Þjóðviljinn - 08.06.1973, Qupperneq 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júni 1973.
Föstudagur 8. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Barátta fyrir tilveru smáþjóða og dreif-
býlis er barátta gegn stórauðvaldinu
Finn Gustavsen, for-
maður Sósialíska alþýðu-
flokksins norska, SF, hefur
tekið þátt í alþjóðlegum
fundi um öryggis- og sam-
starfsmál hér í Reykjavík.
Hann hefurum langan ald-
ur verið einna atkvæða-
mestur stjórnmálamanna á
vinstri ármi í Noregi.
Flokkur Gustavsens
hefur kynnt rækilega mál-
stað íslendinga í herstöðv-
ar- og landhelgismálum. í
leiðara í blaði flokksins,
Orientering, segir á dögun-
um á þessa leið: „Við þess-
ar aðstæður (innrás Breta)
þarf Island meira en orðin
tóm Útrétt hönd er ekki
mikils virði ef hún er tóm.
Noregur verður að útvega
Islandi varðskip sem fyrst.
Það væri athöfn sem væri
einnig í okkar þágu."
Viðhorf Gustavsens eru
um margt svipuð þeim sem
útbreiddust eru meðal is-
lenzkra sósialista. SF er
andstæðingur Nato eins og
við og alls hernaðarbrölts
yfir höfuð. Um leið vill
flokkurinn halda fullu
sjálfstæði gagnvart rikjum
Austur-Evrópu. Flokkurinn
leggur áherzlu á að tengja
baráttu fyrir verndun um-
hverfis og auðlinda, fyrir
lífsmöguleikum dreifbýlis
við baráttu gegn þeirri þró-
un sem stórauðvaldið mót-
ar: samþjöppun valds og
auðs, ómennsku gildismati.
Um þessi mál er fjallað í
eftirfarandi viðtali — en
byrjað þá á þeim kosninga-
átökum sem nú eru að hef j-
ast í Noregi.
—AB.
Viðtal við Finn Gustavsen,
formann SF í Noregi um
samfylkingu sósíalískra afla,
landhelgismál, umhverfi
mannsins og herkostnað
kapítalismans.
Flokkamergð
Nú er kosningabarátta hafin i
Noregi, og i henni hefur það
gerzt, að flokkar og samtök sem
eru til vinstri við Verkamanna-
flokkinn hafa sameinazt i fyrsta
sinn. Þetta mun vafalaust
breyta stöðunni á norska stór-
þinginu svo um munar — Sósial-
iski þjóðarflokkurinn fékk ekki
þingmenn kjörna siðast, en
hefur samt einn mann á þingi,
Arne Kielland, sem gekk úr
Verkamannaflokknum — en að-
stæöur eru allt aðrar nú. Ég
spyr Finn Gustavsen fyrst af
öllu um pólitiska taflstöðu i
Noregi nú.
— Það eru svo margir flokkar
á kreiki i Noregi núna að ég fæ
ekki talið þá. Vinstri flokkurinn
er klofinn. Verkamannaflokkur-
inn er klofinn — úr honum hafa
gengið þeir sem stóðu að AIK,
samtökum um baráttu gegn
Efnahagsbandalaginu. Við
höfum fengið okkar Glistrups-
flokk sem telur sig hamast
gegn sköttum og útgjöldum
hins opinbera, er sá flokkur
kenndur við Anders Lange.
Stofnaður hefur verið
Kommúnistaflokkur verka-
manna, AKP, marx-leninskur,
er hann sprottinn upp úr SUF,
æskulýðssamtökum mins
flokks, sem sögðu skiliö við
okkur 19 69 og vildu þá
ekkert af kosningum vita.
Kvennalistar eru i gangi og
ýmislegt fleira.
