Þjóðviljinn - 31.05.1973, Page 4

Þjóðviljinn - 31.05.1973, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. maí 1973 Heimir Pálsson, menntaskólakennari: Lífstrú og dauðamögn Þótt aðeins sé liöinn röskur aldarfjórðungur sföan striðsótt mannkyn gerði tilraun til að binda endi á heimsstyrjöld með kjarnorkusprengju og orsakaði með þvi hryllilegri hörmungar en nokkurn venjulegan mann gat grunað — þrátt fyrir það aö ein- ungis munaði hársbreidd að vis- indamenn eins og Werner von Braun legöu kjarnorkusprengj- una aö fótum Adolfs Hitlers og segðu: vesgú, elsku vinur! — þrátt fyrir þessar tvær staö- reyndir eru til svo purkunarlausir stjórnmálamenn, svo sjálfselsk valdasjúk smámenni, að þau láti vitnast um sig tilraunir með kjarnorkuvopn — m.a.s. ekki undir yfirskini um kjarnorku til „friðsamlegra nota”. — Þessir menn gera sig þannig bera aö fjandskap viö allt lif á jörðinni. — Einn þessara manna er Georg Pompidú, forseti Frakka, sá sem n.k. fimmtudag mun setjast til skrafs og ráðagerða ásamt Rik- haröi þeim sem senn veröur að- eins kenndur viö brunninn bakviö hliðið og kallaður von Watergate — sem við þann stað mun frægð hans um alla framtið tengd. 1 heiminum eru raunverulega | aöeins tvær stefnur. önnur þeirra er sú yfirgangs- og striösæsinga- i stefna sem G. Pompidú er ágætur fulltrúi fyrir, og hún sætir um þessar mundir aðkasti og gagn- ^ rýni hugsandi fólks um allan heim, allt frá áströlsku verkafólki hingað norður til starfssystkina þess á Islandi. Smám saman er I öllu vitibornu fóiki aö verða ljóst að stefna sem boöar morð á öllu sem lifsanda dregur, svo fremi það þjóni ekki þeim tilgangi ein- um að styöja við hallan hagfót i Ok útaf á ofsa- hraða Stórt ameriskt,, tryllitæki” upp á nokkur hundruð þúsund kr. kannski miljón eða svo, var ger- eyðilagt á sunnudagsmorguninn við Rauðavatn er þvi var ekið útaf á ofsa hraða. Bifreiðin tók að rása til á beygjunni við Rauðavatn og fór fyrst yfir á vinstri vegarhelming en siðan yf- ir til hægri og þaðan útaf og kastaðist eina 25 m i loftinu, en stöðvaðist svo eina 300 m frá þeim stað sem ökumaðurinn missti fyrst stjórn á bifreiðinni. Aðeins einn af þeim sem i biln- um var meiddist nokkuð en þó er hann ekki lifshættulega slasaður. Hinsvegar er „dollaragrinið” algerlega ónýtt eftir. —S.dór Sjónvarpið gengst fyrir kynningar- námskeiði t siðustu viku gekkst sjónvarpið fyrir kynningarnámskeiði fyrir áhugafólk um leikritun og leik- stjórn fyrir sjónvarp. Voru um tuttugu manns á námskeiðinu sem stóð I eina viku. Jón Þórarinsson tjáöi blaðinu aö ætlunin með þessu námskeiði hefði veriö að kynna rithöfundum og öðru áhugafólki tæki þau sem sjónvarpið hefði tii umráða og möguleika og takmarkanir sjón- varps sem fjölmiðils. Hann kvað mikinn áhuga hafa rikt fyrir þessu námskeiði og sést það bezt á þvi að milli 50 og 60 manns sóttu um að fá að sækja það en ekki var talið fært að taka fleiri en tuttugu. Sagði hann að hinir tuttugu útvöldu hefðu verið ánægðir með námskeiðið og talið sig fá mikið út úr þvi. Væri þvi mjög trúlegt að slikt námskeið verði endurtekið en ekki vildi hann spá um hvenær af þvi yrði. —ÞH risavelda (eða dverg-velda eins og Frakklands), sú stefna má ekki veröa ofan á öllu lengur. Það sem Frakkar (liðsoddar Pompidús fyrst og fremst) kalla „tilraunir meö kjarnorkuvopn” og hafa i frammi á Kyrrahafi, er t.d. visvitandi tilraun til að drepa allt kvikt I þvi hafi. Það hefur margsýnt sig aö einhverskonar „kjarnorkufræðingar” sem þykj- ast geta sagt fyrir um áhrif kjarnasprengju, vita minna i sinn haus en meöal fluga. Þaö er þess vegna mál til komið aö við — hversdagslegt lifstrúarfólk — hefjum upp raust okkar gegn slik- um mönnum og segjum: Éttu þinn reiknistokk og rafeinda - heila. Við trúum þér ekki, og viö viljum lifa. Hin stefnan sem ég nefndi, viö getum kallað hana lifstrú, hún hallast að þvi aö hvaö sem ööru liöi, sé lifið þess virði aö lifa þvi. Hún hafnar kennipgum dauða- magnanna um hagfót og vill standa á eigin fótum. Hún biöur striösæsingamönnum allra landa böibæna. — Þvi miöur hafa jafn- vel þeir sem hlifa skyldu stundum látið blekkjast af hagfætinum, enda hefur hann stigið i væng flestra stjórnenda. Þannig hafa sósialisk riki ekki reynzt þeir verndarar lifstrúar sem áttu aö vera. En nú sést hilla undir sam- tök lifstrúarmanna um allan heim. Við Islendingar höfum reynt að skipa okkur i hóp llfstrúarmanna, og i þeim tilgangi höfum viö sið- ustu mánuði tæpast mátt gefa öðru gaum en fiskistofnum okkar. Þaö er hryllileg staðreynd að meðan við eigum á fiskimiðum okkar I vopnuöum átökum viö sérstaka tegund af nátttröllum, sem ekki skilur, aö ókynþroska fiskar eignast ekki afkvæmi (þótt kynlif sýnist annars vera aöal- nátttröllunum kunnuglegt efni) — meöan við eigum I slag við þessi tröll, ljáum viö forystumanni kjarnorkusprengjunnar á Kyrra- hafi, þursi dauöamagnanna, húsaskjól. Enn átakanlegra verö- ur þetta þó, þegar það er hugleitt, aö þessi þurs, ásamt viðmælanda hans, aö ógleymdum nátttröllun- um, eru i svo nefndu „varnar- bandalagi” með okkur. Við höfum á þessu stigi málsins ekki forsendur til aö setja ofan i við rikisstjórn okkar fyrir aö að- hyllast islenzka gestrisni, þótt ég hefði helzt kosiö að hún athugaöi ofurlitið sinn gang, áður en nún hýsir hvern sem er. Hins vegar hljóta allir,sem játa trú á lifið og 3era sér vonir um framtið barn- anna sinna, að andmæla þeirri Heimir Pálsson stefnu sem þeir eru kjörnir full- ‘trúar fyrir Nixon og Pompidú: þeirri stefnu sem boðar rétt hins sterka til að traðka á hinum veika og drottnun dauðamagnanna yfir lifsöflum jarðarinnar. Sýnum það i verki á fimmtu- daginn! Heimir Pálsson RETTUR YOR að ganga upprétt fram hjá forsetunum Nixon og Pompidou Island virðist nú oröið I þjóö- braut alþjóðasamskipta. Sá friður og þaö næði sem þjóðin naut um aldir til aö skapa hér sér- stæða þjóðlega menningu er úti. Nú dynja á okkur alþjóöa- raöstefnur og æ fleiri útlendingar leggja hingað leiö sina i orlofum á flótta undan þeirri skelfingu sem þeir sjálfir hafa leitt yfir sig i heimalöndunum. Svo langt er meira að segja komiö aö hreykn- ustu pótintátar fúinna stórvelda telja sér ekki ósamboðið aö sækja heim þessa sérvitru eyjarskeggja úti við Dumbshaf. Auðvitað gat ekki farið hjá þvi að þessa alls gætti meöal okkar tslendinga sjálfra. Her eru risnar uppheilarstarfsstéttirsem lifa af þvi að bukta sig og beygja fyrir útlendum ferðamannalýö, babl- andi upp á alls kyns hrognamál, og snattandi fyrir komumenn sem