Þjóðviljinn - 16.06.1973, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 16.06.1973, Qupperneq 7
Laugardagur 16. júnl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Meiri jöfnuður í viðskiptum við Tékka Fengu fálkaorðu Forseti islands hefur I dag sæmt eftirtalda islendinga heið- ursmerki hinnar islenzku fálka- orðu: Hjálmar Vilhjálmsson, ráðu- neytisstjóra, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörf. Loft Bjarnason, útgerðarmann, stórriddarakrossi, fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Rikarð Jónsson, myndskurð- meistara og myndhöggvara, stór- riddarakrossi, fyrir myndlistar- störf. Séra Eirik J. Eiriksson, þjóð- garðsvörð, riddarakrossi, fyrir embættis- og félagsmálastörf. Gisla Magnússon, bónda að Ey- hildarholti, riddarakrossi, fyrir félagsmálastörf á sviði landbún- aðar og bændasamtaka. Guðmund Benediktsson, ráðu- neytisstjóra, riddarakrossi, fyrir embættisstörf. Hermann Guðmundsson, for- mann Verkamannafélagsins Hlif- ar, riddarakrossi, fyrir störf að verkalýðs- og félagsmálum. Jón Kjartansson, forstjóra, riddarakrossi, fyrir embættis- og félagsmálastörf. Úlaf Albertsson, kaupmann, Kaupmannahöfn, riddarakrossi, fyrir félagsmálastörf. Framhald á bls. 15. Árlega fara fram viöræður milli islenzkra og tékkneskra full- trúa um framkvæmd á viðskipta- samningi landanna, sem gildir fyrir timabilið 1. október 1971—30. september 1975. Að þessu sinni fóru þessar viðræöur fram i Reykjavik dagana 12. og 13. júni s.l. 1 sameiginlegri fundargerð voru skráðar helztu niðurstöður viðræönanna. Er þar bent á, að meiri jöfnuður hafi náðst i við- skiptum milli landanna frá þvi að siðasti viðskiptasamningur var gerður og taldar horfur á þvi, að sú þróun haldi áfram. Með fylgjandi mynd af undirritun sameiginlegrar fundargerðar, en hana undirrituðu J. Keller, skrif- stofustjóri, og Þórhallur Asgeirs- son, ráðuneytisstjóri. Hér sést hin mikla sök Guðmundar Daníelssonar svona í fréttatilkynningu frá Selfosshreppi maður mátti ekki ritstýra „Suðurlandi” að eigin höfði Þjóðviljanum hafa nú borizt frá skrifstofu Sel- fosshrepps þær 3 tillögur um landhelgis- og hermál sem ræddar voru og af- greiddar 6. þ.m. og áður hefur verið sagt frá hér i blaðinu. Einsog fram kem- ur hér á eftir eru tillögur þessar nátengdar því máli Sérkennileg bygging er Ingólfur Jónsson á Hellu hrakti Guðmund Daníels- son rithöfund frá ritstjórn blaðsins Suðurland. Fréttatilkynningin frá Selfoss- hreppi hljóðar svo: Miðvikudaginn 6. júni sl. bar fulltrúi samvinnumanna i Hreppsnefnd Selfosshrepps, Bergþór Finnbogason, upp 3 til- lögur um herverndar- og land- helgismál Islendinga. Tillögurnar voru samdar upp úr stuttri blaöa- grein eftir Guðmund Danielsson ritstjóra Suðurlands. . „Aöildin að NATO er okkur einskis viröi.” Samkvæmt fundargerðarbók hreppsnefndarinnar voru tillög- urnar á þessa leið, og afgreiddar sem hér segir: 1. „Hreppsnefnd Selfosshrepps samþykkir að skora á rikis- stjórnina að segja upp her- verndarsamningnum og láta herinn hverfa úr landi svo fljótt sem verða má, þar sem hann gerir enga tilraun til þess að hefta innrás brezka hersins i is- lenzka fiskveiðilögsögu.” Með tillögunni greiddu at- kvæði: Bergþór Finnbogason (samv.m). Kristján Finnboga- son (samv.m), Arndis Þor- bjarnardóttir (samv.m), Guð- mundur Danielsson (óh.). Á móti greiddu atkvæði: Óli Þ. Guðbjartsson (sj), Páll Jónsson (sj.), Guðmundur A. Böðvarsson (óh.). 2. „Hreppsnefnd Selfosshrepps samþykkir að skora á .rikis- stjórnina að hún lýsi þvi nú þegar yfir aö Islendingar muni engar samningaviðræður eiga við Breta um fiskveiðiréttindi innan 50 milna landhelginnar. Bretar geti ekki vænzt þess hér eftir, að hlutur þeirra verði gerður stærri en hinna, sem viðurkennt hafi útfærslu fisk- veiðimarkanna i verki.” stjórnina að segja nú þegar skilið við hernaðarbandalagið NATO þar sem það leyfir einni bandalagsþjóð sinni átölulaust að fara með hernað á hendur okkur Islendingum.” Meö tillögunni greiddu at- kvæöi: Bergþór Finnbogason (samv.m), Kristján Finnboga- son (samv.m), Guðmundur Danielsson (óh.). Á móti greiddu atkvæði: Oli'Þ. Guöbjartsson (sj.), Páll 'Jónsson (sj.), Guðmundur A. Böðvarsson (óh.). Arndis Þorbjarnardóttir (samv.m) greiddi ekki at- kvæði. Féll tillagan þvi á jöfnum at- kvæðum 3 gegn 3. Ari Kárason tók þessa mynd af nafnlausri ljósmynd á sýningunni í Casa Nova. Þetta sérkennilega hús er risiö á Akranesi og geymir sjálfan Landsbankann á staðnum. Arkitektastofan sf. (Ormar Þór Guðmundsson og örnólfur Hall) teiknuðu húsiö, en skreytingar annaðist Sveinn Snorri, sem með- al annars hefur unnið við leik- myndagerð i Sjónvarpinu að undanförnu. Meö tillögunni greiddu at- kvæöi: Bergþór Finnbogason (samv.m), Kristján Finnboga- son (samv.m.), Arndis Þor- bjarnardóttir (samv.m). Guð- mundur Danielsson (óh), Óli Þ. Guðbjartsson (sj.), Páll Jóns- son (sj.); Guðmundur A. Böðv- arsson (óh.) greiddi ekki at- kvæði. 3. „Hreppsnefnd Selfosshrepps samþykkir að skora á rikis- Dönsk Ijósmyndasýning Um þessar mundir stendur yfir Ijósmyndasýning I Casa Nova, en sýncndur eru hópur danskra áhugaljósmyndara. Þessi farandsýning SDF hefur á að skipa sýnishornum af beztu myndum, sem verið hafa i lands- keppni Dana undanfarin ár. SDF hefur látið i ljós þá von, að ljós- myndavélin verði ekki eingöngu notuð við töku sumarleyfis- og fjölskyldumynda, heldur einnig og sér i lagi sem tæki til sköpunar listrænna ljósmynda, er vakið geta áhuga allra listunnandi manna. Sýningin er i Casa Nova dagana 14,—22. júni og verður opin virka daga kl. 16—22, á laugardögum og sunnudögum kl. 14—22.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.