Bandalag varð til
En það sem er fróðlegast i
þessari mynd er það Kosninga-
bandalag sósialista, sem SF,
Kommúnistaflokkur Noregs,
lýðræðissinnaðir sósialistar
(AIK) og sósialistar utan
flokka hafa myndað. Meö þeim
siðastnefndu er einkum átt við
svonefnda „græna sósialista”,
náttúruverndarsinna, andstæð-
inga EBE, sem áöur hafa litið
tekiö þátt i pólitik. Það hefur og
verið SF gleðiefni, að inn i
flokkinn hefur verið aðstreymi
af kristilegum sósialistum, fólki
sem er i nokkru andófi við
kirkjuna og Kristilega þjóð-
flokkinn, sem er ihaldssamur
mjög.
AIK var samtök flokks-
manna i Verkamannaflokknum,
sem settu sér það höfuðverkefni
i sambandi við alþýðuhreyfing-
una gegn Efnahagsbandalaginu
að fá kjósendur flokksins til að
segja nei i þjóðaratkvæða-
greiðslunni. Eftir hana setti
AIK sér það höfuðverkefni að
koma sem flestum and-
stæðingum EBE I framboð á
vegum Verkamannaflokksins ,
en þaö var stjórn Brattelis sem
hafði ákveöið að koma okkur inn
i EBE eins og menn muna.
Þegar búið var að setja saman
framboðslista komust AIK-
menn að þeirri niðurstöðu, að
þeirra hlutur væri mjög fyrir
borö borinn. Þeir héldu lands-
fund i Oslo, og komst mikill
meirihluti að þeirri niðurstöðu
að rétt væri að skilja viö Verka-
mannaflokkinn. Sama dag
byrjuðu þeir samningaviðræður
við SF, kommúnista og óháða
sósialista.
A sextán dögum náðum viö
svo langt aö viö gátum tilkynnt
um myndun kosningabandalags
og prentað sameiginlega stefnu-
yfirlýsingu sem hefur farið um
landið i hálfri miljón eintaka.
Og við höfum búið til sameigin-
lega framboðslista i flestum
fylkjum. Fyrsta skrefið — hið
pólitiska, var fremur auövelt,
en hið siðara, framboðsmálin,
sýnu flóknari. Nú standa málin
svo, aö SF hefur efsta mann á
lista bandalagsins i 12 fylkjum,
AIK i fimm og kommúnistar j
tveim. Larsen form. kommún-
ista er t.d. efstur i Heiðmörk, ég
er efstur i Osló og Berti Aas,
formaður AIK. er nr. tvö.
Hvers konar
meirihluti?
— Hvert er fylgi ykkar i land-
inu öllu, og svo i Osló?
— Við siðustu bæjarstjórnar-
kosningar fékk SF einn 8,3% at-
kvæöa I Oslo og 7 bæjarfulltrúa
af 85. Við erum þriðji stærsti
flokkurinn i höfuöborginni. Oslo
hefur kosiö 13 þingmenn, en kýs
nú 15, og er þvi auðveldara að
koma að manni þar. I Noregi
eru engir uppbótarþingmenn,
hvert fylki kýs út af fyrir sig
hlutfallskosningu. Þvi var það,
aö SF fékk 6 % atkvæöa árið
1965 en aöeins tvo þingmenn,en
Kristilegir fengu 13 - 15 þing-
menn með 8 - 9 % atkvæða,
vegna þess, að þeir eiga tiltölu-
lega mikiö fylgi i fámennum
fylkjum.
Þetta kosningafyrirkomulag
er einmitt ein af veigamiklum
forsendum fyrir þvi, að
Kosningabandalag sósialista er
myndað. Við höfum enn ekki
fengið Gallupskoðanakönnun á
styrk bandalagsins, en skv.
Gallup hefur SF einn styrk til að
fá sex þingmenn, ef fylgi
kommúnista er bætt við dugar
það máski i tiu þingmenn. Hlut-
lausir blaðamenn telja ekki
óliklegt aö bandalagið fái i
reynd um 15 þingmenn.
— Var andstaða innan SF
gegn bandalagi við
kommúnista?
