Þjóðviljinn - 16.06.1973, Side 13
Laugardagur 16. júnl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
JON CLEARY:
Sendi-
fulltrúinn
semda þegar hann færði sig i þá;
leið manni svona þegar hann fór i
dauðs manns skó?
Hann hafði fariö niður, og
Quentin, eiginkona hans og Lisa
Pretorious höfðu beðið hans i
anddyrinu.
— Þér eruð mjög fyrirmann-
legur, herra Malone, hafði Sheila
Quentin sagt, og Malone fann
barnslega gleði gagntaka sig; sizt
af öllu heföi hann átt von á þvi að
vera einhvern tima kallaður
fyrirmannlegur.
Hann léit á Jósef sem stóö
skammt frá og drap tittlinga
framani hann, en brytinn hafði
ekki svo mikið sem haf>gazt i and-
litinu. Ég ætti að taka drjólann
fastan, hugsaði Malone. Fyrir aö
móðga lögreglumann.Siðan hafði
hann litið á Quentin.og allur galsi
hvarf úr huga hans. Sendifulltrú-
inn var þreytulegur, þótt hann
væri friður og fyrirmannlegur, og
þaö var eins og hann tæki nú óð-
um að eldast. Þegar Malone
horfði á hávaxna, gráhæröa
manninn i vel sniðnu kjólfötun-
um, fannst Malone sem hann væri
að horfa á lik, sem dubbaö væri
upp til brúðkaups i stað jarðar-
farar; einhver haföi villzt á dag-
setningum.
— Vilduð þér gera svo vel að
vera herrann hennar Lisu
Pretorious? hafði Sheila Quentin
sagt og Malone hafði boðiö ungu,
ljóshærðu stúlkunni arminn, sem
horfði nú á hann með nýjum á-
huga, næstum furöu lostin.
— Ef þér viljið mig, sagði hann
þegar Quentinhjónin voru farin á
undan þeim út um aðaldyrnar að
bilnum sem beiö þeirra.
— Eg skil ekki hvers vegna
þeir slepptu yður i Tumbar-
umba, hafði Lisa sagt. Hann leit
fram fyrir sig til aö athuga, hvort
Quentinhjónin heföu heyrt þessa
athugasemd, en hvorugt þeirra
sýndi þess nein merki. — Ég hefði
ekki þekkt yður fyrir sama mann-
inn og ég hleypti innn fyrir
stundarkorni.
Bros hennar hafði tekið brodd-
inn úr athugasemdinni. En hún
veit að ég er utanveltu, hafði
Malone hugsað.
Og hér við móttökuna var
hann jafnvel enn meira utan-
veltu. Svo tók hann eftir þjóni
'sem gekk hjá með matföng á
bakka, og hann minntist þess að
hann hafði ekkert borðað i næst-
um niu stundir. Hann elti þjóninn,
Salon Gahlin
— Sá sem efast um aö fegurðin
sé aðeins á yfirborði hluta hann
hefur aldrei skrælt kartöflur á
vorin.
þokaöi sér áfram fram hjá fólki,
kurteisari i fasi en honum var
innanbrjósts. Hann vissi aö það
var bjánalegt að vera i slæmu
skapi vegna þess aö fólk sneri sér
ekki að honum og tók honum opn-
um örmum. En hann var svo góðu
vanur i Sydney; þar voru jafnvel
glæponarnir alúðlegir við hann.
Nema þegar hann kom til að taka
þá fasta.
Borðstofan var næstum tóm,
10
nema hvað nokkrir dulbúnir
blaöamenn voru að narta I veit-
ingar utanrikisþjónustunnar, og
auk þess voru þar tveir svertingj-
ar i kjólfötum.
— Skemmtiö þér yður vel? Sá
eldriafsvertingjunum, hávaxinn,
þrekinn og glaðlegur, var með
hljómmikla rödd á borð viö bryt-
ann hjá Quentin, en hann virtist
ekki vitund snobbaður; hann var
bersýnilega fæddur alúðlegur.
