Þjóðviljinn - 08.06.1973, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 08.06.1973, Qupperneq 15
Föstudagur 8. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Yor í dal Framhald af bls. 16. diskóteki þar sem músik og til- kynningum verður útvarpað yfir svæðið um hátalara og sér ungur Walesbúa um þá hlið mála og að lokum verður kapella þarna i tjaldi. Til að tryggja nægjanlega hreinlætisaðstöðu hefur verið lögð vatnslögn um allt svæðið, 19 kamrar eru á svæðinu og 15-20 manna hreinsunarflokkur verður að störfum allan timann sem hátíðin stendur. Nógur matur er á svæðinu og verða reistir fjórir söluskúrar þar sem fólk getur komizt i tæri við mat þegar sverfur að nestinu. Auk þess verður veitingaaðstaða i Arnesi allan sólarhringinn meðan hátíöin stendur. Slysahjálp annast 40 manns úr hjálparsveitum skáta og tveir læknar. Auk þess er öll aðstaða fyrir hendi til að flytja fólk i bæinn ef illa fer sem vonandi verður ekki og á svæðinu verður reist sjúkratjald sem skátar reka. — Hvernig er með slagorðið „ekkert vin — engin lögregla”? — Hvað varðar fyrri liðinn getum við ekki ábyrgzt neitt en viö reynum að hafa nóg að gera fyrir fólk til að afstýra vand- ræðum en aðalástæðan fyrir fylleriislátum á fyrri samkomum af þessu tagi hefur verið skortur á þjónustu, mat og einhverju til að gera. betta reynum við að tryggja að verði til staðar. En með lögregluna verðum við að beygja okkur fyrir því að Self- osslögreglan krafðist þess að hafa liö á staðnum, amk til að byrja með. En þeir lofuðu að fara ef allt léki i lyndi og við vonum að þeir standi við það. — Hve mörgum búizt þið við á hátiðina? — Við búumst við 3 þúsund manns i minnsta lagi. Liklega verða það þó fleiri og eins og áður var sagt þolir kerfið sem við höfum komið upp allt að 15 þúsund manns. — Verða ekki mikil landspjöll af hátiðum sem þessari? — Við höfum séð fyrir að svo verði ekki. Við ætlum að fá þátt- takendur til að dreifa 1-2 fötum af áburði hvern og dreifa þannig um 5 tonnum af áburði. Þá mun nýja landgræðsluflugvélin, Páll Sveinsson, dreifa fjórum tonnum yfir hluta svæðisins. Að hátiðinni lokinni munum við svo senda vinnuflokk til að græða upplandið og dreifa f jórum tonnum áburðar til viðbótar, þannig að samtals verður dreift 13 tonnum áburðar á svæðið. Við búumst við að skila af okkur svæðinu i betra horfi eftir hátiðina en fyrir. Að lokum birtum við skrá yfir ferðir til og frá hátiðinni um helgina. Verður farið frá Reykja- vik sem hér segir: föstudag kl. 15, 17, og 20.30 — 21.30 eftir þörfum, laugardag kl. 10, 14 — 15 og 19, sunnudag kl. 10 og 21 og mánudag kl. 21. Úr Þjórsárdal veröur farið á sunnudag kl. 17 og 23 og á mánudag kl. 10, eftir þörfum milli 13 og 19 og siðasta ferö i bæinn verður kl. 22. Brott- fararstaður úr Reykjavik er Umferðarmiðstöðin og verð farmiða er 365 kr. hvora leið. -ÞH Haukarnir Framhald af bls. 11. heyrandi. Samningur um afhendingu hússins, milli Hauka og Hafnarfjarðar- bæjar, var undirritaður 25. maí sl. Húsið er að grunnfleti 16x30 metrar að stærö og er nú i fok- heldu ástandi. Það er fyrst og fremst hugsaö sem boltaleikja- hús, verður staðsett sem slikt og notað sem æfingahús