Þjóðviljinn - 16.06.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.06.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Islandia er sett upp á hreyfanlegar uppistöbur og er fólki heimilt aft færa þær til mcft sér um gólfift og bera þannig saman einstaka þætti scm sýndir eru. Myndin er frá sýningunni í Stokkhóimi. Islandia- þannig er r Island kynnt nágrannaþjóðunum i dag hefst í Norræna húsinu sýning sem tveir sænskir menn hafa búið upp sem nokkurs konar heimildarsýningu um ís- land. Sýningin er að miklu leyti byggð upp á fallegum Ijósmyndum og hefur verið sýnd á Norðurlöndunum öllum. Hún hefur vakið mikla athygli og er nú komin hingað til lands og mun standa í kjallara N.H. í sumar. Tilgangurinn með flutningi sýningarinnar til landsins er, að sögn Maj Britt, forstöðu- manns Norræna hússins, tvíþættur. Annars vegar að sýna l'slendingum hvernig landið kemur fyrir augu ferðamanna, hvað þeim finnst at- hyglisverðast o.s.frv. og hins vegar að gefa er- lendum ferðamönnum hér á landi kost á að sjá þetta. Það eru þeir dr. Olov Isaksson, safnstjóri Stat- ens historiska museum í Stokkhólmi, og Ijós- myndari þess, Sören Hallgren, sem hafa unn- ið þessa sýningu og ferð- azt með hana um Norðurlöndín. Þeir gerðu einnig mjög stóra og ýtarlega bók um Is- land sem heitir Is og eldur og er gagnort og gott heimildarrit um l's- land, skrifað á sænska tungu. Við gerð bókarinnar og fleiri rita sem þeir félag- ar hafa unnið í tilefni sýningarinnar, svo og við gerð sýningarinnar sjálfrar, nutu þeir dyggrar aðstoðar margra íslendinga, sér- staklega þó þeirra Sig- urðar Þórarinssonar, prófessors, og Harðar Ágústssonar, skóla- stjóra. Islandia heitir sýning- in og er kostuð af Nord- isk Kulturfond, Letter- stedtska stiftelsen og Statens historiska muse- um. Markmiðið með Islandia var upphaflega að veita sænskum almenningi greinargott yfiriit um ísland og ís- lenzka menningu nú á dögum og jafnframt hið sögulega baksvið, sem jafnan verður að hafa í huga við mat á nútíma- aðstæðum. Sýningin var þannig gerð að mestu af Ijósmyndum víðs vegar að af landinu, einnig eftirmyndum gamalla teikninga, Ijós- mynda og korta. Textar voru einnig við það mið- aðir, að þeir segðu í ör- stuttu máli aðalatriðin úrsöguog þjóðlífi lands- ins. Til viðbótarvoru svo á sýningunni ýmsir gamlir munir úr Þjóð- minjasafni fslands og Norræna safninu í Stokkhólmi. Erlendir menn ættu að fá á þessari sýningu greinargott yfirlit um ís- lenzkt þjóðlíf, og fslend- ingar geta einnig af henni fræðst um það, sem þeim útlenzku finnst eftirtektarverðast á Islandi. Þá eru á sýningunni gullfallegar myndir frá Vesfmannaeyjum, og er sýningin í heild mjög vel gerð hvað Ijósmyndir og annað snertir. i ráði er að í haust flytjist Islandia til Kan- ada, en ekki hefur end- anlega verið tekin ákvörðun um það. Auk Ijósmyndanna og muna frá Þjóðminja- safninu eru hlutir frá eftirtöldum fyrirtækj- um: 1. Álafoss h.f. (Kápur úr ísl. ull) 2. Hekla (Kápur úr ísl. lambskinni 3. Borgarprjón h.f. (Peysur og kápur úr ísl. ull) 4. Glit h.f. (Keramik vörur) 5. Kirkjumunir (Batik- vörur) 6. ísl. heimilisiðnaður (Kjólar úr ofnu efni o.fl.) 7. Útf lutningssamtök gullsmiða (Skartgripir) Þessi fyrirtæki hafa flutt vörur út í stórum stil og flest tekið þátt í fleiri sýningum fyrir er- lenda aðila. Helztu markaðssvæði fyrir íslenzkar iðnaðar- vörur 1972 voru: EBE 61,5% EFTA 12,9% N-AMERIKA 9,7% A-EVRÓPA 14,1% ÖNNURLOND 1,8% Islandia verður opin frá 16. júní til 15. ágúst. I dag er hún opin almenn- ingi frá kl. 17.00,en ann- ars verður hún opin alla daga frá kl. 14-00—19 00. GSP Mánudagsmyndin eftir Bergmann „ÁSTRÍÐA” mín eða þín? Næstu mánudaga mun Há- skólabió sýna mynd eftir helzta kvikmyndasnilling Noröurlanda — Ingmar