Þjóðviljinn - 31.05.1973, Page 5
Fimmtudagur 31. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
M.T. útskrifar
„Enginn skóli hefur verið stofnaður
af meira fyrirhyggjuleysi”
Menn + askólinn við
Tjörnina útskrifaði í gær
sína f yrstu sfúdenfa og lauk
þar með 4. starfsári sínu. í
vetur stunduðu alls 682
nemendur nám, þar af
Arnfribur ólafsdóttir, fyrsti
stúdentinn sem Menntaskóiinn
viö Tjörnina útskrifar.
útskrifuðust nú 159 stúdent-
ar.
Við athöfnina í gær söng
skólakór AAT undir stjórn
Snorra Birgissonar sem er
nemandi í 3. bekk skólans.
Björn Bjarnason, rektor,
flutti skýrslu um starsár
skólans og rifjaði einnig
upp kafla úr stuttri ævi
hans.
I ávarpi sinu minnti
Björn á aö nú, aö afloknu 4.
starfsari skólans, gæti hann loks
talizt fullvaxta. Þaö væri sorgleg
staðreynd aö ekki einu sinni
fyrstu stúdentar skólans gætu
útskrifazt úr hans eigin húsnæði
heldur þyrfti að leita á náðir sam
samkomuhúss i borginni til að
hýsa þessa athöfn.
Björn sagði að sennilega hefði
enginn skóli á landinu verið
stofnaður af meira fyrirhyggju-
leysi en Menntaskólinn við
Tjörnina. Þar var fyrir atbeina
Einars Magnússonar, rektors
M.R., o.fl. að ráðizt var i að
breyta Miðbæjarskólanum I
menntaskóla. Það kom nefnin-
lega „skyndilega” i ljós aö slikan
skóla vantaði fyrir um 200
nerriendur sem úrskrifuðust úr
Gjaldskrá póst
og síma hækkar
Póst- og simamálastjórnin hef-
ur fengið heimild til að hækka
gjaldskrána fyrir simaþjónustu
frá 1. júnin.k. og póstþjónustu frá
1. júli n.k. Umrædd gjaldskrár-
hækkun er við það miðuð að stofn-
unin nái að auka tekjur þessa árs
um 14,5% til þess að mæta hinum
si aukna tilkostnaði i rekstri.
Hjá þvi hefur raunar ekki verið
komizt að hækka hina ýmsu liði
nokkuð mismunandi, sem orsak-
ast m.a. af þvi að hækkun launa
og verðlags hefur breytileg áhrif
á hina einstöku þjónustuþætti svo
og hin öra þróun, sem er i starf-
semi pósts og sima, þ.e. ný þjón-
usta riður sér til rúms en önnur
tekur miklum breytingum.
Helztu breytingar á gjaldskrá
simaþjónustunnar eru m.a. þær,
að afnotagjald sima hækkar úr
1100 kr. á ársfjórðungi i 1280 kr. 1
afnotagjaldinu felast 525 teljara-
skref á ársfjórðungi, nema þar
sem notendafjöldi er yfir 20 þús-
und á sama stöðvargjaldsvæði,
þar verða 400 skref innifalin i af-
notagjaldi á ársfjórðuni eins og
áður var. Gjald fyrir umfram
simtöl hækkar úr krónum 2,10 i
krónur 3,10 fyrir hvert teljara-
skref. Gjöld fyrir simskeyti inn-
anlands hækka úr krónum 3,30 i
krónur 4,40 fyrir orðið, minnsta
gjald er fyrir 10 orð. Samsvarandi
hækkun verður á handvirkum
simtölum. Stofngjald af sima,
sem tengdur er við sjálfvirka
kerfið,hækkar úr krónum 8000 i
krónur 8500.
Þá er timabil næturtaxta, sem
er helmingur af dagtaxta fyrir
langlinusimtöl, sem valin eru
sjálfvirkt, lengdur um 3 klukku-
stundir á sólarhring. Nú gildir
hann frá klukkan 20 i stað klukk-
an 22 að kvöldi til kl. 8.00 næsta
morgun i stað kl. 7.00 og gildir
þetta frá mánudegi til föstudags,
og frá kl. 15 á laugardögum til kl.
8.00 næsta mánudagsmorgun.
Simskeyti til útlanda, sem
bundin eru gengi gullfrankans,
lækka um 6%.
Að lokum má geta þess, að þró-
unin hefur verið sú sl. áratug, að
simaþjónustan hefur stöðugt orð-
ið ódýrari i hlutfalli við launaþró-
unina i landinu.
