Þjóðviljinn - 17.07.1973, Blaðsíða 16
umvium
Þriðjudagur 17. jlill 1973
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar í simsvara Lækna-
félags Reykjavikur, sími
18888.
Nætur- kvöld- og helgidaga-
varzla lyfjabúðanna vikuna
13. til 19. júli er i Háaleitisapó-
teki og Vesturbæjarapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspital-
ans er opin allan sólarhringinn.
Kvöld- næ tur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Frá rfkisráðsfundi i gær: Hanniba! Valdimarsson vikur ur ráðherrasæti.
Yopnasmygl
til írlands
Dublin 16/7 — Lögreglan i
Dublin fann i dag marga kassa af
vopnum og skotfærum um borð i
skemmtiferðaskipi, sem var að
koma frá Montreal i Kanada.
Taldi hún að þau væru ætluð
skæruliðasamtökum i Norður-
Irlandi.
Skipið, sem nefnist Manchester
Vigor, siglir undir brezkum fána
og er í eigu skipafélagsins Man-
chester Lines. Ekki hefur enn
verið skýrt frá þvi hvað kom lög-
reglunni á sporið, en hafnar-
verkamenn, sem unnu við
uppskipun, voru beðnir að fara og
siðan tóku hermenn uppskipunina
að sér. Þeir fundu átta kassa af
vopnum og skotfærum i gám, sem
merktur var fyrirtæki, sem ekki
er til. Einn maður var hand- Einn kemur þá annar fer. Þessi mynd var tekin I félagsmálaráðu-
tekinn. neytinu i gær, Hannibal Valdimarsson t.v. — Björn Jdnsson til hægri.
Hannibal Valdimarsson, sem
nú lætur af ráðherraembætti, er
70ára að aldri, fæddur 13. janúar
1903.
Hannibal hefur setið á alþingi
siðan 1946, en var áður kennari og
skólastjóri Gagnfræðaskólans á
tsafirði. Hann hefur verið for-
maöur i þremur stjórnmálaflokk-
um, fyrst i Alþýðuflokknum, svo i
Alþýðubandalaginu meðan það
starfaði aðeins sem kosninga-
flokkur og siðast i Samtökum
frjálslyndra og vinstri manna.
Forseti Alþúðusambands
tslands var Hannibal frá 1954 -
1971. Hann tók fyrst við ráðherra-
embætti i rfkisstjórn Hermanns
Jónassonar og gegndi störfum
heilbrigðis- og félagsmálaráð-
herra 1956 - 1958. t núverandi
rikisstjórn hefur Hannibal verið
Ráðherraskipti
Björn tók við af
Hannibal
A fundi ríkisráðs i Reykjavik i
dag féllst forseti lslands á þá til-
lögu forsætisráðherra um beiðni
llannibals Valdimarssonar að
verða veitt lausn frá embætti
félagsmála- og samgönguráð-
herra i rikisstjórn tslands og að
Björn Jónsson, alþingismaður,
verði skipaður til að vera félags-
mála- og samgönguráðherra með
sama vcrksviði og hann hafði.
A fundinum voru einnig stað-
festar ýmsar afgreiðslur, sem
farið höfðu fram utan rikisráös-
fundar.
félagsmála- og samgönguráð-
herra.
Hannibal tilkynnti i vor að hann
mundi brátt láta af ráðherra-
störfum.
Björn Jónsson.sem nú tekur við
þeim ráðherrastörfum, er Hanni-
bal gegndi áður,er 56 ára gamall,
fæddur 3. september 1916. Björn
Jónsson hefur setið á alþingi
siðan 1956, fyrst fyrir Alþýðu-
bandalagið, en siðar fyrir Samtök
frjálslyndra og vinstri manna.
Björn Jónsson var kjörinn for-
maður Verkamannafélags Akur-
eyrarkaupstaðar árið 1947 og
hefur siðan gegnt formennsku i
Framhald á bls. 15.