— Nokkur. SF hefur alltaf
sagt að tvihliða bandalag við
kommúnista eina mundi ekki
gefa góða raun. Slikt samstarf
var I Bergen i kosningunum
1969, en þá gekk bæði SF og
kommúnistum mjög illa um allt
land hvort sem var, og verður
ekki dæmt af þeirri reynslu. I
bæjarstjórnarkosningum i fyrra
gekk SF vel bæði með sina 100
hreina flokkslista og 50 sam-
starfslista. En við höfum
semsagt sagt viö kommúnista,
aö við værum reiðubúnir til
bandalags hvenær sem gæfist
færi á að gripa langt inn i raðir
þeirra sem venjulega kjósa
Verkamannaflokkinn. Þaö voru
átökin um AIK sem sköðuðu
grundvöll fyrir því samstarfi
sem ég hefi núna sagt frá.
— Verður vinstri eða hægri
meirihluti á þingi?
— Gallup segir nú að borgara-
flokkar verði i meirihluta, en
þaö eru mjög margir óráðnir,
einkum þeir sem hafa kosið
Verkamannaflokkinn. En nú er
á það að lita, að fá atkvæði SF
og kommúnista munu fara i
súginn, og þvi göngum við til
leiks undir vigoröinu „Kjósið
csSaa
4Í
Atökin um EBE; sköpuðu nýjar forsendur.
sósialista gegn borgaralegum
meirihluta” — en við álitum
Verkamannaflokkinn ekki
sósialistaflokk.
Að vera i stjórn
Okkar aðstaða er ekki hin
sama og á tslandi. Ég skilifylli-
lega að Alþýðubandalagiðiskuli
vera i stjórn — bæði vegnailahd-
helgismálsins og baráttunnar
gegn herstöövapólitíkinni. En i
Noregi er það hæpiö að
sósialistar fari i stjórn með
sósialdemókrötum — Verka-
mannaflokkurinn er 100 %
fylgjandi Nato, og við getum
ekki treyst honum andspænis
Efnahagsbandalaginu. Alla-
vega rekur hann stefnu, sem að
öllu byggir á forsendum
kapitalismans.
Ég tel liklegast að borgara-
flokkarnir nái ekki hreinum
meirihluta. Þá verðum við I
svipaðri aöstööu og 1965, þegar
tveir þingmenn SF felldu tvær
stjórnir — sósialdemókratiska
og borgaralega. Viö munum
ekki hafa skipulagt samstarf við
Verkamannaflokkinn á þingi, en
aö sjálfsögðu samráð um
einstök mál ef það er norsku
þjóðinni til hagsbóta.
Pólitiskt landabréf
— Hvar setur þú SF i Noregi
niöur á hinu pólitiska landa-
bréfi?
— Það er eölilegt aö bera
okkur saman viö SF i
Danmörku. En forsendur flokk-
anna eru ólikar, við sem
stofnuðum SF i Noregi vorum
reknir úr sósialdemókratiskum
flokki, en höfundar danska SF
voru reknir úr kommúnista-
flokki. Þrátt fyrir þennan mun
höfum við rekið svipaða stefnu,
ekki sizt i utanrikis- og
hermálum. Margir segja aö
danski SF hafi þróazt i sósial-
demókratíska átt, ég skal ekki
um það segja, en þeir hafa alla-
vega meira samstarf á þingi viö
sina sósialdemókrata en við —
af ýmsum ástæðum. Aö þvi er
utanrikismál varðar, þá höfum
við verið eindregnir and-
stæðingar aðildar að Nató og
EBE, beitt okkur fyrir algjörri
afvopnun og um leið haldið fullu
sjálfstæði gagnvart Austur-
Evrópu.
Við I SF höfum lengi haft
samband við Islenzka sósialista
og Alþýðubandalagið, og við
eigum mjög margt sameigin-
legt. Sjálfur get ég sagt, að ég
hefi af fáum sósialistum lært
jafn mikið og Einari Olgeirs-
Berit As, formaöur AIK, er nr.
tvö á sameiginlegum lista sósial
ista i ósló.
syni, og það var mikið gleðiefni
að hitta hann hér heima fyrir,
kappsaman sem fyrr.
