Þjóðviljinn - 16.06.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.06.1973, Blaðsíða 16
DIÚOVIUINN Laugardagur 16. júnl 1973. Almenna/ up'plýfeingar um læknaþjónustu borgarinnar' erírgefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Nætur- kvöld- og helgarvarzla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 15.—21. júni verður i Reykja- vikurapóteki og Borgarapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitai- ans er opin allan sólarhring- Inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverjyjarstöðinni. Simi 21230. Lúðrasveit úr Pragkastala t samhandi við tékknesku sýninguna I Laugardalshöll er komin til landsins iúðrasveit lifvarðar Tékkó- slóvakiuforscta úr Pragkastala. t sveitinni eru 62 blásarar og berjendur, og hefur hún leikið viða um lönd við góðan orðstír, en Tékkar eru ein fremsta tónlistarþjóð álfunnar eins og kunnugt má vera. Lúðrasveitin leikur við opnun tékknesku sýningarinnar i dag og fyrir framan Bernhöftstorfu siðdegis á morgun. A mánudagskvöid heldur hún opinbcra hijómleika i liáskóiabiói, kl. háif niu, og rennur ágóði af þeim til styrktar Vestmannaeyingum. Myndin sýnir sveitina I heimahögum : kastaiinu flradcany er i baksýn. Hvíta húsið mútaði Hunt til að þegja WASHINGTON 15/6 — Jeb Nagruder varaformaö- ur endurkjörsnefndar for- setans, samþykkti i gær að vera aðalvitni ákæruvalds- ins, þegar málið kemur fyrir rétt. Hann sagðist einnig hafa gefið Hvíta húsinu skýrslur af innbrot- inu og njósnunum frá upp- hafi. Hafi náinn samstarfs- maður Bobs Haldemans starfsmannastjóra Hvíta hússins tekið við þeim, og gerði því Magruder ráð fyr- ir þvi að Haldeman hefði fengiö fréttirnar jafnóðum. Haldeman sem er náinn vinur Nixons neitaði þó i dag allri vitn- eskju um innbrotið og njósnirnar. Hann sagði að þegar allar hliðar málsins hefðu verið rannsakaðar kæmi það i ljós að hann væri al- saklaus, og það sama væri að segja um vininn, Nixon. Nixon kom fram opinberlega i dag, i annað skipti á þrem dögum, er hann lagði hornstein að bygg- ingu til minningar um þingmann i Illinois. Við það tækifæri hélt hann ræðu, óg þótt hann nefndi ekki Watergate-málið á nafn, var hann jafn öruggur um sig og Bob Haldeman, og sagöi að það væri sorglegt ef margar hreinar sálir ættu að þurfa að liða fyrir óheppi- legar gerðir fáeinna manna. En Washington Post, sem held- ur áfram að koma upp um ný atr- iði Watergate-málsins, sagði i dag að rannsóknarnefnd þingsins hefði komizt að þvi að Howard Hunt einn af aðalmönnunum i innbrotinu, hefði daginn eftir að hann var tekinn til fanga, neytt Hvita húsið til þess að borga háa upphæð fyrir þögn hans, varð- andi samsærið. BREZJNÉF OG NIXON ÞINGA MOSKVU 15/6 — Á morgun kl. 07.00 að isl. tima leggur kommún- istaforinginn Leonid Ilj- itsj Brezjnéf upp i ferð sína til Washington í Bandarikjunum. Hann fer einum degi fyrr en á- ætlað var, og ekki er gefið upp nákvæmlega um ferðir flugvélarinn- ar. Um helgina dvelst hann uppi i sveit ca 80 km utan við Washing- ton; annars ferðast hann ekki um i Bandarikjun- um i þetta skipti. Peir ætia að semja um afvopnun, vinirnir. I tilefni fararinnar hafði Brézj- néf fund með 11 bandariskum blaðamönnum, og er það I fyrsta sinn sem hann heldur slíkan fund með erlendum blaðamönnum. A fundinum fullvissaði hann blaða- mennina um að hann ætlaði ekki að notfæra sér vandræðaástandið er rikti i Bandarikjunum, vegna Watergate-málsins. Margt hefur gerzt á þvi ári sem liðið er siðan Nixon heimsótti Brézjnéf, en núna er ráðgert að þeir ræði um möguleikana á af- vopnun og takmörkun aukinnar hergagnaframleiðslu, auk þess sem þeir munu ræða möguleik- ana á aukinni samvinnu á tækni- og efnahagssviðinu. Brézjnéf hafði á orði á blaða- mannafundinum að fundir þeirra Nixons, og það sem af þeim leiddi, yrði skráð i mannkynssög- una. Enda má a.m.k. segja að miklar breytingar hafi að undan- förnu átt sér stað i viðskiptum So- vétrikjanna annars vegar og allra Vesturveldanna hins vegar. Brézjnéf er nýkominn úr heim- sókn til Vestur-Þýzkalands, og Ráðstjórnarrikin hafa staðið i samningum við Vesturveldin varðandi tækni og efnahagsmál. Grikkland: Hlýtur nýja stjórnar- formið viðurkenningu? Los Angeies 15/6 — Aöstoðar- utanrikisráðherra Bandarikj- anna sagði I gær, að Bandarikin ætluðu ekki að viðurkenna hið nýja grizka lýðveldi, fyrr en a. m. k. að afstöðnum kosningum sem fram eiga aðfara i næsta mánuði. I>á á að kjósa um nýja stjórnar- skrá til handa Grikkjum. I bandariska þinginu eru uppi háværar raddir um að endur- skoða beri afstöðuna til Grikk- lands, og urðu þær raddir há- værari eftir að Georg Pápa- dopoulos tilkynnti um væntanlega stjórnarskrárbreytingu. Utanrikisráðuneytið fjallar nú um málið, og þykir koma til greina, að viðurkenna Grikkland að einhverju en ekki öllu leyti. Bretland viðurkenndi Grikkland fyrr i vikunni. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Jónsmessu SKRÁIÐ YKKUR TIL ÞÁTTTÖKU! Nú er vika þangað til sumarferð Alþýðu- bandalagsins verður 1 þessu húsi eru skrifstofur Al- þýðubandalagsins, gengið inn úr húsasundinu og upp á aðra hæð. farin — hún er á sunnudaginn kemur, Jónsmessu, 24. júni. Undirbúningur er i fullum gangi, og á morgun birtum við á- grip af leiðarlýsingu fararstjórans, Björns Th. Björnssonar list- fræðings. Skrifstofa Alþýðu- bandalagsins er opin i dag eins og alla virka daga til kl. 7 að kvöldi. Dragið ekki úr hömlu að panta miða og láta skrá ykkur til þátt- töku. Það borgar sig fyrir þátttakendur og það léttir undirbún- inginn hjá starfs- mönnum skrifstof- unnar, þeim Pétri Sumarliðasyni kenn- ara og Sigurði Magnússyni rafvéla- virkja. Skrifstofa Alþýðu- bandalagsins er að Grettisgötu 3. Sim- arnir eru 18081 og 19835. ■ jm ' '>'V ^ ; ' Sigurður Magnússon við störf ú skrifstofu Alþýðubandalagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.