— Ekki sérlega, sagði Malone
án allrar diplómataháttvisi; sult-
urinn gerði mann oft sneglulegan.
Svo mundi hann að hann var i
afrisku sendiráði og þessir menn
voru þeldökkir. — Vinnið þið hér?
— Ég er ambassadorinn. Ég
skemmti mér ekki sérlega vel
heldur. Hann hló djúpum hlátri,
kimnin sauð i honum. Yngri
svertinginn var grennri og ljósari
á hörund, og bros hans var ekki
eins innilegt. Ambassadorinn var
aö raða matföngum á disk; hann
var búinn að viða að sér krabba-
kjöti, salati, seljurót. — En mat-
urinn er góður. Gerið svo vel.
Hvaðan eruð þér?
— Frá Astraliu, sagöi Malone
og sá að ungi svertinginn leit á
hann með nýjum áhuga.
— Með Quentin? Finn náungi.
Ég get meira að segja fyrirgefið
honum Hvitu-Ástraliu-stefnuna
ykkar. Hann er vis til að gera
gagn á þessari ráöstefnu. Hann
bætti mayonnesu á diskinn hjá
sér. — Ef hún kemur þá að gagni.
— Eruð þér ekki viss um það?
Malone elti hann kringum boröið
og fór að dæmi ambassadorsins
með að raða á diskinn sinn. Ef
diplómat mátti vera matgirugur,
þvi þá ekki lögga?
— Kampavin? Laun syndar og
diplómatiu, Bollinger ’55. Heima
hjá mér er ætlazt til að ég drekki
samsull úr frumskógarávöxtum.
Við köllum það Chateau-neuf-du-
Papaya. Skelfilegt gutl.
— Frumskógarsafi, sagði ungi
svertinginn og málhreimur hans
var bandariskur. — Assarnir
brugguðu það og seldu okkar
mönnum i Nýju Guineu.
— Jæja? Ég er hissa á aö þið
skylduð vinna striðiö. Jæja, nú
verö ég aö finna mér eitthvert
skottil að éta þetta. Ambassador-
inn leit á hrokafullan diskinn,
drap siðan tittlinga til þeirra
beggja. — Faðir minn dó úr
græðgij át yfir sig af hálfhráum
trúboöa. Það var synd og skömm
að hann skyldi ekki fá að njóta
ávaxta sjálfstæðisins.
Hann stikaöi út úr stofunni.og
hláturinn sauö i honum. Malone
brosti og ungi svertinginn sagði:
— Faðir hans var I Oxford eins og
hann sjálfur. Hann fer stundum á
námskeið i forfeðradýrkun til að
standa sumum löndum sfnum á
sporði.
Malone gætti tungu sinnar;
hann vissi ekki nema verið væri
að egna fyrir hann. — Vinnið þér
hjá honum?
— Ég er gestur hér eins og þér.
Ég heiti Jamaica.
— Eruð þér bandarikjamaður.
Jamaica kinkaði kolli. Hann
hefði veriö friöur maður, ef andlit
hans hefði ekki verið alltof sam-
anklemmt; það var eins og aliar
tilfinningar i garð umheimsins
væru samþjappaðar undir lokuð-
um varnarvegg andlitsins. Fal-
legt höfuðiö, stuttklippt hárið og
stirðlegir, dimmleitir andlits-
drættirnir minntu á hjálm meö
lokaöa andlitshlif.
— Frá Georgiu. Það var mildur
suðurrikjahreimur i rödd hans,
en það var langt siðan hann haföi
verið i Georgiu. — Ég hef ekki séð
yður hér áður. Eruö þér bara i
stuttri heimsókn vegna ráöstefn-
unnar?
Malone hikaði, kinkaði siðan
kolli. — Ég býst við aö fara heim i
vikulokin.
— Haldið þér aö ráðstefnunni
verði þá lokiö?
— Haldið þér það ekki? Malone
bætti rússnesku salati á diskinn
sinn og vonaði að bandarikja-
maðurinn tæki það ekki illa upp.
