Þjóðviljinn - 16.06.1973, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. júnl 1973.
VÍGBÚNAÐUR OG
HLUTVERK HANS
Stórveldin veita fjár-
magni skattborgarans til
hernaðarframkvæmda til
þess aö halda þessum sama
skattborgara i skefjum, til
þess aö forðast verstu áföll
af völdum efnahags-
kreppa, til þess aö halda
lögreglu i löndum þriðja
heimsins og stjórna þróun-
inni þar i „rétta" átt,
þannig að þau verði áfram
háð stórveldunum og haldi
áfram að flytja út einungis
hráefni.
Vopnaframleiðsla fer vaxandi
með hverju árinu sem liður, og
jafnframt verða þau vopn sem
framleidd eru, kröftugri og
hættulegri. Likur fyrir tortimingu
mannkynsins og alls lifs á jörð-
inni aukast. Það eru nokkur ár
siðan einungis þau vopn sem
Bandarikjamenn réðu yfir voru
nægilega sterk til þess að drepa
alla ibúa jarðarinnar og það ekki
bara einu sinni — utan fjórum
sinnum. Það er þvi ekkert undar-
legt þótt margir óttist þá áfram-
haldandi vopnaframleiðslu sem
sifellt á sér stað, og furði sig jafn-
framt á áframhaldandi fram-
leiðslu, og rannsóknum til að
reyna að finna sterkari vopn.
011 stórveldin eiga þar hlut að
máli, og segjast auðvitað verða
að geta varið sig þegar óvinurinn
ræðst til atlögu. Og þeim dettur
vist ekki i hug að óvinurinn geti
verið nokkuð annað en „kapital-
isminn” eða „kommúnisminn”
þ.e. riki með annað hagkerfi. Og
þótt ómögulegt sé að vita hver
kemur til með að ráðast á hvern,
að áliti stórveldanna,hafa yfirleitt
allir „hugsanlegir óvinir” það
sameiginlegt að voga sér að
hugsa á annan hátt og hafa aðrar
skoðanir en andstæðingurinn.
Æskilegur neytandi
J. E. Barnett, sem vann i
bandariska varnarmálaráðuneyt-
inu, hefur skrifað bókina „Hag-
fræði dauðans”. Þar segir hann
að hægt sé að lita á Pentagon,
sem hinn ákjósanlegasta neyt-
anda i neyzluþjóðfélagi, þvi það
sé skipt um allflestar hervélar ár-
lega. Það er nú ekki gert vegna
þess að þessar vélar séu orönar ó-
starfhæfar, heldur má ekkert til
spara aö hafa allt af beztu og nýj-
ustu gerð, þegar óvinurinn kem-
ur! Þaö er aukaatriði þótt á
þremur árum hafi verið kastað á
giæ 23 miljörðum dala i þetta.
Beint úr bókinni: „Sú heimspeki
sem viðhöfð er, er fremur ein-
föld: Ef þú getur fundið nýja að-
ferð til að lama, brenna, leysa
upp, hræða, eitra fyrir, eða
sprengja eða á annan hátt vinna
bug á hugsanlegum óvinum, byrj-
aðu þá að rannsaka og betrum-
bæta aðferðina, og þegar þú ert
búinn að finna leið til að fram-
leiða þetta nýja vopn með góðum
árangri, þá skaltu hefjast
handa. ...”
Þeir sem fást við hergagna-
framleiðsluna vilja fá langa bind-
andi samninga við herinn og tekst
það yfirleitt. Yfirvöld eru ekkert
spör á fjárveitingar til hermála
og visindarannsókna, og 42% af
öllum bandariskum visinda- og
tæknimönnum fást við rannsóknir
á sviði vigbúnaðar.
Her og kreppa
Það eru þvi hergagnaframleið-
endur og aðrir slikir sem græða á
hernum og bruðlinu þar, en ef vel
er að gætt sést, að það er ekki til-
viljanakennt hvernig þessu er
háttað, heldur er þetta allt vel
skipulagt. Þetta er sem sé skipu-
lagt til að forða hagkerfinu, kapi-
talismanum, frá verstu kreppun-
um. Þeir létu sér reynsluna af
kreppunni fyrir seinni heimstyrj-
öld að kenningu verða, og þvi
veit.ir rikisstjórnin enn hærri
upphæðir til hersins þegar kreppa
er i uppsiglingu, þannig að fjöldi
manns fær vinnu. Annars hefði
skapazt atvinnuleysi, og kaup-
máttur helzt þannig hærri og
kreppan verður ekki eins mikil,
og annars hefði orðiö. Þetta sýnir
hvernig rikið hefur áhrif á fram-
leiðslu i landi „hins frjálsa fram-
taks einstaklingsins”.
