Þjóðviljinn - 17.07.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.07.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. júli 1973 ÞJODVtLJINN — SÍÐA 13 JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn honum var ekki alveg ljóst sjálf- um hvað það hafði verið. — En ég var aukaatriði. Hún hefur einkum . áhyggjur af þér. Eins og þú sagð- ir I gær, þá —,En svo þagnaði hann. Hann hafði verið. að þvi kominn að ásaka Quentin fyrir það að eyðileggja konurnar i kringum sig. En jafnvel þótt Qu- entin hefði haft orð á þvi kvöldið áður, þá var það ekki viðeigandi af Malone að taka undir það. Qu- entin var ennþá sendiherra, hvað sem annað kunni að vera hægt um hann að segja. Að minnsta kosti fram að helgi. — Hvað sagði ég i gær? — Ekki neitt. Quentin horfði hvasst á hann nokkra stund eins og hann væri að velta fyrir sér, hvort hann ætti að halda spurningunni til streitu. Þá sagði hann: — Scobie, lofaðu mér einu. Láttu Denzil og menn hans um þetta héðan af. Hugsaðu um erindi þitt hingað. Gerðu það og ekkert annað. — Ef ég ætti að reka það á rétt- an hátt, þá værum við báðir á leiðinni á flugvöllinn núna. Er það það sem þú vilt? Það heyrðist skrjáfa í taui og Sheila kom út á svalirnar og jarpa hárið glóði við grænan inni- sloppinn. — Ég var að tala við Lisu! John, ertu búinn að frétta hvað gerðist i gærkvöldi? — Seztu elskan. Quentin dró fram stól handa Sheilu og hún lét fallast niður i hann. Morgnarnir eru ekki miskunnsamir við hana, hugsaði Malone, hún sneri sér að honum og honum fannst sem brestirnir hefðu margfaldazt sið- an daginn áður. Quentin sagði: — Scobie álitur að við eigum að fara beina leið heim i flugvél. Hvað finnst þér? Scobie? Sheila leit á þá á vixl. Karlmenn fóru ævinlega að þúast á undan konun, einkum ástralskir karlmenn, en við þessu hafði hún bersýnilega ekki búizt af manni sinum og fangaverði hans. — Við erum orðnir gamlir vin- ir, sagði Quentin. — Sameiginleg- ur óvinur gerir það að verkum. Sheila virtist vera gráti nær, svo rétti hún úr sér og hellti app- alslnusafa i glas handa sér. Hún hélt á litilli, grænni náttborðs- klukku og nú setti hún hana á borðið. — Ég þarf að láta Jósef koma henni i viðgerð. Hún leit á Malone. — Ég keypti hana handa manninum minum á fyrsta brúð- kaupsafmælinu okkar. Hann not- ar aldrei armbandsúr og ég var orðin þreytt á þvi að hann vakti Brúðkaup Þann 21/4 voru gefin saman i hjónaband I Laugarneskirkju af séra Grimi Grimssyni, Hallfriður Ingimundardóttir og Rafn H. Skúlason. Heimili þeirra er að Lundarbrekku 2. (Stúdió Gests). mig á hverjum morgni til að spyrja hvað klukkan væri. Hún hringdi ekki i morgun. í fyrsta skipti I tuttugu og tvö ár. Allir eru að trúa mér fyrir leyndarmálum sinum, hugsaði Malone. Hverjir fleiri skyldu vilja gera það hér I húsinu? Jósef, eldabuskan, stofustúlkan? Sheila var að jafna sig, það var eins og henni tækist með ein- hverju móti að má hrukkurnar úr 34 andliti sinu. Hún leit á gráu fötin hans Malone og tókst jafnvel að brosa. — Jósef hlýtur að verða fyrir vonbrigðum með þig, Scobie — má ég kalla þig Scobie? — Ef þú vilt, sagði Malone og óskaði þess að hún gerði það ekki. Þegar að þvi kæmi að bera vitni gegn Quentin, vildi hann ógjarn- an þurfa að horfa á allt of marga þúbræður ógna óhlutdrægni sinni. — Jósef heldur að ég sé horfinn til mlns rétta eðlis. — Það er betra að þú verðir i dökkum fötum af mér i dag, sagði Quentin. — Nei, takk fyrir,— — Ég veit hvernig þér liður, Scobie, sagði Quentin, og Malone gerði sér allt I einu ljóst að mað- urinn skildi það i raun og veru. — En það er ekki um það að ræða að tengjast persónu