Þjóðviljinn - 16.06.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1973, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Laugardagur 16. iúni 1973 — 38. árg. 135. tbl. \ 1 ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLA ÍKRON k A GERIR EKKERT „Ástandið” er óbreytt Fundi utanríkisráðherranna lauk án þess að nokkuð gerðist í þá átt að Bretar hrey fðu sig af íslandsmiðiim Krafa íslendinga um að NATO fyrirskipi Bretum að hætta hernaðarum- svifum sinum í íslenzkri lögsögu, virðist ekki hafa minnstu áhrif. Málið var talsvert rætt á utanrikis- ráðherrafundi NATO í Kaupmannahöfn, ekki vantaði það, en það hvorki gekk né rak. (s- lendingar standa í sömu sporum eftir sem áður. Hernaðarbandalagið sýnir með aðgerðaleysi sínu, að það hefur hvorki vilja né getu til þess að fá bandalagsþjóðina Breta til að hætta árásarað- gerðum á bandalagsþjóð- ina íslendinga. Einkafundir þeirra Home, utanríkisráðherra Breta, og Einars Ágústs- sonar, utanríkisráðherra íslendinga, voru til einskis. Bretar voru alls ekki á þeim buxunum að víkja burt með herskip sín. Enginn valdamaður í NATO hefur komið með neinar bindandi yfirlýs- ingar um að hann muni styðja íslendinga í hinni ójöfnu baráttu við brezka flotaveldið; engin stofnun NATO hefur gert neinar samþykktir í þágu (slend- inga. Er þess þá varla von úr þessu, að NATOgeri neitt fyrir Islendinga í þessu máli, því helzt var von til þess að utanríkisráð- herrarnir gerðu einhverja slíka samþykkt, þar sem þeireiga þó að vera undir einhverjum þrýstingi frá al menni ngsáI itin u í löndum sínum. Her- foringjarnir, sem stjórna í aðalstöðvunum í Brössel, eru mun ólíklegri til að hneigjasttil samúðar með málstað (slendinga. í hinni sameiginlegu yfir- lýsingu frá utanríkisráð- herrafundi NATO i Kaup- mannahöfn er ekki minnzt einu orði á kröfur íslend- inga um að Bretar fari með herskip sín af Islandsmið- um. Þar er aðeins rætt um þau atriði sem stórveldun- um eru þóknanleg, en þó með orðalagi sem bendirtil þess, að samkomulagið um nýskipan NATO sé ekki langt á veg komið. 1 yfirlýsingunni segir, að hlut- verk bandalagsins veröi að endurskoða i ljósi þeirra breyt- inga, sem orðið hafa frá stofnun þess, og samskipti Bandarikj- anna og aðildarrikja NATO i Evrópu verði tekin til athugunar á nýjum grundvelli. Ráðherrarn- ir komu sér saman um það, að ör- yggisráðstefna Evrópu hæfist 3. júli, en viðræðurnar um gagn- kvæma fækkun i herjum i Evrópu hæfust i október. Engar frekari umræður urðu á fundinum um Islandsmál en frá var sagt i blaðinu i gær. Þó minntist Rogers utanrikisráð- herra Bandarikjanna, litillega á herstöðvamálið. Sagðist hann ekki búast við erfiðleikum i samningum við Islendinga um framtið herstöðvarinnar i Kefla- vik, en bandariska stjórnin og sú islenzka mundu nú taka það mál til meðferðar. Kvaðst hann ekki hafa orðið var við neina óánægju með herstööina þegar hann var á tslandi fyrir skömmu. Sir Alec Douglas-Home, utan- rikisráðherra Bretlands, sagði um einkaviðræður þeirra Einars Agústssonar, að ástandið væri óbreytt, en hann mundi ráðgast við stjórn sina um málið. Fulltrúar Noregs, Danmerkur. Belgiu, Kanada og Hollands fjöll- uðu m.a. um það i ræðum sinum, að álit NATO-landa væri i veði ef ekkert yrði gert til þess að auka lýðræði og tryggja persónufrelsi i aðildarlöndunum. Létu þeir i ljós ugg vegna þess óorðs sem á bandalagið kæmi, þar sem innan þess væru lönd sem ekki virtu frumstæðustu mannréttindi. Attu þeir þar við Grikkland, Tyrkland og Portúgal. I gær tók Hannibal Valdimarsson, félagsmála- ráðherra, fyrstu skóflu- stunguna að síðasta húsi 6. og