Þjóðviljinn - 17.07.1973, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. júli 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Fjöldamorðin í Mósambik
Tekin fyrir hjá Nató?
Upplýsingar brezka
stórblaðsins Times
um fjöldamorð og
húsabrennur
portúgalskra her-
manna i litlu þorpi i
Mósambik hafa vakið
mikla athygli viða um
heim og þykja minna
á aðgerðir Banda-
rikjamanna i
vietnamska þorpinu
My Lai. Neðan-
standandi grein er
unnin upp úr forystu-
grein Informationar,
sem birtist i siðustu
viku.
Það eina markverða við
hina ófögru lýsingu á fjölda-
morðunum í Mósambik er, að
hún hefur lekið út úr ný-
lendunni og verið birt i Times
rétt fyrir opinbera heimsókn
portúgalska forsætisráð-
herrans til London.
Það er ekkert nýtt i þvi að
portúgalskt herlið hefur varið
með Natóvopnum — tæplega
500 ára gömul yfirráð
Portúgala yfir þjóðfrelsis-
hreyfingunni. bað er heldur
ekkert fréttnæmt að ofbeldi og
pyntingum sé beitt, þó það
hafi ekki alltaf verið á forsið-
um blaða. Sterk andstaða við
nýlendustefnu Portúgala
styðst ekki við getsakir einar
og mótmæli þau, sem höfð
hafa verið uppi að undanförnu
gegn notkun Natovopna, eru
byggð á þekkingu.
Það sem er fréttnæmt i
þessu máli er, að virtasta blað
hinnar ihaldssömu brezku
pressu hefur birt þessa frétt á
afar óþægilegu augnabliki
fyrir brezku stjórnina.
Portúgalarnir hafa að visu
þrætt fyrir að þorp það, sem
sagt er frá, sé tilgreint á
landakorti. Og þar hafa þeir
vissulega rétt fyrir sér. Þeir
hafa jú brennt það til ösku!
A það ber vitaskuld að
leggja áherzlu, eins og Times
réttilega greinir — þó það sé
heldur engin ný bóla — að
fjöldamorðin eru sönnun þess,
að Portúgalarnir ljúga þegar
þeir fullyrða að frelsis-
hreyfingin, FRELIMO, njóti
einskis stuðnings meðal
þjóðarinnar. Röksemdin fyrir
eyðingu þorpsins og að drepa
allt kvikt með sadiskri ánægju
var einmitt sú, að stuðnings-
menn frelsishreyfingarinnar
hafi búið i þorpinu, Varla hafa
þeir þó með þvi átt við reifa-
börnin sem hermennirnir
notuðu sem fótbolta eða
fóstrin sem þeir skáru út úr
móðurlifi kvennanna. Það
versta við þessa sögu er, að
hér voru ekki sérþjálfaðir
málaliðar að verki, úr glæpa-
hverfum Evrópu eða flótta-
menn úr SS með reynslu frá
útrýmingarbúðum nazista eða
Rússlandssókn þeirra, heldur
menn sem eru að afplána her-
skyldu.
Trúlega þekkir Marcello
Caetano litið til málavaxta.
Mósambik, sem er tæplega 8
sinnum stærra en ísland, er i
órafjarlægð frá Lissabon, og
vilji maður fræðast um gang
mála i landinu er mun væn-
legra til árangurs að spyrjast
fyrir i nágrannalöndunum
Ródesiu og Suður-Afriku.
Caetano veit eflaust, að höfuð-
borgin heitir Lorenzo Marques
og að hún stendur þar sem
grágræna grugguga Limpópó
fljótið rennur út i Indlandshaf.
Hann hefur etv. komið
þangað. En um staðsetningu
þorpsins Wiriyamu hefur hon-
um vafalaust verið ókunnugt
fyrr en það var „afnumið”
eftir forskrift þeirra sálu-
félaga Hitlers og Nixons. Ný-
lendustefna hefur hingað til
verið fólgin I þvi, að rikis-
stjórnir hafa lokað augunum
fyrir þvi sem gerist i ný-
lendunum.
