Þjóðviljinn - 16.06.1973, Side 9
Laugardagur 16. iúni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
H raðbra uta rgrýla n og
gróðurvinin í Fossvogi
„Vagninn stæði kyrr, ef ekki
væri öxulgatið”. — Eins er um
borgir. Óbyggðar gróðurvinjar
gera þær byggilegar öðru fremur.
— Trjágöng opnast
skyndilega út úr umferðar-
gljúfrunum, og ösin og svækjan
eru lagðar að baki. Gnýrinn
dofnar þegar i hlustum, brotinn
eins og hafalda á breiðu skógar-
belti, og verður fljótlega eins og
fjarlægur eymur. Gangstígar
kvislast hvarvetna undir skugg-
sælu laufræfri, og hver hefur sitt
að efna, — fyrirheit um svala,
næði, sæti á bekk, fjóluhvirfingu i
rjóðri, jafnvel kvöldsöng nætur-
gala i kjarrviðarþykkni við læk.
Flestir opna þó stigarnir von
bráðar viðan engjadal, ýmist
vallgróinn eða votlendari, þar
sem nær dregur tjörn með sef við
bakka. Sláttumenn standa á
smárateig og skára og brýna.
Barnaraddir, flugdrekar og
fjaðraknettir eru á lofti yfir
slegnum grundunum. En upp úr
hávöxnu grasi og blómstóði, sem
bylgjast fyrir goluþyt á enginu,
ris f jöldi sólbaðsgesta og klæðist i
skyndi. Svölur eru teknar að
renna sér með jörðu leifturhratt
undir aðsteðjandi skúr.
Hversu hrjáðar sem gamal-
grónar menningarborgir Evrópu
kunna að vera af plágum tækni-
aldarinnar, má vist ennþá hitta
fyrir i þeim flestum þennan frið-
sæla unaðsreit, að breyttu nafni
og staðháttum, og i ýmsum þeirra
marga, — en i þýzku borginni
Leipzig heitir hann Rósadalur.
A svæðinu hér við Faxaflóa, þar
sem höfuðborgin er hálf inni i
framtiðinni, hefur lengi hillt
undir slikan stað, — um tima i
Laugardalnum, sem nú er leik-
vangur iþróttamanna, og svo hin-
um viða og fagurgróna Fossvogs-
dal, þar sem töðuvellir og
trjágróður bera glöggt vitni frjó-
magninu i jarðveginum. Hann er
á köflum þurrkuð svarðarmýri.
Og stelkur, heiðló og mýrisnipa,
landnemar i dalnum fyrir ótali
alda, halda ennþá tryggð við
lækinn sinn, þó að seyrður sé
orðinn og Faxafen örnefnið eitt.
Enn á þessu vori, eins og áður um
langa hriö, hafa lífsundrin gerzt
þar á grænum túnspildum fyrir
sjónum ungra og aldinna barna,
folöld og kálfar brugðið á leik,
lömb risið á legg með burðar-
stirur i augum, ungar teygzt upp
úr hreiðurkörfu i einhverju skjól-
beltinu, skurðbakki orðið gulur af
fiflum á einni nóttu.
Starf frumbyggjanna i Foss-
vogi, hvers með sina ræktarskák,
og þeirra á meðal Skógræktar-
félags Reykjavikur, hefur fært
þessa hillingu svo miklu nær, að
lengi hefur mátt kalla einsætt að
fullna það verk með sameinuðu
átaki nálægra byggða, friða
dalinn, kveða á um framtiðar-
stærð og skipulag gróður-
spildunnar, hefjast hið fyrsta
handa um gróðursetningu trjáa,
hreinsa lækinn, loka skurðum,
gera gangvegi og opna al-
menningi sistækkandi svæði, eftir
þvi sem verkið gengi fram.
Slik ráðstöfun á gróðurlendi
Fossvogsdalsins virtist svo eðli-
leg, að jafnvel þó að borgarvöld i
Reykjavik brygðu á það óráð að
teygja nýtt byggðarhverfi i
hliðinni norðan megin allt niður
undir læk og bæta gráu ofan á
svart með fyrirætlun um hrað-
braut inn á bak við öskjuhlið hjá
útivistarsvæðunum og grafreitn-
um, yfir skógræktarstöðina og
svo allar götur inn miðjan dal, —
þrátt fyrir þetta hristu menn
aðeins höfuðið yfir sökkulhúsun-
um i dalbotninum og kölluðu
skipulagsyfirsjón, en hrað-
brautina firru, sem aldrei myndi
ná lengra en á vegakort
borgarinnar. Kópavogskaup-
staður myndi aldrei láta hið sama
henda sig, heldur varðveita enn
betur hið viða og fagra ræktar-
land sin megin lækjar, æ þvi dýr-
mætara sem borgin byggðist
þéttar og viðar.
Þessar frómu hugmyndir hafa
nú orðið að rækilegu spotti.
Bæjarstjórn Kópavogs sam-
þykkti og hengdi upp nú fyrir
hvitasunnu skipulagsteikningar
að 2000 manna byggðarhverfi á
túnum Snælands, Birkihliðar og
Nýbýlavegar 3,og 5.
Aður hafði verið skipulagt 1500
manna hverfi á löndum Astúns og
Grænuhliðar. En á torfu Snæ-
landshverfisins einni mun bærinn
þó hafa náð fullu tangarhaldi, og
þangað á að stefna vélaherfylkj-
um hans á næstu vikum og seilast
jafnnærri dalbotni og Reykjavik
hefur gert. Viðlagasjóður mun
gera þessar skyndilegu fram-
kvæmdir fjárhagslega kleifar og
fá einhverjar lóðir undir finnsk
raðhús handa Vestmannaeying-
um.