hingað flýja um stund þreyttir og vonsviknir af eigin velsæld heima fyrir. Tekjur af þessari iöju nema nú nærfellt tiunda hluta gjaldeyristekna, og fáir munu halda þvi fram aö þeir sem við þetta vinna teljist til þeirra lægst launuðu hér á landi. Það verður eitthvað annað upp á teningnum þegar gætt er að þvi sem framleiðslustéttirnar til sjávar og sveita bera úr býtum. Þaö er orðið fint að vinna i minja- gripaverzlun fyrir útlendinga eða á ferðaskrifstofu, en það er talið afskaplega ófint aö vinna I frysti- húsi, á verkstæöi, vera á togara eða stunda búskap. Þó mun þvi ekki neitað að á þessum siðast nefndu stéttum hvilir islenzka þjóðfélagið. An þeirra hrynur hér allt i dust. A sama tima hefur islenzka þjóðin orðið sér úti um þann munað að ala heila hersveit frammámanna sem telja sér skyldast að þjóna af sem mestri stimamýkt undir erlenda hags- muni. Við höfum fengið ljós dæmi þessa nú undan farnar vikur þegar sjálfstæðismál okkar hefur borið á góma. Það er ekki nema sjálfsagt að veita erlendum gestum sem hingaö leita þær móttökur sem við getum beztar veitt og sýna þeim þá viröingu sem hæfir. Hins vegar er sjálfsagt að þeir verði þess varir að þeir eru staddir meðal'manna sem hafa fleiru að sinna en að snatta fyrir gesti. Stjórnmálamenn sem hingað koma að þinga um sin mál eiga að sjálfsögðu að njóta til þess fulls friðar og næðis i friðsömu menn- ingarríki, en enginn mun þó saka gestgjafana um ókurteisi þótt gestunum verði góðfúslega bent á að hér verður enginn fundar- staöur, ef ekki fæst bein úr sjó fyrir ofveiði og yfirgangi útlendinga. A siðustu öld var hér háð hörð barátta fyrir islenzkum þjóð- réttindum. Þessari baráttu er alls ekki lokið og henni lýkur aldrei meðan íslendingar verða i þjóða tölu. Einmitt á þessu ári stendur þessi barátta sem hæst. Enginn útlendingur ætti að gista Island nú án þess að verða þessarar baráttu var. Enginn gestur getur krafizt þess að hann njóti friöar og næðis á íslandi frá þvi aö kynnast þessari baráttu að nokkru. A siðustu öld birtu leiðtogar tslendinga þjóðinni nýtt hugtak sem var nýlunda þjakaðri þjóð. Þetta hugtak er: Réttur vor. Réttur vor takmarkast ekki af neinum alþjóðareglum, þetta er fæðingarréttur hvers manns til að draga andann. Það er enginkurt- eisi að þegja yfir þessum rétti, það væri aumingjaskapur og dusilmennska. Og það er allt of' mikið af aumingjaskap og dusilmennsku i viðskiptum íslendinga við erlent vald. Það er kominn timi til að erlendu valdi verði mætt af fullri einurð og festu. Jón Sigurðsson Það er vissulega kominn timi til að á það reyni i verki, hvort herlið er hér Islendingum til varnar eða ekki, og ef ekki — þá á það þegar að hverfa af landi brott. Og það er lika timi til kominn að hernaðar- bandalag sem Island er aðili að reynist þjóöinni skjöldur þegar um lif i landinu er að tefla, ella eiga íslendingar ekkert erindi i þann félagsskap. Með heimsókn þeirra Nixon og Pompidou gefst kærkomið tæki- færi til að kynna æðstu valda- mönnum heimsmála islenzka hagsmuni og islenzkan rétt. Það er ekki aðeins tækifæri, heldur þjóðernisleg skylda,að það verði gert af fullri einurð og virðuleika. Jón Sigurösson, kennari. 