minni um of. Ég kæri mig ekki um að þú gangir i skónum af mér, hvorki i eigin- legri né óeiginlegri merkingu. Hér er aðeins um varúðarráðstöf- un að ræða. Þvi minna sem ber á þér I Lancaster House nú i dag, þvi betra fyrir þig. Og mig, bætti hann við án þess að brosa. Sheila var að taka eftir pening- unum á borðinu. — Hvað er þetta. — Scobie var ekki alveg heill- um horfinn i gærkvöldi. Hann rakaði þá hjá Fothergills. Þetta hefur verið merkilegt feröalag hjá þér? sagði Sheila. — Ég hef svo sannarlega notið þess. Svo leit hann á þau hvort á eftir öðru. — Þið megið ekki móðgast. Quentin brosti. — Ég er farinn að óska þess að ég hefði hitt þig fyrir mörgum árum. Malone hristi höfuðið. — Það hefði ekkert gagnað þér. Bezt af öllu hefði verið, að þú hefðir aldr- ei hitt mig. — Hefði það ekki verið þú, þá hefði það bara verið einhver ann- ar, sagði Sheila og aftur var eins Þann 21/4 voru gefin saman i hjónaband i Hvammstangakirkju af séra Gisla Kolbeins, Elisabet P. Halldórsdóttir frá Kambshóli, V.-Hún. og Sigfús H. tvarsson frá Flögu A.-Hún. Heimili þeirra er á Blönduósi. (Stúdió Gests). og hún slokknaði. — Eina huggun- in er að John hefur getað notað timann. Ekki aðeins fyrir sjálfan sig heldur lika fyrir föðurlandið. En ég held við höfum vitað að þetta gæti ekki staðið endalaust. Þá kom Lisa i dyrnar. — Herra Faber úr bandariska sendiráðinu er hérna. Hann er i setustofunni. Og það er simtal til herra Malone. Frá Sydney. Quentin og Malone risu báðir á bætur. — Báðir að taka við fyrir- mælum, sagði Quentin og brosti þurrlega. — Eru Bandarikjamennirnir að segja þér fyrir verkum? spurði Malone undrandi. — Þeir eru að reyna. Og sömu- leiðis Englendingar, Frakkar, Suðurvietnamar. Jafnvel Kin- verjar hafa reynt að hræra i mér. En þetta er allt I kurteisi og bróð- erni. Vinur þinn, herra Flannery, ætti að koma hingað i nokkrar vikur. Hann gæti lært sitt af hverju. — Ég held hann hafi engan á- huga á kurteisi og bróðerni. Það hefur aldrei aflað atkvæða I Astraliu. — Hann er að tala um forsætis- ráðherrann i Nýja Suður Wales, Lisa. Quentin virtist vera búinn að gleyma þvi að Lísa vissi ekki hver Malone var I raun og veru, hún var einkaritari hans, vel heima i leyndarmálum hans. En þegar hann áttaði sig á þvi að hann og Malone höfðu talað af sér með þvi að minnast á Flannery fyrir framan hana, þá kom samt ekkert fum á hann. — En segðu ekkert um þetta i endurminning- um þinum. Lisa leit á Malone með hlýju i svipnum sem fyllti hann undrun og ánægju. Eitthvað af hugblæ kvöldsins rikti enn á milli þeirra. — Herra Malone lenti I nægum vandræðum i gærkvöldi. Ég myndi ekki vilja auka á þau. Malone brosti I þakklætisskyni og siðan gekk hann inn i húsið á eftir Quentin og haltraði dálitið eftir hnémeiðslið. í setustofunni beið magur, þunnhærður maður. Malone sá hann inn um dyrnar. Larter var með honum og báðir voru á svipinn eins og svefnvana bölsýnismenn. Ráðstefnan var að byrja að ganga úrskeiðis og þeir treystu þvi engan veginn að það myndi skána i dag. Quentin gekk inn til þeirra og lokaði á eftir sér, framtiðarlausi maðurinn var hinn eini sem sýndist bjartsýnn. Malone gekk áfram inn i vinnu- stofuna og lokaði á eftir sér; hans eigin ráðstefna var i þann veginn að byrja. Leeds var á linunni og virtist dálitið óþolinmóður. — Er- uð þið ekki komin á fætur þarna norður frá? Hvernig gengur? Malone undraðist sitt eigið hik. Hvað gekk eiginlega að honum? Hann hafði verið að þvi kominn að ljúga, segja Leeds að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu. Hann varð að minna sjálf- an sig á að hann var að vinna fyr- ir Leeds, ekki