síðasta byggingaáfanga Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar, sem er að rísa við Rjúpufell t Fella- og Hólahverfi. Viðstaddir voru borgarráðs- menn, borgarstjóri, fram- kvæmdanefndin, fulltrúar Hús- næðismálastofnunar, veðdeildar Landsbankans og Breiðholts hf., sem er aðalverktaki i öllu verk- inu. Við þetta tækifæri hélt Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaöur Fram- kvæmdanefndarinnar, stutt ávarp, þar sem hann skýrði frá framkvæmdum. Þar kom fram, að þegar fram- kvæmdum við 5. áfanga lýkur, sem verða mun i árslok, verður lokið við byggingu 907 ibúða. 1 þessum siðasta áfanga eru 314 ibúðir, en þá eru eftir 29 ibúðir af þeim 1250 sem júnisamkomulagið kveður á um, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu þeirra. Þegar 6. áfanga lýkur er byggingasvæði það sem FB fékk úthlutað i Breiðholti fullbyggt. Framhald á bls. 15. Heroini smyglað Los Angeles 15/6 — Lögreglan i Los Angeles tók i gær höndum sjómann á norska skipinu ,,Kongsville” og ákærði hann fyrir að hafa ætlað að smygla heroini inn i Bandarikin. Heroinið sem fannst hjá manninum hefði verið hægt að selja ólöglega fyrir á að gizka 85 miljónir isl. kr. Skipiðer i förum á Kyrrahafinu og kemur m. a. á hafnir i Manilla, Bankok, Singapore og Japan. Framkvœmdanefnd byggingaráœtlunar í Breiðholti: Síðasti áfangi hafinn Verður lokið á fyrra hluta árs 1975 llannibal Valdimarsson, félagsmálaráöherrá, tekur fyrstu skóflustunguna að siðasta fjölbýlishúsinu scm reist verður á vegum Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar. Að baki honum má m.a. greina borgarstjóra Birgi tsl. Gunnarsson, forseta borgarstjórnar Gisla Ilalldórsson, formann FB Eyjólf K. Sigurjónsson, hogarfulltrúana Kristján Benediktsson og Steinunni Finnbogadóttur, og Ingólf Finnboga- son sem á sæti i FB. Fornminjarannsóknir í sumar: Haldið áfram í Alftaveri og Suðurgötu/Aðalstrœti Gisli Gestsson, safnvöröur, er nýfarinn austur I Alftaver til að halda áfram rannsóknum og uppgreftri á Mýrdalssandi. t fyrra gróf hann þar upp stofu og hálfan skála, og hefur nú I hyggju að Ijúka þessum greftri i sumar. Þór Magnús- son þjóðminjavörður sagði i spjalli við blaöið, að þarna sé að koma fram mjög skemmti- legur miðaldabær. Um helgina er væntanleg hingað Else Nordal, sænskur fornfræðingur, sem vann hér i fyrra ásamt Þorkeli Grims- syni að fornminjarannsóknum i Suðurgötu og Aðalstræti. Mun þá aftur hefjast upp- gröftur og rannsóknir. Þessar rannsóknir eru kostaðar af Reykjavikurborg og er vonazt til að þeim ljúki i sumar. Auk þeirra Else og Þorkels munu vinna að rannsóknunum annar sænskur fornfræðingur og is- lenzkir fornfræðinemar. Við spurðum Þór hvort ný- lega hafi komið ábendingar frá fólki um kuml, en svo er ekki; a.m.k. kom ekkert slikt fram i fyrrasumar. Merkilegt hús vestur á Mýrum Þór kvaðst hafa veriö vestur iVogi á Mýrum um daginn að skoða þar merkilegt gamalt hús — gamla amtmannshúsið á Stapa, sem Bjarni amt- maður Þorsteinsson byggði og þeir eru fæddir i, Arni land- fógeti og Steingrimur skáld. Húsið var byggt 1820, en flutt að Vogi liklega 1849 eða 1850 og endurreist þar. Sennilega var húsið eftir flutningana alveg eins, eða mjög likt og það var i upphafi. Staðurinn, þar sem húsið stendur, er nú i eyði, en jörðin er i eigu Málarafélags Reykjavikur og hafa þeir fullan hug á þvi að vernda húsið. Þór sagði, að húsið væri illa farið og sýnu verr farið en Bernhöftstorfuhúsin hér. Aftur á móti er ekkert áhorfs- mál að gera við húsið ef áhugi er fyrir hendi að vernda það. -sj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.