Þjóðviljinn - 30.06.1973, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 30.06.1973, Qupperneq 1
DJOÐVIUim Kro ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLA ÍKRON Laugardagur 30. júní 1973. — 38. árg. —147. tbl. SENDIBÍLASTÖÐIN Hf BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Ekki samið við Y estur-Þ j óðverj a í gær lauk í Reykjavík viöræöum við Vestur-Þjóð- verja um landhelgisdeil- una. Samningar tókust ekki um bráðabirgðasamkomu- lag, en gert er ráð fyrir að tala saman aftur eftir um það bil 2 mánuði. I fréttatilkynningu is- lenzka utanrikisráðuneytis- ins um viðræðurnar segir: „Viðræðunefndir tslands og Sambandslýðveldisins Þýzka- lands héldu tvo fundi i dag og ræddu um hagkvæmt bráða- birgðasamkomulag til lausnar þeim vandamálum, sem leiða af útfærslu fiskveiðilögsögunar við tsland. Skipzt var á skoðunum af hreinskilni um öll þau atriði, sem aðilar töldu máli skipta, og álitu þeir að fundirnir hefðu verið gagnlegir. Málin þokuðust nokkuð áfram i ýmsum atriöum. Nánari athugun mun fara fram af beggja hálfu i ljósi þeirra viðræöna, sem nú hafa fariö fram. Framhald viðræðnanna er ráð- gert seinni hluta ágústmánaðar og verður ákvörðun siðar tekin um stað og tima”. Öll húsin byggð í einu Vestur I Tálknafirði er nú unnið aö byggingu átta húsa við sömu götu i einum áfanga og á þetta fyrirkomulag að spara væntanlegum eigendum 25-30% af verði húsanna. Myndin var tekin nú í vik- unni' af framkvæmdum við Túngötu i Tálknafiröi. (Ljóm. vh) Höfðingleg gjöf til Kleppsspítala: VISTTIEIMILI FYRIR FYRRLM SJÚKLINGA í gær veitti Magnús Kjartansson heilbrigðis- málaráðherra móttöku fyrir hönd ríkisins og Kleppsspítala höfðinglegri gjöf Guðríðar Jónsdóttur hjúkrunarkonu, fyrrv. for- stöðukonu spítalans, húsi hennar nr. 55við Reynimel með öllum innanstokks- munum. Það hefur Guð- ríður síðustu 6 árin rekið vistheimili fyrir fyrr- verandi sjúklinga á Kleppsspítala og er gert ráð fyrir, að sjúkrahúsið haldi þeim rekstri áfram. Móttaka hússins fór fram i þvi síðdegis i gær að viðstaddri stjórnarnefnd rikisspitalanna, próf. Tómasi Helgasyni yfirlækni Kleppsspitala og fleiri gestum. Minntist formaður stjórnar- nefndarinnar, Sigurður Sigurðs- son fv. landlæknir við það tæki- færi yfir 30 ára fórnfúss starfs Guðriðar Jónsdóttur við Klepps- spitala á þeim tima er starfs- aðstæður voru mun erfiðari og þörfin fyrir sjúkrarúm þar kannski enn brýnni en nú, þegar möguleikar eru á lyfjameðferð geðsjúklinga. Þakkaði hann Guð- riöi sérstaklega hyggindi hennar, myndarskap og samvinnuþýö- leika i öllum störfum og ekki sizt fyrir stofnun vistheimilisins. Guðriður Jónsdóttir hafði þegar ánafnað Kleppsspitala allar eigur sinar að sér látinni með arf- Framhald á bls. 15. V axandi stuðningur í Bretlandi við 50 mílna mörkin Fulltrúi „íslands- vma ” kemur til Reykjavikur á morgun A morgun, sunnudag kemur David Jarvis, formaður samtak- anna „Islandsvinir” i Bretlandi. til Reykjavikur til vikudvalar á Islandi. Hér mun hann hitta full- trúa sjávarútvegsins og blaða- menn að máli. Siðastliðna viku hafa tslands- vinir haldið fjölmarga fundi viða á Englandi, þar sem Jónas Árna- son gestursamtakanna kom fram ásamt formanni þeirra og ritara Derek Smith. Einnig hefur Jónas Árnason komið fram i útvarpi og sjónvarpi að tilhlutan samtak- anna. Eftir að borgarstjórnin i Grimsby neitaði samtökunum um afnot af fundarsal i ráðhúsinu bauð Humberside útvarpsstöðin samtökunum að flytja mál sitt i 45 minútna útvarpsþætti, þar sem auk Jónasar komu einnig fram Jón Olgeirsson, vararæðismaður, formaður samtakanna og fulltrú- ar andstæðinganna, brezki þing- maðurinn James Johnson og full- trúi útgerðarmanna, Mike Burton. Þrátt fyrir neitun borgarstjórn- arinnar i Grimsby hafa Islands- vinir ekki fallið frá þeirri hug- mynd að halda almenna fundi, þvert á móti eru þeir að skipu- leggja fundi ekki aðeins i Grims- Framhald á bls. 15. Reynimelur 55 — vistheimilið, sem Kleppsspitala. Guðríður hefur gefiö Yiðræður í landi lögbrot á sjó! Yarðskipið Albert skaut að v-þýzkum veiðiþjófi Það virðist vera fyrir- fram skipulagt af „Nató- vinum okkar" V-Þjóð- verjum, að í hvert sinn sem sezt er að samningaborði við þess lenda menn, gera togarar þeirra skurk í veið- um innan landhelginnar. Nú, þegar viðræður standa yfir hér i Reykjavík við V - Þjóðverja þurfti að skjóta að einum v-þýzkum veiði- þjófi til þess að hann færi út fyrir mörkin, en síðast þegar Islendingar ræddu við V-Þjóðverja um land- helgismál sigldi v-þýzki flotinn i breiðfylkingu til veiða inn á alfriðað svæði þar sem íslendingum var einnig bannað að veiða. Á miðvikudag komu kvartanir frá islenzkum skipum um að vestur-þýzkur togari væri að veiðum innan um islenzku fiski- bátana, grunnt á Eldeyjarbanka. Flugvél frá Landhelgisgæzlunni flaug yfir svæðið og fann togar- ann. Fór þá varðskipið Albert þegar á vettvang, og kom að togaranum aðfaranótt föstudagsins, sem reyndist vera Tunfiseh BX-663. Togarinn þrjóskaðist við að yfirgefa svæðið þar til albert skaut einu púðurskoti og siðan einu kúluskoti fyrir framan togarann, en við það sigldi veiði- þjófurinn vestur-þýzki út fyrir fiskveiðitakmörkin. Skipherra á Albert er Sigurjón Hannesson, -úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.