Jamaica yppti öxlum. Hann var
ekki eins hagvanur i kjólfötunum
og afrikumaöurinn hafði verið;
jakkinn var of stór,og þegar hann
yppti öxlum, haggaöist stoppið
dálitið eins og öxlin hefði gengið
úr liöi. Hann er eins og ég, hugs-
aöi Malone. Hann er i annars
manns fötum. — Þér vitið hvernig
ráöstefnur eru.
— Reyndar ekki. Þetta er min
fyrsta.
Jamaica beit i bita af seljurót.
Hinum megin stóðu blaöamenn-
irnir og virtu þá fyrir sér, reyndu
að fela forvitin augun bakvið
kampavinsglösin. Kjólfötin
þeirra voru af ódýrara tagi en
hinna gestanna, en þeir kunnu
eins vel við sig i þeim; flestir voru
þetta miöaldra eða rosknir menn,
sem höfðu verið i starfinu árum
saman. Maione var ekki sérlega
hlynntur blaðamönnum og hann
leit á þá sem hrægamma, dul-
búna sem mörgæsir. En Jamaica
lét sem hann sæi þá ekki; öll at-
hygli hans beindist að Malone.
Seljurótin brakaði i munni hans,
og hann sagði: — Hann Quentin
ykkar er mikill samningamaður,
er þaö ekki?
— Þið Bandarikjamenn eruð
litiö fyrir málamiðlanir, eöa
hvað?
— Það var evrópsk uppfinning.
— Það er misskilningur. Ég
held hún hafi verið kinversk.
— Kinverjar hafa ekki áhuga á
málamiölun núna.
— Þá eigiö þið það eitt sameig-
inlegt. Þið ættuð að halla ykkur
hvor að öðrum. Svei mér ef ég er
ekki farinn að tala eins og dipló-
mat,hugsaði Malone og var hæst-
ánægður með frammistöðu sina.
Þetta var næstum betra en að tala
um krikketúrslit og knattspyrnu-
horfur við hina náungana i morð-
deildinni.
— Þið Ástralir megið ekki reka
of sjálfstæða stefnu.
— Nei, sagði Malone og var nú
loks búinn að raða á diskinn. —
Þaö er sennilega þess vegna sem
Quentin er allur upp á samninga.
— Þér ættuð að tala varlega.
Rödd Jamaica var róleg, hljóm-
laus; það mátti lesa úr henni hvað
sem var. Malone tók þetta sem
aðvörun, allt aö þvi hótun,og hann
snéri sér snöggt við til að spyrja
Jamaica hvað hann ætti viö. En
Bandarikjamaðurinn var á leiö
burt. — Viö sjáumst.
Malone starði á eftir honum. Af
hverju var Bandarikjamaðurinn
svona þungur á bárunni, og af
hverju sagöi hann að Malone
skyldi tala varlega? Svo tók hann
eftir þvi,að einhver var að nálgast
hann meðfram matborðinu.
Hinum megin i stofunni hafði
einn blaðamannanna stigiö skrefi
framar, en stanzaði þegar hann
sá smávöxnu asiukonuna i gulum
ao dais ganga til Astraliumanns-
ins.
— Hvaða kona er þetta? hvisl-
aöi blaðamaðurinn að einum
starfsbróður sinum.
— Hef ekki hugmynd. En aust-
ur er austur og vestur er vestur —
— Já, ég veit. Og þvi fyrr sem
þau hittast þvi betra. En ég er
ekki viss um að þeir tækju gilda
hjákonu i Chislehurst. Og þaö yröi
hún aö vera. Ég á eiginkonu fyrir.
— Við erum svo gamaldags hér
i Englandi. Við þurfum nýskipv-
um mála. Við matboröið hafði
Malone snúið sér að konunni sem
ávarpaði hann. — Þér eruð vist
Laugardagur 16. júní
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Kristin Sveinbjörns-
dóttir endar lestur sögunnar
um ,,Kötu og Pétur” eftir
Thomas Michael (9).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög á milli liða. Morgunkaff-
ið kl. 10.50: Þorsteinn
Hannesson og gestir hans
ræða útvarpsdagskrána.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Óskalög sjúklinga.