eingöngu. Ekki er nokkur vafi á þvi, að full- gert mun húsiö koma i góðar þarfir þarsem aðstaða til iðkunar inniiþrótta i bænum er af skorn- um skammti. Húsið hefur verið samþykkt af iþróttasjóði rikisins, og verður væntanlega úthlutað úr hinum nýja iþróttasjóði til þess strax á næsta ári. Þar með er tryggt að rikið greiði 40% byggingarkostn- aöar. Hafnarfjarðarbær hefur lofað að greiða 30%,og afganginn sjá Haukar sjálfir væntanlega um. 1 skipulagi bæjarins er gert ráð fyrir, að þar sem húsið stendur nú komi siðar skóla- og leiksvæði.og gæti það þá verið i tengslum við væntanlegan Hraunaskóla. Miklar utanlandsferðir eru framundan hjá ýmsum flokkum innan Hauka i sumar. Þannig fara t.d. 3. og 4 flokkur drengja i handbolta til Sviþjóðar, kvennalið fer til Færeyja og leikur þar nokkra handknattleiksleiki, 16 og 17 ára knattspyrnumenn fara til Skotlands og dveljast i 1/2 mán- uð, og mfl. Hauka i handbolta fer i hvildar- og skemmtiferð til Mæjorka. Það eru þvi um 130 manns sem fara utan i sumar frá þessu vaxandi iþróttafélagi. GSP Englendingar Framhald af bls. 11. Ball fékk reisupassann i leiknum við Pólverja. Ekki i fyrsta sinn sem þessi smái en knái rauðhæröi leikmaður lendir I útistöðum við dómara. Rikisréttur Framhald af bis. 16. stjóri Nixons i Hvita húsinu,hafi viðurkennt það i janúar i vetur að „viss mistök” hafi verið gerð i kosningabaráttunni i fyrrahaust. Hugh Sloan áður gjaldkeri endur- kjörsnefndar Nixons bar þetta fyrir öldungadeildarnefndinni sem rannsakar Watergate. New York Times skrifaði i dag að Nixon hafi i júli i fyrrasumar skrifaö undir áætlun um aukið eftirlit, enda þótt hann hafi verið varaður við þvi að i sumum atrið- um væri farið inn á ólögmætar at- hafnir. Forsetanum var einnig bent á það, að stjórnin mundi fá á baukinn ef áætlunin yrði heyrin kunnug. Af hverju Framhald af bls. 1. Hins vegar beita Bretar öðrum kúnstum. t viðureign herskipsins Scyliu við okkur á Arvakri, hélt það skip i burtu þegar nógu margir togarar voru komnir að okkur til að halda áfram þeim leik sem Scylla hóf, og meðan enn var alsendis óvist hvernig færi, hvort mannsskaði yrði eða skips- tap. Þessari sérkenniiegu séntil- mennsku mætti skýra almenningi oftarfrá. úþ Símamenn vilja endurskoða afstöðuna til NATO Á fundi Félagsráðs Félags islenzkra simamanna, sem haldinn var þriðjudaginn 5. júni s.l., var svohljóðandi ályktun gerð og samþykkt samhljóöa: „Fundur Félagsráðs F.t.S., haldinn i Sigtúni 5. júni 1973, mót- mælir harðlega yfirgangi brezka flotans innan islenzkrar fiskveiði- landhelgi og þvi vitaverða athæfi, að reynt er að sigla niður islenzku varðskipin. Jafnframt vekur fundurinn athygli á, hvort ekki sé timabært aö endurskoða stöðu okkar i NATO i ljósi innrásar brezkra herskipa i islenzka lög- sögu.” Tveir sækja um stöðu skólameistara Hinn 30. mai s.l. lauk umsókn- arfresti um embætti skólameist- ara við nýja skólastofnun á menntaskólastigi i Kópavogi. Umsækjendur eru: Sira Guð- mundur Sveinsson, skólastjóri, og Ingólfur A. Þorkelsson, kennari. tiT’í |||; jl Nýútskrifaðar matráðskon- ur og húsmæðrakennarar Hinn 1. júni sl. útskrifuðust 13 stúlkur sem húsmæðrakennarar og