Þjóðviljinn - 16.06.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.06.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Brundage Ástar- ævintýri Brundage á OL endar meö brúðkaupi Avery Brundage, fyrrver- andi forseti Alþjóða olympiu- nefndarinnar, sem orðinn er 85 ára gamall, ætlar að fara að kvænast á næstunni þýzku prinsessunni Marianna von Heuss, sem er 37 ára. Móðir hennar var viðstödd þegar Brundage skýrði opinberlega frá trúlofun þeirra. Brundage kynntist Mari- önnu i sambandi við Olympiu- leikana i Miinchen, þar sem hún var túlkur hans. ísland í Evrópumót unglinga Stjórn KSI hefur tilkynnt þátttöku i Evrópumóti ungl- inga — INTERNATIONAL YOUTH TOURNAMENT OF UEFA 1974 — og fer aðal- keppni mótsins fram i Sviþjóð 23,— 31. mai 1974. Hinn 12. júli n.k. verður dregið um leiki i byrjunar- keppni mótsins og fer sú at- höfn fram á Hotel Atlantis, Döltschiweg. Ziirich, og verð- ur formaður KSI, Albert Guð- mundsson þar viðstaddur, en hann á sæti i framkvæmda- nefnd Evrópusambandsins (UEFA). Löggildir til þátttöku i þessu móti eru leikmenn, sem munu hafa náð 15 ára aldri, 1. ágúst, 1973 eða áriö fyrir aðalkeppn- ina, og þeir leikmenn einnig, sem verða ekki 18 ára fyrir nefndan mánaðardag, 1973. 1 aöalkeppninni eru þeir leikmenn löggildir, sem voru 15 ára eða eldri 1. ágúst, 1973, en höfðu ekki náð 18 ára aldri fyrir þennan sama mánaðar- dag. Unglinganefnd K.S.l. mun sjá um þjálfun og val liðsins. Unglinga- landsleikur við Færeyjar Fyrirhugað er að ís- lenzka unglingalandslið- ið haldi til Færeyja og leiki þar við unglinga- landslið heimamanna þann 18. júlí n.k. Þjóðhátíðarmót hefst í dag kl. Englending- ar í öldudal Englendingar virðast í miklum öldudal á knatt- spyrnusviðinu um þessar mundir. Þeir töpuðu um daginn fyrir Pólverjum með tveggja marka mun. Alan Ball braut af sér og var settur í ævilangt lands- leikjakeppnisbann. og nú í fyrrakvöld töpuðu Eng- lendingar landsleik við ítali með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram í Torino á ítalíu. Þetta er niundi landsleik- ur þjóðanna. Enskir hafa sigrað fjórum sinnum, og fjórum sinnum hafa ítalir náð jafntefli. Leikur þessi var ekki lið- ur í neinu föstu móti. Bobby AAoore lék þarna sinnóO. landsleiksem fyrir- liði. Erlendur Valdimarsson er iðinn við islandsmctin. Haukar unnu Haukar komu skemmtilega á óvart í fyrrakvöld og sigruðu þá Vikinga með þremur mörkum gegn tveimur. Vikingar skoruðu strax á fyrstu minútunum, en Haukar komust siðan i 2:1. Þeir fengu vitaspyrnu og skoruðu úr henni. Leikurinn fór fram á Hvaleyrarholtsvellin- um. Þetta er fyrsti ósigur Vikinga i deildinni i ár. íslandsmet í lóðkasti Erlendur Valdimarsson stórbætti fyrra tslandsmet sitt i lóðaksti á siö- asta fimmtudagsmóti F.Í.R. Hann átti gamla metið sem var 18,58 metrar, en kastaði nú 20,64 mctra. Þá setti óskar Jakobsson nýtt drcngja-og unglingamet i sömu grein er hann kastaði 13,45 metra. í dag klukkan 14,00 hefst á Laugardalsvellinum hið árlega þjóðhátíðarmót í frjálsum iþróttum. AAótið heldur siðan áfram á morg- un og hefst þá klukkan 16,00. Að venju munu allir beztu frjálsíþróttamenn landsins taka þátt í mótinu, og eru keppendur alls um 100. AAótið má teljast úrtöku- mót fyrir landslið karla sem taka mun þátt i Evrópubikarkeppninni í byrjun júlí. Er það í þriðja sinn sem þeir taka þátt í þeirri keppni. Konurnar fara einnig á þetta mót sem er í Brússel hjá körlunum en í