En þrátt fyrir allt hafa þó
vissir hlutir breytzt á þessari
öld. Portúgal er nú stein-
gervingur frá miðöldum, og
miljónir manna um allan heim
eru sammála leiðtoga Verka-
mannaflokksins brezka i þvi,
að portúgalski forsætisráð-
herrann er enginn aufúsu-
gestur ,,hvorki hér né i nokkru
öðru siðmenntuðu landi”.
Þessa einkunn, sem Wilson
gaf Portúgölunum, væri upp-
lagt að gera að umtalsefni á
næsta ráðherrafundi Natós.
(ÞH tók saman)
Starri í Garði:
Tillaga um þjóðhátíð
til athugunar fyrir Indriða frœnda og fleiri góða menn
Að- liðnu þessu ári eru ellefu
hundruð ár frá þvi Ingólfur karl-
inn Arnarson hóf búskap á
eignarjörð sinni, Reykjavik, en
hann er talinn fyrstur/ manna að
taka sér fasta búsetu á landi hér.
Það er orðinn fastur siður nú til
dags að slá upp veizlu i tilefni
allskonar afmæla, afmælum ein-
staklinga, ýmissa félaga og land-
samtaka, bæjarfélaga, kirkna
o.s.frv. i það endalausa. Ég held
það hljóti að vera standandi af-
mælisveizla hverja stund á landi
hér, og sjálfsagt oft margar sam-
timis. Og alltaf verða veizlurnar
ásamt veglegum gjöfum stór-
kostlegri og iburðarmeiri i réttu
hlutfalli við siaukna margrómaða
velmegun, velferð vildi ég sagt
hafa. Það íætur þvi að likum, að á
þessum veizluglöðu timum verði
ellefu alda afmæli íslands byggð-
ar ekki látið liða þegjandi og
hljóðalaust. Nei, þá verður að
halda veizlu svo um munar,
veizlu sem slær allar hinar út,
enda skal það heita þjóðhátið og
árið 1974 þjóðhátiðarár.
Nú, það er ekki ráö nema i tima
sé tekið, og auðvitað er löngu búið
að skipa þjóðhátiðarnefnd, en
eins og allir vita hefur fullur
helmingur þjóðarinnar þegar
verið skipaður i einhverja nefnd,
og sumir einstaklingar i margar
nefndir. Afgangur þjóðarinnar
getur beðið rólegur, þvi hann má
treysta þvi að hver og einn verður
skipaður i einhverskonar nefnd,
ef ekki i dag, þá á morgun.
Af öllum þessum nefndum hlýt-
ur þjóðhátiðarnefnd að vera veg-
legust og auk þess er henni fengið
óvenju erfitt hlutverk. Hún verð-
ur að undirbúa hátiðarhöld, eða
hanna þau réttara sagt, sem slá
út öll önnur veizluhöld og það eitt
sýnist ekki á færi venjulegra
manna.
Hún verður að hanna þau á
þann veg, að það sjáist svart á
hvitu að við höfum gengið til góðs,
götuna fram eftir veg. Hátiðar-
höldin verða að svara afdráttar-
laust spurningunni: Hvað er nú
orðið okkar starf, o.s.frv., en við
mundum segja og við vildum
segja i þessu tilfelli i ellefu hundr-
uð sumur. Hún verður að tengja
saman nútið og fortiö, jafnframt
þvi sem vakin er athygli á stór-
merkjum nútimans á tslandi,
verður óspart að minna á forna
frægð sögualdar, siði þeirra og
venjur er þá voru uppi, og afreks-
verk. Hinsvegar verður hún að
varast að minnast mikið á hinar
svokölluðu myrku aldir i sögu
þjóðarinnar, þegar tslendingar
átu skóna sina til að reyna að
bjarga sér frá hungurdauða, og
ultu að þvi búnu út af á vergangi
milli bæja, þótt það væri náttúr-
lega freistandi til að undirstrika
hver munurinn er óskaplegur nú i
velferðinni. Nei, hátiðarhöldun-
um ber að haga svo að þau svari
spurningunni: Hvar er þin forn-
aldarfrægð, frelsið og manndáðin
bezt? Nú, þjóðhátiðarnefnd hefur
sem kunnugt er komið fram og
opinberað ýmsar gagnmerkar til-
lögur, sem hniga i þessa átt. En
betur má ef duga skal, og mér
finnst sjálfsagt aö almenningur
hlaupi undir bagga með nefnd-
inni, og liggi ekki á þeim tillög-
um, sem mönnum detta i hug. Nú
vill svo til, að formaður nefndar-
innar,semmest mæðir á,er enginn
annar en Indriði G.
