Þjóðviljinn - 16.06.1973, Síða 15

Þjóðviljinn - 16.06.1973, Síða 15
Laugardagur 16. júnl 1973. ÞJÓDVILJINN — StPA 15 Danska stjórnin hélt velli Kaupmannahöfn 15/6 — Það leit lengi út fyrir að danska ríkisstjórnin félli í dag, þegar tillögu um hús- næðislög var greitt at- kvæði. Erhart Jakobsen fulltrúi sósíaldemókrata, ætlaði að greiða atkvæði gegn tillögunni ásamt grænlenzka þingmanninum Moses Olsson. En á síðustu stundu snerist þeim hugur, og var þá tillaga stjórnar- innar samþykkt með 84 at- kvæðum, en 82 voru á móti. Stjórnin hélt því velli, og er reiknað með að ríkissjóður hafi 800—900 miljón kr, danskar upp úr krafsinu frá og með 1974 að telja. Lögin ganga út á að rikissjóður hættir aö endurgreiða ýmsa skatta af ibúðum, og kemur það illa niður á fólki sem er komið á eftirlaun og býr i húsum sem sveitarfélögin hafa byggt. Eins þurfa t.d. húseigendur, sem búa i húsum sinum aö borga mun hærri gjöld til hins opinbera.en i Dan- mörku er þó ekki eins algengt að fólk eigi ibúðir sinar sjálft eins og t.d. hér. Það er ekki að efa að rikissjóð hefur vantaö pening i kassann, en það er heldur óvanaleg aðferð á Noröurlöndum aö afla hans með þvi að minnka stuðning við t.d. fólk sem lifir af ellilifeyri, eða skerða á annan hátt stuðning sem veittur hefur verið i sambandi við nauðsynlegan hlut eins og hús- næði. Þetta minnir helzt á stefnu Bandarikjamanna sem bæta fjár- hag rikisins með þvi að minnka félagslegar umbætur og aðstoð við þá sem þurfa hjálpar við. Stofnþing Múrara- sambands íslands Stofnþing Múrarasambands Is- ' lands var haldið dagana 8.-9. júni s.l. Eftirtalin félög geröust stofn- aðilar að Múrarasambandinu: Múrarafélag Reykjavikur, Múr- arafélag Akureyrar, Múrarafélag Suðurnesja, Múrarafélag Skaga- fjarðar og Múrarafélag Akra- ness. Tilgangur sambandsins er m.a.: — að sameina i eitt landssam- band alla launþega i múrsmiði. — að gangast fyrir stofnun stétt- arfélaga i múrsmiði, þar sem slik félög eru ekki fyrir hendi. — aö vinna að samræmingu verð- skrár og annarra kauptaxta aðildarfélaganna. Breiðholt Framhald af bls. 1 Heildarf járfesting tæpir tveir miljarðar Heildsöluverð þeirra 907 ibúða, sem þegar er ráðstafað, er 1.135 miljónir króna. Áætlað söluverð þeirra 343 ibúða sem enn er óráð- stafað, er 740 miljónir króna, þannig að heildarfjárfesting FB verður 1.875 miljónir króna. Með- alverð á ibúð er þvi 1,5 miljónir króna. Söluverð ibúða hefur að sjálf- sögðu hækkað með vaxandi dýrtið meðan á framkvæmdum hefur staðið. Þannig var söluverð tveggja herbergja ibúða sem ráð- SKIP4UTGCRB RlhlMNS Ferðaáætlun Herjólfs fram til 25.6. La 16/6 frá Ve kl. 19.00 — — til Þh kl. 22.30 — — frá Þh kl. 23.00 til Ve Su 17/6 frá Ve kl. 19.00 — — til Þh kl. 22.30 og áfram til Rv Má 18/6 frá Rv kl. 24.00 fc>r 19/6 til Þh kl. 07.00 — — frá Þh kl. 10.00 — — tiIVe kl. 13.30 — frá Vekl. 1 5.00 tilRv Fö 22/6 frá Rv kl. 12.00 — — til Þh kl. 19.00 frá Þh kl. 20.00 til Ve kl. 23.30 La 23/6 frá Ve kl. 19.00 til Þh kl. 22.30 frá Þh kl. 23.00 til Ve Su 24/6 frá Ve kl. 19.00 til Þh kl . 23.30 og áfram til Rv. — að vinna að aukinni starfs- menntun i iðninni og aukinni fræðslu i félagsmálum. Heimilt er að veita einstakling- um beina aðild að sambandinu til bráöabirgöa, á meðan ekki hafa verið stofnuð félög i stéttinni á viðkomandi stöðum. 1 lok þingsins fór fram stjórnar- kjör: Formaður: Hilmar Guðlaugs- son Reykjavik. Varaformaður: Clafur Jóhannesson Keflavik. Jakob Bjarnason Akureyri, Har- aldur Hróbjartsson Sauðárkróki, Knútur Bjarnason Akranesi, Kristján Haraldsson Reykjavik, Jón Guðnason Reykjavik. stafað verður 1974 er 1,6—1,7 miljónir króna. Þriggja her- bergja ibúðir hafa á sama tima hækkað úr 1.225 þúsundum króna i 2—2,1 miljón króna og fjögurra herbergja ibúðir úr 1.640 þúsund- um i 2,4—2,5 miljónir. tbúðunum hefur verið skilað sem hér segir: Árið 1968 var skil- að 231 ibúð, 1969 104 ibúðum, 1970 20,1971 174, 1972 178 og á þessu ári verður skilað 200 ibúðum. Áætlað erað skila þeim ibúðum sem eftir eru þannig: 1974 234 ibúðum, 1975 80 og eru þá eftir þær 29 ibúðir sem enn hefur ekki veriö tekin ákvörðun um. Af þessum 1250 ibúðum eru 380 eða 30% fjögurra herbergja, 486 eða 39% þriggja herbergja, 332 eða 27% tveggja herbergja og 23 eða 2% eru inn- flutt einbýlishús. 