fyrir föðurlands- vininn i næsta herbergi. — Ekki alltof vel — sagði hann og sagði Leeds frá sprengjutilræðinu og árásinni á sjálfan hann. Hann heyrði blótsyrðið hinum megin á hnettinum. — Fréttin um sprenginguna er I öllum blöð- unum hér — en mér datt ekki I öug að setja hana i samband við þig! Það var gott, hugsaði Mal- ane, kannski hafa þá engir aðrir gert það. — Farðu um borð i Fyrstu flugvél, Scobie! Mér stend- ur á sama hvað verður um hann — það væri kannski bezt fyrir alla parta að einhver kálaði honum. Guð fyrirgefi mér fyrir að segja þetta— láttu ekki nokkurn mann öeyra þetta! Það varð andartaks þögn, svo bætti Leeds við rólegri röddu: — Ég vil ekki að neitt komi fyrir þig. Malone var feginn hve sam- bandið var gott, hann hefði ekki getað pexað i simatruflunum yfir hálfan hnöttinn. — Trúðu mér, ég vil ekki heldur að neitt komi fyrir mig. En herra Quentin er mikil- væg persóna. Ef ég setti hann upp I flugvél i dag, myndi ráðstefnan fara i vaskinn strax á morgun. Aftur bölvaði Leeds, langur og erfiður dagur virtist á enda hjá honum. Hann má prisa sig sælan hugsaði Malone. Minn er rétt að byrja. — Alþjóðapólitik kemur okkur ekki við. Við höfum fengið skipun um að taka mann fastan fyrir morð og það er skylda okkar að sjá til þess að framkvæma það. Malone tók eftir þvi að hann sagöi „okkar”. Hann sagði: — Ég Þ RIÐJUDAGUR 17. júlí 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið 17-10 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Umhverfismál Ingvi Þorsteinsson talar um Islenzku hreindýrin. 19.50 Lög unga fólksins Sigurður Tómas Garðars- son kynnir. 20.50 tþróttir Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Tónleikar „Sjávar- myndir” lagaflokkur op. 37 eftir Elgar. Janes Baker syngur með Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna: Sir John Barbirolli stjórnar. 21.30 Skúmaskot Þáttur i um- sjá Hrafns Gunnlaugssonar. Meðal annars er fjallað um Eistland, Lettland og Litaviu. 22.00 Fréttir. 22.15. Veðurfregnir. Eyja- pistill 22.35 Harmónikulög Ebbe Jularbo-kvartettinn leikur sænsk harmónikulög. 22.55 A hljóðbergi Richard Burton les ástarljóð eftir enska 17. aldar skáldið John Donne og Tyrone Power les úr Childe Harold’s Pilgrimage eftir Byron. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30., 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunieikfimi kl. 7. 50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir heldur áfram að lesa „Ævintýri músanna” eftir K. J. With i þýðingu Guðmundar M. Þorláks- sonar (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Hrafn- kel Eiriksson fiskifræðing um humar og verndun stofnsins. Morgunpopp kl. 10.40: Bros Olsen syngja. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plöturabb (endurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Eigi má sköpum renna” eftir Harry Fergusson Þýðandinn Axel Thorstein- son les (11). 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Paul Dukas. Sin- fóniuhljómsveitin i Köln leikur „Scherzó” (Læri- sveinn galdramannsins) Pierre Dervaux stjórnar. Francoise Thinat leikur pianósónötu i es-moll. H m INDVERSK UNDRAVERÖLD Nýkomíð: margar gerðir af fallegum útsaumuðum mussum úr indverskri I bómull. Batik — efni I sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reykelsi og reykelsisker I miklu úrvali. JASMtN Laugavegi 133 (við Hlemmtorg) Siíftíiisfc SPRUN GU YIÐGERÐIR simi 10382 auglýsa: Framkvæmum sprunguviðgerðir I steyptum veggjum og þökum, með hinu þrautreynda ÞAN-kitti. - Leitið upplýsinga. StMl 10382 — KJARTAN HALLDÓRSSON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.