Þjóðviljinn - 31.05.1973, Síða 10

Þjóðviljinn - 31.05.1973, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. maí 1973 Richard M. NIXON maður sem gengur á höndum gengur á höndum og starfar i sauri. Þær greinar, sem ég hef skrifaö um þjóðmæringinn Richard Mil- hous Nixon, hafa fjallað um manninn Nixon og breiskleika hans, og stjórnskörunginn Mil- hous Nixon og þau mistök (af- brot), sem hann hefur framið. Með Watergatemáiinu hefst hins vegar nýr kafli i hugmyndum manna um furðudýrið Nixon, sem nú sýnir sitt rétta andlit sem macchiavelliskur glæpamaður á forsetastóli, Sú hugsun, að glæpamaöur geti orðið forseti frekasta stórveldis heims og haft afbortahneigð sina óskipta að leiðarljósi, er svo fjarri huga allsgáðs fólks, að meira að segja islenzkum sjálf- stæðisþorskum hlýtur að renna kalt vatn milli skinns og hreist- urs. Möguleikarnir, sem afbrota- maður með hæfileika og greind Nixons ræður yfir, eru sem næst ótæmandi. Og Nixon hefur það fram yfir aðra glæpaforingja, að hann þarf ekki að standa i skit- verkunum, heldur getur hann óskiptur brynnt fólsku sinni við að leita uppi ljótar hugmyndir og skipuleggja framkvæmd þeirra. Sem forseti Bandarikjanna er hann konungur i riki sinu. Hann hefur embættisþræla sem skipta tugum þúsunda til að framkvæma skipanir sinar, aðeins eðlið, neist- inn,sem skilur heiðarlegan mann frá þjófi, þarf að koma frá honum sjálfum. Pólitiskur Tarzanleikur Nixons hefur alltaf vakið aðdáun manna, sem rannsóknarefni. Hins vegar hafði fólk aldrei grunað, að sá Nixon-Tarzan, sem dansaði svo fimlega á linu góðs og ills, legði sig i hina minnstu hættu. Watergate-málið segir nefnilega merkilega sögu um sálarlif Nix- ons. tmyndið ykkur mann, sem stefnir að æðstu metorðum. Hann situr nærri pottunum i átta ár sem varaforseti og tapar þvi næst með minnsta mun sem um getur i kosningum um hlutverk aðalhirð- fiflsins, forseta Bandarikjanna. Hann er bitur. Til að bita hausinn af skömminni fer hann i framboð til rikisstjóra i Kaliforniu. Hann tapar enn. Orlaganornirnar virð- ast hafa ógeö á þessum manni. Héðan i frá lætur Richard Nixon hlutkesti eða heppni aldrei stjórna lifi sinu. Hann ákveður að gerast sin eigin örlaganorn. Áður en lengra er haldið er rétt aö skoða hugtakið glæpamaður ögn nánar. Sérhvert þjóðfélag á sér ákveðnar leikreglur, sem veínda þegnana hvern gegn öðr- um eins lengi og allir halda þær. Glæpamaðurinn sker sig úr með þvi að neita að virða þær leikregl- ur, sem honum eru settar, en hitt skiptir öllu máli, hvaða hvatir liggja að baki. Glæpamaðurinn Nixon stjórnast t.d. af ótta, ótta Mót norrœnna bókmennta- gagnrýnenda SUNDVOLLEN — A sunnudag lauk móti norrænna bókmennta- gagnrýnenda sem Norskagagn- rýnendasambandið skipulagði. Það sendi m.a. bréf til Norður- landaráðs, þar sem farið er fram á að efnt''erði til námsstyrkja- kerfis fyrir gagnrýnendur og verði þá hvorki Islendingar né Færeyingar útundan. Aðalverkefni mótsins var um- ræða um hlutverk bókmennta- gagnrýni á vorum dögum. Full- trúar mættu frá öllum Norður- löndum. við vanmátt sjálfs sin, ótta við að tapa, ef leikreglur eru haldnar. Þess vegna freistar hann að hafa allt umhverfi sitt i hendi sér, hvað sem það kostar. Hvernig Nixon tókst að verða forseti 1968 veit ég ekki, en bréf til blaósins kannski fletta Watergate-réttar- höldin lika ofan af þeirri gátu. Nú er einnig komið á daginn, hvaða brögðum Nixon hefur beitt and- stæðinga sina