Bergmann. Það er myndin „Passion” eða „Astrifta”. sem sýnd verður, og hún á það sameiginlegt með Per- sona, Cifatima og Smáninni, að hún gerist á afskekktri eyju, og telst jafnframt eitt brotið enn úr sjálfsævisögu kvikmyndahöfund- arins. t lok „Astriðu” er komizt svo að orði um manninn, sem leikur annað aðalhlutverkið, að „hann heiti i þetta sinn Andrcas Winkel- mann”.Er það talið tákn þess, að maður þessi, sem leikLnn er af Max von Sydow, hafi heitið öðrum nöfnum við önnur tækifæri og nuni einnig skipta um nafn siöar. En hann gæti lika verið einn af okkur — einn af þeim hópi, sem við hittum og umgöngumst dag- legá. „Ástriða” fer mjög hægt af stað, eins og margar myndir Bergmanns gera raunar, þvi að hann vill heldur siga á, jafnt og þétt. Myndin f jallar um tvær kon- ur og tvo karla, sem eru saman á þeirri afskekktu eyju, sem er svo oft yrkisefni höfundar. Maður fær að sjá ýmsar sviösmyndir á eyj- unni — tré, sem vindurinn skekur með litlum hvildum, ströndina og sjóinn úti fyrir. Þar er eins og ein- hver töfra- eða galdrablær yfir öllu, en Bergmann gefur frásögn- inni málið sjálfur, og hann ræðir hvernig leikararnir haga per - sónumyndun sinni. Andreas Winkelmann hefur komið til eyjarinnar til að reyna að slita samband sitt við fortið- ina, þvi að hann hefur gerzt brot- legur við lögin og orðið að taka út hegningu fyrir. A eyjunni ætlar hann að finna einveru, sem hann hefur trú á, að muni verða honum lækning, en þegar til kemur er einveran ekki eins heppilega fyrir hann og hann hefur haldið — hann þolir hana ekki og hefur þörf fyrir aðstoð annarra til þess ,,að verða frjáls”. Mótleikari hans er Liv Ullman, sem á sér einnig sárs- aukafulia fortið i myndinni, sem sýnir hvernig þau leysa þau vandamál, sem að steðja. Hér verður ekki farið lengra út i að ræða efni þessarar myndar Bergmanns, en hún verður sýnd næstu mánudaga, eins og þegar er sagt. Ilinn mikli skapgerftaricikari Max von Sydow sést hér i gamalli Berg- manns-mynd. Notið samböndin á Norðurlöndum til að dreifa upplýsingum um landhelgismálið — Kynningarrit Hannesar komið i þýðingu Oslóar-stúdenta Ríkisstjórnin hefur gefið út kynningarrit um land- helgismálið á norsku til dreifingar á Norðurlönd- um. Nefnist það ,,Grunn- ene for utvidelsen af den is- landske fiskerigrensen", og er að meginefni þýðing á upplýsingaritinu ,,lce- land's 50 miles and the reasons why" ásamt við- bótum og breytingum með tilliti til sameiginlegra hagsmuna Norðurlanda í málinu. Ritið er litprentaö i 20.000 ein- tökum, 16 siður með 12 litprentuð- um myndritum auk ljósmynda. Höfundur ritsins er Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikisstjórn- arinnar, en islenzkir stúdentar i Osló hafa annazt þýðingu þess yf- ir á norsku. Teikningar gerði Tómas Tóm- asson. Ritið er sett i prentsmiðju Guðmundar Jóhannssonar og prentað i Kassagerð Reykjavik- ur. tslenzk firmu, félög, samtök og einstaklingar, sem eiga aöild aö norrænu samstarfi, eða hafa sambönd við áhrifamikla aðila á Norðurlöndum, geta fengiö eintök af ritinu ókeypis hjá embætti blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar til útsendingar. (Fréttatilkynning). Sænskur kór í heimsókn Sænskur kór — Forsbacka Kammarkör — kom hingaft tii lands i fyrradag og mun dvelja hér á landi nokkra daga. Hann mun syngja vift guðsþjón- ustuna i Dómkirkjunni kl. 11 f.h. á morgun. Þar aft auk heldur hann tónleika i kvöld kl. 21.00, og i Laugarneskirkju á morgun kl. 17.00. Auk þess mun hann syngja i Hverageröiskirkju mánudaginn 18. júni kl. 21.00. ’ Stjórnandi er: Börje Forsell. Vift orgelift: Knut Petersen, organisti vift Vaibo-kirkju. Aftgangur er ókeypis og öllum heimill. (Fréttatilkynning frá Biskupsstofu.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.