Lyngby í fyrsta skipti sem íslenzkt Kaupmanahöfn hjá kven- kvennalandslið tekur þátt í peningnum. Þetta verður í Evrópubikarkeppninni. Unglingakeppni lokiö Unglingakeppni Flugfélags ls- lands var háð á golfvellinum i Leiru, miövikudaginn 6. júni. Keppt var i 5 manna sveitum, sem skipaöar voru piltum, 17 ára og yngri. Arangur var reiknaður þannig, að lögð voru saman högg þriggja beztu keppenda i hverri sveit, að lokinni keppni um hverjar 9 hol- ur, en alls voru leiknar þrjár um- ferðir, eða 27 holur. Endaþótt veður væri mjög ó- hagstætt til keppni, hvassviðri og rigning, þá varð keppnin bæði jöfn og spennandi og náðu sumir einstaklingar ágætum árangri. Úrslitin, eftir 27 holur, réðust ekki fyrr en siðasta sveitin kom inn, og mun óhætt að segja að sjaldan hafi úrslita i golfkeppni verið beðið með meiri eftirvænt- ingu af hinum keppendunum. Lokatölurnar urðu þannig: Sveit Golfklúbbs Suðurnesja sigraði á 359 höggum, A-sveit G.R. fylgdi fast á eftir með 361 högg og sveit G.K. á hæla Reyk- vikingum með 363 högg. Skaga- menn léku á 383 höggum, en síö- ust var B-sveit G.R. á 410 högg- um. Sumir piltanna sem tóku þátt i þessari keppni, léku mjög vel og hefði hver fullorðinn kylfingur mátt vera ánægður með slikan árangur. Þeir einstaklingar sem beztum árangri náðu voru: Björn V. Skúlason G.S. 39-37-37 eða 113 högg. Siguröur Thorarensen G.K. 37-40- 40 eða 117 högg. Geir Svánsson G.R. 39-40-41 eöa 120 högg. Flugfélag tslands gefur öll Framhald á bls. 15. «olf- andsliöiö endanlega valiö 6 íslendingar halda utan il keppni Landslið lslendinga i golfi sem heldur utan nú á næstunni hefur nú verið endánlega val- ið. Það er skipað 6 mönnum, 5 var búiö að velja fyrir þó nokkru, en um 6. sætið var háð hörð keppni milli nokkurra manna. .andsliöiö er þannig skipaö: Þorbjörn Kjærbo GS Björgvin Þorsteinsson GA Einar Guðnason GR Óttar Yngvason GR oftur Ólafsson NK Jóhann Ó. Guömundsson GR Þessir menn halda utan um mánaðamótin og taka þátt Evrópumeistaramótinu. Þetta er i fyrsta sinn sem islenzkir kylfingar taka þátt i þvi móti. Enginn fararstjóri fer með landsliðinu, en Þorbjörn Kjærbo verður fyrirliði liðsins og lendir fararstjórnin þá sennilega aö nokkru á honum. Farið verður út þann 23. þ.m. en keppnin sjálf hefst svo 28. júni og stendur til 1. júli. Keppendur hafa sjálfir lagt út allan kostnað fyrir ferðinni og staðið i fjársöfnun hennar vegna. Hörð barátta Þeir fimm, sem börðust um lausa sætið voru þeir Óskar Sæmundsson GR, Jóhann Benediktsson GS, Gunnlaugur Ragnarsson GR, Július R. Júliusson GK og Jóhann Ó. Guðmundsson GR. Háðu þeir 72ja holu keppni, þar af léku jeir 36 holur i Pierre Roberts- keppninni, sem fram fór á Nesvellinum um siðustu helgi. Eftir það léku þeir 18 holur á Grafarholtsvelli og siöan aðr- ar 18 holur á velli GS i Leiru. Á siðustu 18 holunum sem leiknar voru á velli GS á miö- vikudagskvöldið, var háö hörð barátta milli þeirra Jóhanns Ó, Gunnlaugs og Jóhanns Ben. Þeir Óskar og Július höfðu þá dregizt svo aftur úr, að þeir hættu keppni. Úrslitum i keppni þremenn- inganna lauk þannig, að þeir Jóhann Ó. og Gunnlaugur urðu jafnir með samtals 318 högg á öllum völlunum. Golfsam- bandið þurfti þvi að velja á milli þeirra tveggja, og varð Jóhann fyrir valinu vegna betri árangurs undanfarið. Þeir Gunnlaugur og Jóhann Benediktsson eru varaménn, en fara þó ekki út nema nauð- syn krefji.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.