Mótmœli í
London við
komu
Caetano
LONDON 16/7. — Miklar
öryggisráðstafanir voru
gerðar i London i dag,
þegar Marcello Caetáno
forsætisráðherra
Portúgals kom þangað i
fjögurra daga
heimsókn. Búizt var við
miklum mótmæla-
aðgerðum vegna fregna
um fjöldamorðin, sem
portúgalskir hermenn
hafa framið i Mósam-
bik, en allt fór þó
friðsamlega fram við
komu ráðherrans og fáir
menn voru við portú-
galska sendiráðið.
Miklar mótmælaaðgerðir voru
þó i London i gær, og kom til
óeirða við portúgalska sendi-
ráðið. Fyrr f dag gengu um 5000
manns um götur Lundúna-
borgar með mótmælaspjöld gegn
framferði Portúgala. Þeir
hrópuðu vigorð gegn fjöldamorð-
unum, en ailt fór friðsamlega
fram.
Stöðugt er nú rætt um fréttirnar
af fjöldamorðunum. Portúgölsk
yfirvöld hafa haldið bvi fram að
þorpið Wiriamu, þar sem sagt er
að hermenn hafi myrt mörg
hundruð manns, sé ekki til, en sp-
ánskir trúboðar hafa mótmælt þvi
og skýrt frá þvi að þorpið sé, eða
hafi verið, um 25 km frá borginni
Tete,i þrihyrningi, sem myndast
milli fljótanna Zambesi og
Luenha og vegarins frá Tete til
Changara.
Fréttamenn hafa nú náð tali af
biskupi þessa héraðs, sem sagður
var hafa safnað upplýsingum um
morðin, en hann neitaði að
segja nokkuð um þau og sagði,að
það væri verk portúgölsku
stjórnarinnar að staðfesta þessar
fréttir eða bera þær til baka.
i------------------
FH
*
Islands-
meistari
FH. vann Vai með 24
mörkum gegn 13 i úrslitaleik
islandsmótsins I útihand-
knattleik i gærkvöldi og varð
þar með meistari i þeirri'
grein. Nánar á morgun.
Yiðurkenna árásir
á Kambodíu 1970
WASHINGTON 16/7. —
Bandariska varnar-
málaráðuneytið viður-
kenndi i dag, að
sprengjuflugvélar af
gerðinni B-52 hefðu gert
árásir á staði i Kam-
bodiu þegar snemma á
árinu 1970, þrátt fyrir
itrekaðar yfirlýsingar
um að Bandarikjamenn
virtu hlutleysi landsins.
1 bréfi til hermálanefndar
öldungadeildarinnar sagði
Schlesinger hermálaráðherra, að
árasirnar hefðu haldið áfram I
nokkurn tima áður en Banda-
rikjamenn tilkynntu opinberlega
fyrstu árásirnar I mai fyrir
þremur árum. Yfirmenn hermála
gáfu fyrirskipanir um árásirnar
að þvi er segir til að tryggja
öryggi bandariskra hermanna I
Vletnam, sem þá voru hálf miljón
að tölu, en talið var nauðsynlegt
af pólitiskum ástæðum að halda
þeim leyndum.
Fyrrverandi major I flug-
hernum, Hal Knight, skýrði frá
þvl I dag, að hann hefði haft með
höndum umfangsmikið starf, sem
var fólgið i þvl,að falsa skýrslur
svo að utanrikisnefnd öldungaí-
deildarinnar kæmist ekki á
snoðir um loftárásirnar.
Áköf leit að
smygláfengi
Leitað hefur verið dögum
saman að smygluðu
áfengi um borð í flutninga-
skipinu Suðra, en ekkert
hafa tollverðir haft upp úr
krafsinu. Leit var hafin
um borð strax og skipið
kom frá útlöndum fyrir
nokkrum dögum, þar sem
fregnirhöfðu borizt um það
erlendis frá, að mikið
áfengi hefði farið um borð í
skipið erlendis.
Ætluðu tollarar að gripa hendi i
feitt, en ef um eitthvert smygl
hefur verið að ræða, þá hafa
skipverjar reynzt. tollvörðum
skæöari. Tollarar eru enn á verði
i Suðra og hafa fylgt skipinu
milli hafna á ströndinni.