Þjóðviljinn - 16.06.1973, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. júnl 1973.
IDAGSBRUNI
IfeP
Orðsending
frá Verkamanna-
félaginu Dagsbrún
Vegna lokunar ölfusborga til orlofsdvalar
á þessu sumri, gefst félagsmönnum Dags-
brúnar i samráði við Alþýðuorlof kostur á
orlofsdvöl i Héraðsskólanum að Reykholti
fyrir sig og fjölskyldur sinar. Leigð verða
út herbergi, sem rúma 2-4 til vikudvalar i
senn.
Kostnaður verður sem hér segir:
Fullorðnir 5.000 kr. á viku
Börn fi-i:} ára 2.500 kr. á viku.
Börn undir 6 ára ókeypis.
Innifalið i þessu verði er gisting,
morgunmatur og tvær heitar máltiðir á
dag, aðgangur að sundlaug og gufubaði
auk barnagæzlu hluta úr degi. Aðstaða
verður til þess að gestir geti sjálfir hitað
sér kvöldkaffi, ef þeir óska þess.
Þá eru einnig möguleikar á dvöl i septem-
ber að Illugastöðum og siðast i ágúst, og
allan septembermánuð að Einarsstöðum.
Þeir félagsmenn, sem áhuga hafa á þessu,
eru beðnir að hafa samband við skrif-
stofuna i sima 25633 eigi siðar en 20. júni,
þar sem starfsemi að Reykholti hefst 23.
júni n.k.
Stjórnin
Húsmæðraskólinn
Laugum S-Þing.
starfar i tveimur námstimabilum næsta
skólaár.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, simi
um Breiðumýri.
i nokkrar fólksbifreiðar og Pick-up bif-
reið, er verða sýndar að Grensásvegi 9,
þriðjudaginn 19. júni kl. 12-3. — Tilboðin
verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
FÉLAG ÍSLEMZKHA HLJÓllSTAIiMAlA
úivegaryður hljódfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tækifan
Vinsamlcgast Siringið í Z0z!!)S milli kl. 14-17
Læknaritari
Staða læknaritara, hálfs dags starf, er
laust til umsóknar á lyflækningadeild
Landspitalans frá 1. júli n.k.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og
fyrri störfum sendist Skrifstofu rikis-
spitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 25. júni n.k.
Reykjavik 8. júni 1973.
Skrífstofa rikisspitalanna.
Auglýsingasíminn er 17500
UL
100.000 trjáplöntur í Heiðmörk
Úr fréttatilkynningu frá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavikur:
Aðalfundur Skógræktarfélags
Reykjavikur var haldinn i Tjarn-
arbúð fimmtudaginn 7. júni.
Fundarstjóri var kjörinn Jónas
Jónsson aðst.m. ráðherra, en
hann er formaður Skógræktarfé-
lags fslands.
f upphafi fundar gerðu formað-
ur og framkvæmdastjóri félags-
ins, Vilhjálmur Sigtryggsson,
grein fyrir starfsemi þess á árinu
sem var veð miklum blóma.
f gróðrarstöðinni i Fossvogi var
að venju unnið að uppeldi trjá-
plantna og reynt var að auka fjöl-
breytni þeirra eins og unnt var,
þvi áhugi borgarbúa fyrir hinum
ýmsu trjátegundum hefur aukizt
mikið á undanförnum árum.
Eins og fyrr eru þó skógar-
plöntur i miklum meirihluta, en
alls voru afgreiddar á siðastliðnu
ári tæplega 300 þúsund trjáplönt-
ur frá gróðrarstöðinni.
f samvinnu við Hitaveitu
Reykjavikur vann félagið við
gróðursetningu trjáplantna i
öskjuhlið en samkvæmt sam-
þykktu skipulagi er þar gert ráð
fyrir stóru opnu svæði með skóg-
arreitum.
t Heiðmörk vann félagið við
gróðursetningu o.fl., i þessu stóra
friðlandi Reykjavikur, en alls
voru gróðursettar þar rúmlega
100 þúsund trjáplöntur, og var
það að mestu unnið af áhuga-
mönnum, og af Vinnuskóla
Reykjavikur. Umferð um Heið-
mörk hefur aukizt að mun á sið-
ustu árum, og hafa borgarbúar
notið útiverunnar þar i æ rikari
mæli.
Eftir að reikningar félagsins
höfðu verið lesnir upp og sam-
þykktir voru frjálsar umræður
um skógræktarmál, með
almennri þátttöku fundarmanna.
f lok fundarins var samþykkt
tillaga um að skógræktarfélög á
Reykjavikursvæðinu vinni að þvi
með þeim aðilum, er hlut eiga að
máli, að komið verði á takmörkun
á fjárhaldi á Reykjanessvæðinu
og einnig að framkominni hug-
mynd um fólkvang á svæðinu.
Einnig var lögð áherzla á að
strangara eftirlit væri haft um
meðferð elds á viðavangi.
t stjórn félagsins eru Guð-
mundur Marteinsson rafmagns-
verkfræðingur formaður, Svein-
björn Jónsson hr., Lárus Blöndal
Guðmundsson bóksali, Björn
Ófeigsson stórkaupmaður og Jón
Birgir Jónsson verkfræðingur, en
i varastjórn þeir dr. Bjarni
Helgason, Kjartan Sveinsson raf-
fræðingur og Ragnar Jónsson
skrifstofustjóri.
Sumar-
gistihús
á Blönduósi
f sumar verður starfrækt gisti-
heimili i Kvennaskólanum
Blönduósi. Er þetta fjórða
sumarið i röð, sem skólinn er
nýttur á þann hátt.Gistiheimilinu
veitir forstöðu Sigurlaug
Eggertsdóttir, húsmæðra-
kennari, sem og liðin sumur.
Öll starfsemi verður á svipaðan
hátt og áður. Gistiheimilið, sem
tekur til starfa sunnudaginn 17.
júni, verður opið fram i septem-
ber og býður ferðafólk velkomiö
til lengri eða skemmri dvalar.
Auk venjulegs gistirýmis
(l,2ja,3ja,4ra m/herbergja) eru
bornar fram margvislegar
veitingar fyrir þá er þess óska
s.s.: morgunverður, kaffi og kök-
ur, smurt brauð og kvöldverður.
Ferðafólki með sinn eiginn útbún-
að er gefinn kostur á að nýta
hann. Þá getur hópferðafólk
fengið máltiðir, ef pantað er með
fyrirvara, svo og gistiaðstöðu.
Ulla bara
ÞEGAR DÝRIN™knar';
HÖFÐU MÁL EFFEL
Nú getum við hamazt, mamma og pabbi eru undir borð-
um