Þjóðviljinn - 16.06.1973, Page 6
fi Stf)A — ÞJ6ÐV1L.HNN Laugardagur 16. júni 1973.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 Hnur).
Askriftarverö Jkr. 300.00 á mánuöi.
Lausasöluvcrö kr. 18.00.
Prentun: Blaöaprent h.f.
VÍÐAR EN Á ÍSLANDI EFAST MENN UM GILDI NATO
Það var vist ekki rætt mikið um „rauðu
hættuna” og ógnun úr austri á utanrikis-
ráðherrafundi NATO i Kaupmannahöfn.
öðru visi mér áður brá.
Við stofnun NATO og lengi fram eftir
árum voru samkomur af þessu tagi aðal-
lega notaðar til samkeppni um það, hver
gæti komið með hroðalegustu lýsinguna á
yfirgangi Rússa og samsæri heims-
kommúnismans. Menn töluðu sig hása um
nauðsyn á öflugum vörnum gegn aðsteðj-
andi hættum, bæði innanfrá og utanfrá.
Hvern átti að verja? Eitthvað var nú
vist talað um fólk og mannlif, en aðalá-
herzla var lögð á verðmæti og frelsi, vest-
ræna menningu og friðhelgi framtaks og
eignarréttar. Og fyrir hverjum átti að
verja? Vitanlega fyrir þeim öflum sem
ekki virtu mannhelgi og friðhelgi mann-
legra verðmæta, öflum sem kærðu sig
kollótt um lýðræði og frelsi, öflum sem
vildu ekkert af vestrænni menningu vita.
Sósialistar vöruðu frá upphafi við þessu
lýðskrumi og bentu á veruleikann á bak
við það: Hagsmuni Bandarikjanna að afla
sér herstöðva i Evrópu og ihlutunarrétt
um hermál Vestur-Evrópurikja, hags-
muni vestur-evrópskrar borgarastéttar af
bandariskri vernd i óhjákvæmilegum
stéttarátökum heima fyrir. Þessum hags-
munum tengdust áætlanir um alhliða upp-
byggingu auðvaldskerfisins i Vestur-Evr-
ópu, örmagnaðri eftir styrjöldina. Þar átti
bandariskt auðmagn að hafa stóran hlut,
og jafnhliða kom viðleitni til efnahagslegs
samruna yfir landamæri þjóðrikjanna.
Hernaðarbandalagið ruddi þvi brautina
fyrir efnahagssamsteypunum.
Af sjálfu leiddi að Sovétrikin töldu sér
ógnað af NATO, enda var bandalagið öðr-
um þræði liður i hnattrænni herkvi um riki
sósialismans. Af þessu spratt æðislegt
hernaðarkapphlaup, sem enn sér ekki fyr-
ir endann á, og þau sambúðarform þjóða i
milli, sem kennd eru við ,,kalt strið”.
Afskræming sósialismans undir veldi
Stalins og sporgöngumanna hans var og er
einn meginstyrkur þeirra áróðursmeist-
ara sem hafa tekið að sér að réttlæta
NATO fyrir almenningi á Vesturlöndum.
En vitanlega kom að þvi að frjálslynt og
friðelskandi fólk sæi i gegnum blekking-
arnar. Eitt af þvi sem þar hefur hjálpað
upp á sakirnar er einmitt það, hvað hern-
aðarbandalög risaveldanna i austri og
vestri eru um margt sviplik að ætlunar-
verki og starfsemi. Þau eru skjaldborg
um stórveldastefnu, en ganga i móti smá-
þjóðatilveru og lifsformum þeirrar alþýðu
sem vill ráða sér sjálf.
Á seinustu árum hefur þvi mjög dregið
saman með forystu hernaðarbandalag-
anna 2ja sem lykja krumlum sinum um
Evrópu og Amerika norðanverða. Og milli
höfuðpauranna i Kreml og Hvita húsinu
eru komnir dáindis kærleikar, og verður
það kærleiksband þvi sterkara sem meir
slaknar á trúnaðarböndum þeirra við eig-
in þjóðir.
Við þessar aðstæður er vissulega holur
hljómur i rödd bandariska utanrikisráð-
herrans þegar hann hvetur til einingar um
NATO til að verjast útþenslustefnu Rússa.
Lang er bilið milli Rogers 1973 og fyrir-
rennara hans Forrestals 1949, sem varp-
aði sér út um glugga æpandi: Rússarnir
koma! í þá daga gilti kjörorðið ,,betra
dauður en rauður”.