Þótt Barnett hafi tekið Banda-
rikin sérstaklega fyrir i bók sinni,
er sömu söguna að segja, eða
svipaða, um önnur stórveldi á
Vesturlöndum, og þessi lönd
verða háð hvert öðru á þessu sviði
vegna kaupa og sölu vopna og
annarra hergagna.
Til hvers?
Mörgum þykir allt þetta vopna-
brölt vera óþarfi og útilokað að
gera ráð fyrir að þessi vopn verði
notuð ef til styrjaldar kæmi, en
stórveldin selja og gefa a.m.k.
hluta þessarra vopna til vanþró-
uöu landanna þar sem reynt er, af
hálfu stórveldanna, að koma
þessarri offramleiðslu i notkun.
Það virðist lika eins og sumar
rikisstjórnir geri ráð fyrir að ef til
striðs kæmi milli stórveldanna
yrði það háð upp á gamla móðinn
með „kurteislegum” sjóhernaði
og allt eftir settum lögum og regl-
um. En allt frá dögum Guernica
1936 hefur verið ráðizt á hinn al-
menn borgara og beitt nýrri og
hroðalegri tækni, sýklahernaði og
öðru sliku. Það er þvi engin á-
stæða að reikna með að aðrar að-
ferðir verði notaðar jafnvel þótt
það væru hin háttvirtu iðnaðar-
lönd i Evrópu og Ameriku sem
þar ættu hlut að máli, og það væri
óneitanlega mjög fljótgert að
drepa þessi þéttbýlu iðnaðarlönd
með nokkrum sprengjum eða ein-
hverju öðru, og þá með eða án
kjarnorku. Það virðist þvi litil á-
stæða til þess að vera svona vel
vopnum búinn, nema þá auðvitað
að nota herinn eins og USA gerir
út um allan heim, sem lögreglu i
„nýlendunum”, þ.e. þeim löndum
sem þau raunverulega ráða yfir,
eða jafnvel til þess að halda ibú-
um landsins sjálfs i skefjum.
Þannig geta rikisstjórnir haft
herinn til þess að viðhalda og
varðveita völd sin. Og það er þvi
aöeins til þess að friða almenn-
ing, sem rikisstjórnir segja, að
herinn eigi að vera eftir i landinu
sem heild til varnar.
(Byggt á DN).
NICARAGUA:
Þjóöarmenningin í rúst
eftir jaröskjálftana um jólin
t jarðskjálftunum miklu i
Managua i Nicaragua um sið-
ustu jól urðu mikiar eyðilcgg-
ingar á byggingum og þúsund-
ir fórust. t þeim eyðilögðust
ma. bókasöfn, listasöfn og
aðrar menningarmiðstöðvar.
Það var ekki bara mannfóik
og byggingar sem eyddust
heidur einnig geysileg menn-
ingarverðmæti, svo segja má
að lista- og menningarifi
landsins sé i rústum.
t fréttabréfi frá Prensa
Latina segir, að Þjóðarbóka-
safnið, fornminjasafn lands-
ins, flest einkabókasöfn, bóka-
útgáfur, bókabúðir og mynda-
söfn hafi eyðilagzt eða brunnið
i jarðskjálftunum.
Haftereftir ritstjóra einum,
að allir hæfileikamestu ungu
listamennirnir hafi flutzt úr
landi, aðallega til Costa Rica,
Mexikó og Venezuela og
nokkrir til Evrópu. Þó Nicara-
gua sé litið og fátækt land átti
það töluverðan fjölda lista-
manna. Ein ástæða fyrir
fjölda góðra listamanna er
hatrið og andstaðan við ein-
veldi Somozafjölskyldunnar
sem ráðið hefur lögum og
lofum i landinu um áratuga-
skeið.
Og Somoza hefur notfært sér
neyðarástandið i landinu til að
banna útgáfu eins helzta
menningarrits landsins þar
sem það á það til að halla sér
upp aö stjórnarandstöðunni.
En ýmsir aðilar hafa heitið
aðstoð við uppbygginguna.
Unesco hefur veitt fé til upp-
byggingar Þjóðarbókasafns-
ins,og rikur landsmaður, sem
búsettur er i Mexikó, hefur
gefið helminginn af einka-
bókasafni sinu til háskólans.
Verið er að reisa menningar-
miðstöð til bráðabirgða þar
sem þeginni aðstoð verður
veitt viðtaka og beint i réttar
áttir. Og Venezuela og Perú
ætla einnig að leggja hönd á
plóginn við að endurreisa
bókasafnið. Menntamenn frá
Caracas hafa reyndar reynslu
i þeim efnum þar sem þeir að-
stoðuðu við svipaða upp-
byggingu i Perú eftir jarð-
skjálftana miklu sem urðu þar
um árið.
Það varð ekkert mannfall i
röðum listamanna og rithöf-
unda i Nicaragua, en starfs-
grundvöllur þeirra er brost-
inn, og þeir verða að reisa
menningu landsins að nýju frá
grunni.
(ÞH tóksaman)