heima og erlendis, siðan hann tyllti sér i hásæti hirð- fiflsins. Það má leita vel i bók- menntum til að finna viðlika af- hroð og það, sem andstæðingar Nixons hafa mátt þola. 1 Ans sögu bogsveigis segir frá þvi, að Án tók höfuðóvin sinn, Ketii, rakaði af honum háriö og bar i tjöru og Orlofsnefnd húsmæðra I Reykjavik er að hefja starfsemi sina. Eins og undanfarin ár rekur hún eigið heimili og nú að Laug- um i Dalasýslu. Þar hefur orlofið verið oft áður og allir unað hag sinum einkar vel. Þarna er veðursæld mikil, húsið hið glæsi- legasta og sundlaug á staðnum, sú hin sama sem Guðrún ósvifursdóttir gekk til, en Laugar eru einmitt sögusvið i Laxdælu. Orlofsnefndin opnar skrifstofu sina að Traðarkotssundi 6 þann 1. júni, og þar verður umsóknum veitt móttaka milli kl. 3 - 6, alla- daga, nema laugardaga. Rétt til orlofs eiga húsmæður á öilum aldri, sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu án launa- greiðslu fyrir það starf. Það er ástæða til að geta þess þess, að hver sú kona, sem sótt hefur orlof áður, á fullan rétt til umsóknar, en sú,sem eigi hefur áöur sótt orlofið, gengur að sjálfsögðu fyrir, verði ekki hægt að sinna öllum umsóknum, en aðsókn að orlofinu hefur farið mælti að svo skyldi hver fljúga sem fjaðraður væri. An stakk þvi næst úr honum annað augað og gelti hann. Siðan leysti An Ketil og fékk honum tvo stafi. 1 Nixons sögu, sem er mun lygilegri en Fornaldarsögur Norðurlanda, lét Nixon múta kynvillingum og hvers kyns aumingjum til að flykkja sér undir merki McGoverns og úthrópaði hann þvi næst fyrir að styðja slik úr- hrök. Við tslendingar trúum þvi, að það sé hverjum manni betra að gæta sæmdar sinnar, en að setj- ast i hærra stað og minnkast það- an. 1 fimm ár hefur Richard Mil- hous Nixon gengið á höndum og starfað i sauri. Menn kunna að spyrja: Hvað kemur það okkur tslendingum við? Svarið felst i þvi, að æðsti yfirmaður banda- riska hernámsliðsins á Keflavik- urflugvelli er þjóðmæringurinn og glæpafiflið Richard Milhous Nixon. Látum þvi Nixon fljúga eins og hann hefur fjaðrir til þeg- ar hann kemur til íslands. Magnús Fjalldal Heimildir: Morgunblaðið Sjónvarpið Ans saga bogsveigis. vaxandi á siðari árum. Nú hefur nefndin fengið aukna starfsmögu- leika samkvæmt nýjum lögum, og verður Reykjavik ein um sumardvöl að Laugum. 9 ferðir munu farnar þangað til sumardvalar, á timabilinu frá 21. júni til 1. september. Heimilið tekur milli 50 og 60 gesti, sem dveljast þar i 9 daga hverju sinni ásamt fararstjóra. Þátttökugjald er samkvæmt lögum 15% af áætluðum kostnaði, sem verður 700 krónur. Auk þess greiða hús- mæður ferðakostnað, samkvæmt sérsamningi orlofsnefndarinnar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni. Nefndin væntir mikillar þátttöku og býður reykviskar húsmæður velkomnar heim að Laugum. Barnaheimili verður rekið á vegum nefndarinnar i Saltvik á Kjalarnesi i ágústmánuði. Þetta er nýr þáttur i starfseminni, sem yngri konur væntanlega notfæra sér. Allar upplýsingar á skrifstof- unni að Traðarkotssundi 6. Starfsfólk óskast Borgarspitalinn óskar eftir starfsfólki sem hér segir: Læknaritara i afleysingar frá 1. júli til 31. október n.k. Simavörð i vaktavinnu, starfsreynsla æskileg. Nánari upplýsingar veittar föstudaginn 1. júni milli kl. 13.00 og 15.00 i sima 81200. Reykjavik, 30. mai 1973 BORGARSPÍTALINN Orlof húsmœðra að Laugum í Dalasýslu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.