Reykjavik, 29. mai 1973.
Dauðaslys á
sína fyrstu stúdenta
Björn Bjarnason, rektor, ávarpar stúdenta og samkomugesti.
landsprófsdeildum vorið 1969.
Miðbæjarskólinn var þá geröur
að útibúi M.R. og var Einar
.lagnússon þvi rektor skólans
fyrsta árið.
Húsnæði Menntaskólans viö
Tjörnina hefur frá upphafi verið
ófullnægjandi og hér var um
algjöra bráðabirgðalausn að
ræða sem virðist þó þvi miður
eiga eftir aö standa óbreytt næstu
árin.
Stjórnarráðið skipaði þó
byggingarnefnd fyrir skólann og
mun það sennilega vera
minnsta nefnd sem skipuð hefur
verið, i henni var einn maður auk
rektors.
iSkólanum var úthlutað lóð i
norð-austurhluta borgarinnar og
byggingarnefndin skilaði til-
lögum sinum, en samkvæmt þeim
skyldi hefja framkvæmdir 1974, 1.
áfanga lyki siðan haustið 1975 og
2. áfanga 1976. Ekkert útlit er þó
fyrir að þessu skipulagi verði
framfylgt þar eð fjárhagsáætlun
hins opinbera virðist ekki hafa
áhuga á málinu.
Nemendum Menntaskólans viö
Tjörnina hefur fjölgað ört enda
ekki nema eðlilegt þar eð nýr
árgangur hefur bæzt við árlega.
Þannig voru i skólanum i upphafi
165 nemendur en eru nú orðnir 682
eins og áður sagði. 1 þröngu hús-
næöi gamla Miðbæjarskólans hef-
ur þvi þurft að tvisetja þ.e. að
kenna bæði fyrir og eftir hádegi.
Þannig er ástandiö að visu i flest-
um skólum landsins og sýnir það
bagalegt ástand i skólamálum
þjóðarinnar.
Úr 4. bekk útskrifast nú 159
stúdentar, þar af 67 úr málakjör-
sviði, 58 úr náttúrufræöikjörsviði
og 34 úr eðlisfræöikjörsviöi. Milli
kynja skiptist stúdentafjöldinn
þannig, að 64 stúlkur ljúka próf-
um en 95 eintök af karlpeningi.
Einkunnir voru gefnar i heilum
tölum og hálfum og eru þvi
einkunnir eins og 9.8 eða 8.3. úr
sögunni.
Björn rektor harmaði það, að
engin skólaskýrsla hefði veriö
gerð. Þó væri verið að vinna að
henni og ef fjárhagsskortur
hamlaði ekki mundi hún senni-
lega lita dagsins ljós einhvern
tima með haustinu.
Viðstaddir skólaslit Mennta-
skólans við Tjörnina voru m.a.
Magnús Torfi Ólafsson, mennta-
málaráðherra og Guðni
Guðmundsson, rektor Mennta-
slólans i Reykjavik. — GSP
Vormarkaður hjá
Bókavarðafélaginu
Bókavarðafélag Islands heldur
vormarkað i Norræna húsinu á
laugardag og verður markaður-
inn opnaður kl. 2. Þarna verður til
sölu skreyttar viðigreinar, litrik
blóm, fatnaður, kökur og bækur.
Agóða verður varið til eflingar
starfsemi félagsins.
i________________________
Okkur vantar
fólk til að
bera út blaðið
Blaöberar óskast í eftir-
talin hverfi:
Skjól
Hringbraut
Hverfisgötu
Laugaveg 2
y /7777S3
~'"Lf..........
*--J1J.LLV I* * v-r-SI *h -
Þingvalla-
veginum
1 fyrradag varð dauðaslys á
Þingvallavegi móts við Stardal er
litil fólksbifreið með 5 unglingum
i fór þar út af veginum. 15 ára
gömul stúlka, Guðný Þórðardótt-
ir úr Reykjavik, slasaðist það
mikið að hún lézt á slysadeild
Borgarsjúkrahússins nokkrum
klukkustundum eftirslysið. Hafði
hún að hálfu lent út úr bilnum i
veltunni er afturgluggi bifreiðar-
innar brotnaði.
Allir hinir sem i bilnum voru
tvær stúlkur og tveir piltar sluppu
algerlega ómeidd.
Erum fluttír a6 Ármúla 21.
Nýtt simanúmer 86455.
VATNSVIRKINN HE
—S.dór