Það er vist flest annað en Rússar og
veldi þeirra vina sem skapa hættu fyrir
NATO i þann mund sem utanrikisráðherr-
ar þess þinga nú i Kaupmannahöfn. Sjálf-
sagt tala þeir mikið og kannske tala þeir
sig hása, en það er ekki um þær utanað-
komandi hættur sem „varnarbandalag-
inu” var ætlað að kljást við, heldur um
hættur af upplausn, ósamkomulagi,
stjórnmálaspillingu og valdniðslu sem
ógna innanfrá og eiga rætur i sjálfri til-
veru bandalagsins.
Er það ekki dæmi um upplausn innan
hernaðarbandalags þegar eitt stórveldið
gerir herhlaup inn á yfirráðasvæði
minnsta rikisins til að vernda þjófnað úr
verðmætustu auðlindum þess? Hvað um
þá varðstöðu sem NATO átti i orði kveðnu
að tryggja um friðhelgi framtaks og eign-
arréttar? Var það svona framtak og svona
eignarréttur sem átti að tryggja?
Dæmi um rotnun NATO innanfrá er
Grikkland,þar sem herforingjar fótum-
troða lýðræðið i helgustu véum þess — og
eru þess þvi aðeins megnugir að NATO
hjálpaði þeim til valda og heldur yfir þeim
hlifiskildi.
Stór var ábyrgð NATO-rikja á gereyð-
ingarstyrjöld forysturikisins, Bandarikj-
anna, i Vietnam, en stærri er ábyrgð
þeirra á nýlendustyrjöldum Portúgala i
Afriku. Þvi Portúgalar gætu alls ekki háð
þær án fulltingis NATO.
Ráðherrar stórveldanna færu ekki i hár
saman út af þessum og þvilikum atriðum.
Meinið er — frá þeirra sjónarmiði — að
fulltrúar smárikjanna skuli vera farnir að
skipta sér af þessu. En ætli staðreyndin sé
ekki sú, að einmitt hjá smáþjóðunum á
heilbrigt almenningsálit greiðari leið að
forystumönnunum? Og það hvetur þá til
að halda eftir megni i ávinninga vest-
rænnar menningar og lýðræðis, jafnvel
þótt þeir eigi undir högg að sækja meðan
til eru bandalög eins og NATO.
Efasemdir um gildi NATO fyrir smá-
þjóðirnar eru orðnar háværari en orð-
skrúð um „vestrænar varnir” — jafnvel á
ráðherrafundum NATO-rikja.
Ráðlagt að taka
upp svartolíu
Spara má verulegar upphœðir i útgerðarkostnaði
við að nota heldur svartoliu en gasoliu
Svartolíunefnd hefur nú
skilaö áliti, og telur hún að
brennsla svartolíu í skipum
sé að öðru jöfnu bæði hag-
kvæm og æskileg. Er hér
um mikið hagsmunamál að
ræða, þar sem árlegur
sparnaður á einum togara
geti numið 2. miljónum
króna ef notuð er svartolía í
stað gasolíu. Hins vegar
megi ekki rasa um ráð
fram i málinu og þurfi
framkvæmdir að vera und-
ir eftirliti kunnáttumanna.
I marzmánuði s.l. skipaði
sjávarútvegsráðherra nefnd til að
kynna sér til hlitar reynslu af
brennslu svartoliu I disilvélum og
láta siðan i ljós álit sitt á þvi,
hvort slfk oliunotkun væri hag-
kvæm og æskileg.
í nefndinni áttu sæti: Gunnar
Bjarnason fyrrv. skólastjóri Vél-
skóla íslands formaður, Gunnar
Björnsson verkfræðingur,
prófessor við verkfræðideild Há-
skóla tslands, Ólafur Eiriksson
tæknifræðingur, kennari við Vél-
skóla Islands, Aðunn Ágústsson
verkfræðingur, starfsmaður við
tæknideild Fiskifélags Islands og
Ingólfur Ingólfsson vélstjóri, for-
maður Vélstjórafélags tslands.
Nefndin hefur nýlega skilað
áliti, sem hér fer á eftir i heild,
ásamt úrdrætti úr greinargerð
nefndarinnar:
Nefndin telur, að brennsla
svartoliu i islenzkum skipum sé
bæði hagkvæm og æskileg, ef
henni verður við komið meö til-
hlýðilegu öryggi.
Nefndin telur, að taka beri upp
svartoliunotkun til reynslu i tleiri
tegundum véla, en gert hefur ver-
ið hingað til hér á landi.