Ég gerði á öryggismálafund-
inum hér i Reykjavik grein fyrir
þeirri afstöðu, aö enda þótt viö
vildum fúsir vinna að friði og
öryggi þá vildum viö ekki aö
samningar um þá hluti geröust
á kostnað annarra. Ekki á
kostnað smáþjóða, ekki á
kostnaö þriðja heimsins. Að við
vildum tengja vandamál smá-
þjóða i Evrópu við vndamál
þriðja heimsins. Að við vildum
ekki samkomulag „yfir höfuð”
smárra rikja, ekki óbreytt
ástand milli stórveldablakka,
ekki að þessar blakkir séu
„djúpfrystar”, heldur að þær
séu leystar upp. Það var mér
ánægja að tslendingar á ráö-
stefnunni voru mjög sama
sinnis.
Landhelgismál
Við norskir sósialistar höfum
ekki aðeins góðan skilning á
baráttu ykkar i landhelgismál-
inu, heldur erum við þakklátir
ykkur fyrir það, að I reynd eruð
þið að berjast fyrir málstað
norskra fiskimanna. Við höfum
sjálfir barizt fyrir 50 milna
norskri fiskveiöilögsögu — en
það mál gat ekki komizt
almennilega á dagskrá meðan
viö stóðum i slagnum um EBE,
en aðild að þvi bandalagi hefði
m.a. þýtt, að okkar 12 milna
landhelgi heföi veriö rofin.
Ég bar fram þá hugmynd á
fundi hér i Reykjavik, að Norð-
menn reyndu að manna skip til
aöstoðar við landhelgisgæzlu
hér, en þeir hjá samtökunum
Kyst-Norge, sem berjast
reyndar fyrir stækkun land-
helginnar, voru heldur svona
varkárir og skriffinnskulegir i
sinum viðbrögöum. En nú segir
þú mér, að sænska samstööu-
nefndin hafi boriö fram hug-
mynd um að safna fyrir varð-
skipi á Norðurlöndum, og i sim-
tali frá Osló i dag spurði ég, að
ýmsir þar heima væru á svipuð-
um buxum — gott og vel, ekki er
verra að fá hingað norrænt
eftirlitsskip en norskt.
Fölsk mynd
Andslaða okkar norskra
sósialista gegn EBE, barátta
okkar fyrir verndun náttúru-
auöæfa eins og fiskimiða,
skilningur á málum tslendinga
og fiskimanna Noröur-Noregs —
allt er þetta i raun og veru
partur af viðbrögöum okkar
gegn þeirri þróun sem stórauð-
valdið mótar.
Viö höfum fengizt við það aö
afhjúpa og útskýra fyrir fólki þá
verðmætafölsun, sem á sér stað
við það mat á velferð og fram-
förum sem við höfum búiö við.
Hugtakið þjóðarframleiðsla er
sérlega varhugavert. Það tekur
aöeins tillit til magneiginda, en
lætur raunveruleg þjóðfélagsleg
gæði lönd og leið. Ég hefi
stundum tekiö fáránlegt dæmi
af sjálfum mér. Ég lenti I bil-
slysi og það kostaöi mig „8000
krónur norskar að gera viö
bilinn. Eftir hefðbundnum út-
reikningi á þjóðarframleiðslu
jók ég hana bar meö um 8000
krónur. Ef ég heföi ekki verið
meö öryggisbelti og rekið
hausinn út um rúðuna — verið
fluttur á sjúkrahús og legið þar,
þá hefði þjóðarframleiðslan enn
eflzt aö miklum mun.
Hver borgar?