Þar sem ráðstafanir á Foss-
vogslandinu taka til f jölda manns
og varða framtið höfuðborgar-
svæðisins miklu, hefði málið allt
Eftir
Þorstein
Valdimarsson
átt að hljóta meðferð eftir þvi. En
ef satt er, að náttúruverndar-
nefnd Kópavogs hafi ekki einu
sinni verið látin vita um þessar
framkvæmdir, hvað þá verið
spurð álits um þær, þá má nærri
geta um aðra. Jafnvel þegar
slatta af lóðum hefur verið út-
hlutað, byrjað er að rista ofan af
túnum og teikningar komnar upp
á vegg til viðrunar, þá eru blaða-
menn ekki kallaðir til. Þetta er
vist ekki frétt, heldur feimnis-
mál?
Fréttamaður frá Þjóðviljanum
fór nú samt á vettvang, fékk ljós-
myndir af teikningum og birti
þær i blaðinu á heilli siðu hinn 6.
júni ásamt stuttum og greinar-
góðum skýringum. Ef ýmsir þeir,
er lásu, hafa þá ekki hrokkið við
né kallað þetta sögu til næsta
bæjar, mætti það kynlegt heita.
Það verður ljóst meðal annars
af frásögn blaðamannsins, að
skipulagsfrömuðir i Kópavogi
telja fullvist, að Reykjavikurborg
fari sinu fram um lagningu hrað-
brautar eftir Fossvogsdalnum og
verði Kópavogsbúar að sætta sig
við það, og draumurinn um fagra
og friðslæa gróðurvin i dalnum sé
þar með búinn. — Það er vissu-
lega rétt, enda meginrök fyrir
þessari ráðabreytni, að sá
draumur væri þar með á enda,
slikan slóða hávaða og
meingunar sem hraðbraut dregur
á eftir sér. En hitt er vissulega
rangt, að Reykjavikurborg geti
unnið öðru bæjarfélagi óbætan-
legan skaða með slikum fram-
kvæmdum á landamerkjum þess,
án þess að bann verði við lagt að
réttum lögum, þótt óskráð kunni
að vera, unz prófmál hefði
gengið.
Kópavogsbær á að gera
Reykjavikurborg þetta ljóst. Það
væri mikið vinarbragð við hana.
Hún ber þegar of mikinn svip á
köflum af þeim eyðimörkum hjól-
fætlinganna, sem borgir nú-
timans eru að verða. Og hún
leysir ekki samgönguvanda sinn
með hraðbrautum fremur en þær.
Hún leysir hann einkum með svo
góðri og ódýrri almennings-
vagnaþjónustu i borginni og
grannbæjunum, að einkabilum
stórfækki. Það myndi horfa til
mikilla heilla. Borgin gæti sparað
til þess það of fjár, sem hún ætlar
að sökkva niður i allt að átta
metra djúpa svarðmýrina i Foss-
vogi. — Á milli neöstu húsa
borgarhverfisins þar og lækjarins
er hraðbrautinni eftir skilinn 90
metra breiður rimi. Þau urðu
dýr, þessi hús, á svo grunndjúpu.
En hverjir myndu kaupa þau
dýru verði eftir lagningu
bruutarinnar? Ef til vill borgin
sjálf. Og hvað myndu>éttmætar
skaðabætur til Kópavogsbæjar
kosta borgina, ef hún veldur
skaðanum og kaupstaðarbúar
gæta réttar sins? Það kæmi þá i
ljós.
En það, sem nú er ljóst, er
þetta: Hin fjölmenna byggð báð-
um megin i Fossvogsdalnum þarf
á breiðu og friðsælu gróðursvæði
að halda, inn eftir öllum dal, þar
sem fjölbreytt skilyrði lækjarum-
hverfisins (svo sem fyrir fugla-
tjarnir eðaskautasvelllværu nýtt
til fulls ungum og öldnum til
yndis, vetur og sumar. — Til þess
gæti Kópavogur, úr þvi sem
komið er fyrir Reykjavik, gefið
henni land af sinu landi, sem bæði
létu skipuleggja og tækju að um-
skapa, rækta og nota að jöfnu.
Hraðbrautargrýluna á ekki að
nefna á nafn framar. Hún hefur
þegar gert nægan skaða. Að visu
eru það sjálfskaparviti, að hún
skuli hafa ráðið eins mikíu um hið
nýja skipulag Fossvogshverfanna
og raun er á. En þvi skyldara er
bæjaryfirvöldum Kópavogs að
endurskoða skipulagið frá þvi
sjónarmiði, sem hraðbrautar-
grýlan hefur byrgt fyrir þeim, og
bæta sem framast má úr yfirsjón-
um, sem af þvi hefur leitt. Enn
má stýra hjá slysi. Húsaröðumá
pappirnum á að vera auðhaggað.
Kópavogskaupstað var kveðið
ljóð er hann komst á ellefta árið.
Niðurlagserindi þess er ekki tekið
ófrjálsri hendi, þó að með þvi sé
lokið þessum linum.
Griðland börnum og blómum!
Brosi við framtið sinni
allt, sem þú vaxtar og verndar
i vöggunni þinni.
Þó að flóðbylgja fleygrar tiðar
sé fallþung og ströng,
geym þinna grænu vinja
og gleym ei lóunnar söng.
Þorsteinn Valdimarsson