Nefndin telur það vera mjög
mikilvægt, að framkvæmdir við
undirbúning og reynslunotkun
svartoliu færi fram undir ná-
kvæmu eftirliti kunnáttumanna,
sem til þess yröu skipaðir. Verði
fenginni reynslu þar með safnað á
einn stað, þar sem hún veröi að-
gengileg þeim, er hennar hafa
þörf. Þá er og mikilvægt, að vél-
stjórar hljóti góðar og traustar
leiðbeiningar i notkun svartoli-
unnar.
Þá telur nefndin, að á tiltölu-
lega skömmum tima verði hægt
aö hefja notkun svartoliu i flest-
um togurum landsmanna, ef rétt
er haldið á framkvæmd þessara
mála. Nefndin telurennfremur,aö
skynsamlegt sé, að ný skip veröi
yfirleitt gerð með búnaði til
svartoliunotkunar.
Þegar miðað er við núverandi
verðlag innanlands og meðal-
stærð islenzkra togaravéla, má
gera ráð fyrir, að árlegur sparn-
aður eins togara i rekstri veröi
3—4 milj. króna brúttó, en nettó-
sparnaður varla undir 2 milj.
króna, ef notuð er svartolia i stað
gasoliu.
I greinargerð kemur m.a.
fram:
Notkun svartoliu i stórum skip-
um var hafin fyrir 1950. t þeim
var þá farið að brenna jafnvel
þykkustu tegundum svartoliu.
Siðan hefur orðið mikil þróun i
gerð véla og búnaðar fyrir þessa
oliunotkun, bættar smuroliur
hafa komið fram, en þær eru
mikilvægur þáttur i þessu sam-
bandi og loks hefur þekking á
þessu sviði aukizt.
í greinargerðinni kemur fram,
aö reynsla af svartoliu hér á landi
er ekki einhlit. Hjá Eimskipafé-
laginu hefur svartolia reynzt bet-
ur i litlum og hraðgengum hjálp-
arvélum heldur en i aðalvélum,
en hjá Skipadeild SÍS hefur svart-
oliunotkun gefið góða raun. Þá
hafa verið gerðar tilraunir með
svartoliu á togurum, og má telja
að önnur tilraun, sem stendur
ennþá, ætti að gefa góða raun.
Til að kanna afstöðu vélafram-
leiðenda og til að kynnast sjónar-
miðum þeirra i sambandi við
svartoliubrennslu i togurum,
heimsótti formaður nefndarinnar
Gunnar Bjarnason, nokkrar
þeirra, Wekspoor i Amsterdam
(Narfavélin), M.A.N. i Augsburg
(Bjarni Benediktsson o.fl.
spænskir togarar) og Mirrless i
Stockport (ögri og Vigri).
Allar framleiða þessar verk-
smiðjur vélar fyrir svartoliu og
telja ekkert þvi til fyrirstöðu að
slik olia sé brennd i togaravélum,
þó að þvi tilskildu,að álag á vél-
arnar sé ekki langtimum saman
undir 60% af fullu álagi. Athugun
hefur verið gerð á b/v Narfa, b/v
ögra og b/v Karlsefni og ber
þeim saman um að álag á togi sé
um 60—75% af fullu álagi.
Þá aflaöi nefndin sér upplýsinga
frá vélaframleiðendum japönsku
skuttogaranna og telja þeir að
Framhald á bls. 15.
Togararnir
með
sæmilegan
afla, en lítið
af þorski
Fjórir togarar hafa landað I
Reykjavik það sem af er vikunn-
ar. Mestur hluti aflans hefur ver-
iðufsi og karfi, en minna af þorsk
og ýsu.
Narfi landaði 11. og 12. júnf 163
tonnum; þar af voru 19 tonn
þorskur.
12. júni landaði Þormóður goði
141 tonni og voru 20 tonn af aflan-
um þorskur.
13. júni landaði Karlsefni 196
tonnum.og i gær var Hjörleifur að
landa, og var hann með um 170
tonn. — úþ.
Jöfn staða
í Bretlandi
LONDON 14/6 — Skoðanakönnun
sem gerð var i Bretlandi nýlega
sýnir að ef til kosninga kæmi nú
stæðu stóru flokkarnir tveir
mjög jafnt að vigi. Verkamanna-
flokkurinn hefur nú 42% fylgi,
Ihaldsflokkurinn 41% og frjáls-
lyndir 14,5%. Þá finnst 42% Breta
Heath standa sig i stykkinu og fer
sól hans hækkandi þar sem hann
hafði 38% fylgi i siðasta mánuði.