En sleppum gamni. Þegar
fjölskylda flyzt frá Norður-
Noregi suöur til Osló, af þvi að
það er ekki „hagkvæmt” lengur
að reka þar eitthvert útibú frá
verksmiðju, eða af þvi aö búið
er að ganga of nálægt fiski-
stofnum — þá kosta þeir
flutningar norskt samfélag 300
þúsund krónur. Fjölskyldan
verður fyrir tjóni við þessa
flutninga, og aukið álag bætist á
þandar taugar félagslegrar
þjónustu i höfuöborginni. Fólkið
fer að vinna við eitthvert iðju-
ver i Osló, og það er sagt að
rekstur þess sé góður, þaö sýni
gróða. En gróðinn er aðeins
vegna þess, að við litum á efna-
hagsmál i vatnsþéttum hólfum
— hugsum aðeins um eitt fyrir-
tæki i einu. Kapitalistinn hefur
fengiö vinnuaflið flutt sér að
kostnaðarlausu að verksmiðju-
dyrunum. Hann þarf engar
áhyggjur aö hafa af þeim
kostnaði, sem samfélagið ber af
þessum tilfæringum og kemur á
herðar skattborgara.
Það sem gerist i Noregi að
þessu leyti er smækkuð mynd af
þvi sem gerist i Vestur-Evrópu.
Alþjóðleg fyrirtæki fá t.d. ódýra
orku frá Noregi til að búa til
hráál sem svo er flutt til Vestur-
Evrópu til að fuilvinna það þar
með ódýru vinnuafli, sem flutt
er frá Suður-Evrópu eða
Noröur-Afriku. Innan Noregs er
svo stóriðjan i Osló og um-
hverfis það sem kemur i staðinn
fyrir Vestur-Evrópu — og
Norður-Norðmenn eru fluttir
þangað eins og „útlent
vinnuafl” I eigin landi.
Hvað borgar sig?
Við höfum beitt okkur fyrir
dreifingu valds og efnahagslifs.
Þaö er sagt að það „borgi sig
ekki”. En það sem „borgar sig
ekki!’ fyrir einstakt fyrirtæki,
það getur verið mjög hagkvæmt
þegar litið er á þjóðfélagið I
heild. Það eru margir útlend-
ingar eða þá Oslóbúar, sem
skilja ekki af hverju fólk vill
ekki yfirgefa dreifbýlið. En þótt
ég sé Oslóbúi sjálfur þá held ég
að ég skilji þetta vel: þetta fólk
á kost á mörgu þvi sem gefur
Hfinu meiri fyllingu en nútima
iðnaðarborg. Og við höfum þvi
lagt mjög mikla áherzlu á að
vernda dreifbýliö. Verkamenn i
Osló eru farnir aö skilja þetta.
Osló hefur reyndar til þessa
verið Tcannski eina stórborgin
þar sem menn geta lifað i all-
nánum tengslum við náttúruna
— menn stiga á skiöi við hús-
dyrnar. En þessi sérstaða
borgarinnar er eyðilögð, ef
kapitalisk þróun er ekki
stöðvuð.
Þegar við i SF vorum að fara
af stað i Oslo, þá var hlegiö aö
þvi, að viö andmæltum þvi aö
hin eða þessi iðnfyrirtæki væru
að færa út kviarnar i bæjar-
landinu eöa rétt hjá. Viljiö þið
ekki skapa atvinnumöguleika?
sögðu menn. En nú skilja menn
þetta miklu betur, meira aö
segja borgararnir telja sig i orði
fylgjandi dreifingu atvinnulifs.
Og það er ekki að ástæðulausu
að við höfum tekið upp vigorð
eins fyrsta forsætisráðherra
Verkamannaflokksins: By og
land, hand i hand; — borg og
sveit taki höndum saman. Gegn
stórauövaldinu.
Arni Bergmann
j
Itökræður fóru fram á hverju götuhorni þegar barizt var gegn
aðild að Efnahagsbandalaginu; upp úr þcirri baráttu varö Kosn-
ingabandalag sósialista til.
Réttum islandi höndina; teikning úr Orientcring. En á höndin
að vera tóm, spyr hlaðið.
Frá Trömsö:-þaö er mikil sóun sem á sér stað þegar fjölskyldur
flytja að norðan til Osló.
Hunnværlig dcr mcninger brjles
»w< tm
sosiaihitisk uKeínis
il. — *r. t,S9
Blaðhaus Orientering: ,,án þess verður ekki verið þar sem deilt
er um mál”.