð-
arskútunni. Annaðhvort er
þeim ekkert nær hjarta en að
spilla fyrir núverandi ríkis-
stjórn, hvað sem i húfi er. Þá
varðar sumsé ekkert um þjóð-
arhag, heldur aðeins sinn
einkahag. Ellegar þeir eru
orðnir alteknir eymingjaskap
gagnvart hinum „stóra
heimi”. Þeir tala um almenn-
ingsálitið I heiminum. Hvað er
það eiginlega? Eru það fúl-
mennskuskrif Springer-press-
unnar i Vesturþýzkalandi og
samkynja auðhringasnepla
annars staðar? Heimurinn er
ekki það kálfskinn eitt, sem
Vesturevrópa er.
Amlóðar.
Þorri islenzks almennings er
hinsvegar enn ekki orðinn al-
tekinn hugmyndafræði harð-
jaxls, dýrlings og öðru and-
legu unglingafæöi hins „stóra
heims”, sem Nixon og Pompi-
dou eru fulltrúar fyrir. Séra
Snorri á Húsafelli á þar enn
nokkur ftök. Hann tók rausn-
arlega á móti öllum gestum,
en lagði samt i vana sinn að
prófa getu þeirra lftillega. Til
þess hafði hann þrjá misþunga
steina, sem hétu Fullsterkur,
Hálfsterkur og Amlóði. Full-
sterki ullu fáir, en ekki dró
Snorri af viðurgerningi, þótt
þeir gætu engum lyft. Hann
hafði einungis opinberað þeim
getuleysi sitt.
Likamskraftar eru ekki hátt
skrifaðir nú á dögum kjarn-
orku og eldflauga. Þeim mun
meira vegur hinn andlegi
styrkur þjóðarleiðtoga til
góðra verka.
Fullsterkir mættu þeir kall-
ast, sem hefðu komið slikri
skipan á i heimalandi sinu, að
allir nytu sinna beztu hæfi-
leika og enginn lifði og auðg-
aðist á vinnu annarra. Hálf-
sterkir væru þeir, sem gætu
látið alla sina þegna hafa
nægilegt að bita og brenna,
þótt svo að eitthvað væri mis-
skipt kökunni. Báðir lifðu auð-
vitað f friði og án áreitni við
aðrar þjóðir.
Það ætti svo ekki að vera
nema amlóðaverk að stilla sig
um strfðsrekstur gegn öðru
fólki og leyfa því að yrkja sina
jörð og sitt haf I friði og reyna
ekki að lifa á auðlindum ann-
arra.
Hvorugur þessara gesta rik-
isstjórnarinnar kemst i nám-
unda við hafa valdið neinum
sllkum Amlóða. Þvert á móti
eru þeir fulltrúar einna
verstra kúgunar- og arðráns-
afla á heimsbyggðinni. Við
munum hver og einn gera
þeim ljóst, að okkur sé vel
kunnugt um þennan vesaldóm
þeirra með þvi að fylkja liði i
kröfugöngu okkar i dag, —-
þótt við að öðru leyti veitum
þeim björg og beina.
Árni Björnsson
AÐ TAKA A
MÓTI GESTUM
„Níðingsleg árás á
vopnlausa smáþjóð”
Gaf 75000 krónur
til landgræðslu
Guðrún Jónsdóttir frá
Sel javöllum gaf í gær 75000
krónur til landgræðslu á
heiðunum uppi af Eyja-
fjöllum. Guðrún átti átt-
ræðisafmæli um daginn, og
í stað þess að þiggja skart-
gripi „og annað glingur"
bað hún þau að gefa sér
heldur peninga sem síðan
mætti leggja í þarfari hluti.
Guðrún Jónsdóttir bjó að Selja-
völlum undir Eyjafjöllum i 28 ár.
Þaðan segist hún eiga sinar feg-
urstu minningar, og kennir hún
sig ennþá viö þessar æskustöðvar
sinar. Hún smalaði lengi á heið-
unum sem nú eru að blása upp, en
með tilkomu hinnar nýju flugvél-
ar er Flugfélag Islands gaf Land-
græðslu tslands þótti henni tilval-
ið að leggja sitt af mörkum einn-
ig-
Stefán Sigfússon, fulltrúi land-
græðslustjóra, sagði að þetta fé
kæmi sér sérstaklega vel nú, þvi
ekki skortir verkefni fyrir nýju
vélina. Fyrirsjáanlegt væri að
fjárskortur mundi hamla land-
græðslunni á næstunni þvi að fræ
og áburður eru mjög dýr.
Aðspurður sagði Stefán að Páll
Sveinsson, en þaö er nafn nýju
landgræðsluvélarinnar, væri tek-
in til starfa af fullum krafti og á
laugardag hefði hún dreift 52
tonnum og á sunnudag 56 tonnum.
Það eru mun meiri afköst en litla
vélin gæti skilað, en hún gat af-
kastað 40 tonnum á sólarhring er
beztlét. Hingað til hefur ekki ver-
ið unnt að sá i heiðarnar undir
Eyjafjöllum vegna litils flugþols
eldri vélarinnar. en nú er sá vandi
leystur og Landgræðsla ríkisins
getur nú leitaö á ný mið.
Frá Bókbindarafélagi Is-
lands
„Fundur I Bókbindarafélagi Is-
lands, haldinn 24. mai 1973, for-
dæmir harðlega veiðar brezkra
og vestur-þýzkra togara innan
hinnar nýju 50 milna fiskveiði-
landhelgi íslands.
Fundurinn telur að veiöar
Bre'ta undanfarnar vikur á af-
mörkuðu friðunarsvæði sýni bezt
i innræti þessara veiðiþjófa og
I ræningja, sem virða engar regl-
ur.
Innrás brezka flotans nú er niö-
| ingsleg árás á fámenna og vopn-
I lausa smáþjóð, sem er að verja
I Hfshamgsmuni sina, og skorar
fundurinn þvi á rfkisstjórnina að
sllta stjórnmálasambandi viö
Breta tafarlaust.
Þar sem siðustu atburðir á mið-
unum undirstrika þarfleysi svo-
kallaðrar herverndar og aðildir
landsins að hernaðarbandalagi,
skorar fundurinn einnig á ríkis-
stjórnina að segja upp aðild
landsins að Nato og varnarsamn-
ingnum við Bandarikin.”
Norrænt
meinatækna-
mót i Reykjavik
Dagana 31. mai til 2. júni fer
fram i Reykjavik norrænt meina-
tæknamót. Verður það haldið að
Hótel Loftleiðum. Um fimmtiu
meinatæknar frá Norðurlöndum
sækja mótið og búizt er við mjög
virkri þátttöku af hálfu islenzkra
kollega þeirra.