matráðskonur frá Húsmæðra- kennaraskóla Islands. Eru þær hér á myndinni ásamt föstum kennurum skólans. Frá vinstri, fremri röð: Þórunn Halla Guðmundsdóttir, Hafnar- firði, Hanna Regina Guttorms- dóttir, Marteinstungu, Holtum, Ingibjörg Þórarinsdóttir, kennari, Vigdis Jónsdóttir, skóla- stjóri, Anna Guðmundsdóttir, kennari, S' eininna Asta Bjarka- dóttir, Siglufirði, Gunnþórunn Jónsdóttir, Köldukinn, Húna- vatnssýslu. Aftariröð: Guðrún Sigurðar- dóttir, Reykjavik, Margrét Eyrún Birgisdóttir Skagaströnd, Sig- riður Kristin óladóttir, Akranesi, Sigrún Kristjánsdóttir, Ferju- bakka, Borgarfirði, Dómhildur Arndis Sigfúsdóttir, Selfossi, Sigurborg Lilja Baldvinsdóttir, Reykjavik, Sigriður Erla Eiriks- dóttir, Laugarvatni, Margrét Jónina Stefánsdóttir, Arabæ, Árnessýslu, Anna Heiður Guðmundsdóttir, Egilsstöðum. Ilinn þekkti söngleikur Kabarett verður sýndur i lO.skiptið á morgun. Mjög góð aðsókn hefur verið að leiknum og hcfur hann hlotið frábæra dóma. Margir telja að Ieikararnir Bessi Bjarnason og Baldvin Halldórsson hafi aldrei sýnt betri leik á leiksviði og hafa þeir hlotið mikið lof fyrir túlkun á hlutverkum sinum. Þrjár sýningar verða á leiknum um hvítasunnuhelgina þ.e. á föstudag, luogardag og á annan i hvitasunnu. Myndin er af Bessa Bjarnasyni ásamt tveimur dansmeyjum. Af hátíðahöldum á þjóðhátíðardegi Með heimild borgarráðs hefur þjóðhátiöarnefnd Reykjavikur 17. júni ákveöiö að efna til dans- skemmtana að kvöldi þjóð- hátiöardagsins við eftirtalda skóia borgarinnar: Melaskóia, Alftamýrarskóla, Langholts- skóla, Arbæjarskóla og Breið- holtsskóla. A þessum stöðum munu hljómsveitir leika fyrir dansi á timabilinu kl. 21 til mið- nættis. Er þetta gert sem tilraun til breyttrar tilhögunar kvöld- skemmtunar þjóðhátiðardagsins og þær vonir við hana bundnar, að annar og betri bragur verði á Fimmtudaginn, 7.6. 1973 kl. 11 f. hád., var lagður krans á leiði Björns Pálssonar, sjúkraflug- manns, i Fossvogskirkjugarði. Kransinn var frá bæjarstjórn Angmagssalik, Grænlandi. þessum kvöldsamkomum en þeim, sem fram fóru i miðbænum i Reykjavik 17. júni 1972. Að öðru leyti munu hátiðarhöld 17. júni I ár verða með svipuðum hætti og undanfarin ár nema að þvi er snertir barnaskemmtun og siðdegissamkomu sem hvort tveggja verður haldið á Lækjar- torgi. Munu þvi skrúðgöngur stefna til Lækjartorgs i stað Laugardals, þar sem barna- skemmtun hefur veriö haldin 17. júni nú siðustu ár. I Árbæjarhverfi verður lika sið- degisskemmtun og skrúðganga, sem Kvenfélag Arbæjarsóknar og Iþróttafélagið Fylkir standa að i samvinnu við þjóðhátiðarnefnd. Dragnótaveiðar hefjast 15. júní Sjávarútvegsráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 40/1960, um takmarkað leyfi til dragnótaveiða undir visindalegu eftirliti, gefið út auglýsingu um takmarkað ieyfi til dragnótaveiöa sumarið 1973. Samkvæmt auglýsingu þessari eru leyfi til dragnótaveiða veitt á sömu timum og á sömu svæðum og á s.l. ári. Dragnótaveiði sam- kvæmt leyfisbréfunum verður heimil frá 15. júni til 31. október, en þó hefst veiðin fyrir Norður- landi ekki fyrr en 15. júli og lýkur 30. nóvember.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.