Og þar sem hann er nú ná-
frændi minn og kunningi, ætti ég
ekki að telja eftir mér að rétta
honum hjálparhönd, þó ekki væri
nema fyrir frændsemis sakir, ef
hann vill þiggja. Hér kemur þá
min tillaga i stórum dráttum.
Seðlabankinn hefur ákveðið að
byggja stórhýsi norðan undir
Arnahól i Reykjavik, og skal það
hús geyma peninga þjóðarinnar,
og blikkbeljur fyrirmanna. Þarna
á þjóðhátiöarnefnd að gripa fram
i, og láta framkvæma þetta á sin-
um vegum. Það sjá allir, að hér á
að byggja yfir aðal stolt þjóðar-
innar i dag, stærsta tákn velferð-
arinnar, þ.e. peningana og blikk-
beljuna. Jafnframt verður nefnd-
in að gjörbreyta framkvæmdinni
til þess að hún þjóni hinum tvi-
þætta tilgangi hátiðarinnar,, að
minna á nútið og fortið.
I stað þess að reisa húsið úr
steinsteypu,á að hola Arnarhól
innan. Minnti hann þá á forn-
mannahaug, og fer vel á þvi þar
sem Ingólfur Arnarson situr á
toppi hólsins. Upp frá því yröu
peningar nefndir haugfé á Is-
landi. Þjóðhátiðin hæfist á Arnar-
hóli sem þá geymir stolt vel-
ferðarinnar. Fyrirmenn allir og
landsfeður yrðu á hólnum, en al-
menningur á götunum i kring.
Minnti það á er gestum var skip-
að til sætis eftir mannvirðingum
til forna. Hátiðin hæfist auðvitað
með messu þar á hólnum, og
predikaði biskup sjálfur. Tæki
hann hólbúa, fyrirmenn og lands-
feður til altaris, en samtimis
fengi almenningur á götunum
kóka kóla og Prins Póló. Gæti þá
hóllinn táknað fjall, og ræða bisk-
ups yrði einskonar fjallræða.
Næsta atriði væri táknrænt fyrir
fortiðina. Þá yrði hringt i fram-
kvæmd þvi sem Egill gamli
Skallpgrimsson ætlaðist fyrir, en
var hindraður i og galt þess þá að
hann var blindur og kominn að
fótum fram.
Nú stigur fram Halldór E. og
sigur i hauginn svo sem kappar
gerðu forðum, en hinir ráðherr-
arnir gæta festar. 1 haugnum sit-
ur dólgur einn og gætir fjárins. Er
Jóhannes Nordal sjálfkjörinn i
hlutverk hans. Verður nú Halldór
að berjast við dólginn þar niðri
unz hann er dreginn upp af félög-
um sinum allur blár og blóðugur
með klæði i tætlum, en hefur tvær
gullkistur sina undir hvorri hendi.
Gengur hann með kisturnar neðst
á hólinn og stráir úr þeim gullinu
um göturnar i kring. Allt væru
það 100.000 kr. seðlar og bundinn
fimmtiukrónahlunkur i eitt horn-
ið svo þeir kæmu fyrr til jarðar.
Ekki þýðir að kasta smærri mynt,
enginn nennti að beygja sig fyrir
minna, hvað þá fljúgast á, enda
væri þá nýbúið að fella gengið til
að bjarga atvinnuvegunum.
Er Halldór hefur stráð gullinu,
mundi þá fara sem Egil grunaði,
,,að ekki muni allir skipta jafnt
sin i milli, og færi þá svo aö þar
mundi vera hrundingar eða
pústrar, eöa bærist að um siðir að
allur þingheimur berðist”. Af
þessu hlytist hin bezta skemmt-
un, og mættu landsfeður þá sjá,
að velmegun og hóglifi hefur ekki
drepið alla dáð úr þjóðinni. Og er
þá útrætt um hátiðina aö Arnar-
hóli. Einn dag hátiðarhaldanna er
sjálfsagt að allar blikkbeljur
landsmanna séu settar i gang
samtimis, og öll þjóðin að undan-
skildum þeim er læknisovttorö
hefðu fyrir þvi að þeir séu ekki
ferðafærir, stigu á bak þessum
fararskjótum, þvi bilaeign lands-
manna er þegar slik, að rúmt er
um landsmenn alla samtimis.