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.30 A Iþróttavellinum. Jón
Asgeirsson segir frá keppni
um helgina.
15.00 Vikan sem var
U msjónarmaður Páll
Heiðar Jónsson.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tiu á
toppnum. örn Petersen sér
um dægurlagaþátt.
17.15 Síðdegsitónleikar:
Cr óperum Wagners
a. Forleikir að fyrsta og
þriðja þætti i „Lohengrin”.
b. óperukórar. c. Forleikur
að „Meistarasöngvurunum
frá Nurnberg”.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Matthildur. Þáttur meö
fréttum, tilkynningum o.fl.
19.35 Tónlist úr söngleiknum
„Kabarett” eftir John
Kander. Brezkir listamenn
flytja.
20.10 Frá Klna. Ingibjörg
Jónsdóttir tók saman dag-
skrána og kynnir. — Edda
Scheving les ljóð, Jón Aðils
les ævintýri og leikin verður
kinversk tónlist.
21.05 Hljómpiöturabb. Guð-
mundur Jónsson bregður
plötum á fóninn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Eyjapist-
ill.
22.30 Danslög.
23.55. Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
20.00 Fréttir.
20.20 Veöur og auglýsingar.
20.30 Brellin blaðakona. Ast-
arraunir.Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.55 Daglegt lif indverskrar
heimasætu. önnur myndin
af þremur um sextán ára
stúlku I Indlandi og fjöl-
skyldu hennar. Þrumur,
stjörnur og peningar. Þýð-
andi Ellert Sigurbjörnsson.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
21.30 Silja.Finnsk kvikmynd,
byggö á hinni heimskunnu
skáldsögu eftir F.E. Sillan-
paa. Leikstjóri Jack Wit-
ikka. Aðalhlutverk Heidi
Krohn, Jussi Jurkka og Aku
Korhonen. Þýðandi Kristin
Mantyia. Aðalpersónan er
munaðarlaus stúlka, sem
hefur ofan af fyrir sér sem
vinnukona, en á litilli alúð
að fagna hjá húsbændum
sinum og hrekst úr einni vist
i aðra. Pólitiskar deilur i
landinu herða enn kjör
vinnufólks, en Silja fær þó
sumarvinnu hjá öldruðum
prófessor, sem dvelst um
nokkurra mánaða skeið i
sumarhúsi sinu i sveitinni.
Þar kynnist hún ungum
námsmanni og á með hon-
um marga hamingjustund
um sumarið. En þegar
haustar að, hverfur hann
aftur til borgarinnar. Sum-
arhúsi prófessorsins er lok-
aö og Silja stendur enn uppi
atvinnulaus. Um svipaö
leyti hefst borgarastyrjöld i
landinu.
23.00 Dagskrárlok.
#B3aása3Íx>fe^.(p|
INDVERSK UNDRAVERÖLD
Nýkomið: margar gerðir af fallegum
útsaumuðum mussum úr indverskri
bómull. Batik — efni I sumarkjóla. Nýtt
úrval skrautmuna til tækifærisgjafa.
Einnig reiykelsi og reykelsiskcr I miklu
úrvali.
JASMIN
Laugavegi 133 (við Hlemmtorg)
Eflið Þjóðviljann! —
Áskrifendasöfnun Þjóðviljans er nú i fullum
gangi. Kjörnar hafa verið hverfastjórnir i Al-
þýðubandalaginu i Reykjavik, en aðalverkefni
stjórnanna þessar vikurnar er að sjá um
áskrifendasöfnunina. Aðalmiðstöð söfnunar-
innar er á skrifstofu Alþýðubandalagsins
Grettisgötu 3. Simi 18081. Ennfremur veitir
skrifstofa Þjóðviljans allar upplýsingar. Simi
17500.
Stuðningsmenn Þjóðviljans — félagar i Al-
þýðubandalaginu! Tökum öll rösklega á til
þess að efla Þjóðviljann!