99 Betur má ef duga skal 99 Rœtt við Gisla á Súganda Vegna atburðanna á miðun- um um helgina þótti okkur við hæfi að spýrja Gisla Guð- mundsson, fréttaritara Þjóð- viljans á Suöureyri við Súg- andafjörö, álits á stööunni i landhelgismálinu. — Góðan dag Gisli. Hver er hugur þinn og ykkar Súgfirð- inga svona yfirleitt um átökin á miðunum siðastliðinn laugardag? Þú kannast jú sjálfur vel við Breta er ekki svo? Bæöi hafa þeir skotið að þér föstum skotum og eitt sinn keyröu þeir skip þitt niður sem orsakaði dauða tveggja manna. — Jú rétt. Ég man nú eftir þvi. Mitt álit og okkar allra hérna sem um þessi mál hafa talað er það aö loksins, enda mál til komið, hafi nú átökin við hina brezku veiðiþjófa harðnað að mun. En betur má ef duga skal. Hinn ötuli skipherra á Ægi, Guðmundur Kjærnested, skaut fyrst lausum skotum og siðar föstum að hinum ólög- lega þjóf vegna óhlýðni hans við að stoppa. Þetta sýnir glögglega að hinir háttvirtu þrimenningar, Ólafur Jó- hannesson dómsmálaráð- herra, Pétur Sigurösson for- maður Almannavarnarráös og landhelgismála og Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráð- herra, hafa ekki staðizt hina höröu áskorun frá á annað hundrað skipstjórum, bæöi sunnanlands og eins Breiöfirð- ingum, um að gefa skipstjór- um varðskipanna frjálst að framkvæma allar þær aðgerð- ir sem tiltækar eru til að hrella og taka togara fastan og færa til hafnar ef möguleiki er fyrir hendi. En þetta leyfi kom bara 7 til 8 mánuðum of seint. Þaö er viðurkennt af varðskips- mönnum að þeir hefðu i haust getað tekið togara að ólögleg- um veiðum hefðu þeir haft leyfi úr landi til þess en. það leyfi var þá alls ekki fyrir hendi. Varðskipsmönnum var oft álasað fyrir linkind i þessu máli en það var ekki þeirra sök þvi þeir urðu að hlíta fyrirskipunum úr landi. — Einn dag i haust kvartaði m/s Trausti 1S 300,sem stadd- ur var 14 mllur frá Kóp og 16 milur I Barða,yfir ágengni eins brezks togara sem þar var að veiðum. Varðskipið lof- aði að tala við hann og stugga við honum. Annað var ekki gert i það skiptið. — Annað atriði var aö Patreksfirðingar kvörtuðu undan ágengni þjófa sem þá voru staddir 13 milur úti af Látrabjargi. Varðskipsmenn lofuöu að tala við þá og biðja þá aö fara ekki nær landi en 20 sjómilur, hvort það væri ekki allt i lagi. Var ekki linan færð þar út i fimmtiu mflur eins og annars staðar við strendur landsins? Jú. — M/s Framnes kvartaði iðulega þegar það var á land- leið yfir þvi að togarar væru þá fast upp að tólf milna svæð- inu en aldrei var togari tek- inn. — Eitt sinn kallaði varðskip á Guðmund Péturs frá Bol- ungarvik og sagðist vera með skilaboð frá eftirlitsskipi hennar hátignar Bretaveldis um að láta það vita hvar linu- flotinn væri þann dag. Sömul. var Trausti IS beðinn um sams konar upplýsingar. Jú þeir gáfu upp staðinn sam- vizkusamlega. Þeir hefðu raunar átt að segja að þeim kæmi það bókstaflega ekkert við, þeir væru bara innan við 50 milur eða á friðuðu svæði. Ég hefði svarað þannig. — Þennan dag þóttist hlaupastelpa hennar hátignar vera að semja við háttvirta is- lenzka rikisstjórn sem auðvit- að ekkert varð úr. — Svo að lokum þetta: Semjum aldrei við Breta nema þvi aðeins að þeir viður- kenni lögsögu okkar og fari á meðan burt af miðunum, bæði Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.