Keyrðu þá Sunnlendingar norður
og Norðlendingar suðiir.
Hefði þá verið kveikt i öllum
bálköstum þjóðhátiðarnefndar á
hólum og fjallsgnýpum um allt
land. Ættu menn þá að sjá sóma
sinn i þvi að drekka ekki annað á-
fengi þann daginn en Svarta-
dauða, sem er i alla staði þjóðleg-
ur drykkur. Syngju þá allir við
raust:
Nú riða hetjur um hcruð
og skrautbúin skip fyrir landi
fljóta mcð friðasta liði.
Það væru auðvitað varðskipin,
og auk þess brezkir og vestur-
þýzkir togarar, sem fengju að
toga upp i landsteinum i tilefni
hátiðarinnar, likt og þegar fangar
eru náðaðir við slik tækifæri.
Verst ef þeir verða farnir af Is-
landsmiðum þegar að þessu kem-
ur, vegna þess að allur fiskur er
uppdrepinn. Nú, svo er það hátið-
in á Þingvöllum.þar sem mest öll
þjóðin verður samankomin.
Koma sér þá vel þessi 2222 náð-
hús, sem sagt er að þjóðhátiðar-
nefnd ætli að láta smiða úr áli, og
koma fyrir i Þingvallahrauni.
Astæðulaust er að brosa að þess-
ari fyrirhyggju þjóðhátiðarnefnd-
ar, eins og mér skilst að sumir
leyfi sér. Ef vel er að gáð er þessi
fyrirætlun bráð snjöll.
Það hefur löngum legiö það orð
á, að kukkmenning tslendinga
hafi staðið á háu stigi á þjóðveldis-
timanum, en hrakað mjög á hin-
um myrku öldum danskrar kúg-
unar. Nú ris hún i hærra veldi en
nokkru sinnifyrri sögu þjóðarinn-
ar. Þó þaö verði seint sannað með
foaleifarannsóknum, má hiklaust
telja að meira muni liggja eftir
hvern einstakling sem gistir
Þingvöll i dag, en hetjurfornaldar
yfir þingtimann. Ekkert sannar
betur aukinn hagvöxt og velmeg-
Þorgrímur Starri Björgvinsson,
hórnli i Garði, Mývatnssveit
un nútiðar. Mér kemur i þessu
sambandi i hug visa Káins um
kirkjuþingið fyrir vestan:
1 lágri bygging búska hjá,
bak við skólahúsið,
að minni hyggju mætti sjá,
mikið liggja eftir þá.
Mér sýndist að vel færi á þvi að
steypa saman i eitt öllum dans-
hljómsveitum landsins og láta
þær hamast frá Lögbergi. Mundu
þá hamraveggirnir bergmála
hljóðin, og skyldi þá sannast að
aldrei hefði frá landnámstið
heyrst annar eins hávaði á
Islandi.
Samtimis ættu landsfeður að
halda sinar hátiðarræður, og sæu
hljómsveitirnar fyrir þvi að þeir
þyrftu ekki að segja annað en já,
já og nei, nei. Kæmi það sér vel
fyrir alla aðila. Þetta eru þá
minar tillögur i stórum dráttum,
og er pa sleppt ymsum sjálfsögö-
um framkvæmdaratriðum og far
þú svo með sem þér sýnist frændi
sæll.
Starri i Garði.
Átök i Burundi
BUJUMBURA, Burundi 14/7 —
Michel Micomboro, forseti
Burundi tilkynnti i gærkvöld, að
hersveitir frá Tanzaniu hefðu
ráðizt inn i landið á miðvikudag
og fimmtudag og farið fjóra kiló-
metra til baka, en óvist væri um
fjölda fallinna. Fyrir viku var til-
kynnt, að Tanzanlumenn væru að
draga saman liðssöfnuð við
landamærin.