5-6 þúsund íbúar Þegar 5. áfanga lýkur hafa ver- ið byggðir yfir 90.000 fermetrar og eftir er að byggja yfir 35.000 fermetra og verður þá heildar- flatarmál ca 125.000 fermetrar eða að meðaltali um 100 fermetr- ar pr. ibúö. Ef byggð hefði verið ein sam- felld lengja af húsum, væri lengd hennar yfir 2 km eða frá Lækjar- torgi og inn undir Kringlumýrar- braut. Væntanlegur ibúafjöldi i FB- ibúöum verður 5—6000 manns. —ÞH Ráðlagt Framhald af bls. 6. litlu þurfi aö breyta til að svart- oliubrennsla hæfi þeim. Að lokum telur nefndin mikil- vægt, að útgeröarmönnum verði kynntar niðurstöður þessarar nefndar og bent á þá möguleika er notkun svartoliu i stað gasoliu getur hugsanlega falið i sér, að þvi er varðar reksturskostnað skipanna. Leggur nefndin til, að haft verði sem fyrst samráð við skipaeigendur um allan frekari framgang þessa máls. (Fréttatilkynning) Hér sést notarius publicus velja 48stafa tölu fyrir tölvudráttinn. dregur i happ- drœtti New York 14/6 — I dag ákærði ísrael sovézka formanninn i öryggis- ráði Sameinuðu þjóð- anna um að hafa sagt rangt til um niðurstöður réðsins. Bandarikin tóku undir þetta og sögðu að formaðurinn, sem er reyndar aðstoðarutanrikis- ráðherra Ráðstjórnar- rikjunum, Jacob Malik, hefði ekki haft samband við með- limi öryggisráösins áður en hann hélt ræðu sina. Þess vegna yröi aö lita svo á, að hann hefði talað sem ein- staklingur, en ekki sem for- maður ráðsins. Malik byrjaði umræður öryggisráðsins á fimmtudag með þvi, að lesa upp svör við spurningum sem Mohammed EL^Sayat, utanrikisráðherra Egyptalands, hafði rétt honum. Spurningarnar voru m. a. um hvort sjálfs- ákvörðunarrétturinn gilti ekki fyrir Palestinu og hvort Arabalöndin væru undanskilin reglunum um fullveldisrétt rikis yfir landsvæöum sinum. Malik svaraði öllum spurningunum neitandi, og vitnaði i ýmsar samþykktir og skjöl frá Sameinuðu þjóð- unum, til þess að rökstyðja svör sin. Sendiherra Israel hjá Sam- einuöu þjóðunum þótti sem svör Maliks sýndu það ljós- lega, að öryggisráðið væri ekki vettvangur vel til þess fallinn að fjalla um ástandið við botn Miðjarðarhafs af festu. Oryggisráðið mun ekki fjalla um vandamálin fyrir botni Miðjaröarhafs fyrr en 16. júli. Tölva Og hér er Þorkell Helgason I þann veginn að fóðra tölvuna á gataspjaldinu og tölvuforritunum. Björn Matthlasson hjá Seöla- bankanum fylgist með. Fálkaorða Framhald af bls. 7. Sigurð Sigurðsson, fréttamann, riddarkrossi, fyrir iþróttafrétta- störf. Frú Sigþrúði Guðjónsdóttur, riddarakrossi, fyrir störf að likn- ar- og félagsmálum. Þórarin Jónsson, tónskáld, riddarakrossi, fyrir tónlistar- störf. (Frá oröuritara) íþróttir Framhald af bls. 11. verðlaun til þessarar keppni. Eru þau hin veglegustu, eða stór far- andbikar, sem klúbbur sigurveg- aranna geymir fram að næstu keppni. Eignarbikar, með áletr- uðum nöfnum keppenda i sigur- sveitinni, en þessi gripur varð- veitist af hlutaðeigandi klúbbi. Ennfremur fær hver keppandi i þeirri sveit, sem sigrar, litla styttu til minningar um þátttök- una. Siguröur Matthiasson fulltrúi Flugfélags Islands afhenti verð- launin og þakkaði keppendum fyrir þátttöku við erfið veöurskil- yrði. Kvað hann tilgang keppn- innar vera að gefa ungum kylf- ingum tækifæri til að reyna sig hvor við annan og með þvi fyrir- komulagi, að reikna árangur þriggja beztu eftir hvorn hring, þá gæfist öllum i sveitinni tæki- færi til að komast á blað.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.